Bæjarstjórn
Dagskrá
1.Bæjarráð - 37
2.Skipulagsnefnd - 34
Málsnúmer 2510001FVakta málsnúmer
Lögð fram 34. fundargerð skipulagsnefndar.
Lagt fram til kynningar.
3.Skóla- og fræðslunefnd - 22
Málsnúmer 2509006FVakta málsnúmer
Lögð fram 22. fundargerð skóla- og fræðslunefndar.
Lagt fram til kynningar.
4.Bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga
Málsnúmer 2510025Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga.
Lagt fram og vísað til vinnslu við fjárhagsáætlun.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
5.Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga
Málsnúmer 2102003Vakta málsnúmer
Lögð fram fundargerð 986. fundar stjórnar Sambandsins frá 10. október 2025.
Lagt fram til kynningar.
6.Orkuframboð í Stykkishólmi og afhendingargeta
Málsnúmer 2510012Vakta málsnúmer
Orkuframboð, bæði rafmagns og heits vatns, og afhendingargeta þessara innviða eru lykilþættir í áframhaldandi uppbyggingu atvinnusvæða við Kallhamra og Hamraenda. Tryggja þarf að fyrirtæki sem hyggjast hefja starfsemi eða byggja upp atvinnurekstur í Stykkishólmi hafi skýrar og aðgengilegar upplýsingar um stöðu orkuframboðs, möguleika á tengingum og framtíðarafhendingu.
Mikilvægt er að sveitarfélagið hafi heildaryfirsýn yfir stöðu mála í samstarfi við veitufyrirtækin, þannig að hægt sé að bregðast tímanlega við aukinni eftirspurn og stuðla að öruggri og sjálfbærri uppbyggingu atvinnulífs. Þetta er jafnframt forsenda þess að geta tekið upplýstar ákvarðanir um skipulag, leyfisveitingar og framtíðarstefnumótun í atvinnu- og umhverfismálum bæjarins.
Mikilvægt er fyrir sveitarfélagið að kortleggja stöðuna í samvinnu við Rarik ohf. (rafmagn) og Veitur ohf. (heitt vatn), nánar tiltekið um núverandi stöðu, helstu áskoranir og framtíðarþörf til næstu 5, 15 og 30 ára. Í því sambandi ber að skoða sérstaklega hvernig áætlanir um uppbyggingu iðnaðarsvæða við Kallhamra (Grænir iðngarðar) og Hamraenda, miðað við núverandi skipulagsáform og byggingarreiti, samrýmast fyrirhuguðu orkuframboði og afhendingargetu. Þannig verður tryggt að umsóknir um tengingar og leyfisveitingar geti tekið mið af raunhæfum forsendum og stuðlað að sjálfbærri og öruggri þróun atvinnusvæða.
Bæjarráð vísaði málinu, á 37. fundi sínum, til bæjarstjórnar. Lögð er fram tillaga að afgreiðslu.
Mikilvægt er að sveitarfélagið hafi heildaryfirsýn yfir stöðu mála í samstarfi við veitufyrirtækin, þannig að hægt sé að bregðast tímanlega við aukinni eftirspurn og stuðla að öruggri og sjálfbærri uppbyggingu atvinnulífs. Þetta er jafnframt forsenda þess að geta tekið upplýstar ákvarðanir um skipulag, leyfisveitingar og framtíðarstefnumótun í atvinnu- og umhverfismálum bæjarins.
Mikilvægt er fyrir sveitarfélagið að kortleggja stöðuna í samvinnu við Rarik ohf. (rafmagn) og Veitur ohf. (heitt vatn), nánar tiltekið um núverandi stöðu, helstu áskoranir og framtíðarþörf til næstu 5, 15 og 30 ára. Í því sambandi ber að skoða sérstaklega hvernig áætlanir um uppbyggingu iðnaðarsvæða við Kallhamra (Grænir iðngarðar) og Hamraenda, miðað við núverandi skipulagsáform og byggingarreiti, samrýmast fyrirhuguðu orkuframboði og afhendingargetu. Þannig verður tryggt að umsóknir um tengingar og leyfisveitingar geti tekið mið af raunhæfum forsendum og stuðlað að sjálfbærri og öruggri þróun atvinnusvæða.
Bæjarráð vísaði málinu, á 37. fundi sínum, til bæjarstjórnar. Lögð er fram tillaga að afgreiðslu.
Bæjarstjórn Stykkishólms leggur áherslu á að öruggt og nægjanlegt orkuframboð, bæði rafmagns og heits vatns, enda það eitt af meginforsendum áframhaldandi atvinnuuppbyggingar og samfélagslegrar framþróunar í Stykkishólmi.
Bæjarstjórn telur mikilvægt að sveitarfélagið hafi greinargóða yfirsýn yfir núverandi orkuframboð og framtíðaráform orkufyrirtækja á svæðinu, í samræmi við áætlanir um uppbyggingu atvinnusvæða við Kallhamra (Græna iðngarða) og Hamraenda, svo og aðra byggingarreiti í samræmi við gildandi skipulag.
Bæjarstjórn Stykkishólmsóskar eftir upplýsingum frá Rarik ohf., Landsneti hf. og Veitum ohf. um núverandi afhendingargetu á rafmagni og heitu vatni í Stykkishólmi, áætlanir fyrirtækjanna um uppbyggingu og styrkingu orkuinnviða til næstu 5, 10 og 15 ára og hvernig þau sjá fyrir sér að mæta vaxandi eftirspurn í tengslum við uppbyggingu atvinnusvæða og fjölgun íbúa í samræmi við húsnæðisáætlun sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
Bæjarstjórn telur mikilvægt að sveitarfélagið hafi greinargóða yfirsýn yfir núverandi orkuframboð og framtíðaráform orkufyrirtækja á svæðinu, í samræmi við áætlanir um uppbyggingu atvinnusvæða við Kallhamra (Græna iðngarða) og Hamraenda, svo og aðra byggingarreiti í samræmi við gildandi skipulag.
Bæjarstjórn Stykkishólmsóskar eftir upplýsingum frá Rarik ohf., Landsneti hf. og Veitum ohf. um núverandi afhendingargetu á rafmagni og heitu vatni í Stykkishólmi, áætlanir fyrirtækjanna um uppbyggingu og styrkingu orkuinnviða til næstu 5, 10 og 15 ára og hvernig þau sjá fyrir sér að mæta vaxandi eftirspurn í tengslum við uppbyggingu atvinnusvæða og fjölgun íbúa í samræmi við húsnæðisáætlun sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
7.Endurskoðun aðalskipulags
Málsnúmer 2206040Vakta málsnúmer
Lagður fram viðaukasamningur við rammasamning Sveitarfélagsins Stykkishólms og Alta ehf. vegna endurskoðunar aðalskipulags sveitarfélagsins. Fulltrúar Alta mættu á 37. fund bæjarráðs til að fara yfir efni samningsins, kynna framvindu og fyrirliggjandi vinnu við endurskoðun aðalskipulagsins.
Bæjarráð Stykkishólms lagði til við bæjarstjórn að skipaður verði starfshópur sem haldi utan um vinnu við endurskoðun og gerð nýs aðalskipulags sveitarfélagsins, í nánu samráði við bæjarstjórn og skipulagsnefnd.
Bæjarráð lagði til að í starfshópnum verði skipaðir einn bæjarfulltrúi frá hvorum lista í bæjarstjórn sveitarfélagsins, ásamt formanni skipulagsnefndar.
Bæjarráð vísaði endanlegri skipun starfshópsins til bæjarstjórnar.
Bæjarráð Stykkishólms lagði til við bæjarstjórn að skipaður verði starfshópur sem haldi utan um vinnu við endurskoðun og gerð nýs aðalskipulags sveitarfélagsins, í nánu samráði við bæjarstjórn og skipulagsnefnd.
Bæjarráð lagði til að í starfshópnum verði skipaðir einn bæjarfulltrúi frá hvorum lista í bæjarstjórn sveitarfélagsins, ásamt formanni skipulagsnefndar.
Bæjarráð vísaði endanlegri skipun starfshópsins til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir að skipa Hrafnhildi Hallvarðsdóttur(H-lista), Ragnar Már Ragnarsson (Í-lista) og Hilmar Hallvarðsson, formann skipulagsnefndar í starfshóp sem haldi utan um vinnu við endurskoðun og gerð nýs aðalskipulags sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
8.Birkilundur - nýtt deiliskipulag 2024
Málsnúmer 2209002Vakta málsnúmer
Lögð fram breyting á deiliskipulagi Birkilundar vegna Birkilundar nr. 37 og 38. Lóðarmörk á milli þessara lóða virðast hafa færst til við gerð skipulagsins og er lóð 38 minni en 37 stærri en stofnskjölin. Óskað er eftir að gera breytingu á deiliskipulagi til að leiðrétta þessi mistök. Enn fremur spyrja Landlínur hvort sveitarfélagið sjái möguleika á að fella niður skipulagsgjöld vegna þessarar breytingar.
Skipulagsnefnd samþykkti, á 34. fundi sínum, að Landlínur vinni þessa deiliskipulagsbreytingu skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Vegna óska skipulagshönnuða um það hvort sveitarfélagið sjái möguleika á að fella niður skipulagsgjöld vegna þessarar breytingar/leiðréttingar, vísaði skipulagsnefnd til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkti, á 37. fundi sínum, að fella niður skipulagsgjöld í ljósi aðstæðna.
Bæjarráð staðfesti að öðru leyti afgreiðslu skipulagsnefndar og vísaði afgreiðslu sinni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Skipulagsnefnd samþykkti, á 34. fundi sínum, að Landlínur vinni þessa deiliskipulagsbreytingu skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Vegna óska skipulagshönnuða um það hvort sveitarfélagið sjái möguleika á að fella niður skipulagsgjöld vegna þessarar breytingar/leiðréttingar, vísaði skipulagsnefnd til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkti, á 37. fundi sínum, að fella niður skipulagsgjöld í ljósi aðstæðna.
Bæjarráð staðfesti að öðru leyti afgreiðslu skipulagsnefndar og vísaði afgreiðslu sinni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur skipulagsnefndar og bæjarráðs.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
9.Kallhamar og Hamraendar - Skipulagsáætlanir (ASK br. og DSK)
Málsnúmer 2206035Vakta málsnúmer
Á 34. fundi skipulagsnefndar var lögð fram til kynningar breyting á aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 vegna stækkunar á iðnaðarsvæði við Kallhamra og Hamraenda. Bæjarstjórn þarf að taka afstöðu um að breyta landnotkun landbúnaðarsvæðis sbr. 5. gr. jarðarlaga um lausn lands úr landbúnaðarnotum.
Bæjarráð samþykkti, á 37. fundi sínum, fyrirliggjandi tillögu og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarráð samþykkti, á 37. fundi sínum, fyrirliggjandi tillögu og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
10.Samgönguáætlun - Skógarstrandarvegur
Málsnúmer 2306027Vakta málsnúmer
Í drögum að samgönguáætlun 2024-2038 og fimm ára aðgerðaáætlun 2024-2028 var gert ráð fyrir lagfæringum á tilteknum köflum Snæfellsnesvegar 54 um Skógarströnd. Uppfærð drög að samgönguáætlun eru væntanleg á haustþingi 2025 og brýnt að áætlunin endurspegli raunverulegan forgang vegarins.
Skógarstrandarvegur er stofnvegur samkvæmt skilgreiningu samgönguáætlunar og hluti grunnnets samgöngukerfis landsins. Vegurinn tengir Snæfellsnes við Dalabyggð og áfram við Vestfirði og Norðurland og skiptir lykilmáli fyrir búsetu, atvinnulíf, þjónustu og ferðaþjónustu á svæðinu. Núverandi ástand vegarins, sem er enn að stórum hluta malarvegur á láglendi, hamlar verulega framþróun og samræmist ekki markmiðum samgönguáætlunar um forgang grunnnetsins.
Bæjarstjórn Stykkishólms, ásamt fastanefndum sveitarfélagsins, hefur ítrekað áréttað mikilvægi Skógarstrandarvegar, líkt og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og nágrannasveitarfélög. Sveitarfélagið fagnar því að formlegur undirbúningur að þverun Álftafjarðar hafi hafist á árinu 2023 og leggur áherslu á faglegar rannsóknir á umhverfisáhrifum valkosta. Jafnframt hefur verið kallað eftir umferðarteljurum á svæðinu til að styðja við þjónustu- og forgangsröðun á grunni raunumferðar.
Með hliðsjón af framangreindu er brýnt að ný samgönguáætlun endurspegli mikilvægi vegarins: að færa skuli framkvæmdir á vegi 54 um Skógarströnd framar í áætlun, tryggja fullfjármögnun, þar á meðal fyrir þverun Álftafjarðar, og hraða framkvæmdum í samræmi við markmið um uppbyggingu grunnnets samgangna.
Lagðar er fram hugmyndir að veglínu og þverun Álftafjarðar, dags. 5. febrúar 2024, ásamt öðrum gögnum.
Skipulagsnefnd tók á 34. fundi sínum undir fyrri ályktanir sveitarfélagsins, bæjarstjórnar og bæjarráðs um mikilvægi áframhaldandi uppbyggingar Snæfellsnesvegar 54 um Skógarströnd og lagði áherslu á að vegurinn sé í forgangi við ráðstöfun fjármuna á samgönguáætlun. Skipulagsnefnd lagði áherslu á að umferðaröryggi verði haft að leiðarljósi við endanlega ákvörðun um legu vegarins, ný veglína verði samþætt aðalskipulagi sveitarfélaganna og unnin í nánu samráði við Vegagerðina og nærliggjandi sveitarfélög og að verkefninu verði tryggt fjármagn til undirbúnings og framkvæmdar. Skipulagsnefnd hvatti Dalabyggð og Vegagerðina til þess að skoða færslu á veglínu austan Álftafjarðar þannig að hún fari með ströndinni og þveri ósa Langadalsár og Setbergsár, en með því væri vegurinn með beinni veglínu, snjóléttari og einungis þyrfti að byggja eina brú í stað tveggja ef halda ætti núverandi veglínu.
Bæjarráð óskaði, á 37. fundi sínum, eftir upplýsingum frá Vegagerðinni um þær tillögur sem liggja nú fyrir varðandi þverun Álftafjarðar. Bæjarráð staðfesti að öðru leyti afgreiðslu skipulagsnefndar og lagði til að bæjarstjórn samþykki fyrirliggjandi ályktun varðandi Skógarstrandarveg.
Skógarstrandarvegur er stofnvegur samkvæmt skilgreiningu samgönguáætlunar og hluti grunnnets samgöngukerfis landsins. Vegurinn tengir Snæfellsnes við Dalabyggð og áfram við Vestfirði og Norðurland og skiptir lykilmáli fyrir búsetu, atvinnulíf, þjónustu og ferðaþjónustu á svæðinu. Núverandi ástand vegarins, sem er enn að stórum hluta malarvegur á láglendi, hamlar verulega framþróun og samræmist ekki markmiðum samgönguáætlunar um forgang grunnnetsins.
Bæjarstjórn Stykkishólms, ásamt fastanefndum sveitarfélagsins, hefur ítrekað áréttað mikilvægi Skógarstrandarvegar, líkt og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og nágrannasveitarfélög. Sveitarfélagið fagnar því að formlegur undirbúningur að þverun Álftafjarðar hafi hafist á árinu 2023 og leggur áherslu á faglegar rannsóknir á umhverfisáhrifum valkosta. Jafnframt hefur verið kallað eftir umferðarteljurum á svæðinu til að styðja við þjónustu- og forgangsröðun á grunni raunumferðar.
Með hliðsjón af framangreindu er brýnt að ný samgönguáætlun endurspegli mikilvægi vegarins: að færa skuli framkvæmdir á vegi 54 um Skógarströnd framar í áætlun, tryggja fullfjármögnun, þar á meðal fyrir þverun Álftafjarðar, og hraða framkvæmdum í samræmi við markmið um uppbyggingu grunnnets samgangna.
Lagðar er fram hugmyndir að veglínu og þverun Álftafjarðar, dags. 5. febrúar 2024, ásamt öðrum gögnum.
Skipulagsnefnd tók á 34. fundi sínum undir fyrri ályktanir sveitarfélagsins, bæjarstjórnar og bæjarráðs um mikilvægi áframhaldandi uppbyggingar Snæfellsnesvegar 54 um Skógarströnd og lagði áherslu á að vegurinn sé í forgangi við ráðstöfun fjármuna á samgönguáætlun. Skipulagsnefnd lagði áherslu á að umferðaröryggi verði haft að leiðarljósi við endanlega ákvörðun um legu vegarins, ný veglína verði samþætt aðalskipulagi sveitarfélaganna og unnin í nánu samráði við Vegagerðina og nærliggjandi sveitarfélög og að verkefninu verði tryggt fjármagn til undirbúnings og framkvæmdar. Skipulagsnefnd hvatti Dalabyggð og Vegagerðina til þess að skoða færslu á veglínu austan Álftafjarðar þannig að hún fari með ströndinni og þveri ósa Langadalsár og Setbergsár, en með því væri vegurinn með beinni veglínu, snjóléttari og einungis þyrfti að byggja eina brú í stað tveggja ef halda ætti núverandi veglínu.
Bæjarráð óskaði, á 37. fundi sínum, eftir upplýsingum frá Vegagerðinni um þær tillögur sem liggja nú fyrir varðandi þverun Álftafjarðar. Bæjarráð staðfesti að öðru leyti afgreiðslu skipulagsnefndar og lagði til að bæjarstjórn samþykki fyrirliggjandi ályktun varðandi Skógarstrandarveg.
Bæjarstjórn Stykkishólms ítrekar mikilvægi þess að uppbygging Snæfellsnesvegar 54 um Skógarströnd verði sett í forgang í nýrri samgönguáætlun. Skógarstrandarvegur er stofnvegur samkvæmt skilgreiningu samgönguáætlunar og hluti grunnnets samgöngukerfis landsins. Vegurinn tengir Snæfellsnes við Dalabyggð og áfram við Vestfirði og Norðurland og er lykilþáttur í samgöngum, búsetu, þjónustu, atvinnulífi og ferðaþjónustu á svæðinu. Núverandi ástand vegarins, sem er enn að stórum hluta malarvegur á láglendi, er óviðunandi og hamlar verulega framþróun svæðisins, auk þess sem það samræmist ekki markmiðum samgönguáætlunar um forgang grunnnetsins hvað varðar uppbyggingu og fjármögnun.
Bæjarstjórn tekur undir fyrirliggjandi afgreiðslu 34. fundar skipulagsnefndar og styður þá áherslu að umferðaröryggi verði haft að leiðarljósi við endanlega ákvörðun um legu vegarins og að ný veglína verði samþætt endurskoðuðu aðalskipulagi sveitarfélagsins í nánu samráði við Vegagerðina og nærliggjandi sveitarfélög.
Með hliðsjón af framangreindu krefst bæjarstjórn þess að framkvæmdir á Skógarstrandarvegi, þar á meðal þverun Álftafjarðar, verði fullfjármögnuð í samgönguáætlun. Tryggja þarf fjármagn bæði til undirbúnings og framkvæmdar og hraða uppbyggingu vegarins í samræmi við markmið samgönguáætlunar um uppbyggingu grunnnets samgangna á Íslandi. Bæjarstjórn leggur jafnframt áherslu á að ljúka uppbyggingu og lagningu bundins slitlags á veginum eigi síðar en árið 2029, að undanskildri veglínu sem snýr að þverun og/eða brú yfir Álftafjörð, og að framkvæmdum við þverun eða brú yfir Álftafjörð verði lokið fyrir árið 2032. Í því sambandi þarf að ljúka uppbyggingu og lagningu bundins slitlags frá Stykkishólmsvegi a.m.k. að Svelgsá á árinu 2026 eða að þeim kafla sem ný veglína tekur við. Minnt er á að uppbygging á umræddum kafla innan sveitarfélagsins var áherslumál í sameiningu Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar á árinu 2022.
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að koma ályktun þessari á framfæri við innviðaráðherra, umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, Vegagerðina, þingmenn Norðvesturkjördæmis, Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og Dalabyggð og fylgja málinu eftir fyrir hönd sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
Bæjarstjórn tekur undir fyrirliggjandi afgreiðslu 34. fundar skipulagsnefndar og styður þá áherslu að umferðaröryggi verði haft að leiðarljósi við endanlega ákvörðun um legu vegarins og að ný veglína verði samþætt endurskoðuðu aðalskipulagi sveitarfélagsins í nánu samráði við Vegagerðina og nærliggjandi sveitarfélög.
Með hliðsjón af framangreindu krefst bæjarstjórn þess að framkvæmdir á Skógarstrandarvegi, þar á meðal þverun Álftafjarðar, verði fullfjármögnuð í samgönguáætlun. Tryggja þarf fjármagn bæði til undirbúnings og framkvæmdar og hraða uppbyggingu vegarins í samræmi við markmið samgönguáætlunar um uppbyggingu grunnnets samgangna á Íslandi. Bæjarstjórn leggur jafnframt áherslu á að ljúka uppbyggingu og lagningu bundins slitlags á veginum eigi síðar en árið 2029, að undanskildri veglínu sem snýr að þverun og/eða brú yfir Álftafjörð, og að framkvæmdum við þverun eða brú yfir Álftafjörð verði lokið fyrir árið 2032. Í því sambandi þarf að ljúka uppbyggingu og lagningu bundins slitlags frá Stykkishólmsvegi a.m.k. að Svelgsá á árinu 2026 eða að þeim kafla sem ný veglína tekur við. Minnt er á að uppbygging á umræddum kafla innan sveitarfélagsins var áherslumál í sameiningu Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar á árinu 2022.
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að koma ályktun þessari á framfæri við innviðaráðherra, umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, Vegagerðina, þingmenn Norðvesturkjördæmis, Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og Dalabyggð og fylgja málinu eftir fyrir hönd sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
11.Leiksvæði við Skúlagötu
Málsnúmer 2510013Vakta málsnúmer
Lagðar fram hugmyndir um lýsingu og leiksvæði á opnu svæði við Skúlagötu. Óskað er eftir að fá að grenndarkynna hugmyndir fyrir íbúum í nágrenni.
Skipulagsnefnd fagnaði, á 34. fundi sínum, fyrirliggjandi tillögu að endurbættu leiksvæði og samþykkti að grenndarkynna fyrirliggjandi tillögu fyrir íbúum Skúlagötu 1-5, Austurgötu 8 og 10 og Tangagötu 2-8. Skipulagnsnefnd hvatti einnig til þess að haldin verði kynningar- og/eða hugmyndafundur í ráðhúsinu fyrir íbúa á svæðinu.
Bæjarráð staðfesti, á 37. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar og vísaði málinu til bæjarstjórnar.
Skipulagsnefnd fagnaði, á 34. fundi sínum, fyrirliggjandi tillögu að endurbættu leiksvæði og samþykkti að grenndarkynna fyrirliggjandi tillögu fyrir íbúum Skúlagötu 1-5, Austurgötu 8 og 10 og Tangagötu 2-8. Skipulagnsnefnd hvatti einnig til þess að haldin verði kynningar- og/eða hugmyndafundur í ráðhúsinu fyrir íbúa á svæðinu.
Bæjarráð staðfesti, á 37. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar og vísaði málinu til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur bæjarráðs og skipulagsnefndar.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
12.Sala á húsnæði - Skúlagata 9
Málsnúmer 2409019Vakta málsnúmer
Lagt fram kauptilboð í íbúð við Skúlagötu 9 ásamt tengdum gögnum.
Á 37. fundi sínum lagði bæjarráð til við bæjarstjórn að bæjarráði verði veitt fullnaðarumboð til töku ákvörðunar um sölu á íbúðinni.
Á 37. fundi sínum lagði bæjarráð til við bæjarstjórn að bæjarráði verði veitt fullnaðarumboð til töku ákvörðunar um sölu á íbúðinni.
Bæjarstjórn veitir bæjarráði fullnaðarumboð til töku ákvörðunar um sölu á íbúðinni.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
13.Tilkynning um byggingarfulltrúa
Málsnúmer 2510028Vakta málsnúmer
Lagt er fyrir bæjarstjórn að veita bæjarstjóra umboð til að tilkynna Húsnæðis- og mannvirkjastofnum að Fannar Þór Þorfinnsson sinni störfum byggingarfulltrúa fyrir sveitarfélagið.
Bæjarstjórn samþykkir að veita bæjarstjóra umboð til að tilkynna Húsnæðis- og mannvirkjastofnum að Fannar Þór Þorfinnsson sinni störfum byggingarfulltrúa fyrir sveitarfélagið.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
14.Viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2025-2028
Málsnúmer 2510018Vakta málsnúmer
Lagður fram viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2025-2028.
Bæjarráð samþykkti, á 37. fundi sínum, viðauka 3 og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.
Bæjarráð samþykkti, á 37. fundi sínum, viðauka 3 og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi viðauka 3 við fjárhagsáætlun 2025-2028 með áorðnum breytingum.
Samþykkt með fjórum atkvæðum bæjarfulltrúa H-lista. Bæjarfulltrúar Í-lista sitja hjá.
Til máls tóku HG, SIM, JBSJ
Bókun bæjarfulltrúa Í-lista:
Þriðji viðauki ársins er fyrst og fremst aukning vegna framkvæmda ársins að upphæð 161,5 milljónir, hækkun lánaheimildar um 115 milljónir vegna framkvæmda, aukning á tekjum vegna sölu eigna upp á 48 milljónir og svo lítilsháttar breytingar og millifærslur á milli liða.
Einnig verður lækkun á handbæru fé í lok árs sem verður 86 milljónir en var 123,5 milljónir í upphaflegri áætlun en þarf líklega að vera um 120 - 140 milljónir til framtíðar.
Hér er um að ræða verulega aukningu í fjárfestingum á varanlegum fjármunum eða um 49% umfram upphaflegu áætlun sem leiðir til aukinnar lántöku og töluverðrar lækkunar á handbæru fé
Undirrituð sitja hjá við afgreiðslu málsins en vísa að öðru leyti til umfjöllunar á fundinum.
Íbúalistinn,
Haukur Garðarsson
Heiðrún Höskuldsdóttir
Kristján Hildibrandsson
Samþykkt með fjórum atkvæðum bæjarfulltrúa H-lista. Bæjarfulltrúar Í-lista sitja hjá.
Til máls tóku HG, SIM, JBSJ
Bókun bæjarfulltrúa Í-lista:
Þriðji viðauki ársins er fyrst og fremst aukning vegna framkvæmda ársins að upphæð 161,5 milljónir, hækkun lánaheimildar um 115 milljónir vegna framkvæmda, aukning á tekjum vegna sölu eigna upp á 48 milljónir og svo lítilsháttar breytingar og millifærslur á milli liða.
Einnig verður lækkun á handbæru fé í lok árs sem verður 86 milljónir en var 123,5 milljónir í upphaflegri áætlun en þarf líklega að vera um 120 - 140 milljónir til framtíðar.
Hér er um að ræða verulega aukningu í fjárfestingum á varanlegum fjármunum eða um 49% umfram upphaflegu áætlun sem leiðir til aukinnar lántöku og töluverðrar lækkunar á handbæru fé
Undirrituð sitja hjá við afgreiðslu málsins en vísa að öðru leyti til umfjöllunar á fundinum.
Íbúalistinn,
Haukur Garðarsson
Heiðrún Höskuldsdóttir
Kristján Hildibrandsson
15.Gjaldskrár 2026
Málsnúmer 2510019Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að gjaldskrám sveitarfélagsins fyrir árið 2026.
Bæjarráð samþykki gjaldskrár, á 37. fundi sínum, og vísaði þeim til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarráð samþykki gjaldskrár, á 37. fundi sínum, og vísaði þeim til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir helstu forsendum og áherslum í fyrirliggjandi gjaldskrám.
---
Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrár fyrir Sveitarfélagið Stykkishólms fyrir 2026 og vísar þeim til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
---
Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrár fyrir Sveitarfélagið Stykkishólms fyrir 2026 og vísar þeim til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
16.Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2026-2029
Málsnúmer 2510020Vakta málsnúmer
Fjárhagsáætlun 2026-2029 lögð fram til fyrri umræðu.
Bæjarráð samþykkti fjárhagsáætlun 2026-2029, á 37. fundi sínum, og vísaði henni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarráð samþykkti fjárhagsáætlun 2026-2029, á 37. fundi sínum, og vísaði henni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Lögð er fram, til fyrri umræðu, tillaga að fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms, stofnana og fyrirtækja, fyrir árið 2026 auk þriggja ára áætlunar fyrir árin 2027-2029.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir helstu forsendum, áherslum og lykiltölum í áætluninni.
---
Bæjarstjórn samþykkir að útsvar hjá Sveitarfélaginu Stykkishólmi verði 14,97% á árinu 2026.
Samþykkt samhljóða.
Bæjarstjórn samþykkir fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2026-2029 og vísar henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir helstu forsendum, áherslum og lykiltölum í áætluninni.
---
Bæjarstjórn samþykkir að útsvar hjá Sveitarfélaginu Stykkishólmi verði 14,97% á árinu 2026.
Samþykkt samhljóða.
Bæjarstjórn samþykkir fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2026-2029 og vísar henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
17.Minnispunktar bæjarstjóra
Málsnúmer 1808022Vakta málsnúmer
Minnispunktar bæjarstjóra lagðir fram.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir minnispunktum sínum.
Fundi slitið - kl. 18:16.