Fara í efni

Orkuframboð í Stykkishólmi og afhendingargeta

Málsnúmer 2510012

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 37. fundur - 22.10.2025

Orkuframboð, bæði rafmagns og heits vatns, og afhendingargeta þessara innviða eru lykilþættir í áframhaldandi uppbyggingu atvinnusvæða við Kallhamra og Hamraenda. Tryggja þarf að fyrirtæki sem hyggjast hefja starfsemi eða byggja upp atvinnurekstur í Stykkishólmi hafi skýrar og aðgengilegar upplýsingar um stöðu orkuframboðs, möguleika á tengingum og framtíðarafhendingu.



Mikilvægt er að sveitarfélagið hafi heildaryfirsýn yfir stöðu mála í samstarfi við veitufyrirtækin, þannig að hægt sé að bregðast tímanlega við aukinni eftirspurn og stuðla að öruggri og sjálfbærri uppbyggingu atvinnulífs. Þetta er jafnframt forsenda þess að geta tekið upplýstar ákvarðanir um skipulag, leyfisveitingar og framtíðarstefnumótun í atvinnu- og umhverfismálum bæjarins.



Mikilvægt er fyrir sveitarfélagið að kortleggja stöðuna í samvinnu við Rarik ohf. (rafmagn) og Veitur ohf. (heitt vatn), nánar tiltekið um núverandi stöðu, helstu áskoranir og framtíðarþörf til næstu 5, 15 og 30 ára. Í því sambandi ber að skoða sérstaklega hvernig áætlanir um uppbyggingu iðnaðarsvæða við Kallhamra (Grænir iðngarðar) og Hamraenda, miðað við núverandi skipulagsáform og byggingarreiti, samrýmast fyrirhuguðu orkuframboði og afhendingargetu. Þannig verður tryggt að umsóknir um tengingar og leyfisveitingar geti tekið mið af raunhæfum forsendum og stuðlað að sjálfbærri og öruggri þróun atvinnusvæða.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 41. fundur - 30.10.2025

Orkuframboð, bæði rafmagns og heits vatns, og afhendingargeta þessara innviða eru lykilþættir í áframhaldandi uppbyggingu atvinnusvæða við Kallhamra og Hamraenda. Tryggja þarf að fyrirtæki sem hyggjast hefja starfsemi eða byggja upp atvinnurekstur í Stykkishólmi hafi skýrar og aðgengilegar upplýsingar um stöðu orkuframboðs, möguleika á tengingum og framtíðarafhendingu.



Mikilvægt er að sveitarfélagið hafi heildaryfirsýn yfir stöðu mála í samstarfi við veitufyrirtækin, þannig að hægt sé að bregðast tímanlega við aukinni eftirspurn og stuðla að öruggri og sjálfbærri uppbyggingu atvinnulífs. Þetta er jafnframt forsenda þess að geta tekið upplýstar ákvarðanir um skipulag, leyfisveitingar og framtíðarstefnumótun í atvinnu- og umhverfismálum bæjarins.



Mikilvægt er fyrir sveitarfélagið að kortleggja stöðuna í samvinnu við Rarik ohf. (rafmagn) og Veitur ohf. (heitt vatn), nánar tiltekið um núverandi stöðu, helstu áskoranir og framtíðarþörf til næstu 5, 15 og 30 ára. Í því sambandi ber að skoða sérstaklega hvernig áætlanir um uppbyggingu iðnaðarsvæða við Kallhamra (Grænir iðngarðar) og Hamraenda, miðað við núverandi skipulagsáform og byggingarreiti, samrýmast fyrirhuguðu orkuframboði og afhendingargetu. Þannig verður tryggt að umsóknir um tengingar og leyfisveitingar geti tekið mið af raunhæfum forsendum og stuðlað að sjálfbærri og öruggri þróun atvinnusvæða.



Bæjarráð vísaði málinu, á 37. fundi sínum, til bæjarstjórnar. Lögð er fram tillaga að afgreiðslu.
Bæjarstjórn Stykkishólms leggur áherslu á að öruggt og nægjanlegt orkuframboð, bæði rafmagns og heits vatns, enda það eitt af meginforsendum áframhaldandi atvinnuuppbyggingar og samfélagslegrar framþróunar í Stykkishólmi.

Bæjarstjórn telur mikilvægt að sveitarfélagið hafi greinargóða yfirsýn yfir núverandi orkuframboð og framtíðaráform orkufyrirtækja á svæðinu, í samræmi við áætlanir um uppbyggingu atvinnusvæða við Kallhamra (Græna iðngarða) og Hamraenda, svo og aðra byggingarreiti í samræmi við gildandi skipulag.

Bæjarstjórn Stykkishólmsóskar eftir upplýsingum frá Rarik ohf., Landsneti hf. og Veitum ohf. um núverandi afhendingargetu á rafmagni og heitu vatni í Stykkishólmi, áætlanir fyrirtækjanna um uppbyggingu og styrkingu orkuinnviða til næstu 5, 10 og 15 ára og hvernig þau sjá fyrir sér að mæta vaxandi eftirspurn í tengslum við uppbyggingu atvinnusvæða og fjölgun íbúa í samræmi við húsnæðisáætlun sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd (SH) - 6. fundur - 26.11.2025

Orkuframboð, bæði rafmagns og heits vatns, og afhendingargeta þessara innviða eru lykilþættir í áframhaldandi uppbyggingu atvinnusvæða við Kallhamra og Hamraenda. Tryggja þarf að fyrirtæki sem hyggjast hefja starfsemi eða byggja upp atvinnurekstur í Stykkishólmi hafi skýrar og aðgengilegar upplýsingar um stöðu orkuframboðs, möguleika á tengingum og framtíðarafhendingu. Mikilvægt er að sveitarfélagið hafi heildaryfirsýn yfir stöðu mála í samstarfi við veitufyrirtækin, þannig að hægt sé að bregðast tímanlega við aukinni eftirspurn og stuðla að öruggri og sjálfbærri uppbyggingu atvinnulífs. Þetta er jafnframt forsenda þess að geta tekið upplýstar ákvarðanir um skipulag, leyfisveitingar og framtíðarstefnumótun í atvinnu- og umhverfismálum bæjarins. Mikilvægt er fyrir sveitarfélagið að kortleggja stöðuna í samvinnu við Rarik ohf. (rafmagn) og Veitur ohf. (heitt vatn), nánar tiltekið um núverandi stöðu, helstu áskoranir og framtíðarþörf til næstu 5, 15 og 30 ára. Í því sambandi ber að skoða sérstaklega hvernig áætlanir um uppbyggingu iðnaðarsvæða við Kallhamra (Grænir iðngarðar) og Hamraenda, miðað við núverandi skipulagsáform og byggingarreiti, samrýmast fyrirhuguðu orkuframboði og afhendingargetu. Þannig verður tryggt að umsóknir um tengingar og leyfisveitingar geti tekið mið af raunhæfum forsendum og stuðlað að sjálfbærri og öruggri þróun atvinnusvæða.



Bæjarstjórn Stykkishólms lagði, á 41. fundi sínum, áherslu á að öruggt og nægjanlegt orkuframboð, bæði rafmagns og heits vatns, enda það eitt af meginforsendum áframhaldandi atvinnuuppbyggingar og samfélagslegrar framþróunar í Stykkishólmi. Bæjarstjórn taldi mikilvægt að sveitarfélagið hafi greinargóða yfirsýn yfir núverandi orkuframboð og framtíðaráform orkufyrirtækja á svæðinu, í samræmi við áætlanir um uppbyggingu atvinnusvæða við Kallhamra (Græna iðngarða) og Hamraenda, svo og aðra byggingarreiti í samræmi við gildandi skipulag. Bæjarstjórn Stykkishólms óskaði eftir upplýsingum frá Rarik ohf., Landsneti hf. og Veitum ohf. um núverandi afhendingargetu á rafmagni og heitu vatni í Stykkishólmi, áætlanir fyrirtækjanna um uppbyggingu og styrkingu orkuinnviða til næstu 5, 10 og 15 ára og hvernig þau sjá fyrir sér að mæta vaxandi eftirspurn í tengslum við uppbyggingu atvinnusvæða og fjölgun íbúa í samræmi við húsnæðisáætlun sveitarfélagsins.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tekur framlagðar upplýsingar til umræðu og tekur undir ályktun bæjarstjórnar um að öruggt, fyrirsjáanlegt og nægjanlegt orkuframboð sé grundvallarforsenda atvinnuuppbyggingar á Hamraendum, þar á meðal fyrir áform ISEA um starfsemi í Stykkishólmi.

Nefndin áréttar að óvissa um afhendingargetu, sérstaklega á heitu vatni, sé bæði óásættanleg og óskiljanleg. Það er með öllu óviðunandi að sveitarfélagið og fyrirtæki í atvinnurekstri fái ekki skýr svör um hvaða afhendingu Veitur ohf. geti tryggt, ekki síst í ljósi þess að slík afhending var ekki vandamál fyrr á árinu. Nefndin telur óásættanlegt að Veitur geti ekki tilgreint hvaða magn heits vatns sé raunhæft að veita atvinnufyrirtækjum.

Nefndin telur jafnframt óeðlilegt og ósanngjarnt að umhverfisvænt nýsköpunarfyrirtæki, sem reiðubúið er að hefja starfsemi í Stykkishólmi, sé beðið um að taka þátt í fjármögnun innviðauppbyggingar upp á nærri 50 milljónir króna, á svæði þar sem gera þarf ráð fyrir að innviðir nýtist allri fyrirhugaðri atvinnuuppbyggingu á Hamraendum sem sveitarfélagið stefnir á að hefja á árunum 2026 og 2027. Sérstaklega er þetta óeðlilegt í ljósi þess að Veitur ohf. höfðu þegar yfirsýn yfir stöðu mála í janúar síðastliðnum og gátu því með réttu upplýst hagsmunaaðila fyrr.

Nefndin undirstrikar að uppbygging atvinnu- og iðnaðarstarfsemi á svæðinu sé hagsmunamál allra ? sveitarfélagsins, íbúa og veitufyrirtækjanna sjálfra. Því verði að liggja skýrt fyrir hvaða jarðvarmi og afhendingargeta standi til ráðstöfunar fyrir slíka uppbyggingu og hvaða skref þurfi að taka til að tryggja hana til framtíðar.

Með vísan til framangreinds leggur nefndin til, vegna alvarleika málsins, að bæjarstjórn boði til fundar með Veitum ohf. hið fyrsta og kalli eftir skýrum og trúverðugum svörum, með tímasettum aðgerðum, um afhendingargetu og nauðsynlegar framkvæmdir.

Bæjarstjórn - 42. fundur - 27.11.2025

Orkuframboð, bæði á rafmagni og heitu vatni, og afhendingargeta þessara innviða eru lykilþættir í áframhaldandi uppbyggingu atvinnusvæða við Kallhamra og Hamraenda. Tryggja þarf að fyrirtæki sem hyggjast hefja starfsemi eða byggja upp atvinnurekstur í Stykkishólmi hafi skýrar og aðgengilegar upplýsingar um stöðu orkuframboðs, möguleika á tengingum og framtíðarafhendingu. Mikilvægt er að sveitarfélagið hafi heildaryfirsýn yfir stöðu mála í samstarfi við veitufyrirtækin, þannig að hægt sé að bregðast tímanlega við aukinni eftirspurn og stuðla að öruggri og sjálfbærri uppbyggingu atvinnulífs. Þetta er jafnframt forsenda þess að geta tekið upplýstar ákvarðanir um skipulag, leyfisveitingar og framtíðarstefnumótun í atvinnu- og umhverfismálum bæjarins. Mikilvægt er fyrir sveitarfélagið að kortleggja stöðuna í samvinnu við Rarik ohf. (rafmagn) og Veitur ohf. (heitt vatn), nánar tiltekið um núverandi stöðu, helstu áskoranir og framtíðarþörf til næstu 5, 15 og 30 ára. Í því sambandi ber að skoða sérstaklega hvernig áætlanir um uppbyggingu iðnaðarsvæða við Kallhamra (Grænir iðngarðar) og Hamraenda, miðað við núverandi skipulagsáform og byggingarreiti, samrýmast fyrirhuguðu orkuframboði og afhendingargetu. Þannig verður tryggt að umsóknir um tengingar og leyfisveitingar geti tekið mið af raunhæfum forsendum og stuðlað að sjálfbærri og öruggri þróun atvinnusvæða.



Bæjarstjórn Stykkishólms lagði, á 41. fundi sínum, áherslu á að öruggt og nægjanlegt orkuframboð, bæði á rafmagni og heitu vatni, enda það eitt af meginforsendum áframhaldandi atvinnuuppbyggingar og samfélagslegrar framþróunar í Stykkishólmi. Bæjarstjórn taldi mikilvægt að sveitarfélagið hafi greinargóða yfirsýn yfir núverandi orkuframboð og framtíðaráform orkufyrirtækja á svæðinu, í samræmi við áætlanir um uppbyggingu atvinnusvæða við Kallhamra (Græna iðngarða) og Hamraenda, svo og aðra byggingarreiti í samræmi við gildandi skipulag. Bæjarstjórn Stykkishólms óskaði eftir upplýsingum frá Rarik ohf., Landsneti hf. og Veitum ohf. um núverandi afhendingargetu á rafmagni og heitu vatni í Stykkishólmi, áætlanir fyrirtækjanna um uppbyggingu og styrkingu orkuinnviða til næstu 5, 10 og 15 ára og hvernig þau sjá fyrir sér að mæta vaxandi eftirspurn í tengslum við uppbyggingu atvinnusvæða og fjölgun íbúa í samræmi við húsnæðisáætlun sveitarfélagsins.



Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tók, á 6. fundi sínum, framlagðar upplýsingar til umræðu og tók undir ályktun bæjarstjórnar um að öruggt, fyrirsjáanlegt og nægjanlegt orkuframboð sé grundvallarforsenda atvinnuuppbyggingar á Hamraendum, þar á meðal fyrir áform ISEA um starfsemi í Stykkishólmi.



Nefndin áréttaði að óvissa um afhendingargetu, sérstaklega á heitu vatni, sé bæði óásættanleg og óskiljanleg. Það er með öllu óviðunandi að sveitarfélagið og fyrirtæki í atvinnurekstri fái ekki skýr svör um hvaða afhendingu Veitur ohf. geti tryggt, ekki síst í ljósi þess að slík afhending var ekki vandamál fyrr á árinu. Nefndin taldi óásættanlegt að Veitur geti ekki tilgreint hvaða magn á heitu vatni sé raunhæft að veita atvinnufyrirtækjum.



Nefndin taldi jafnframt óeðlilegt og ósanngjarnt að umhverfisvænt nýsköpunarfyrirtæki, sem reiðubúið er að hefja starfsemi í Stykkishólmi, sé beðið um að taka þátt í fjármögnun innviðauppbyggingar upp á nærri 50 milljónir króna, á svæði þar sem gera þarf ráð fyrir að innviðir nýtist allri fyrirhugaðri atvinnuuppbyggingu á Hamraendum sem sveitarfélagið stefnir á að hefja á árunum 2026 og 2027. Sérstaklega er þetta óeðlilegt í ljósi þess að Veitur ohf. höfðu þegar yfirsýn yfir stöðu mála í janúar síðastliðnum og gátu því með réttu upplýst hagsmunaaðila fyrr.



Nefndin undirstrikaði að uppbygging atvinnu- og iðnaðarstarfsemi á svæðinu sé hagsmunamál allra, þ.e. sveitarfélagsins, íbúa og veitufyrirtækjanna sjálfra. Því verði að liggja skýrt fyrir hvaða jarðvarmi og afhendingargeta standi til ráðstöfunar fyrir slíka uppbyggingu og hvaða skref þurfi að taka til að tryggja hana til framtíðar.



Með vísan til framangreinds lagði nefndin til, vegna alvarleika málsins, að bæjarstjórn boði til fundar með Veitum ohf. hið fyrsta og kalli eftir skýrum og trúverðugum svörum, með tímasettum aðgerðum, um afhendingargetu og nauðsynlegar framkvæmdir.



Fulltrúi ISEA ehf. kemur til fundar við bæjarstjórn og gerir grein fyrir stöðu félagsins.
Bæjarstjórn Stykkishólms staðfestir afgreiðslu atvinnu- og nýsköpunarnefndar og tekur undir alvarleika málsins. Bæjarstjórn áréttar að óvissa um afhendingargetu á heitu vatni sé óásættanleg fyrir fyrirtæki á svæðinu sem og þau fyrirtæki sem hyggi á atvinnuuppbyggingu á Hamraendum og fer fram á að skýr svör liggi fyrir frá Veitum ohf. án frekari tafa.

Bæjarstjórn leggur jafnframt áherslu á að fyrirtæki sem hyggjast hefja starfsemi í Stykkishólmi eigi ekki að bera kostnað af uppbyggingu grunninnviða á Hamraendum, sem mögulega geti komið til með að nýtast öðrum fyrirtækjum, með öðrum hætti en í gegnum þjónustugjöld, enda er um samfélagslega og sameiginlega innviðauppbyggingu að ræða sem þjónar hagsmunum íbúa, atvinnulífs og veitufyrirtækjanna sjálfra.

Bæjarstjórn óskar eftir formlegum fundi við Veitur ohf. hið fyrsta og kallar eftir skýrum upplýsingum og tímasettum áætlunum um hvernig tryggt verði að orkuöflun og afhendingargeta verði fullnægjandi fyrir atvinnuuppbyggingu á Hamraendum.
Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni síðunnar?