Fara í efni

Gjaldskrár 2024

Málsnúmer 2310019

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 15. fundur - 19.10.2023

Rannveig Ernudóttir forstöðumaður Öldrunarmiðstöð sveitarfélagsins kom inn á fundinn.
Lögð fram drög að gjaldskrám sveitarfélagsins 2024 sem tekur mið af forsendum fjárhagsáætlunar 2024-2027 sem samþykkt var á 17. fundi bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrár og vísar þeim til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Rannveig vék af fundi.

Bæjarstjórn - 18. fundur - 02.11.2023

Lögð fram drög að gjaldskrám sveitarfélagsins 2024 sem tekur mið af forsendum fjárhagsáætlunar 2024-2027 sem samþykktar voru á 17. fundi bæjarstjórnar.



Bæjarráð samþykkti gjaldskrárnar á 15. fundi sínum og vísaði til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrár fyrir Sveitarfélagið Stykkishólms fyrir 2024 og vísar þeim til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Til máls tóku:HH og JBSJ

Dreifbýlisráð - 1. fundur - 03.11.2023

Lögð fram til umsagnar drög að gjaldskrám sveitarfélagsins 2024 sem tekur mið af forsendum fjárhagsáætlunar 2024-2027 sem samþykkt var á 17. fundi bæjarstjórnar. Sérstaklega er vakin athygli á gjaldskrá fyrir Félagsheimilið Skjöld.
Dreifbýlisráð gerir ekki athugsemd við fyrirliggjandi gjaldskrá, en bendir að gjaldskrá varðandi félagsinsheimilið verður að taka mið af fyrirhugaðri notkun og nauðsynlegum framkvæmdum.

Skipulagsnefnd - 15. fundur - 15.11.2023

Lögð fram til umræðu og umsagnar vinnslutillaga að gjaldskrá fyrir skipulags-, framkvæmda- og lóðamál.
Skipulagsnefnd frestar málinu til næsta fundar.

Skóla- og fræðslunefnd - 10. fundur - 21.11.2023

Lögð fram drög að gjaldskrám sveitarfélagsins 2024 sem tekur mið af forsendum fjárhagsáætlunar 2024-2027. Bæjarstjórn samþykkti gjaldskrár fyrir Sveitarfélagið Stykkishólm á 18. fundi sínum og vísaði þeim til frekari umfjöllunar í bæjarráði og umsagnar í fastanefndum.
Bæjarstjóri fór yfir þá liði í gjaldskrá sem tilheyra fræðslumálum.

Skóla- og fræðslunefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi gjaldskrá.

Ungmennaráð - 3. fundur - 21.11.2023

Lögð fram drög að gjaldskrám sveitarfélagsins 2024 sem tekur mið af forsendum fjárhagsáætlunar 2024-2027. Bæjarstjórn samþykkti gjaldskrár fyrir Sveitarfélagið Stykkishólm á 18. fundi sínum og vísaði þeim til frekari umfjöllunar í bæjarráði og umsagnar í fastanefndum.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir hækkun á gjaldskrá sveitarfélagsins.

Ráðið ræddi mikið um gjald sundlaugarinnar og sérstaklega gjald fyrir börn. Ráðið gerir athugasemd við að börn frá 7 til 10 ára aldri greiði í sund. Ráðið var sammála um að skoða mætti að gjaldfrjálst verði í sund fyrir 12 ára börn og yngri.
Ráðið gerir ekki að öðru leyti athugasemd.

Hafnarstjórn (SH) - 5. fundur - 22.11.2023

Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir Stykkishólmshöfn 2024.



Þá eru lögð fram drög að gjaldskrám sveitarfélagsins 2024 sem tekur mið af forsendum fjárhagsáætlunar 2024-2027. Bæjarstjórn samþykkti gjaldskrár fyrir Sveitarfélagið Stykkishólm á 18. fundi sínum og vísaði þeim til frekari umfjöllunar í bæjarráði og umsagnar í fastanefndum.
Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá með áorðnum breytingum.

Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við aðrar fyrirliggandi gjaldskrár.

Bæjarráð - 16. fundur - 23.11.2023

Lögð fram drög að gjaldskrám sveitarfélagsins 2024 sem tekur mið af forsendum fjárhagsáætlunar 2024-2027 sem samþykktar voru á 17. fundi bæjarstjórnar.



Bæjarstjórn samþykkti gjaldskrárnar á 18. fundi sínum og vísaði til umsagnar í fastanefndum og frekari umfjöllunar í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til frekari vinnslu í bæjarráði.

Æskulýðs- og íþróttanefnd (SH) - 2. fundur - 23.11.2023

Lögð fram drög að gjaldskrám sveitarfélagsins 2024 sem tekur mið af forsendum fjárhagsáætlunar 2024-2027. Bæjarstjórn samþykkti gjaldskrár fyrir Sveitarfélagið Stykkishólm á 18. fundi sínum og vísaði þeim til frekari umfjöllunar í bæjarráði og umsagnar í fastanefndum.
Nefndin leggur til að gjaldskrá íþróttamiðstöðvar verði einfölduð og að 10 miða kortin verði tekin út. Nefndin leggur einnig til að fjölskyldkortin verði ekki hækkuð í ár og fjölskyldur hvattar til þess að nýta sér kaup á þeim.
Að öðru leyti er gjaldskráin samþykkt

Safna- og menningarmálanefnd - 3. fundur - 28.11.2023

Lögð fram drög að gjaldskrám sveitarfélagsins 2024 sem tekur mið af forsendum fjárhagsáætlunar 2024-2027. Bæjarstjórn samþykkti gjaldskrár fyrir Sveitarfélagið Stykkishólm á 18. fundi sínum og vísaði þeim til frekari umfjöllunar í bæjarráði og umsagnar í fastanefndum.
Safna- og menningarmálanefnd samþykkir fyrir sitt leyti gjaldskrár Sveitarfélagsins Stykkishólms.

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd - 3. fundur - 29.11.2023

Lögð fram drög að gjaldskrám sveitarfélagsins 2024 sem tekur mið af forsendum fjárhagsáætlunar 2024-2027. Bæjarstjórn samþykkti gjaldskrár fyrir Sveitarfélagið Stykkishólm á 18. fundi sínum og vísaði þeim til frekari umfjöllunar í bæjarráði og umsagnar í fastanefndum.
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi gjaldskrár.

Velferðar- og jafnréttismálanefnd - 3. fundur - 04.12.2023

Lögð fram drög að gjaldskrám sveitarfélagsins 2024 sem tekur mið af forsendum fjárhagsáætlunar 2024-2027. Bæjarstjórn samþykkti gjaldskrár fyrir Sveitarfélagið Stykkishólm á 18. fundi sínum og vísaði þeim til frekari umfjöllunar í bæjarráði og umsagnar í fastanefndum.
Velferðar- og jafnfréttismálanefnd samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrár.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd (SH) - 3. fundur - 11.12.2023

Lögð fram drög að gjaldskrám sveitarfélagsins 2024 sem tekur mið af forsendum fjárhagsáætlunar 2024-2027. Bæjarstjórn samþykkti gjaldskrár fyrir Sveitarfélagið Stykkishólm á 18. fundi sínum og vísaði þeim til frekari umfjöllunar í bæjarráði og umsagnar í fastanefndum.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd gerir ekki athugasemdir við gjaldskrár sveitarfélagsins.

Bæjarstjórn - 20. fundur - 14.12.2023

Lögð fram drög að gjaldskrám sveitarfélagsins 2024 sem tekur mið af forsendum fjárhagsáætlunar 2024-2027 sem samþykktar voru á 17. fundi bæjarstjórnar.



Bæjarstjórn samþykkti gjaldskrárnar á 18. fundi sínum og vísaði til umsagnar í fastanefndum og frekari umfjöllunar í bæjarráði.

Á 16. fundi sínum vísaði bæjarráð erindinu til frekari vinnslu í bæjarráði.



Bæjarráð samþykkti gjaldskrár, á 17. fundi sínum, fyrir 2024 og vísaði þeim til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Greinargerð bæjarstjóra:
Liggja fyrir bæjarstjórn til síðari umræðu gjaldskrár sveitarfélagsins 2024, en gjaldskrár hafa verið til umfjöllunar í fastanefndum bæjarins undanfarnar vikur. Bæjarráð samþykkti á síðasta fundi sínum gjaldskrár Sveitarfélagsins Stykkishólms fyrir árið 2024 og vísaði þeim til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Helstu breytingar á álagningu íbúa eru þær að álagningarstuðull fasteignaskatta á íbúðarhúsnæði hækkar hjá sveitarfélaginu á árinu 2024 úr 0,38% í 0,39%. Á sama tíma hækkar álagningarprósenta lóðarleigu íbúðarhúsnæðis úr 0,93% í 0,96% ásamt hækkun á álagningarprósenta holræsagjalds húseigna í A-flokki verði 0,16%. Heildar fasteignagjöld hækka í kringum 7% á milli ára. Helstu breytingar á álagningu atvinnurekstur eru að álagningarstuðull fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði hækkar hjá sveitarfélaginu á árinu 2024 úr 1,54% í 1,56%. Á sama tíma hækkar álagningarprósenta lóðarleigu atvinnuhúsnæðis úr 1,92% í 2,0% ásamt hækkun á álagningarprósenta holræsagjalds lækkar úr 0,18 í 0,19%.

Álagningarhlutfall úrsvars hækkar um 0,23% millli ára úr 14,74% 2023 í 14,97% 2024, að því gefnu að samþykkt verði tillaga sem liggur fyrir frá meirihluta fjárlaganefndar um að hámarksútsvar sveitarfélaga, sem nú er 14,74%, verði hækkað um 0,23% samhliða lækkun tekjuskatts um samsvarandi hlutfall í öllum skattþrepum einstaklinga. Breytingin kemur ekki til hækkunar á álögur á íbúa sveitarfélagsins, enda um að ræða tilfærslu skatttekna að ræða frá ríkinu, þannig að íbúar verða ekki fyrir aukinni skattheimtu vegna breytinganna.

___

Forseti bæjarstjórnar ber upp tillögu um að útsvar verði 14,97% á árinu 2024, að því gefnu að samþykkt verði tillaga sem liggur fyrir frá meirihluta fjárlaganefndar um að hámarksútsvar sveitarfélaga, sem nú er 14,74%, verði hækkað um 0,23% samhliða lækkun tekjuskatts um samsvarandi hlutfall í öllum skattþrepum einstaklinga. Verði tillagan ekki samþykkt verður hámarksútsvar áfram 14,74%.

Tillaga samþykkt samhljóða.

Forseti bæjarstjórnar ber upp eftirfarandi tillögu um fasteignaskatta,lóðarleigu,holræsagjald og úrgangshirðugjöld:

Fasteignaskattur A-flokkur 0,39%. Fasteignaskattur B-flokkur 1,32%. Fasteignaskattur C-flokkur 1,56%.
Lóðaleiga íbúðarhúsnæðis 0,96%. Lóðarleiga atvinnuhúsnæðis 2,0%.Lóðarleiga ræktunarland 6,00%.
Holræsagjald íbúðarhúsnæði 0,16%.
Holræsagjald atvinnuhúsnæði 0,19%.

Úrgangshirðugjald pr. íbúð 74.800 kr. (fjórartunnur)79.950 (þrjár tunnur ein tvískipt) Úrgangshirðugjald sumarhús 37.500

Gjalddagar fasteignagjalda verði 9 frá 1.febrúar til og með 1. október.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu um fasteignagjöld og aðrar álögur.

Forseti bæjarstjórnar ber upp tillögu að afslátt vegna fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði í samræmi við fyrirliggjandi gögn sem felur í sér að elli- og örorkulífeyrisþegar fá lækkun á fasteignaskatti miðað við tekjur á skattframtali. Afslátturinn fer eftir tekjuupphæð og gildir vegna eigin húsnæði sem viðkomandi býr í.

Bæjarstjórn samþykkir samhlóða tillögu um afslátt vegna afsláttar af fasteignaskatti.

Forseti bæjarstjórnar ber gjaldskrá Stykkishólmshafnar fyrir árið 2024 upp til atkvæða.
Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrá Stykkishólmshafnar fyrir árið 2024.

Forseti bæjarstjórnar ber gjaldskrá fyrir garðslátt fyriraldraðra og öryrkj árið 2024 upp til atkvæða.
Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrá fyrir slátt árið 2024.

Forseti bæjarstjórnar ber gjaldskrá fyrir slökkvilið fyrir árið 2024 upp til atkvæða.
Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrá fyrir slökkvilið árið 2024.

Forseti bæjarstjórnar ber gjaldskrá fyrir fráveitu fyrir árið 2024 upp til atkvæða.
Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrá fyrir fráveitu árið 2024.

Forseti bæjarstjórnar ber gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald fyrir árið 2024 upp til atkvæða.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald árið 2024.

Forseti bæjarstjórnar ber gjaldskrá fyrir úrgangshirðu fyrir árið 2024 upp til atkvæða.
Bæjarstjórn samþykkir samhlóða gjaldskrá fyrir úrgangshirðu árið 2024.

Forseti bæjarstjórnar ber gjaldskrá Gagnaveitu Helgfellssveitar fyrir árið 2024 upp til atkvæða.
Bæjarstjórn samþykkir samhlóða gjaldskrá Gagnaveitu Helgfellssveitar árið 2024.

Forseti bæjarstjórnar ber aðrar fyrirliggjandi gjaldskrár Sveitarfélagdsins Stykkishólms fyrir árið 2024 upp til atkvæða, að utanteknum þeim öðrum gjaldskrám sem þegar hafa verið samþykktar.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða aðrar fyrirliggjandi gjaldskrár Sveitarfélagsins Stykkishólms fyrir árið 2024.

Til máls tóku: HH ogJBSJ

Hafnarstjórn (SH) - 6. fundur - 11.04.2024

Lögð fram gjaldskrá Stykkishólmshafna 2024.
Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni síðunnar?