Fara í efni

Aðalgata 16 - beiðni um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2307005

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 13. fundur - 16.08.2023

Þ.B. Borg sækir um að vinna breytingu á deiliskipulagi miðbæjar frá 2003 m.s.br. frá 2017 vegna fyrirhugaðrar nýbyggingar við Aðalgötu 16.



Lóðin er á deiliskipulögðu svæði. í gildi eru almennir skilmálar frá 2003 og 2017 og sérskilmálar fyrir lóðina frá 2017 en þá voru eftirfarandi breytingar gerðar: lóðarmörk færð til, lóð stækkuð um 19 m2 (úr 626 m2 í 643 m2 (skráð 641,9 m3 skv. lóðarblaði frá 2019)), stígur meðfram brekkunni færður á milli Aðalgötu 14 og 16, bílskúrsreit snúið og heimilaðar tvær íbúðir í húsinu.



Breytingin sem nú er sótt um felur í sér: a) stækkun á byggingarreit fyrir íbúðarhús úr 112 m2 í 141,1 m2, b) niðurfelling á 24 m2 byggingarreit fyrir bílskúr og c) breytingu á lóð úr einbýlishúsalóð á tveimur hæðum í parhúsalóð með aðkeyrslu að húsinu á sitthvorum enda. Heildar grunnflötur byggingarreits (húss og bílskúrs) stækkar því úr 136,0 m2 í 141,1 m2 eða um 5,1 m2. Með skipulagsbreytingunni yrði mesta mögulega stærð hvorrar íbúðar 141,1 m2 eða samtals 282,2 m2 fyrir báðar íbúðirnar. Nýtingarhlutfallið yrði 0,45 í stað 0,42 skv. gildandi skipulagi.



Skipulagsnefnd tekur fyrir sitt leyti jákvætt í að gerðar verði breytingar á gildandi deiliskipulagi frá 2017 sem feli í sér lítilsháttar stækkun á byggingarreit og niðurfellingu á byggingarreit fyrir bílskúr. Nefndin leggur til að samtímis verði einnig skoðað hvort mögulegt sé að færa lóðina nær Aðalgötu 14 og færa stíginn aftur meðfram brekkunni eins hann var upphaflega sýndur á deiliskipulagi frá 2003.

Nefndin minnir á að breytingin verði í samræmi við almenna skipulagsskilmála aðalskipulags og deiliskipulags þ.e. að nýbyggingar skuli halda við og styrkja fallega ásýnd gamla bæjarkjarnans (Plássins) með formum, hlutföllum, hrynjandi og efnisvali; að gætt verði að samræmi milli bygginga, götu, götumynda og útisvæða; og að hugað verði að mikilvægi sjónarhorna og sjónlína að og frá Plássinu.

Bæjarráð - 13. fundur - 21.08.2023

Steinunn vék af fundi.
Þ.B. Borg sækir um að vinna breytingu á deiliskipulagi miðbæjar frá 2003 m.s.br. frá 2017 vegna fyrirhugaðrar nýbyggingar við Aðalgötu 16.



Skipulagsnefnd tók, á 13. fundi sínum, fyrir sitt leyti jákvætt í að gerðar verði breytingar á gildandi deiliskipulagi frá 2017 sem feli í sér lítilsháttar stækkun á byggingarreit og niðurfellingu á byggingarreit fyrir bílskúr. Nefndin lagði til að samtímis verði einnig skoðað hvort mögulegt sé að færa lóðina nær Aðalgötu 14 og færa stíginn aftur meðfram brekkunni eins hann var upphaflega sýndur á deiliskipulagi frá 2003.



Nefndin minnti jafnframt á að breytingin verði í samræmi við almenna skipulagsskilmála aðalskipulags og deiliskipulags þ.e. að nýbyggingar skuli halda við og styrkja fallega ásýnd gamla bæjarkjarnans (Plássins) með formum, hlutföllum, hrynjandi og efnisvali; að gætt verði að samræmi milli bygginga, götu, götumynda og útisvæða; og að hugað verði að mikilvægi sjónarhorna og sjónlína að og frá Plássinu.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Steinunn kom aftur inn á fundinn.

Skipulagsnefnd - 14. fundur - 11.10.2023

Lagðar fram til afgreiðslu tillögur Gláma Kím (dags. 06.10.2023), f.h. Þ.B.Borg ehf., að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar frá 2003 m.s.br. frá 2017 vegna fyrirhugaðrar byggingar við Aðalgötu 16.



Þann 25.september sl., samþykkti bæjarráð (fundur 13) drög að tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar og fól skipulagsnefnd að fullvinna tillöguna og í framhaldinu að grenndarkynna hana eða, eftir atvikum, auglýsa hana. Áður hafði skipulagsnefnd (fundur 13) tekið jákvætt í fyrirhugaðar breytingar hvað varðar stækkun á byggingarreit og niðurfellingu á byggingarreit fyrir bílskúr.



Á fundinum lagði nefndin til að skoðað yrði hvort mögulegt sé að færa lóðina nær Aðalgötu 14 og færa göngustíginn aftur meðfram brekkunni eins hann var upphaflega sýndur á deiliskipulagi frá 2003. Jafnframt lagði nefndin áherslu á að breytingin yrði í samræmi við almenna skipulagsskilmála fyrir gamla miðbæjarkjarnann (Plássins) þ.e. að nýbyggingar skuli halda við og styrkja fallega ásýnd með formum, hlutföllum, hrynjandi og efnisvali; að gætt verði að samræmi milli bygginga, götu, götumynda og útisvæða; og að hugað verði að mikilvægi sjónarhorna og sjónlína að og frá Plássinu.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram tillögu með einu bílastæði fyrir Aðalgötu 14 og tveimur bílastæðum sitt hvoru megin við Aðalgötu 16 og aðlögun lóðarmarka samkvæmt því. Jafnframt felur nefndin skipulagsfulltrúa að skoða fjarlægð byggingarreits Aðalgötu 16 frá gangstétt. Að því búnu felur nefndin skipulagsfulltrúa að grenndarkynna deiliskipulagsbreytinguna fyrir lóðarhöfum Þvergötu 4, 6 og 8, Aðalgötu 14, 11 og 13 og Víkurgötu 6 í samræmi við 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr 123/2010.
Bæring Bjarnar Jónsson, arkitekt, yfirgefur fundinn.

Skipulagsnefnd - 18. fundur - 10.01.2024

Lögð fram til afgreiðslu samantekt athugasemda úr grenndarkynningu vegna tillögu að óv. br. á deiliskipulagi miðbæjar Stykkishólms frá 2003 m.s.br. frá 2017 vegna Aðalgötu 16 og tillaga skipulagsfulltrúa að svörum nefndarinnar. Einnig er lagður fram uppfærður uppdráttur (dags. 09.01.2023) með stækkun á byggingarreit um 5,2 m2 vegna lagnarýmis og stækkun á lóð Aðalgötu 14 að stíg.

Tillagan felur í sér i) stækkun á byggingarreit fyrir íbúðarhús úr 112 m2 skv. gildandi deiliskipulagi í 146,3 m2, ii) niðurfellingu á 24 m2 byggingarreit fyrir bílskúr og iii) heimild til þess að byggja parhús á tveimur hæðum. Með skipulagsbreytingunni yrði stærð hvorrar íbúðar 141,1 m2 eða samtals 282,2 m2 fyrir húsið. Nýtingarhlutfallið verður 0,45 í stað 0,42 skv. gildandi skipulagi. Stækkun byggingareits frá gildandi deiliskipulagi er því samtals 10,3 m2, þar af 5,2 m2 vegna lagnarými.

Á 13. fundi skipulagsnefndar, tók nefndin jákvætt í að gerð verði óv.br. á deilisskipulagi og lagði til að samtímis yrði skoðaður möguleiki á að færa lóðina og byggingarreitinn nær Aðalgötu 14 og stíginn aftur meðfram brekkunni eins hann var á upphaflegu deiliskipulagi frá 2003. Jafnframt minnti nefndin á að breytingin skuli vera í samræmi við almenna skipulagsskilmála aðalskipulags og deiliskipulags þ.e. að nýbyggingar skuli vera í samræmi við fallega ásýnd gamla bæjarkjarnans (Plássins) með formum, hlutföllum, hrynjandi og efnisvali; að gætt verði að samræmi milli bygginga, götu, götumynda og útisvæða; og að hugað verði að mikilvægi sjónarhorna og sjónlína að og frá Plássinu.

Afgreiðsla skipulagsnefndar var samþykkt á 13. fundi bæjarráðs, sem fól skipulagsnefnd að fullvinna tillöguna og grenndarkynna eða, eftir atvikum, auglýsa hana.

Á 14. fundi skipulagsnefndar voru lagðar fram mismunandi útfærslur á lóðinni. Nefndin fól skipulagsfulltrúa að: i) vinna áfram tillögu með einu bílastæði fyrir Aðalgötu 14 og tveimur stæðum sitt hvoru megin við Aðalgötu 16 og laga lóðarmörk að því, ii) skoða betur fjarlægð byggingarreits Aðalgötu 16 frá gangstétt, og að því búnu iii) grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Þvergötu 4, 6 og 8, Aðalgötu 14, 11 og 13 og Víkurgötu 6 í samræmi við 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr 123/2010. Tillagan var grenndarkynnt 7. nóvember sl með athugasemdafresti til 5. desember. Athugasemdir bárust frá lóðarhöfum Aðalgötu 14 og Þvervegs 6.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi svör við athugasemdum og að heimila minniháttar stækkun á byggingarreit fyrir lagnarými og þar með framlagða tillögu að óv. br. á deiliskipulagi. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að tilkynna þeim sem gerðu athugasemdir um niðurstöðu nefndarinnar.

Bæjarráð - 18. fundur - 18.01.2024

Steinunn vék af fundi.
Lögð fram samantekt athugasemda úr grenndarkynningu vegna tillögu að óv. br. á deiliskipulagi miðbæjar Stykkishólms frá 2003 m.s.br. frá 2017 vegna Aðalgötu 16 ásamt svörum skipulagsnefndar. Einnig er lagður fram uppfærður uppdráttur (dags. 09.01.2023) með stækkun á byggingarreit um 5,2 m2 vegna lagnarýmis og stækkun á lóð Aðalgötu 14 að stíg.



Á 18. fundi sínum samþykkti skipulagsnefnd fyrir sitt leyti fyrirliggjandi svör við athugasemdum og að heimila minniháttar stækkun á byggingarreit fyrir lagnarými og þar með framlagða tillögu að óv. br. á deiliskipulagi. Nefndin fólskipulagsfulltrúa að tilkynna þeim sem gerðu athugasemdir um niðurstöðu nefndarinnar.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Steinunn kemur aftur inn á fund.

Bæjarstjórn - 21. fundur - 25.01.2024

Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir víkur af fundi
Lögð fram samantekt athugasemda úr grenndarkynningu vegna tillögu að óv. br. á deiliskipulagi miðbæjar Stykkishólms frá 2003 m.s.br. frá 2017 vegna Aðalgötu 16 ásamt svörum skipulagsnefndar. Einnig er lagður fram uppfærður uppdráttur (dags. 09.01.2023) með stækkun á byggingarreit um 5,2 m2 vegna lagnarýmis og stækkun á lóð Aðalgötu 14 að stíg.



Á 18. fundi sínum samþykkti skipulagsnefnd fyrir sitt leyti fyrirliggjandi svör við athugasemdum og að heimila minniháttar stækkun á byggingarreit fyrir lagnarými og þar með framlagða tillögu að óv. br. á deiliskipulagi. Nefndin fólskipulagsfulltrúa að tilkynna þeim sem gerðu athugasemdir um niðurstöðu nefndarinnar.



Bæjarráð staðfesti afgreiðslu skipulagsnefndar á 18. fundi sínum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.


Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir kemur aftur á fund
Getum við bætt efni síðunnar?