Endurgerð lóðar við Gunnskóla Stykkishólms og Amtsbókasafn Stykkishólm
Málsnúmer 1902014
Vakta málsnúmerSafna- og menningarmálanefnd - 112. fundur - 10.02.2021
Lögð fram uppfærð drög af teikningum lóðar við Gunnskóla Stykkishólms og Amtsbókasafn Stykkishólm.
Lagt fram til kynningar.
Ungmennaráð - 17. fundur - 12.03.2021
Lögð fram drög að teikningum skólalóðar.
Magnús fór yfir tillögur á hvernig lóðin kemur til með að líta út. Nefndarmenn voru sammála því að leggja áherslu á að koma upp stærri körfuboltavellinum í næsta áfanga.
Ungmennaráð gerir athugasemd við gróðursetningu við spennustöð og íþróttamiðstöðina, trén eru of nálægt spennustöðinni og koma í veg fyrir að það er hægt að spila leikinn „yfir“.
Ungmennaráð gerir athugasemd við gróðursetningu við spennustöð og íþróttamiðstöðina, trén eru of nálægt spennustöðinni og koma í veg fyrir að það er hægt að spila leikinn „yfir“.
Bæjarráð - 625. fundur - 18.03.2021
Bæjarstjóri gerir grein fyrir viðræðum við formann Snæfells um uppbyggingu íþróttamannvirkja á skólalóð sem fela í sér samstarf við Snæfell. Þá er lögð fram umsögn ungmennaráðs.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að hefja viðræður við Snæfell, um umsjón með uppbyggingu íþróttamannvirkja á skólalóð, og leggja fyrir bæjarráð niðurstöðu þeirra viðræðna.
Bæjarstjórn - 399. fundur - 12.05.2021
Á 625. fundi bæjarráðs var samþykkt að fela bæjarstjóra að hefja viðræður við Snæfell um umsjón með uppbyggingu íþróttamannvirkja á skólalóð og leggja fyrir bæjarráð niðurstöðu þeirra viðræðna.
Á 627. fundi bæjarráðs samþykkti bæjarráð uppbyggingu körfuknattleiksvallar á skólalóð grunnskólans, í samræmi við fyrirliggjandi gögn og fjárfestingaráætlun bæjarins, og fól bæjarstjóra að ganga til samninga við Snæfell um uppbygginguna.
Bæjarráð vísaði afgreiðslu sinni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Á 627. fundi bæjarráðs samþykkti bæjarráð uppbyggingu körfuknattleiksvallar á skólalóð grunnskólans, í samræmi við fyrirliggjandi gögn og fjárfestingaráætlun bæjarins, og fól bæjarstjóra að ganga til samninga við Snæfell um uppbygginguna.
Bæjarráð vísaði afgreiðslu sinni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs og eftir atvikum að ganga til samninga við Snæfell.
Æskulýðs- og íþróttanefnd - 82. fundur - 06.12.2021
Á 625. fundi bæjarráðs var samþykkt að fela bæjarstjóra að hefja viðræður við Snæfell um umsjón með uppbyggingu íþróttamannvirkja á skólalóð og leggja fyrir bæjarráð niðurstöðu þeirra viðræðna. Á 627. fundi bæjarráðs samþykkti bæjarráð uppbyggingu körfuknattleiksvallar á skólalóð grunnskólans, í samræmi við fyrirliggjandi gögn og fjárfestingaráætlun bæjarins, og fól bæjarstjóra að ganga til samninga við Snæfell um uppbygginguna. Snæfell afhenti svo Stykkishólmsbæ formlega nýjan og upphitaðan körfuboltavöll á lóð grunnskólans undir lok síðasta mánaðar.
Æskulýðs- og íþróttanefnd fangar því að körfuboltavöllurinn sé kominn upp og nefndin fagnar þeirri vinnu sem verið er að vinna að varðandi aðlögun lóðarinnar að stærri körfuboltavelli í samráði við skólasamfélagið.
Skóla- og fræðslunefnd - 188. fundur - 07.12.2021
Á 625. fundi bæjarráðs var samþykkt að fela bæjarstjóra að hefja viðræður við Snæfell um umsjón með uppbyggingu íþróttamannvirkja á skólalóð og leggja fyrir bæjarráð niðurstöðu þeirra viðræðna. Á 627. fundi bæjarráðs samþykkti bæjarráð uppbyggingu körfuknattleiksvallar á skólalóð grunnskólans, í samræmi við fyrirliggjandi gögn og fjárfestingaráætlun bæjarins, og fól bæjarstjóra að ganga til samninga við Snæfell um uppbygginguna. Snæfell afhenti svo Stykkishólmsbæ formlega nýjan og upphitaðan körfuboltavöll á lóð grunnskólans undir lok síðasta mánaðar. Af því tilefni færði Grunnskólinn í Stykkishólmi formanni Snæfells sérstakar þakkir.
Lagðar eru fram teikningar af skólalóðinni en eftir á að aðlaga teikningarnar að stækkun körfuboltavallarins, sem samþykkt var sl. haust, m.t.t göngustíga þverana á lóðinni.
Lagðar eru fram teikningar af skólalóðinni en eftir á að aðlaga teikningarnar að stækkun körfuboltavallarins, sem samþykkt var sl. haust, m.t.t göngustíga þverana á lóðinni.
Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð - 40. fundur - 26.01.2026
Lagðar fram tillögur að frágang á skólalóð umhverfis ný húsakynni Regnbogalands. Lagt er til að aðskilja bílaplan frá leiksvæði við Regnbogaland með grindverki eða hleðslu með það að markmiði að bægja börnum frá bílaumferð.
Bæjarráð óskar eftir umsögn skóla- og fræðslunefndar um hvor tillagan verði fyrir valinu.