Fara í efni

Austurgata 4

Málsnúmer 2504006

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 29. fundur - 10.04.2025

Lögð fram fyrirspurn frá RARIK um breytingu á deiliskipulagi miðbæjar, austan Aðalgötu, sem felst í því að stofnuð verði ný lóð, Austurgata 4c, fyrir 10 m2 rofahús á norðausturhluta lóðarinnar og færa bílastæðareiti Austurgötu 4, þannig að þau séu á sama stað og í dag, fyrir framan bílskúrshurðir. Í framhaldi yrði gengið frá nýjum lóðaleigusamningi.
Skipulagsnefnd tekur vel í fyrirhugaðar breytingu en leggur til að skoða aðra möguleika á staðsetningu fyrir rofahús með RARIK. Skipulagsnefnd veitir lóðarhafa heimild til þess að vinna tillögu að deiliskipulagsbreytingu.

Bæjarráð - 32. fundur - 23.04.2025

Lögð fram fyrirspurn frá RARIK um breytingu á deiliskipulagi miðbæjar, austan Aðalgötu, sem felst í því að stofnuð verði ný lóð, Austurgata 4c, fyrir 10 m2 rofahús á norðausturhluta lóðarinnar og færa bílastæðareiti Austurgötu 4, þannig að þau séu á sama stað og í dag, fyrir framan bílskúrshurðir. Í framhaldi yrði gengið frá nýjum lóðaleigusamningi.



Skipulagsnefnd tók vel í fyrirhugaðar breytingu en lagði til að skoða aðra möguleika á staðsetningu fyrir rofahús með RARIK. Skipulagsnefnd veitti, á 29. fundi sínum, lóðarhafa heimild til þess að vinna tillögu að deiliskipulagsbreytingu.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

Skipulagsnefnd - 30. fundur - 11.06.2025

RARIK óskar eftir að fá að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi miðbæjar austan Aðalgötu, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Um er að ræða lóðina 4b við Austurgötu sem er skipt upp í tvær lóðir og til verður Austurgata 4c, lóð undir spennistöð.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi miðbæjar austan Aðalgötu vegna Austurgötu 4b, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2012. Tillagan skal grenndarkynnt fyrir Austurgötu 1, 2, 3, 4a og 6 og Smiðustíg 2 og 2a. Skipulagsnefnd leggur til að bætt verði í skilmála deiliskipulagsbreytingarinnar að húsið skuli falla vel að umhverfinu, sbr. lita- og efnisval.
Getum við bætt efni síðunnar?