Fara í efni

Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2024-2027

Málsnúmer 2310016

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 15. fundur - 19.10.2023

Fjárhagsáætlun 2024-2027 lögð fram til fyrri umræðu.
Bæjarráð samþykkir fjárhagsáætlun 2024-2027 og vísar henni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 18. fundur - 02.11.2023

Fjárhagsáætlun 2024-2027 lögð fram til fyrri umræði í bæjarstjórn.



Bæjarráð samþykkti fjárhagsáætlunina á 15. fundi sínum og vísaði til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2024-2027 og vísar henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.


Til máls tóku:HH og JBSJ

Dreifbýlisráð - 1. fundur - 03.11.2023

Fjárhagsáætlun 2024-2027 lögð fram til umræðu og umsagnar.
Dreifbýlisráð gerir ekki athugsemd við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun, en leggur áherslu á gert verði ráð fyrir nauðsynlegum viðhaldaframkvæmdum á félagsinsheimilinu í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

Skóla- og fræðslunefnd - 10. fundur - 21.11.2023

Lögð fram fjárhagsáætlun 2024-2027. Bæjarstjórn samþykkti fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2024-2027 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði og umsagnar í fastanefndum.
Bæjarstjóri kynnti þá þætti í fjárhagsáætlun sem lúta að fræðslumálum. Í fjárhagsáætlun hefur verið gert ráð fyrir auknu fjármagni til grunnskólans til tækjakaupa vegna tölvuvæðingar skólastarfsins næstu árin.

Skóla- og fræðslunefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.

Ungmennaráð - 3. fundur - 21.11.2023

Lögð fram fjárhagsáætlun 2024-2027. Bæjarstjórn samþykkti fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2024-2027 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði og umsagnar í fastanefndum.
Bæjarstjóri fór yfir fjárhagsætlun sveitarfélagsins. Umræða skapaðist um fyrirkomulag vinnuskóla sveitarfélagsins. Töluverður tími vinnuskólans fer orðið í slátt í heimagörðum. Ráðið ræddi þann möguleika að fram færi þjónustumat á þeim sem panta garðslátt.

Hafnarstjórn (SH) - 5. fundur - 22.11.2023

Lögð fram fjárhagsáætlun 2024-2027. Bæjarstjórn samþykkti fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2024-2027 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði og umsagnar í fastanefndum.
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi rekstraráætlun hafnarinnar samkvæmt fyrirliggjandi fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

Bæjarráð - 16. fundur - 23.11.2023

Fjárhagsáætlun 2024-2027 lögð fram til síðar umræðu í bæjarstjórn.



Bæjarstjórn samþykkti, á 18. fundi sínum, Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2024-2027 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til frekari vinnslu í bæjarráði.

Æskulýðs- og íþróttanefnd (SH) - 2. fundur - 23.11.2023

Lögð fram fjárhagsáætlun 2024-2027. Bæjarstjórn samþykkti fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2024-2027 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði og umsagnar í fastanefndum.



Þá er lagt fram yfirlit yfir opnunartíma sunflauga víðsvegar um landið til samanburðar og umfjöllunar í tengslum við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.
Arnar Hreiðarsson fór yfir hugmyndir sumarsins um uppbyggingu sundlaugarinnar þar sem á að fara í framkvæmdir við dúk og gufu. Áætlað er að loka sundlauginni á meðan á framkvæmdum stendur. Til stóð einnig að fara í stækkun á heitu pottunum. Nefndin telur æskilegast að fara í þessar framkvæmdir samhliða og ekki sé ráðlagt að fresta stækkun á heitum pottum og þurfa því jafnvel aftur að loka sundlauginni næsta sumar. Nefndin leggur áherslu á það að sem minnst rask sé gert á starfsemi sundlaugarinnar enda sé hún mikilvægur hlekkur í samfélaginu.
Æskulýðs og íþróttanefnd hefur áhuga á því að fara í greiningu á notkun íþróttamiðstöðvarinnar með tilliti til mönnunar og opnunartíma. Nefndarfólk er tilbúið til þess að fara í þessa vinnu.

Safna- og menningarmálanefnd - 3. fundur - 28.11.2023

Lögð fram fjárhagsáætlun 2024-2027. Bæjarstjórn samþykkti fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2024-2027 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði og umsagnar í fastanefndum.
Safna- og menningarmálanefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við fjárhagsáætlun.
Safna- og menningarmálanefnd hvetur að halda fund sem fyrst í ljósi fjölda menningarviðburða/-verkefna í sveitarfélaginu á komandi ári.

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd - 3. fundur - 29.11.2023

Lögð fram fjárhagsáætlun 2024-2027. Bæjarstjórn samþykkti fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2024-2027 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði og umsagnar í fastanefndum.
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd gerir ekki athugasemd við það sem snýr að verksviði nefndarinnar í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

Velferðar- og jafnréttismálanefnd - 3. fundur - 04.12.2023

Lögð fram fjárhagsáætlun 2024-2027. Bæjarstjórn samþykkti fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2024-2027 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði og umsagnar í fastanefndum.
Velferðar- og jafnfréttismálanefnd leggur áherslu á aukna sálfræðiþjónustu barna í sveitarfélaginu, en staðan í dag óboðleg. Velferðar- og jafnréttismálanefnd telur að fyrirkomulag og ráðstöfun til orlofssjóðs húsmæðra sérstaka og ákveðin tímaskekkja. Velferðar- og jafnfréttismálanefnd gerir að öðru leyti ekki athugasemd við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun 2024-2027.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd (SH) - 3. fundur - 11.12.2023

Lögð fram fjárhagsáætlun 2024-2027. Bæjarstjórn samþykkti fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2024-2027 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði og umsagnar í fastanefndum.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd gerir ekki athugasemdir við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

Bókun Í-lista:
Undirritaður telur að áætlanir undanfarinna ára séu ekki ásættanlegar og niðurstaðan verið of langt frá upphaflegri áætlun. Leggja þarf áherslu á að lækka skuldir sveitarfélagsins og lækka fjármagnskostnað.

Undirritaður situr því hjá við afgreiðslu áætlunarinnar.

Lárus Ástmar Hannesson

Bæjarstjórn - 20. fundur - 14.12.2023

Fjárhagsáætlun 2024-2027 lögð fram til síðar umræðu í bæjarstjórn.



Bæjarstjórn samþykkti, á 18. fundi sínum, Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2024-2027 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.



Á 16. fundi sínum vísaði bæjarráð erindinu til frekari vinnslu í bæjarráði. Bæjarráð samþykkti, á 17. fundi sínum, að vísa fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2025-2027 til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Greinargerð bæjarstjóra vegna fjárhagsáætlunar 2024-2027:

Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins var lögð fram var til fyrri umræðu á 18. fundi bæjarstjórnar þann 2. nóvember 2023. Á sama fundi voru lögð fram drög að gjaldskrám fyrir árið 2024. Bæjarstjórn samþykkti á 18. fundi sínum að vísa fjárhagsáætlun til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Fyrir bæjarstjórn eru lögð fram til síðari umræðu fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms fyrir árið 2024 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2025-2027, ásamt gjaldskrám Sveitarfélagsins Stykkishólms fyrir 2024. Þá eru lagðar fram umsagnir fastanefnda um fjárhagsáætlun og gjaldskrár sveitarfélagsins ásamt samantekt sem byggð er á fjárhagsáætlun 2024-2027. Áætluð sameiningarframlög frá Jöfnunarsjóði nema 322 millj. kr. á árunum 2024-2027.

Fjárhagsáætlun ársins 2024-2027 er unnin út frá forsendum og markmiðum sem bæjarstjórn setti sér og hefur þeim, með áorðnum breytingum, verið fylgt við vinnu við gerð fjárhagsáætlunar. Í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun er lögð áhersla á ábyrga fjármálastjórnun þar sem gætt er aðhalds og ábyrgðar í rekstri bæjarins á sama tíma og þjónusta við bæjarbúa verði eins og best verður á kosið.

Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins gerir ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 59,5 milljónir króna á árinu 2024 og að áætlað veltufé frá rekstri lækki um 26,9 milljónir króna úr 321,9 milljónum 2023 í 295,0 milljónir árið 2024.

Markmið fjárhagsáætlunar 2024-2027 eru að tryggja jafnvægi í rekstri á tímabilinu, þ.e. að heildarútgjöld til rekstrar vegna A og B hluta séu á hverju þriggja ára tímabili ekki hærri en nemur samanlögðum reglulegum tekjum, framlegðarhlutfall verði a.m.k 15%, að veltufjárhlutfall verði 0,7, handbært fé verði á bilinu 150-160 millj. í árslok 2024 og að rekstur skili nægjanlegum fjármunum til að standa undir afborgunum langtímalána.

Fjárfestingaáætlun gerir ráð fyrir að heildarfjárfesting tímabilsins nemi 567,4 millj. kr., lántaka nemi 330 millj. kr. og afborganir nemi 907,2 millj. kr. Gangi áætlanir eftir mun skuldahlutfall og skuldaviðmið sveitarfélagsins lækka og gera áætlanir ráð fyrir að skuldaviðmið verði í kringum 103,5% strax í lok árs 2024 og 79,8% í árslok 2027, en í sveitarstjórnarlögum er kveðið á um að heildarskuldir og skuldbindingar A- og B-hluta í reikningsskilum séu ekki hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum.

Í forsendum er gert ráð fyrir 5,6% verðbólgu yfir árið 2024, 3,6% árið 2025 og 2,8% 2026 og 2,5% árið 2027, í samræmi við þjóðhagsspá sem gefin er út af Hagstofu Íslands. Gert er ráð fyrir því að meðalraunvextir lána verði um 2,75% á árunum 2024-2027. Auk framangreinds gera forsendur ráð fyrir því að gjaldskrár sveitarfélagsins muni almennt hækka um 6,9% árið 2024, en 4,0% á hverju ári á tímabilinu 2025-2027.


Samkvæmt tillögu um framkvæmdir og fjárfestingar á næstu fjórum árum er gert ráð fyrir að um 567,4 milljónum kr. verði varið til framkvæmda og fjárfestinga, en í fyrirliggjandi áætlun um fjárfestingarliði vegna ársins 2024 verður lögð áhersla á fjárfestingu í innviðum og bættri þjónustu við íbúa og í fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun fyrir árið 2024 ber hæst hlutdeild sveitarfélagsins við uppbyggingu á gatnagerð í Víkurhverfi og endurnýjun á dúk/plasti í sundlaug. Í áætlunum er reynt að lágmarka nýjar lántökur á næstu fjórum árum en gert er ráð fyrir 330 milljónum kr. í lántökum á árunum 2024 til 2027. Umræddar fjárfestingarnar á næstu árum verða jafnframt fjármagnaðar á bilinu 263,0 til 295,0 milljónum með veltufé frá rekstri á árunum 2024-2027 og handbæru eigin fé sveitarfélagsins, en áætlanir gera jafnframt ráð fyrir fjármagna framkvæmdir að hluta með sölu eigna.

Helstu fjárfestingar á árinu 2024 eru:
- Hafist verður handa við gatnagerð í Víkurhverfi, ásamt öðrum gatnaframkvæmdum.
- Framkvæmdir við Íþróttahús og sundlaug.
- Eignarhlutur í félaginu Brák (byggir íbúðir fyrir tekjulága) aukið um 65 milljónir
- Haldið verður áfram með umbreytingar á húsnæði Höfðaborgar.
- Aðstaða fyrir tjaldgesti / Endurbætur á tjaldstæði
- Aðstaða í Skógrækt (salernis- og inniaðstöðu) fyrri hluti, nýtist m.a. fyrir útikennslu leikskólann, grunnskólanna og félagasamtökum.
- Haldið verður áfram í stígagerð og umhverfisverkefni.
- Gjaldtaka fyrir bílastæði á hafnarsvæði
- Skjöldur, viðhald með sameigendum
- Led-væðing ljósastaura og stofnana

Helstu lykiltölur fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins 2024-2027 eru eftirtaldar:

Fjárhagsáætlun aðalsjóðs sveitarfélagsins A-hluti 2024:
Tekjur alls: 2.235.745.000 kr.
Gjöld alls fyrir afskriftir og fjármagnsliði: 1.955.777.000 kr.
Rekstrarniðurstaða, neikvæðkvæð: -8.705.000.000 kr.
Veltufé frá rekstri: 225.597.000 kr.
Afborganir langtímalána: 204.190.000 kr.
Handbært fé í árslok: 154.428.000 kr.

Fjárhagsáætlun B-hluta sveitarfélagsins 2024:
Rekstrarniðurstaða Hafnarsjóðs, hagnaður: 18.480.000 kr.
Rekstrarniðurstaða Fráveitu, hagnaður: 21.266.000 kr.
Rekstrarniðurstaða Félagslegra íbúða: 28.974.000 kr.
Rekstrarniðurstaða Búseturétttaríbúða: -2.391.000 kr.
Rekstarniðurstaða Gagnaveitu Helgafells.:-3.347.000 kr.
Rekstarniðurstaða Náttúrustofu Vesturlands: -8.978.000 kr.
Veltufé frá rekstri: 69.433.000 kr.
Afborganir langtímalána: 20.275.000 kr.

Fjárhagsáætlun samstæðu sveitarfélagsins A-B hluti 2024:
Tekjur alls: 2.444.613.000 kr.
Gjöld alls fyrir afskriftir og fjármagnsliði: 2.066.813.000 kr.
Fjármagnsgjöld alls: 225.026.000 kr.
Rekstrarniðurstaða, jákvæð: 59.533.000 kr.
Veltufé frá rekstri: 295.029.000 kr.
Afborganir langtímalána: 224.465.000 kr.
Handbært fé í árslok: 155.672.000 kr.

Fjárhagsáætlunin var unnin í mikilli og góðri samvinnu bæjarfulltrúa og um hana hefur myndaðist góð samstaða. Vil ég þakka bæjarfulltrúum fyrir gott samstarf, á sama tíma og þakkað er þeim fjölmörgu starfsmönnum sveitarfélagsins sem lögðu sín lóð á vogaskálarnar í þessari vinnu.

---------
Fyrir bæjarstjórn er lögð fram til síðari umræðu fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2024 ásamt þriggja ára fjárhagsáætlun 2025-2027 eftir að hafa fengið umfjöllun í fastanefndum sveitarfélagsins. Bæjarráð samþykkti á síðasta fundi sínum fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2024 ásamt þriggja ára fjárhagsáætlun 2024-2027 og vísaði henni til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Forseti bæjarstjórnar ber Fjárhagsáætlun sameinaðs sveitarfélagsins Stykkishólms 2024 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2025-2027 upp til atkvæða.

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun með fjórum atkvæðum H-lista þrjú atkvæði Í-listi sátu hjá.

Til máls tóku:HH,JBSJ,HG,SIM og LÁH

Bókun Í-lista

Undirrituð telja að núverandi fjárhagsáætlun skjóti fyrir ofan markið í fjárfestingum og í lántökum miðað við stöðu sveitarfélagsins og í ljósi efnahagsástandsins. Ljóst er að sú aðgerð sem skilar sveitarfélaginu mestri arðsemi núna er lækkun skulda og æskilegt væri að fara sér hægar í fjárfestingum og nýta framlag vegna sameiningar til þess. Eins og í fyrra telja undirrituð að opnun Víkurhverfisins hefði mátt bíða lengur og betur hefði farið á því að opna atvinnulóðir fyrst til lengri tíma litið. Ljóst er að aðrar framkvæmdir ársins en Víkurhverfi eru háðar tekjum sem er ekki fastar í hendi s.s. sölu eigna, gatnagerðargjöldum og styrkjum nema að ákveðið verði að fara í frekari lántökur sem við teljum óráðlegt að svo stöddu.
Undirrituð munu sitja hjá við afgreiðslu.
Að öðru leyti er vísað til yfirferðar fulltrúa Íbúalistans í upptöku af bæjarstjórnarfundi.
Einnig þakka undirrituð bæjarfulltrúum, starfsfólki og endurskoðendum sveitarfélagsins fyrir sitt framlag við gerð fjárhagsáætlunar.

Íbúalistinn,
Haukur Garðarsson,
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir,
Lárus Ástmar Hannesson

Tillaga Í-lista kynningarfundur.

Undirrituð leggja til að bæjaryfirvöld haldi opinn kynningarfund fyrir bæjarbúa á niðurstöðu reikninga ár hvert fljótlega eftir að niðurstaðan liggur fyrir. Við teljum réttara og betra fyrir stefnumótun í fjármálum sveitarfélagsins að leggja áherslu á kynningu niðurstöðu rekstursins en að kynna áætlanir líkt og gert hefur verið undanfarin ár.
Haukur Garðarsson
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Lárus Ástmar Hannesson

Samþykkt að vísa tillögunn_til bæjarráð með fjórum Í-lista, fjögur atkvæði H-lista sátu hjá.


Tillaga Í-lista

Undirrituð leggja til að bæjaryfirvöld sendi hvatningu til ríkisvaldsins um að gera lagabreytingar þess efnis að útsvar verði lagt ofaná fjármagnstekjur. Það getur ekki gengið að sveitarfélagið fái engan hlut fjarmagnstekna en þurfa að standa undir allri nætþjónustu við íbúa sveitarfélagsins.
Haukur Garðarsson
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Lárus Ástmar Hannesson

Samþykkt samhljóða að vísa tillögunni til bæjarráðs.
Getum við bætt efni síðunnar?