Fara í efni

Gjaldtaka bílastæða á hafnarsvæði

Málsnúmer 1909018

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn (SH) - 1. fundur - 23.11.2022

Kynntar hugmyndir að gjaldtöku á bílastæðum á hafnarsvæði. Til skoðunar eru skilvirkar og tæknimiðaðar lausnir.
Hafnarvörður gerir grein fyrir þeim möguleikum sem koma til greina og mun kynna frekari útfærslu á næsta fundi hafnarstjórnar.

Hafnarstjórn (SH) - 2. fundur - 09.02.2023

Á síðasta fundi kynnti hafnarvörður hugmyndir að gjaldtöku á bílastæðum á hafnarsvæði. Til skoðunar eru skilvirkar og tæknimiðaðar lausnir. Hafnarvörður gerir grein fyrir stöðu málsins og kynnir frekari útfærsluatriði.
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð - 18. fundur - 18.01.2024

Bæjarstjóri kynnir hugmyndir að skilvirkum og tæknimiðaðum lausnum fyrir gjaldtöku á hafnarsvæði og þeirri vinnu sem innt hefur verið af hendi til þessa.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram á þeim forsendum sem bæjarstjóri gerði grein fyrir á fundinum.

Bæjarráð - 19. fundur - 22.02.2024

Lögð fram tilboð og tillögur frá Parka lausnum og Green parking, að útfærslum á gjaldtöku fyrir bílastæði á hafnarsvæðinu í Stykkishólmi.
Bæjarráð þakkar fyrir sýndan áhuga á samstarfi og fyrirliggjandi tillögur og óskar eftir kynningum frá Parka lausnum og Green parking.

Bæjarráð - 20. fundur - 18.03.2024

Fulltrúar frá Parka og Green parking komu inn á fundinn.
Lögð fram tilboð og tillögur frá Parka lausnum og Green parking, að útfærslum á gjaldtöku fyrir bílastæði á hafnarsvæðinu í Stykkishólmi. Fulltrúar fyrirtækjana koma jafnframt til fundar við bæjarráð og gera grein fyrir tillögum sínum.
Fulltrúar frá Parka og Green parking gerðu grein fyrir tillögum sínum. Málinu vísað til nánari vinnslu í bæjarráði.
Fulltrúar frá Parka og Green parking véku af fundi.

Hafnarstjórn (SH) - 6. fundur - 11.04.2024

Lögð fram tilboð og tillögur frá Parka lausnum og Green parking, að útfærslum á gjaldtöku fyrir bílastæði á hafnarsvæðinu í Stykkishólmi. Fulltrúar fyrirtækjana komu jafnframt til fundar við bæjarráð, á 20. fundi, og gerðu grein fyrir tillögum sínum.

Bæjarráð vísaði málinu til frekari vinnslu í bæjarráði.
Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni síðunnar?