Fara í efni

Samkomuhúsið í Stykkishólmi við Aðalgötu 6

Málsnúmer 2006020

Vakta málsnúmer

Safna- og menningarmálanefnd - 110. fundur - 15.06.2020

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra um stöðu Samkomuhússins í Stykkishólmi, endurgerð og framtíðarsýn. Þá er lögð fram skýrsla um undirbúningur að endurgerð á Samkomuhúsinu við Aðalgötu 6 í Stykkishólmi m.t.t. ástands og uppruna. Með skýrslunni er lagt mat á mikilvægi þess að húsið verði endurgert og að lokum er gerð grein fyrir tillögu að endurgerð hússins með texta og teikningum.

Nýverið sótti Stykkishólmsbær um styrk til húsfriðunarnefndar til endurbóta á húsnæðinu í samræmi við fyrirliggjandi endurgerðaráætlun. Í svari nefndarinnar kom fram að húsafriðunarnefnd taldi ekki raunhæft að opna fyrir umsóknir um ný verkefni vegna viðbótarstyrkja til atvinnuskapandi verkefni sumarið 2020. Nefndin mælti með að við úthlutun viðbótarstyrkja yrði eingöngu litið til verkefna sem fjallað var um við seinustu úthlutun úr sjóðnum fyrr á þessu ári og varð það niðurstaðan. Hvatti minjastofnun yfirvöld í Stykkishólmi til að sækja um styrk fyrir endurgerð samkomuhússins við næstu úthlutun á komandi vetri.

Á fundi safna- og menningarmálanefndar verður tekin til umfjöllunar framtíð Samkomuhússins í Stykkishólmi á grundvelli fyrirliggjandi gagna.
Safna- menningarmálanefnd er sammála um að menningarlegt gildi hússins er ótvírætt og leggur til að sótt verði um styrki til að endurgera það og bæta svo sómi sé af.

Bæjarráð - 633. fundur - 11.11.2021

Lögð fram ástandsskýrsla fyrir Samkomuhúsið, Aðalgötu 6. Skýrslan er unnin af Verksýn að beiðni Stykkishólmsbæjar og gefin út 22. október 2021.

Skv. skýrslu er ljóst að ástand hússins er mjög slæmt og margir óvissuþættir varðandi hvernig ástand byggingarhluta er og einnig hvernig framtíðar- innra skipulag hússins á að vera m.t.t. notkunar og því er ógjörningur að vita kostnað við t.d. raflagnir, pípulagnir, tæki eða önnur frágangsefni s.s. gólfa, veggja og lofta.

Niðurstaða Verksýnar, sem sérhæfir sig í ráðgjöf vegna viðhalds og endurbóta á mannvirkjun, er að heppilegast sé að rífa húsið, byggja upp nýja sökkla og botnplötu og byggja nýtt hús í upprunalegri mynd.
Málinu vísað til næsta bæjarráðsfundar.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 9. fundur - 29.11.2021

Lögð fram ástandsskýrsla fyrir Samkomuhúsið, Aðalgötu 6. Skýrslan er unnin af Verksýn að beiðni Stykkishólmsbæjar og gefin út 22. október 2021.

Skv. skýrslu er ljóst að ástand hússins er mjög slæmt og margir óvissuþættir varðandi hvernig ástand byggingarhluta er og einnig hvernig framtíðar- innra skipulag hússins á að vera m.t.t. notkunar og því er ógjörningur að vita kostnað við t.d. raflagnir, pípulagnir, tæki eða önnur frágangsefni s.s. gólfa, veggja og lofta.

Niðurstaða Verksýnar, sem sérhæfir sig í ráðgjöf vegna viðhalds og endurbóta á mannvirkjun, er að heppilegast sé að rífa húsið, byggja upp nýja sökkla og botnplötu og byggja nýtt hús í upprunalegri mynd.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvetur Stykkishólmsbæ til þess að kanna hvort einkaaðilar séu fáanlegir til að vinna að uppbyggingu húsnæðisins til eflingar atvinnulífs í Stykkishólmi. Vandað verði til verka við endurbyggingu húsnæðisins með þeim skilmálum og kröfum sem bærinn setur í samræmi við fyrirliggjandi aðaluppdrætti og skýrslu frá Glámu-Kím.

Bæjarráð - 636. fundur - 21.02.2022

Lögð fram ástandsskýrsla fyrir Samkomuhúsið, Aðalgötu 6. Skýrslan er unnin af Verksýn að beiðni Stykkishólmsbæjar og gefin út 22. október 2021.

Skv. skýrslu er ljóst að ástand hússins er mjög slæmt og margir óvissuþættir varðandi hvernig ástand byggingarhluta er og einnig hvernig framtíðar- innra skipulag hússins á að vera m.t.t. notkunar og því er ógjörningur að vita kostnað við t.d. raflagnir, pípulagnir, tæki eða önnur frágangsefni s.s. gólfa, veggja og lofta.

Niðurstaða Verksýnar, sem sérhæfir sig í ráðgjöf vegna viðhalds og endurbóta á mannvirkjun, er að heppilegast sé að rífa húsið, byggja upp nýja sökkla og botnplötu og byggja nýtt hús í upprunalegri mynd.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvatti, á 9. fundi sínum, Stykkishólmsbæ til þess að kanna hvort einkaaðilar séu fáanlegir til að vinna að uppbyggingu húsnæðisins til eflingar atvinnulífs í Stykkishólmi. Vandað verði til verka við endurbyggingu húsnæðisins með þeim skilmálum og kröfum sem bærinn setur í samræmi við fyrirliggjandi aðaluppdrætti og skýrslu frá Glámu-Kím.

Á 633. fundi sínum vísaði bæjarráð málinu til næsta fundar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla heilbrigðisúttektar á Aðalgötu 6.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 1. fundur - 23.06.2022

Lögð fram ástandslýsing frá heilbrigðiseftirlitis Vesturlands á Samkomuhúsinu í Stykkishólmi. Heilbrigðiseftirlitið metur húsnæðið ekki hæft til notkunnar fyrir starfsleyfisskylda starfsemi eða annars konar samkomuhald. Þá er lögð fram niðurstöður rannsókna Jóns Halldórssonar B. Sc, M.Sc. varðandi myglusveppi innanhús.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir hugmynd um stofnun hollvinasamtaka um Samkomuhúsið í Stykkishólmi. Bæjarráð tekur jákvætt í að virkja samtakamátt samfélagsins til uppbyggingar á samkomuhúsinu og vísar málinu til frekari vinnslu í bæjarráði.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 7. fundur - 19.01.2023

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra, dags. 12. júní 2020, um stöðu Samkomuhússins í Stykkishólmi, endurgerð og framtíðarsýn, ásamt öðrum gögnum. Bæjarstjóri leggur til, sem næsta skref við mótun framtíðarsýnar fyrir húsnæðið, við bæjarráð fundi með Jóni Ragnari Daðasyni í Samkomuhúsinu vegna hugmynda sem bæjarstjóri hefur rætt við Jón Ragnar um og tengjast hugmyndum að endurgerð og uppbyggingu hússins ásamt framtíðarnotkun þess.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra.
Getum við bætt efni síðunnar?