Fara í efni

Æskulýðs- og íþróttanefnd

82. fundur 06. desember 2021 kl. 18:15 - 20:00 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Ragnar Ingi Sigurðsson formaður
  • Jóhanna María Ríkharðsdóttir aðalmaður
  • Rósa Kristín Indriðadóttir aðalmaður
  • Helga Guðmundsdóttir (HG) aðalmaður
  • Gunnhildur Gunnarsdóttir (GG) aðalmaður
Starfsmenn
  • Arnar Hreiðarsson
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Fannar Þór Þorfinnsson
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Ríkharðsdóttir ritari
Dagskrá

1.Gönguleiðir og forgangsröðun göngustíga

Málsnúmer 1904037Vakta málsnúmer

Kristín Þorleifsdóttir, skipulagsfulltrúi Stykkishólmsbæjar, gerir grein fyrir sinni vinnu og stöðu mála vegna vinnu við göngustígakerfi Stykkishólmsbæjar.
Æskulýðs- og íþróttanefnd þakkar Kristínu fyrir góða yfirferð og fagnar þeirri vinnu sem verið að vinna að til þess að efla útivista og stígakerfi í Stykkishólmi.

Lagt fram til kynningar.

2.Saunatunna í Móvík

Málsnúmer 2111007Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn staðfesti, á 404. fundi sínum, beiðni Önnu Sigríðar Gunnarsdóttur og Önnu Ingibjargar Hallgrímsdóttur sem óskuðu eftir leyfi fyrir uppsetningu saunatunnu við bráðabirgðaaðstöðu Sjósundfélags Stykkishólms sem liggur í landi Stykkishólmsbæjar við Móvík. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti, á 255. fundi sínum, fyrir sitt leyti að veita tímabundið leyfi fyrir saunatunnu við aðstöðu sjósundsfélagsins í Móvík með fyrirvara um athugasemdir byggingarfulltrúa og samþykki bæjarráðs. Bæjarráð samþykkti, á 633. fundi sínum, til bráðbirgða að veita leyfi fyrir saunatunnu við aðstöðu sjósundsfélagsins í Móvík. Bæjarráð benti á að þetta svæði er skipulagt íbúðasvæði og staðsetningin verður að vera með samþykki Stykkishólmsbæjar.
Lagt fram til kynningar. Æskulýðs- og íþróttanefnd styður við þessa hugmynd.

3.Umhverfisganga bæjarstjóra

Málsnúmer 1904032Vakta málsnúmer

Góð þátttaka var í umhverfisgönguna fyrr á þessu ári en alls tóku vel á annað hundruð íbúa þátt í göngunni. Tilgangur göngunnar er að efna til samtals um nánasta umhverfi, hvað megi betur fara í frágangi og umhirðu bæjarins auk þess að miðla upplýsingum frá Stykkishólmsbæ um framkvæmdir. Fjölmargar gagnlegar ábendingar bárust, auk þess má út frá þeim umræðum sem áttu sér stað í göngunni gera sér hug um hvað íbúum finnst að betur mætti fara í almennri umhirðu bæjarins og haga verkefnum í samræmi við það. Lagðar eru fram athugasemdir sem bárust í göngunni í ár ásamt athugasemdum frá göngunni 2018.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir umhverfisgöngu, tilgangi göngunnar og þeim ábendingum sem komu fram.

Lagt fram til kynningar.

Æskulýðs- og íþróttanefnd tekur mjög jákvætt í umhverfisgönguna.

4.Ísland 2020 - atvinnuhættir og menning - Kynning á Stykkishólmsbæ í nýju riti

Málsnúmer 1802017Vakta málsnúmer

Lögð fram próförk fyrir umfjöllun um Stykkishólmsbæ í ritinu Ísland 2020, atvinnuhættir og menning. Þar er m.a. fjallað um öflugt íþróttastarf sem unnið er í bænum, atvinnulíf og menningu í Stykkishólmi. Ritið fer í dreifingu á árinu 2022
Lagt fram til kynningar.

5.Aðgerðaráætlun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni

Málsnúmer 2106023Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf til allra sveitarstjórna vegna þingsályktunar um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni.
Lagt fram til kynningar.

6.Samningur við Snæfell

Málsnúmer 1905032Vakta málsnúmer

Undir lok síðasta mánaður var undirritaður samstarfssamningur milli Snæfells og Stykkishólmsbæjar um eflingu íþróttastarfs. Með tilkomu samningsins aukast fjárframlög Stykkishólmsbæjar til Snæfells töluvert.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir helstu atriðum samningsins.

Æskulýðs- og íþróttanefnd lýsir ánægju sinni með samninginn og þeim metnaði sem í honum felst, en með samningnum er umtalsverð aukning á fjármunum varið til íþróttamála af hálfu Stykkishólmsæjar.

7.Starfsemi íþróttamiðstöðvar og aðstaða íþróttamannvirkja

Málsnúmer 1905086Vakta málsnúmer

Byggingarfulltrúi Stykkishólmsbæjar mætir til fundar við nefndina og gerir grein fyrir hugmyndum um endurbætur á búningsklefum og öðru skipulagi innan íþróttamiðstöðvar.
Æskulýðs- og íþróttanefnd tekur jákvætt í það að bæjarstjóri og fulltrúar frá skipulags- og umhverfissviði bæjarins vinni áfram að málinu, greini þá möguleika sem standa til boða við bætta nýtingu húsnæðisins, fundi með hagaðliðum og komi með tillögur að bættum nýtingarmöguleikum í Íþróttamiðstöð.

8.Endurgerð lóðar við Gunnskóla Stykkishólms og Amtsbókasafn Stykkishólm

Málsnúmer 1902014Vakta málsnúmer

Á 625. fundi bæjarráðs var samþykkt að fela bæjarstjóra að hefja viðræður við Snæfell um umsjón með uppbyggingu íþróttamannvirkja á skólalóð og leggja fyrir bæjarráð niðurstöðu þeirra viðræðna. Á 627. fundi bæjarráðs samþykkti bæjarráð uppbyggingu körfuknattleiksvallar á skólalóð grunnskólans, í samræmi við fyrirliggjandi gögn og fjárfestingaráætlun bæjarins, og fól bæjarstjóra að ganga til samninga við Snæfell um uppbygginguna. Snæfell afhenti svo Stykkishólmsbæ formlega nýjan og upphitaðan körfuboltavöll á lóð grunnskólans undir lok síðasta mánaðar.
Æskulýðs- og íþróttanefnd fangar því að körfuboltavöllurinn sé kominn upp og nefndin fagnar þeirri vinnu sem verið er að vinna að varðandi aðlögun lóðarinnar að stærri körfuboltavelli í samráði við skólasamfélagið.

9.Umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar 2020-2024

Málsnúmer 1907010Vakta málsnúmer

Á 625. fundi bæjarráðs fór fram kynning VSÓ ráðgjafar vegna vinnu við umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar og lögð fram drög að umferðaröryggisáætlun bæjarins.

Bæjarráð vísaði umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar til umsagnar í fastanefndir bæjarins.
Æskulýðs- og íþróttanefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi umferðaröryggisáætlun.

10.Gjaldskrár Stykkishólmsbæjar 2022

Málsnúmer 2110010Vakta málsnúmer

Lagðar eru fram til umsagnar gjaldskrár Stykkishólmsbæjar 2022, í samræmi við afgreiðslu 632. fundar bæjarráðs þann 21. október sl., eins og þær voru samþykktar á 403. fundi bæjarstjórnar þann 28. október sl, þar sem þeim var vísað til síðari umræðu Í bæjarstjórn. Gjaldskrár taka mið af fyrirliggjandi forsendum og markmiðum við gerð fjárhagsáætlunar sem samþykkt voru á 402. fundi bæjarstjórnar 30. september sl.
Æskulýðs- og íþróttanefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi gjaldskrár.

11.Fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar 2022-2025

Málsnúmer 2109010Vakta málsnúmer

Lögð fram til umsagnar fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2022 ásamt þriggja ára áætlun áranna 2023-2025. Bæjarráð samþykkti, á 632. fundi sínum, fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar ársins 2022 ásmat þriggja ára áætlun árana 2023-2025. Bæjarráð vísaði fjárhagsáætlun til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Bæjarstjórn samþykkti framlagða fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 og þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2023-2025 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Æskulýðs- og íþróttanefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.

Fundi slitið - kl. 20:00.

Getum við bætt efni síðunnar?