Gjaldtaka bílastæða á hafnarsvæði
Málsnúmer 1909018
Vakta málsnúmerHafnarstjórn (SH) - 1. fundur - 23.11.2022
Kynntar hugmyndir að gjaldtöku á bílastæðum á hafnarsvæði. Til skoðunar eru skilvirkar og tæknimiðaðar lausnir.
Hafnarvörður gerir grein fyrir þeim möguleikum sem koma til greina og mun kynna frekari útfærslu á næsta fundi hafnarstjórnar.
Hafnarstjórn (SH) - 2. fundur - 09.02.2023
Á síðasta fundi kynnti hafnarvörður hugmyndir að gjaldtöku á bílastæðum á hafnarsvæði. Til skoðunar eru skilvirkar og tæknimiðaðar lausnir. Hafnarvörður gerir grein fyrir stöðu málsins og kynnir frekari útfærsluatriði.
Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð - 18. fundur - 18.01.2024
Bæjarstjóri kynnir hugmyndir að skilvirkum og tæknimiðaðum lausnum fyrir gjaldtöku á hafnarsvæði og þeirri vinnu sem innt hefur verið af hendi til þessa.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram á þeim forsendum sem bæjarstjóri gerði grein fyrir á fundinum.
Bæjarráð - 19. fundur - 22.02.2024
Lögð fram tilboð og tillögur frá Parka lausnum og Green parking, að útfærslum á gjaldtöku fyrir bílastæði á hafnarsvæðinu í Stykkishólmi.
Bæjarráð þakkar fyrir sýndan áhuga á samstarfi og fyrirliggjandi tillögur og óskar eftir kynningum frá Parka lausnum og Green parking.
Bæjarráð - 20. fundur - 18.03.2024
Fulltrúar frá Parka og Green parking komu inn á fundinn.
Lögð fram tilboð og tillögur frá Parka lausnum og Green parking, að útfærslum á gjaldtöku fyrir bílastæði á hafnarsvæðinu í Stykkishólmi. Fulltrúar fyrirtækjana koma jafnframt til fundar við bæjarráð og gera grein fyrir tillögum sínum.
Fulltrúar frá Parka og Green parking gerðu grein fyrir tillögum sínum. Málinu vísað til nánari vinnslu í bæjarráði.
Fulltrúar frá Parka og Green parking véku af fundi.
Hafnarstjórn (SH) - 6. fundur - 11.04.2024
Lögð fram tilboð og tillögur frá Parka lausnum og Green parking, að útfærslum á gjaldtöku fyrir bílastæði á hafnarsvæðinu í Stykkishólmi. Fulltrúar fyrirtækjana komu jafnframt til fundar við bæjarráð, á 20. fundi, og gerðu grein fyrir tillögum sínum.
Bæjarráð vísaði málinu til frekari vinnslu í bæjarráði.
Bæjarráð vísaði málinu til frekari vinnslu í bæjarráði.
Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð - 21. fundur - 18.04.2024
Lögð fram tilboð og tillögur frá Parka lausnum og Green parking, að útfærslum á gjaldtöku fyrir bílastæði á hafnarsvæðinu í Stykkishólmi. Fulltrúar fyrirtækjana komu til fundar við bæjarráð, á 20. fundi, og gerðu grein fyrir tillögum sínum. Málið var lagt fyrir á 6. fundi hafnarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til frekari vinnslu í bæjarráði. Lögð er fram uppfærð gögn frá Green parking.
Bæjarráð vísar málinu til endanlegrar ákvörðunar á næsta bæjarráðsfundi.
Bæjarstjórn - 25. fundur - 15.05.2024
Lögð fram tilboð og tillögur frá Parka lausnum og Green parking, að útfærslum á gjaldtöku fyrir bílastæði á hafnarsvæðinu í Stykkishólmi. Fulltrúar fyrirtækjana komu til fundar við bæjarráð, á 20. fundi, og gerðu grein fyrir tillögum sínum. Málið var lagt fyrir á 6. fundi hafnarstjórnar.
Bæjarráð lagði. á 22. fundi sínum, áherslu á að settar verði upp þrjár greiðsluvélar á svæðinu, að lágmarki 2, og að gjaldtaka með myndavélum gæti hafist á næsta ári á svæði P3. Bæjarráð fól bæjarstjóra umboð til samningagerðar og eftir atvikum að leggja til við bæjarstjórn reglur og samþykkt um innheimtuna.
Lögð eru fram drög að gjaldskrá og reglum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarráð lagði. á 22. fundi sínum, áherslu á að settar verði upp þrjár greiðsluvélar á svæðinu, að lágmarki 2, og að gjaldtaka með myndavélum gæti hafist á næsta ári á svæði P3. Bæjarráð fól bæjarstjóra umboð til samningagerðar og eftir atvikum að leggja til við bæjarstjórn reglur og samþykkt um innheimtuna.
Lögð eru fram drög að gjaldskrá og reglum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs og vísar gjaldskrá og reglum til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarráð - 23. fundur - 20.06.2024
Lagðar fram til síðari umræðu samþykkt um bílastæðasjóð Stykkishólms ásamt gjaldskrá.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samþykkt um bílastæðasjóð og gjaldskrá.
Bæjarstjórn - 26. fundur - 27.06.2024
Lagðar fram til síðari umræðu samþykkt um bílastæðasjóð Stykkishólms ásamt gjaldskrá. Þá er lögð fram staðfesting lögreglustjórans á Vesturlandi.
Bæjarstjórn samþykkir samþykkt um bílastæðasjóð Stykkishólms og gjaldskrá bílastæðasjóðs Stykkishólms.
Bæjarstjórn felur bæjarráði fullnaðarumboð til afgreiðslu endanlegs samnings við þjónustufyrirtæki vegna fyrirhugaðrar gjaldtöku.
Bæjarstjórn felur bæjarráði fullnaðarumboð til afgreiðslu endanlegs samnings við þjónustufyrirtæki vegna fyrirhugaðrar gjaldtöku.
Bæjarráð - 24. fundur - 14.08.2024
Lögð fram drög að samning um innheimtu bílastæðagjalda fyrir gjaldskyld bílastæði með rafrænni greiðslulausn.
Bæjarráð samþykkir samning og felur bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins.
Hafnarstjórn (SH) - 7. fundur - 02.12.2024
Lögð fram samþykkt um bílastæðasjóð Stykkishólms sem bæjarstjórn samþykkti eftir tvær umræður síðastliðið sumar, ásamt gjaldskrá bílastæðasjóðs. Lagt fram til staðfestingar í hafnarstjórn.
Hafnarstjórn staðfestir fyrir sitt leyti samþykkt og gjaldskrá.
Hafnarstjórn (SH) - 8. fundur - 07.05.2025
Lögð fram samþykkt um bílastæðasjóð Stykkishólms sem bæjarstjórn samþykkti eftir tvær umræður síðastliðið sumar, ásamt gjaldskrá bílastæðasjóðs. Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu málsins.
Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð - 35. fundur - 08.08.2025
Lögð fram tillaga um heimild til gjaldfrelsis bílastæða fyrir viðskiptavini fastra rekstraraðila á hafnarsvæði Stykkishólms samkvæmt nánari útfærslu Parka ehf.
Bæjarráð samþykkir að styðja við ferðaþjónustu á hafnarsvæðinu með því að veita ferðaþjónustuaðilum í veitingarekstri og hafsækinni upplifunarþjónustu heimild til þess að veita viðskiptavinum sínum gjaldfrjáls bílastæði á P1 út árið 2025 með útfærslu sem er í boði í gegnum Parka Lausnir ehf.
Bæjarráð vísar að öðru leyti áframhaldandi gjaldtöku og fyrirkomulagi hennar til umfjöllunar hjá atvinnu- og nýsköpunarnefnd. Í framhaldi af þeim fundi verði haldinn sameiginlegum fundur fulltrúa sveitarfélagsins með ferðaþjónustuaðilum, FAS og öðrum hagsmunaraðilum varðandi útfærslu á gjaldtöku.
Bæjarráð vísar að öðru leyti áframhaldandi gjaldtöku og fyrirkomulagi hennar til umfjöllunar hjá atvinnu- og nýsköpunarnefnd. Í framhaldi af þeim fundi verði haldinn sameiginlegum fundur fulltrúa sveitarfélagsins með ferðaþjónustuaðilum, FAS og öðrum hagsmunaraðilum varðandi útfærslu á gjaldtöku.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd (SH) - 6. fundur - 26.11.2025
Lögð er fram tillaga um heimild fyrir rekstraraðila á hafnarsvæðinu til að veita viðskiptavinum sínum gjaldfrjáls bílastæði á P1 út árið 2025 í gegnum útfærslu Parka ehf. Meginmarkmiðið er að styðja ferðaþjónustu á hafnarsvæðinu, efla þjónustu og bæta aðgengi gestum og viðskiptavinum.
Bæjarráð samþykkti, á 35. fundi sínum, að styðja við ferðaþjónustu á hafnarsvæðinu með því að veita ferðaþjónustuaðilum í veitingarekstri og hafsækinni upplifunarþjónustu heimild til þess að veita viðskiptavinum sínum gjaldfrjáls bílastæði á P1 út árið 2025 með útfærslu sem er í boði í gegnum Parka Lausnir ehf.
Bæjarráð vísaði að öðru leyti áframhaldandi gjaldtöku og fyrirkomulagi hennar til umfjöllunar hjá atvinnu- og nýsköpunarnefnd. Í framhaldi af þeim fundi verði haldinn sameiginlegum fundur fulltrúa sveitarfélagsins með ferðaþjónustuaðilum, FAS og öðrum hagsmunaraðilum varðandi útfærslu á gjaldtöku.
Bæjarráð samþykkti, á 35. fundi sínum, að styðja við ferðaþjónustu á hafnarsvæðinu með því að veita ferðaþjónustuaðilum í veitingarekstri og hafsækinni upplifunarþjónustu heimild til þess að veita viðskiptavinum sínum gjaldfrjáls bílastæði á P1 út árið 2025 með útfærslu sem er í boði í gegnum Parka Lausnir ehf.
Bæjarráð vísaði að öðru leyti áframhaldandi gjaldtöku og fyrirkomulagi hennar til umfjöllunar hjá atvinnu- og nýsköpunarnefnd. Í framhaldi af þeim fundi verði haldinn sameiginlegum fundur fulltrúa sveitarfélagsins með ferðaþjónustuaðilum, FAS og öðrum hagsmunaraðilum varðandi útfærslu á gjaldtöku.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tekur framlagða tillögu til umræðu. Nefndin tekur undir að gjaldtakan á hafnarsvæðinu sé mikilvægur þáttur í uppbyggingu og viðhaldi þeirra innviða sem þjónusta ferðamenn. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu um að styðja við heimild rekstraraðila til að veita viðskiptavinum sínum gjaldfrjáls bílastæði, enda sé slíkt úrræði skynsamleg leið til að styðja við ferðaþjónustu á hafnarsvæðinu í ljósi gjaldtökunnar.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tekur jafnframt undir að nauðsynlegt sé að boða til sameiginlegs fundar með ferðaþjónustuaðilum, FAS og öðrum hagsmunaaðilum til að móta framtíðarfyrirkomulag gjaldtöku á hafnarsvæðinu.
Samþykkt með þremur atkvæðum Ásmundar Sigurjóns Guðmundssonar, Arnars G. Diego Ævarssonar og Viktoríu Lífar Ingibergsdóttur, fulltrúa H-lista, gegn tveimur atkvæðum Lárusar Ástmars Hannessonar og Ásgeirs Héðins Guðmundssonar, fulltrúa Í-lista.
Bókun fulltrúa Í-lista:
Vegna bílastæðagjalda við hafnarsvæðið
Undirritaðir leggjast alfarið gegn þessari ákvörðun.
Samkvæmt upplýsingum frá ferðaþjónustuaðilum á og við hafnarsvæðið hefur þessi ákvörðun haft neikvæð áhrif á starfsemi þeirra fyrirtækja sem þar starfa en það er öfugt við það sem er raunin þegar haldið er vestar á Snæfellsnesið.
Nokkrar ástæður eru fyrir samdrættinum.
Í fyrsta lagi eru ferðir ferjunnar talsvert færri en í fyrra. Ef bara er horft til sumarsins þá eru það 9 ferðir vikulega í stað 14 áður. Þar til viðbótar eru tímasetningar í sumar talsvert óhagstæðar. Nú í sumar fór ferjan kl. 11:00 og kom aftur kl. 17:00. Farþegar ferjunnar voru því minna að skila sér á veitingahús eða kaffihús. Síðastliðin ár kom ferjan kl. 21:00 að kvöldi og margir notfærðu sér að borða þá og gistu mun frekar í bænum að því er virðist.
Farþegaskipið Særún sigldi ekkert og ekkert kom í staðinn auk þess sem komum skemmtiferðaskipa fækkaði verulega.
Sæferðir ráku áður kaffihús en ekki nú í sumar. Með lokun Sæferða versnar þjónustustigið hér í Hólminum ekki síst á veturna.
Breiðafjörður og umferð ferðamanna þar er líklegast til að vera forsenda viðsnúnings og vaxtar í ferðaþjónustu. Innheimta bílastæðagjalda vinnur þar á móti.
Það þarf að laða að nýja afþreyingu og þjónustu við höfnina og Breiðafjörð. Fá einhvern sem sér tækifæri í að vera með ferðir um svæðið til að fjárfesta og hefja starfsemi. Bílastæðagjald vinnur þar á móti.
Þau rök heyrast að þessi gjaldtaka sé vegna þeirra sem eru langdvölum í eyjunum. Ef svo er þá skítur skökku við að rukka fyrir bílastæði frá því snemma morguns til miðnættis.
Atvinnumálanefndin þarf að sýna að nefndin standi með atvinnurekstrinum. Það þarf að hlúa að þessari atvinnugrein ef undanhaldið og samdráttur á ekki að halda áfram.
Þegar það fer að verða fjölmenni og uppgangur aftur í ferðaþjónustunni í Stykkishólmi verður mögulega rétt að skoða með bílastæðagjöld við höfnina en það er allavega ekki eins og staðan og þróunin er.
Okkar styrkur í ferðaþjónustu ætti að vera Breiðafjörður annars vegar og gamli bærinn og höfnin hins vegar. Höfnin og Súgandisey eru helstu ferðamannastaðir bæjarins. Við erum hins vegar ekkert að vinna með þetta og staða okkar versnar bara milli ára. Engin stefna er í gangi um hvernig við getum gert okkur gildandi með þessi verðmæti.
Undirritaðir telja nauðsynlegt að setja nú þegar af stað greiningu og stefnumótunarvinnu í málefnum ferðaþjónustunnar í Stykkishólmi. Ferðaþjónustuaðilar verði kallaðir að borðinu og gerð verði áætlun um sókn í ferðaþjónustunni á næstu árum.
Lárus Ástmar Hannesson
Ásgeir Héðinn Guðmundsson
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tekur jafnframt undir að nauðsynlegt sé að boða til sameiginlegs fundar með ferðaþjónustuaðilum, FAS og öðrum hagsmunaaðilum til að móta framtíðarfyrirkomulag gjaldtöku á hafnarsvæðinu.
Samþykkt með þremur atkvæðum Ásmundar Sigurjóns Guðmundssonar, Arnars G. Diego Ævarssonar og Viktoríu Lífar Ingibergsdóttur, fulltrúa H-lista, gegn tveimur atkvæðum Lárusar Ástmars Hannessonar og Ásgeirs Héðins Guðmundssonar, fulltrúa Í-lista.
Bókun fulltrúa Í-lista:
Vegna bílastæðagjalda við hafnarsvæðið
Undirritaðir leggjast alfarið gegn þessari ákvörðun.
Samkvæmt upplýsingum frá ferðaþjónustuaðilum á og við hafnarsvæðið hefur þessi ákvörðun haft neikvæð áhrif á starfsemi þeirra fyrirtækja sem þar starfa en það er öfugt við það sem er raunin þegar haldið er vestar á Snæfellsnesið.
Nokkrar ástæður eru fyrir samdrættinum.
Í fyrsta lagi eru ferðir ferjunnar talsvert færri en í fyrra. Ef bara er horft til sumarsins þá eru það 9 ferðir vikulega í stað 14 áður. Þar til viðbótar eru tímasetningar í sumar talsvert óhagstæðar. Nú í sumar fór ferjan kl. 11:00 og kom aftur kl. 17:00. Farþegar ferjunnar voru því minna að skila sér á veitingahús eða kaffihús. Síðastliðin ár kom ferjan kl. 21:00 að kvöldi og margir notfærðu sér að borða þá og gistu mun frekar í bænum að því er virðist.
Farþegaskipið Særún sigldi ekkert og ekkert kom í staðinn auk þess sem komum skemmtiferðaskipa fækkaði verulega.
Sæferðir ráku áður kaffihús en ekki nú í sumar. Með lokun Sæferða versnar þjónustustigið hér í Hólminum ekki síst á veturna.
Breiðafjörður og umferð ferðamanna þar er líklegast til að vera forsenda viðsnúnings og vaxtar í ferðaþjónustu. Innheimta bílastæðagjalda vinnur þar á móti.
Það þarf að laða að nýja afþreyingu og þjónustu við höfnina og Breiðafjörð. Fá einhvern sem sér tækifæri í að vera með ferðir um svæðið til að fjárfesta og hefja starfsemi. Bílastæðagjald vinnur þar á móti.
Þau rök heyrast að þessi gjaldtaka sé vegna þeirra sem eru langdvölum í eyjunum. Ef svo er þá skítur skökku við að rukka fyrir bílastæði frá því snemma morguns til miðnættis.
Atvinnumálanefndin þarf að sýna að nefndin standi með atvinnurekstrinum. Það þarf að hlúa að þessari atvinnugrein ef undanhaldið og samdráttur á ekki að halda áfram.
Þegar það fer að verða fjölmenni og uppgangur aftur í ferðaþjónustunni í Stykkishólmi verður mögulega rétt að skoða með bílastæðagjöld við höfnina en það er allavega ekki eins og staðan og þróunin er.
Okkar styrkur í ferðaþjónustu ætti að vera Breiðafjörður annars vegar og gamli bærinn og höfnin hins vegar. Höfnin og Súgandisey eru helstu ferðamannastaðir bæjarins. Við erum hins vegar ekkert að vinna með þetta og staða okkar versnar bara milli ára. Engin stefna er í gangi um hvernig við getum gert okkur gildandi með þessi verðmæti.
Undirritaðir telja nauðsynlegt að setja nú þegar af stað greiningu og stefnumótunarvinnu í málefnum ferðaþjónustunnar í Stykkishólmi. Ferðaþjónustuaðilar verði kallaðir að borðinu og gerð verði áætlun um sókn í ferðaþjónustunni á næstu árum.
Lárus Ástmar Hannesson
Ásgeir Héðinn Guðmundsson