Fara í efni

Hafnarstjórn (SH)

2. fundur 09. febrúar 2023 kl. 17:00 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Sigurður Páll Jónsson formaður
  • Eydís Jónsdóttir aðalmaður
  • Þröstur Ingi Auðunsson aðalmaður
  • Unnur María Rafnsdóttir aðalmaður
  • Erla Friðriksdóttir (EF) varamaður
  • Kristján Lár Gunnarsson (KL) aðalmaður
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Kjartan J. Karvelsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Siguður Páll Jónsson formaður
Dagskrá

1.Fundargerðir stjórnar Hafnarsambands Íslands

Málsnúmer 2003028Vakta málsnúmer

Lagðar fram þrjár nýjustu fundargerðir stjórnar hafnasambands Íslands.
Lagt fram til kynningar.

2.Gjaldtaka bílastæða á hafnarsvæði

Málsnúmer 1909018Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi kynnti hafnarvörður hugmyndir að gjaldtöku á bílastæðum á hafnarsvæði. Til skoðunar eru skilvirkar og tæknimiðaðar lausnir. Hafnarvörður gerir grein fyrir stöðu málsins og kynnir frekari útfærsluatriði.
Lagt fram til kynningar.

3.Gjaldtaka við salerni á hafnarsvæði

Málsnúmer 2208022Vakta málsnúmer

Hafnarvörður kynnti á fyrsta fundi hafnarstjórnar hugmyndir um gjaldtöku við salerni á hafnarsvæði. Hafnarvörður gerir grein fyrir stöðu máls.
Lagt fram til kynningar.

4.Bátar í Maðkavík

Málsnúmer 2208021Vakta málsnúmer

Formaður hafnarstjórnar gerði á fysta fundi hafnarstjórnar grein fyrir hugmyndum um að fjölga bátum í Maðkavík og fegra svæðið sem er vaxandi ferðamannaparadís. Formaður gerir grein fyrir stöðu málsins.
Lagt fram til kynningar.

5.Skoðun á vinnufyrirkomulagi við Stykkishólmshöfn

Málsnúmer 2301035Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla um skoðun á vinnufyrirkomulagi við Stykkishólmshöfn sem unnin var af HLH ráðgjöf. Bæjarráð vísaði skýrslunni á 7. fundi sínum til umsagnar í hafnarstjórn.
Hafnarstjórn þakkar fyrir greinargóða skýrslu og óskar eftir því að fá skýrsluhöfund á næsta fund nefndarinnar til að gera grein fyrir skýrslunni.

6.Gjaldskrá Stykkishólmshafnar

Málsnúmer 2208023Vakta málsnúmer

Vegna óskírleika í gjaldskrá fól bæjarráð hafnarstjórn að skýra í gjaldskrá skilgreiningu á gestabát.
Hafnarstjórn felur hafnarverði að útbúa tillögu og leggja fyrir næsta fund.

7.Deiliskipulag Skipavíkursvæðis

Málsnúmer 1510008Vakta málsnúmer

Skipulagslýsing fyrir hafnarsvæði Skipavíkur lögð fram til staðfestingar í Hafnarstjórn. Þá er lögð fram tillaga að skipulagsuppdrætti fyrir svæðið til umfjöllunar og afgreiðslu í hafnarstjórn, samkvæmt hafnarlögum. Skipulagsfulltrúi kemur til fundar við hafnarstjórn og gerir grein fyrir málinu.
Hafnarstjórn staðfestir fyrir sitt leyti skipulagslýsingu, með áherslu á aðkomu aðkomu hafnarstjórnar að nýju í skipulagsferlinu eftir að tillagan hefur verið auglýst, vegna breytingar á aðalskipulagi og greinargerð með vinnslutillögu deiliskipulags verði uppfærð til samræmis við skipulagsuppdrátt vinnslutillögu deiliskipulagsins, með fyrirvara um jákvæð viðbrögð lóðarhafa Nesvegar 22a vegna tillögu um færslu á lóð félagsins, og vísaði málinu til afgreiðslu í skipulagsnefnd, sem útfærir vinnslutillöguna nánar, og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja endanlega vinnslutillögu til kynningar í samræmi við 1. mgr. 5. gr. hafnarlaga nr. 61/2003, 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?