Fara í efni

Æskulýðs- og íþróttanefnd (SH)

2. fundur 23. nóvember 2023 kl. 19:30 - 21:23 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Birta Antonsdóttir formaður
  • Gunnhildur Gunnarsdóttir (GG) aðalmaður
  • Gísli Pálsson aðalmaður
  • Rebekka Sóley Hjaltalín aðalmaður
  • Guðni Sumarliðason varamaður
Starfsmenn
  • Magnús I. Bæringsson æskulýðs -og tómstundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Birta Antonsdóttir formaður
Dagskrá

1.Starfsemi íþróttamiðstöðvar og aðstaða íþróttamannvirkja

Málsnúmer 1905086Vakta málsnúmer

Forstöðumaður íþróttamannvirkja gerir grein fyrir starfsemi innan íþróttamiðstöðvar, fyrirhuguðum viðburðum og viðhaldi á íþróttamannvirki árið 2023 og fyrirhuguðum framkvæmdum 2024.
Arnar Hreiðarsson forstöðumaður fer yfir þær framkvæmdir sem hafa átt sér stað og einnig þær framkvæmdir sem framundan eru. Umræða um útleigu íþróttamiðstöðvarinnar vegna þorrablóts og annara viðburða.

2.Yfirferð tómstunda- og æskulýðsfulltrúa

Málsnúmer 2311013Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi gerir grein fyrir starfsemi innan málaflokksins í sveitarfélaginu.
Erindi frestað til næsta fundar.

3.Heilsudagar í Hólminum

Málsnúmer 2309017Vakta málsnúmer

Lögð fram dagskrá heilsudaga í Hólminum.
Það er augljóst að mikill metnaður hefur verið lagður í vinnuna við heilsudaga í hólminum. Nefndin fangar þessari vinnu og vonast til þess að sami metnaður verði lagður í dagskránna að ári.

4.Stýrihópur um heilsueflandi samfélag - fundargerðir

Málsnúmer 2304025Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð fyrsta fundar stýrihóps um heilsueflandi samfélag.
Nefndin telur mikilvægt að halda áfram með þessa vinnu í því formi sem tómstunda- og æskulýðsfulltrúi telur að sé best með hagsmuni íbúa að leiðarljósi

5.Gjaldskrár 2024

Málsnúmer 2310019Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að gjaldskrám sveitarfélagsins 2024 sem tekur mið af forsendum fjárhagsáætlunar 2024-2027. Bæjarstjórn samþykkti gjaldskrár fyrir Sveitarfélagið Stykkishólm á 18. fundi sínum og vísaði þeim til frekari umfjöllunar í bæjarráði og umsagnar í fastanefndum.
Nefndin leggur til að gjaldskrá íþróttamiðstöðvar verði einfölduð og að 10 miða kortin verði tekin út. Nefndin leggur einnig til að fjölskyldkortin verði ekki hækkuð í ár og fjölskyldur hvattar til þess að nýta sér kaup á þeim.
Að öðru leyti er gjaldskráin samþykkt

6.Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2024-2027

Málsnúmer 2310016Vakta málsnúmer

Lögð fram fjárhagsáætlun 2024-2027. Bæjarstjórn samþykkti fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2024-2027 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði og umsagnar í fastanefndum.Þá er lagt fram yfirlit yfir opnunartíma sunflauga víðsvegar um landið til samanburðar og umfjöllunar í tengslum við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.
Arnar Hreiðarsson fór yfir hugmyndir sumarsins um uppbyggingu sundlaugarinnar þar sem á að fara í framkvæmdir við dúk og gufu. Áætlað er að loka sundlauginni á meðan á framkvæmdum stendur. Til stóð einnig að fara í stækkun á heitu pottunum. Nefndin telur æskilegast að fara í þessar framkvæmdir samhliða og ekki sé ráðlagt að fresta stækkun á heitum pottum og þurfa því jafnvel aftur að loka sundlauginni næsta sumar. Nefndin leggur áherslu á það að sem minnst rask sé gert á starfsemi sundlaugarinnar enda sé hún mikilvægur hlekkur í samfélaginu.
Æskulýðs og íþróttanefnd hefur áhuga á því að fara í greiningu á notkun íþróttamiðstöðvarinnar með tilliti til mönnunar og opnunartíma. Nefndarfólk er tilbúið til þess að fara í þessa vinnu.

Fundi slitið - kl. 21:23.

Getum við bætt efni síðunnar?