Fara í efni

Safna- og menningarmálanefnd

3. fundur 28. nóvember 2023 kl. 16:30 - 17:45 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Arnór Óskarsson aðalmaður
  • Halldóra Margrét Pálsdóttir aðalmaður
  • Jón Ragnar Daðason varamaður
  • Gísli Sveinn Gretarsson varamaður
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Hjördís Pálsdóttir forstöðumaður Norska hússins BSH
Fundargerð ritaði: Arnór Óskarsson ritari
Dagskrá

1.Nýtt erindisbréf safna- og menningarmálanefndar

Málsnúmer 1902031Vakta málsnúmer

Lagt fram nýtt erindisbréf fyrir safna- og menningarmálanefnd. Bæjarstjórn samþykkti erindisbréfið á 15. fundi sínum.
Lagt fram til kynningar.

2.Norska Húsið - Yfirlit yfir faglegan rekstur

Málsnúmer 1905061Vakta málsnúmer

Forstöðumaður safna, Hjördís Pálsdóttir, gerir grein fyrir starfsemi Norska hússins - BSH undan farin misseri.
Lagt fram til kynningar.

3.Starfsemi Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi - skýrsla og yfirferð

Málsnúmer 1910042Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi, forstöðumaður fer yfir starfsemi safnsins.
Lagt fram til kynningar.

4.Norðurljósahátíð

Málsnúmer 1910024Vakta málsnúmer

Norðurljósin, menningarhátíð í Stykkishólmi, var fyrst haldin í Stykkishólmi í nóvember árið 2010 og hefur verið haldin annað hvert ár síðan, en hátíðin var sett á fót á vegum safna- og menningarmálanefndar Stykkishólmsbæjar eftir að bæjarstjórn tók ákvörðun um að fela nefndinni að stuðla að menningarhátíð í Stykkishólmi. Norðurljósahátíðin var haldin síðast árið 2022. Undanfarin ár hefur safna- og menningarmálanefnd tilnefnt aðila í norðurljósanefnda sem annast undirbúning hátíðarinnar. Norðurljósahátíðin verður næst haldin 2024.
Safna- og menningarmálanefnd leggur til að Norðurljósahátíðin verði haldin dagana 24.-27. október 2024. Safna- og menningarmálanefnd leggur jafnframt til að eftirfarandi aðilar sitji í Norðurljósanefnd:

Heiðrún Edda Pálsdóttir: Formaður Ungmennaráðs.
Kristjón Daðason: Deildastjóri Tónlistarskólans í Stykkishólmi.
Nanna Guðmundsdóttir: Forstöðumaður Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi.
Viktoría Líf Ingibergsdóttir: Formaður Safna- og menningarmálanefndar.
Þórunn Sigþórsdóttir: Starfsmaður Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla.
Starfsmaður hátíðar: Hjördís Pálsdóttir.

5.Gjaldskrár 2024

Málsnúmer 2310019Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að gjaldskrám sveitarfélagsins 2024 sem tekur mið af forsendum fjárhagsáætlunar 2024-2027. Bæjarstjórn samþykkti gjaldskrár fyrir Sveitarfélagið Stykkishólm á 18. fundi sínum og vísaði þeim til frekari umfjöllunar í bæjarráði og umsagnar í fastanefndum.
Safna- og menningarmálanefnd samþykkir fyrir sitt leyti gjaldskrár Sveitarfélagsins Stykkishólms.

6.Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2024-2027

Málsnúmer 2310016Vakta málsnúmer

Lögð fram fjárhagsáætlun 2024-2027. Bæjarstjórn samþykkti fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2024-2027 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði og umsagnar í fastanefndum.
Safna- og menningarmálanefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við fjárhagsáætlun.
Safna- og menningarmálanefnd hvetur að halda fund sem fyrst í ljósi fjölda menningarviðburða/-verkefna í sveitarfélaginu á komandi ári.

Fundi slitið - kl. 17:45.

Getum við bætt efni síðunnar?