Fara í efni

Bæjarstjórn

42. fundur 27. nóvember 2025 kl. 17:56 - 18:22 í bæjarstjórnarsal
Nefndarmenn
  • Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir aðalmaður
  • Þórhildur Eyþórsdóttir aðalmaður
  • Ragnar Ingi Sigurðsson aðalmaður
  • Ragnar Már Ragnarsson aðalmaður
  • Haukur Garðarsson (HG) aðalmaður
  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir Forseti
  • Heiðrún Höskuldsdóttir (HHÖ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Jón Sindri Emilsson starfsmaður tæknisviðs
  • Gyða Steinsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Gyða Steinsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og bauð fundargesti velkomna.

Forseti bar upp tillögu um að eftirfarandi mál verði tekið inn á dagskrá fundarins með afbrigðum:

- 2312008 - Sjávarútvegsstefna og skelbætur.

Samþykkt samhljóða.

Er ofangreint mál sett inn sem mál nr. 15 á dagskrá fundarins.

1.Bæjarráð - 38

Málsnúmer 2511002FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 38. fundar bæjarráðs.
Lagt fram til kynningar.

2.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 40

Málsnúmer 2412003FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 40. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
Lagt fram til kynningar.
Til máls tók RMR.

3.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 41

Málsnúmer 2503004FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 41. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
Lagt fram til kynningar.

4.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 42

Málsnúmer 2504001FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 42. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
Lagt fram til kynningar.

5.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 43

Málsnúmer 2506002FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 43. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
Lagt fram til kynningar.

6.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 44

Málsnúmer 2510003FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 44. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
Lagt fram til kynningar.

7.Skipulagsnefnd - 35

Málsnúmer 2511001FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 35. fundar skipulagsnefndar.
Lagt fram til kynningar.

8.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 2112008Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 988. fundar stjórnar Sambandsins frá 31. október 2025 ásamt eldri fundargerðum.
Lagt fram til kynningar.

9.Orkuframboð í Stykkishólmi og afhendingargeta - Hamraendar

Málsnúmer 2510012Vakta málsnúmer

Orkuframboð, bæði á rafmagni og heitu vatni, og afhendingargeta þessara innviða eru lykilþættir í áframhaldandi uppbyggingu atvinnusvæða við Kallhamra og Hamraenda. Tryggja þarf að fyrirtæki sem hyggjast hefja starfsemi eða byggja upp atvinnurekstur í Stykkishólmi hafi skýrar og aðgengilegar upplýsingar um stöðu orkuframboðs, möguleika á tengingum og framtíðarafhendingu. Mikilvægt er að sveitarfélagið hafi heildaryfirsýn yfir stöðu mála í samstarfi við veitufyrirtækin, þannig að hægt sé að bregðast tímanlega við aukinni eftirspurn og stuðla að öruggri og sjálfbærri uppbyggingu atvinnulífs. Þetta er jafnframt forsenda þess að geta tekið upplýstar ákvarðanir um skipulag, leyfisveitingar og framtíðarstefnumótun í atvinnu- og umhverfismálum bæjarins. Mikilvægt er fyrir sveitarfélagið að kortleggja stöðuna í samvinnu við Rarik ohf. (rafmagn) og Veitur ohf. (heitt vatn), nánar tiltekið um núverandi stöðu, helstu áskoranir og framtíðarþörf til næstu 5, 15 og 30 ára. Í því sambandi ber að skoða sérstaklega hvernig áætlanir um uppbyggingu iðnaðarsvæða við Kallhamra (Grænir iðngarðar) og Hamraenda, miðað við núverandi skipulagsáform og byggingarreiti, samrýmast fyrirhuguðu orkuframboði og afhendingargetu. Þannig verður tryggt að umsóknir um tengingar og leyfisveitingar geti tekið mið af raunhæfum forsendum og stuðlað að sjálfbærri og öruggri þróun atvinnusvæða.



Bæjarstjórn Stykkishólms lagði, á 41. fundi sínum, áherslu á að öruggt og nægjanlegt orkuframboð, bæði á rafmagni og heitu vatni, enda það eitt af meginforsendum áframhaldandi atvinnuuppbyggingar og samfélagslegrar framþróunar í Stykkishólmi. Bæjarstjórn taldi mikilvægt að sveitarfélagið hafi greinargóða yfirsýn yfir núverandi orkuframboð og framtíðaráform orkufyrirtækja á svæðinu, í samræmi við áætlanir um uppbyggingu atvinnusvæða við Kallhamra (Græna iðngarða) og Hamraenda, svo og aðra byggingarreiti í samræmi við gildandi skipulag. Bæjarstjórn Stykkishólms óskaði eftir upplýsingum frá Rarik ohf., Landsneti hf. og Veitum ohf. um núverandi afhendingargetu á rafmagni og heitu vatni í Stykkishólmi, áætlanir fyrirtækjanna um uppbyggingu og styrkingu orkuinnviða til næstu 5, 10 og 15 ára og hvernig þau sjá fyrir sér að mæta vaxandi eftirspurn í tengslum við uppbyggingu atvinnusvæða og fjölgun íbúa í samræmi við húsnæðisáætlun sveitarfélagsins.



Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tók, á 6. fundi sínum, framlagðar upplýsingar til umræðu og tók undir ályktun bæjarstjórnar um að öruggt, fyrirsjáanlegt og nægjanlegt orkuframboð sé grundvallarforsenda atvinnuuppbyggingar á Hamraendum, þar á meðal fyrir áform ISEA um starfsemi í Stykkishólmi.



Nefndin áréttaði að óvissa um afhendingargetu, sérstaklega á heitu vatni, sé bæði óásættanleg og óskiljanleg. Það er með öllu óviðunandi að sveitarfélagið og fyrirtæki í atvinnurekstri fái ekki skýr svör um hvaða afhendingu Veitur ohf. geti tryggt, ekki síst í ljósi þess að slík afhending var ekki vandamál fyrr á árinu. Nefndin taldi óásættanlegt að Veitur geti ekki tilgreint hvaða magn á heitu vatni sé raunhæft að veita atvinnufyrirtækjum.



Nefndin taldi jafnframt óeðlilegt og ósanngjarnt að umhverfisvænt nýsköpunarfyrirtæki, sem reiðubúið er að hefja starfsemi í Stykkishólmi, sé beðið um að taka þátt í fjármögnun innviðauppbyggingar upp á nærri 50 milljónir króna, á svæði þar sem gera þarf ráð fyrir að innviðir nýtist allri fyrirhugaðri atvinnuuppbyggingu á Hamraendum sem sveitarfélagið stefnir á að hefja á árunum 2026 og 2027. Sérstaklega er þetta óeðlilegt í ljósi þess að Veitur ohf. höfðu þegar yfirsýn yfir stöðu mála í janúar síðastliðnum og gátu því með réttu upplýst hagsmunaaðila fyrr.



Nefndin undirstrikaði að uppbygging atvinnu- og iðnaðarstarfsemi á svæðinu sé hagsmunamál allra, þ.e. sveitarfélagsins, íbúa og veitufyrirtækjanna sjálfra. Því verði að liggja skýrt fyrir hvaða jarðvarmi og afhendingargeta standi til ráðstöfunar fyrir slíka uppbyggingu og hvaða skref þurfi að taka til að tryggja hana til framtíðar.



Með vísan til framangreinds lagði nefndin til, vegna alvarleika málsins, að bæjarstjórn boði til fundar með Veitum ohf. hið fyrsta og kalli eftir skýrum og trúverðugum svörum, með tímasettum aðgerðum, um afhendingargetu og nauðsynlegar framkvæmdir.



Fulltrúi ISEA ehf. kemur til fundar við bæjarstjórn og gerir grein fyrir stöðu félagsins.
Bæjarstjórn Stykkishólms staðfestir afgreiðslu atvinnu- og nýsköpunarnefndar og tekur undir alvarleika málsins. Bæjarstjórn áréttar að óvissa um afhendingargetu á heitu vatni sé óásættanleg fyrir fyrirtæki á svæðinu sem og þau fyrirtæki sem hyggi á atvinnuuppbyggingu á Hamraendum og fer fram á að skýr svör liggi fyrir frá Veitum ohf. án frekari tafa.

Bæjarstjórn leggur jafnframt áherslu á að fyrirtæki sem hyggjast hefja starfsemi í Stykkishólmi eigi ekki að bera kostnað af uppbyggingu grunninnviða á Hamraendum, sem mögulega geti komið til með að nýtast öðrum fyrirtækjum, með öðrum hætti en í gegnum þjónustugjöld, enda er um samfélagslega og sameiginlega innviðauppbyggingu að ræða sem þjónar hagsmunum íbúa, atvinnulífs og veitufyrirtækjanna sjálfra.

Bæjarstjórn óskar eftir formlegum fundi við Veitur ohf. hið fyrsta og kallar eftir skýrum upplýsingum og tímasettum áætlunum um hvernig tryggt verði að orkuöflun og afhendingargeta verði fullnægjandi fyrir atvinnuuppbyggingu á Hamraendum.
Samþykkt samhljóða.

10.Styrkumsóknir

Málsnúmer 2303021Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms auglýsti þann 2. október, eftir styrkumsóknum frá einstaklingum og fyrirtækjum í samræmi við reglur um styrkveitingar. Umsóknarfrestur var til og með 23. október. Lagðar eru fram styrkumsóknir sem bárust á auglýstum tíma.



Bæjarráð samþykkti, á 38. fundi sínum, styrkúthlútanir og er afgreiðsla bæjarráðs lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

11.Hólar 6 - Breyting á aðalskipulagi og gerð nýs deiliskipulags

Málsnúmer 2511004Vakta málsnúmer

Landeigendur óska eftir að gera breytingu á aðalskipulagi vegna breytingu á landnotkun, svo eigendum sé unnt að starfrækja leyfisskylda gististarfsemi í húsinu sem á jörðinni stendur. Enn fremur að vinna deiliskipulag ef þörf krefur. Málið var tekið fyrir á 35. fundi skipulagsnefndar. Skipulagsnefnd samþykkti fyrir sitt leyti að landeigandi láti vinna tillögu að breytingu á aðalskipulagi Helgafellssveitar í samráði við skipulagsfulltrúa þar sem landnotkunin verði breytt úr landbúnaðarsvæði yfir í verslun og þjónustusvæði. Enn fremur samþykkti nefndin að unnið verði deiliskipulag af svæðinu á sömu forsendum.



Bæjarráð staðfesti, á 38. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar.



Afgreiðsla skipulagsnefndar er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Til máls tók RMR

12.Ungmennaráð

Málsnúmer 2209013Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að skipan ungmennaráðs 2025-2026.



Bæjarráð vísaði málinu, á 38. fundi sínum, til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir að skipa eftirtalda í ungmennaráð 2025-2026 í samræmi við fyrirliggjandi tilnefningar:

Æskulýðs- og Íþróttanefnd
Aðalmaður Heiðrún Edda Pálsdóttir

FSN
Aðalmaður Metúsalem Páll Sigurbjargarson
Aðalmaður Hera Guðrún Ragnarsdóttir
Varamaður Um-Ayush Khash-Erdene

Snæfell
Aðalmaður Katrín Mjöll Magnúsdóttir
Aðalmaður Adda Sigríður Ásmundsdóttir
Varamaður Magni Hafþórsson

GSS
Aðalmaður Þorvarður Daníel Einarsson
Aðalmaður Jón Dagur Jónsson
Varamaður Hóseas Haukur Ingi Heiðuson

Samþykkt samhljóða.

13.Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga

Málsnúmer 2511006Vakta málsnúmer

Lögð fram gögn vegna fyrirhugaðrar lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga.



Bæjarráð samþykkti lántökuna, á 38. fundi sínum, og vísaði málinu til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 75.000.000,- á árinu 2025 með þeim lánaskilmálum sem býðst á þeim tíma sem lántaka fer fram. Bæjarstjórn samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir sveitarfélagsins í fráveitu sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Jakobi Björgvini Sigríðarsyni Jakobssyni, kt. 060982-5549, bæjarstjóra, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Samþykkt með 4 atkvæðum fulltrúa H-lista. Fulltrúar I-lista sitja hjá.

14.Kjör nefnda í samræmi við samþykkti sveitarfélagsins

Málsnúmer 2205039Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að kjósa þarf nýjan fulltrúa H-lisa í safna- og menningarmálanefnd.
Bæjarstjórn samþykkir að skipa Gretu Maríu Árnadóttur sem varamann í safna- og menningarmálanefnd í samræmi við fyrirliggjandi tillögu forseta bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

15.Sjávarútvegsstefna og skelbætur

Málsnúmer 2312008Vakta málsnúmer

Lögð fram gögn vegna skel- og rækjubóta og stöðu þeirra mála sem tengjast tillögum sem settar eru fram í skýrslunni Auðlindin okkar-Sjálfbær sjávarútvegur og eru til meðferðar hjá matvælaráðuneytinu, ásamt ályktunum 23. fundar bæjarráðs þann 20. júní 2024 og 26. fundar bæjarstjórnar þann 27. júní 2024 þar sem minnt var á að bæjarstjórn Stykkishólms hefur ávallt lagt þunga áherslu á mikilvægi skelbóta fyrir atvinnulífið í Stykkishólmi og þar með samfélagið í heild. Í því sambandi var vísað til fyrri ályktana bæjarstjórnar.



Í fyrrnefndum ályktunum var tekið fram að talsmenn útgerða við Breiðafjörð, sem hafa nýtt skelbætur, hafi sent forsætisráðherra og matvælaráðherra erindi um að fyrirtækin fái fulla heimild til þess að nýta skelbæturnar áfram svo sem verið hefur. Jafnframt hafi talsmenn fyrirtækjanna sent inn lögfræðiálit sem sýnir með skýrum hætti að verði skelbætur felldar niður bótalaust er um eignaupptöku að ræða. Í því sambandi var ítrekuð afstaða sveitarfélagsins að verði skelbæturnar felldar niður muni það skaða mjög starfsemi fyrirtækja í Stykkishólmi sem fara með 82.85% skelbótanna og valda miklum samdrætti í atvinnulífinu í Stykkishólmi sem er með öllu óásættanlegt. Matvælaráðherra og þingmenn kjördæmisins voru að lokum hvattir til þess að leita allra leiða til þess að tryggja að skelbæturnar verði veittar áfram eða gerðar upp með því að fyrirtækin fái sinn hlut í skelbótunum og geti nýtt hann við veiðar á bolfiski svo sem verið hefur.



Á 28. fundi sínum, sem haldinn var 26.september 2024, ítrekaði bæjarstjórn Stykkishólms fyrri ályktanir og lagði þunga áherslu á mikilvægi þess að sanngjörn og farsæl niðurstaða fáist í þetta mikilvæga mál sem fyrst.



Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tók, á 4. fundi sínum, undir ályktun bæjarstjórnar Stykkishólms um að skelbætur verði veittar áfram.



Atvinnu- og nýsköpunarnefnd ítrekaði jafnframt áherslu sína með að handhafar skelbóta fái í stað bótanna varanlegan nýtingarrétt í aflahlutdeild sem verði án framsalsréttar og krafa um veiðar og vinnslu bundin við þá staði við Breiðafjörð þar sem veiðarnar fóru fram á sínum tíma, í samræmi við tillögu 3.1.6. í niðurstöðu starfshóps um eflingu atvinnulífs í Stykkishólmi, dags. 17. mars 2022.



Á 6. fundi atvinnu- og nýsköpunarnefndar ítrekaði nefndin fyrri afstöðu sína og bæjarstjórnar um að skelbætur séu ein af grunnstoðum atvinnulífs og byggðafestu í Stykkishólmi og verði áfram veittar fyrirtækjum við Breiðafjörð og að handhafar skelbóta fái í stað bótanna varanlegan nýtingarrétt í aflahlutdeild sem verði án framsalsréttar og krafa um veiðar og vinnslu bundin við þá staði við Breiðafjörð þar sem veiðarnar fóru fram á sínum tíma. Nefndin hafnaði alfarið öllum áformum um að skelbætur verði skertar eða lagðar niður, enda væri slíkt verulega skaðlegt fyrir atvinnulíf sveitarfélagsins, tekjur þess og samfélagið í heild.



Nefndin lýsti alvarlegum áhyggjum af því að reglugerð um skelbætur hefur enn ekki verið gefin út og telur óásættanlegt að málið hafi dregist svo lengi. Þá benti nefndin á að ráðherra hefur ekki átt samráð við sveitarfélagið þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þar um, þótt um sé að ræða eitt mikilvægasta byggðamál sem snertir sveitarfélagið, þar sem tugir starfa eru í húfi.



Nefndin áréttaði að þingmenn kjördæmisins, og sérstaklega ráðherra sem jafnframt er þingmaður Norðvesturkjördæmis, verði að standa vörð um hagsmuni samfélagsins í Stykkishólmi og láta sig málið varða. Ef ætlunin er, eins og framganga ríkisins gefur sterklega til kynna, að fella skelbæturnar niður, verður ráðherra að horfast í augu við alvarleika þeirrar ákvörðunar. Það er óhugsandi og í raun algjörlega óásættanlegt að slík aðgerð yrði framkvæmd á ráðherravakt þingmanns kjördæmisins.



Nefndin skorar á innviðaráðherra, sem fer með málaflokkinn, og þingmenn kjördæmisins að bregðast tafarlaust við, tryggja útgáfu reglugerðar án frekari tafa og vinna að farsælli og sanngjarnri niðurstöðu sem tryggir að skelbætur haldist áfram í Stykkishólmi og rekstraröryggi fyrirtækja og samfélags verði ekki stefnt í hættu.
Bæjarstjórn tekur undir og staðfestir ályktun atvinnu- og nýsköpunarnefndar.

Samþykkt samhljóða.

16.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1808022Vakta málsnúmer

Lagðir fram minnispunktar bæjarstjóra.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir minnispunktum sínum.

Fundi slitið - kl. 18:22.

Getum við bætt efni síðunnar?