Fara í efni

Rokkhátíð í Stykkishólmi

Málsnúmer 2305023

Vakta málsnúmer

Safna- og menningarmálanefnd - 2. fundur - 31.05.2023

Lögð fram hugmynd að rokkhátíð í Stykkishólmi. Fulltrúi hugmyndarinnar kemur á fund safna- og menningarmálanefndar og gerir grein fyrir hugmyndinni.
Safna og menningarmálanefns tekur jákvætt í hugmyndina og hvetur sveitarfélagið til að vinna hugmyndina áfram í samvinnu við félag atvinnulífs.

Bæjarráð - 12. fundur - 22.06.2023

Lögð fram hugmynd að rokkhátíð í Stykkishólmi en fulltrúi hugmyndarinnar kom á fund safna- og menningarmálanefndar og gerði grein fyrir hugmyndinni. Safna og menningarmálanefns tók á 2. fundi sínum jákvætt í hugmyndina og hvetur sveitarfélagið til að vinna hugmyndina áfram í samvinnu við félag atvinnulífs.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra og formanni safna- og menningarnefndar að vinna hugmyndina áfram í samvinnu við fulltrúa rokkhátíðar og við FAS.

Bæjarráð - 13. fundur - 21.08.2023

Lögð fram drög að viljayfirlýsingu milli Sveitarfélagsins Stykkishólms og Glapræðis ehf. vegna tónlistarhátíðarinnar Sátunnar 2024.
Bæjarráð samþykkir fyrirligjandi viljayfirlýsingu með áorðnum breytingum.
Getum við bætt efni síðunnar?