Fara í efni

Framtíðaráform Vatnasafns

Málsnúmer 2010035

Vakta málsnúmer

Safna- og menningarmálanefnd - 111. fundur - 04.11.2020

Lagður fram samningur um stofnun Vatnasafns í Stykkishólmi ásamt punktum frá fjarfundi við James Lingwood, formann Artangels, sem fram fór fyrr í þessum mánuði, þar sem framtíðaráform safnsins voru til umræðu. Hjördís Pálsdóttir gerir frekari grein fyrir stöðu mála.
Safna- menningarmálanefnd leggur áherslu á verðmæti safnsins og gildi þess í menningarlegu samhengi. Þá telur nefndin möguleika á því að nýta íbúðina í safninu til útleigu til listamanna.

Safna- og menningarmálanefnd tekur vel í þá hugmynd að hitta James Lingwood á næsta fundi nefndarinnar í gegnum fjarfundarbúnað.

Safna- og menningarmálanefnd - 112. fundur - 10.02.2021

Á síðasta fundi safna- og menningarmálanefndar lýsti nefndin yfir vilja sínum til þess að fá James Lingwood, forsvarsmann Artangels, á fund nefndarinnar í gegnum fjarfundabúnað. Á fund nefndarinnar kemur James Lingwood.

Þá er lagður fram samningur um stofnun Vatnasafns í Stykkishólmi ásamt punktum frá fjarfundi við James Lingwood, þar sem framtíðaráform safnsins voru til umræðu.
Á fund nefndarinnar mættu James Lingwood og Fríða Björk Ingvarsdóttir, fulltrúar Artangels, til að ræða um samning Artangels og Stykkishólmsbæjar. Lýstu þau yfir vilja félagsins til þess að ræða framlengingu á samningnum í einhverju formi. Umræðan snérist um breytingar á fyrirkomulagi samkomulagsins og mikilvægi þess að næstu skref verði tekin í samráði við íbúa. Nefndin tekur jákvætt í að taka samtalið við Artangel áfram og stefnir á að ræða málið betur á fundi nefndarinnar.

Safna- og menningarmálanefnd - 113. fundur - 10.03.2021

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra varðandi framtíðaráform Vatnasafns, sem unnið var til upplýsinga fyrir bæjarráð, ásamt bréfi frá James Lingwood sem sent var í kjölfar fundar hans með safna- og menningarmálanefnd.
Safna- og menningarmálanefnd vísar málinu til frekari vinnslu í nefndinni.

Safna- og menningarmálanefnd - 114. fundur - 19.05.2021

Lagt fram á ný minnisblað bæjarstjóra varðandi framtíðaráform Vatnasafns, sem unnið var til upplýsinga fyrir bæjarráð, ásamt bréfi frá James Lingwood sem sent var í kjölfar fundar hans með safna- og menningarmálanefnd.

Safna- og menningarmálanefnd vísaði málinu til frekari vinnslu í nefndinni á síðasta fundi sínum.

Einnig eru lögð fram gögn um sjálfseignarstofnanir og fyrirkomulag þeirra í samræmi við umræður nefndarinnar á síðasta fundi.
Safna- og menningarmálanefnd sér ríkan hag Stykkishólmsbæjar í því að halda starfsemi Vatnasafns í bænum og hvetur bæjarstjórn til að leita lausna í samvinnu við Artangel til að tryggja að svo verði. Nefndin vísar málinu til vinnslu í bæjarráði.

Bæjarráð - 636. fundur - 21.02.2022

Bæjarstjóri greinir frá fundi sem hann átti, ásamt Hjördísi Pálsdóttur forstöðumanni safna, við Börk Arnarson og Harald tryggvason sem í umboði Artangel ræddu framtíðarhorfur Vatnasafns. Fyrir liggja hugmyndir Artangel um stofnun sjálfseignarstofnunar sem losar Stykkishólmsbæ undan kostnaði og kvöðum sem á bænum hafa hvílt undan farin ár vegna Vatnasafns.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu og honum falið að vinna málið áfram.

Bæjarráð - 21. fundur - 18.04.2024

Lögð fram drög að nýjum samningi um Vatnasafn ásamt tillögu bæjarstjóra að skipun vinnuhóps um framtíðaáform Vatnasafns.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra um að skipaður verði þriggja manna vinnuhópur um framtíðaráform Vatnasafns og að vinnuhópinn skipi tveir fulltrúar aðalmanna í bæjarráði, einn frá hvorum lista, ásamt formanni safna- og menningarmálanefndar.
Getum við bætt efni síðunnar?