Fara í efni

Efling Heilbrigðisstofnunar Vesturlands (HVE) í Stykkishólmi

Málsnúmer 2208031

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 2. fundur - 18.08.2022

Lagður fram tölvupóstur frá forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vesturlands þar sem greint er frá áhyggjum af mönnun yfirlæknisstöðu heilsugæslusviðs á Snæfellsnesi. Ekki bárust umsóknir í stöðuna sem var auglýst í tvígang árið 2020.
Bæjarráð leggur áherslu á mikilvægi þess að auglýst sé eftir yfirlækni til starfa við heilsugæsluna og sjúkrahúsið í Stykkishólmi og í framhaldi af því eða á sama tíma séu auglýstar stöður heimilislækna með starfstöðvar í öðrum þéttbýliskjörnum á Snæfellsnesi.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd (SH) - 1. fundur - 19.08.2022

Bæjarstjóri gerir grein fyrir áherslum sveitarfélagsins við að efla starfsemi Heilbrigðisstofnunar Vesturlands (HVE) í Stykkishólmi. Bætt heilbrigðisþjónusta var eitt af áhersluverkefnum Samstarfsnefndar um sameiningu Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvetur bæjarstjórn sameiginlegs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar að beita sér fyrir að settur verði á fót starfshópur fagaðila í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið og HVE á Akranesi sem móti tillögur um hvernig best sé að efla Heilbrigðisstofnun Vesturlands í Stykkishólmi og gera hana að miðstöð heilbrigðisþjónustu á Snæfellsnesi, þannig að stofnunin veiti íbúum Snæfellsness meiri og öruggari heilbrigðisþjónustu en nú er.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 3. fundur - 15.09.2022

Bæjarstjóri gerði á 1. fundi atvinnu- og nýsköpunarnefndar grein fyrir áherslum sveitarfélagsins við að efla starfsemi Heilbrigðisstofnunar Vesturlands (HVE) í Stykkishólmi. Bætt heilbrigðisþjónusta var eitt af áhersluverkefnum Samstarfsnefndar um sameiningu Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvatti bæjarstjórn sameiginlegs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar til að beita sér fyrir að settur verði á fót starfshópur fagaðila í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið og HVE á Akranesi sem móti tillögur um hvernig best sé að efla Heilbrigðisstofnun Vesturlands í Stykkishólmi og á Snæfellsnesi í heild, þannig að stofnunin veiti íbúum Snæfellsness meiri og öruggari heilbrigðisþjónustu en nú er.

Þá er lögð fram tillaga um að settur verði á fót starfshópur fagaðila frá heilbrigðisráðuneyti, sveitarfélaginu og Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) sem móti tillögur um hvernig best sé til framtíðar að efla HVE í Stykkishólmi þannig að hún þjóni betur sem miðstöð heilbrigðisþjónustu á Snæfellsnesi. Meðal þess sem verði kannað er styrking háls- og bakdeildar, efling rannsókna, fjarheilbrigðisþjónustu og geðheilbrigðisþjónustu og betri nýting húsnæðis HVE í Stykkishólmi.
Bæjarráð samþykkir tillöguna. Bæjarráð samþykkir að senda tillöguna og greinargerð til Heilbrigðisstofnunar Vesturlands og Heilbrigðisráðuneytisins með ósk um tilnefndingu fulltrúa í starfshópinn. Þá verði tillagan jafnframt send þingmönnum Norðvesturkjördæmis til kynningar.

Bæjarráð vísar afgreiðslunni til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 4. fundur - 22.09.2022

Bæjarstjóri gerði á 1. fundi atvinnu- og nýsköpunarnefndar grein fyrir áherslum sveitarfélagsins við að efla starfsemi Heilbrigðisstofnunar Vesturlands (HVE) í Stykkishólmi. Bætt heilbrigðisþjónusta var eitt af áhersluverkefnum Samstarfsnefndar um sameiningu Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvatti bæjarstjórn sameiginlegs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar til að beita sér fyrir að settur verði á fót starfshópur fagaðila í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið og HVE á Akranesi sem móti tillögur um hvernig best sé að efla Heilbrigðisstofnun Vesturlands í Stykkishólmi og á Snæfellsnesi í heild, þannig að stofnunin veiti íbúum Snæfellsness meiri og öruggari heilbrigðisþjónustu en nú er.

Á grunni þeirrar hvatningar er lögð fram tillaga um að settur verði á fót starfshópur fagaðila frá heilbrigðisráðuneyti, sveitarfélaginu og Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) sem móti tillögur um hvernig best sé til framtíðar að efla HVE í Stykkishólmi. Meðal þess sem verði kannað er styrking háls- og bakdeildar, efling rannsókna, fjarheilbrigðisþjónustu og geðheilbrigðisþjónustu og betri nýting húsnæðis HVE í Stykkishólmi.

Bæjarráð samþykkti tillöguna á 3. fundi sínum. Bæjarráð samþykkti að senda tillöguna og greinargerð til Heilbrigðisstofnunar Vesturlands og Heilbrigðisráðuneytisins með ósk um tilnefndingu fulltrúa í starfshópinn. Þá verði tillagan jafnframt send þingmönnum Norðvesturkjördæmis til kynningar.

Bæjarráð vísaði afgreiðslunni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs.
Getum við bætt efni síðunnar?