Fara í efni

Ósk Íslenska Gámafélagsins um landsvæði til afnota

Málsnúmer 2508002

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 35. fundur - 08.08.2025

Lögð fram beiðni Íslenska Gámafélagsins ehf. um landsvæði til afnota við atvinnustarfsemi félagsins.
Bæjarráð tekur jákvætt í stækkun á athafnarsvæði félagsins en óskar umsagnar skipulagsnefndar til erindisins áður en formleg afstaða sé tekin til þess.

Skipulagsnefnd - 32. fundur - 25.08.2025

Lögð til umsagnar beiðni Íslenska gámafélagsins þar sem óskað er eftir stækkun á lóð við Flugvallaveg 20. Bæjarráð tók erindið fyrir á 35. fundi sínum og óskar umsagnar skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að gerður verði afnotasamningur við Íslenska gámafélagið, sbr. tillögu skipulagsfulltrúa dags. 25. ágúst 2025. Afnotasamningur verði í gildi þar til deiliskipulag hefur verið unnið af öllu svæðinu.

Bæjarstjórn - 39. fundur - 28.08.2025

Lögð fram beiðni Íslenska gámafélagsins þar sem óskað er eftir stækkun á lóð við Flugvallaveg 20. Bæjarráð tók erindið fyrir á 35. fundi sínum og óskaði umsagnar skipulagsnefndar.



Á 32. fundi skipulagsnefndar lagði nefndin til við bæjarstjórn að gerður verði afnotasamningur við Íslenska gámafélagið, sbr. tillögu skipulagsfulltrúa dags. 25. ágúst 2025. Afnotasamningur verði í gildi þar til deiliskipulag hefur verið unnið af öllu svæðinu.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar.

Bæjarráð - 40. fundur - 26.01.2026

Lögð fram drög að afnotasamningi við Íslenska Gámafélagið ehf. um tímabundin afnot af landsvæði við Flugvallaveg 20. Málið hefur áður verið tekið til umfjöllunar og afgreiðslu á fundum bæjarráðs, skipulagsnefndar og bæjarstjórnar þar sem samþykkt var að gerður yrði afnotasamningur við félagið.
Bæjarráð samþykkir samninginn, með áorðnum breytingum, og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Getum við bætt efni síðunnar?