Fara í efni

Austurgata 4

Málsnúmer 2504006

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 29. fundur - 10.04.2025

Lögð fram fyrirspurn frá RARIK um breytingu á deiliskipulagi miðbæjar, austan Aðalgötu, sem felst í því að stofnuð verði ný lóð, Austurgata 4c, fyrir 10 m2 rofahús á norðausturhluta lóðarinnar og færa bílastæðareiti Austurgötu 4, þannig að þau séu á sama stað og í dag, fyrir framan bílskúrshurðir. Í framhaldi yrði gengið frá nýjum lóðaleigusamningi.
Skipulagsnefnd tekur vel í fyrirhugaðar breytingu en leggur til að skoða aðra möguleika á staðsetningu fyrir rofahús með RARIK. Skipulagsnefnd veitir lóðarhafa heimild til þess að vinna tillögu að deiliskipulagsbreytingu.

Bæjarráð - 32. fundur - 23.04.2025

Lögð fram fyrirspurn frá RARIK um breytingu á deiliskipulagi miðbæjar, austan Aðalgötu, sem felst í því að stofnuð verði ný lóð, Austurgata 4c, fyrir 10 m2 rofahús á norðausturhluta lóðarinnar og færa bílastæðareiti Austurgötu 4, þannig að þau séu á sama stað og í dag, fyrir framan bílskúrshurðir. Í framhaldi yrði gengið frá nýjum lóðaleigusamningi.



Skipulagsnefnd tók vel í fyrirhugaðar breytingu en lagði til að skoða aðra möguleika á staðsetningu fyrir rofahús með RARIK. Skipulagsnefnd veitti, á 29. fundi sínum, lóðarhafa heimild til þess að vinna tillögu að deiliskipulagsbreytingu.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

Skipulagsnefnd - 30. fundur - 11.06.2025

RARIK óskar eftir að fá að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi miðbæjar austan Aðalgötu, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Um er að ræða lóðina 4b við Austurgötu sem er skipt upp í tvær lóðir og til verður Austurgata 4c, lóð undir spennistöð.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi miðbæjar austan Aðalgötu vegna Austurgötu 4b, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2012. Tillagan skal grenndarkynnt fyrir Austurgötu 1, 2, 3, 4a og 6 og Smiðustíg 2 og 2a. Skipulagsnefnd leggur til að bætt verði í skilmála deiliskipulagsbreytingarinnar að húsið skuli falla vel að umhverfinu, sbr. lita- og efnisval.

Bæjarráð - 34. fundur - 24.06.2025

RARIK óskar eftir að fá að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi miðbæjar austan Aðalgötu, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Um er að ræða lóðina 4b við Austurgötu sem er skipt upp í tvær lóðir og til verður Austurgata 4c, lóð undir spennistöð.



Skipulagsnefnd samþykkti, á 30. fundi sínum, að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi miðbæjar austan Aðalgötu vegna Austurgötu 4b, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2012. Tillagan skal grenndarkynnt fyrir Austurgötu 1, 2, 3, 4a og 6 og Smiðustíg 2 og 2a. Skipulagsnefnd lagði til að bætt verði í skilmála deiliskipulagsbreytingarinnar að húsið skuli falla vel að umhverfinu, sbr. lita- og efnisval.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 38. fundur - 26.06.2025

RARIK óskar eftir að fá að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi miðbæjar austan Aðalgötu, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Um er að ræða lóðina 4b við Austurgötu sem er skipt upp í tvær lóðir og til verður Austurgata 4c, lóð undir spennistöð.



Skipulagsnefnd samþykkti, á 30. fundi sínum, að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi miðbæjar austan Aðalgötu vegna Austurgötu 4b, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2012. Tillagan skal grenndarkynnt fyrir Austurgötu 1, 2, 3, 4a og 6 og Smiðustíg 2 og 2a. Skipulagsnefnd lagði til að bætt verði í skilmála deiliskipulagsbreytingarinnar að húsið skuli falla vel að umhverfinu, sbr. lita- og efnisval.



Bæjarráð samþykkti, á 34. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar og vísaði henni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

Samþykkt samhljóða.

Skipulagsnefnd - 32. fundur - 25.08.2025

Lagt fram að nýju tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi miðbæjar austan Aðalgötu.

Tillagan hefur verið grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og var hún kynnt lóðarhöfum Austurgötu 1, 2, 3, 4a og 6 og Smiðjustíg 2 og 2a.

Athugasemdir bárust frá eigendum Smiðjustígs 2 og Austurgötu 4a.

Skipulagsfulltrúi leggur fram, til samþykktar, athugasemdir og bókun að svari við athugasemdirnar.
Skipulagsnefnd samþykkir svör við athugasemdum og framlagða deiliskipulagsbreytingu að lokinni grenndarkynningu og leggur til við bæjarstjórn að hún verði samþykkt og að deiliskipulagið taki gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda og verði send Skipulagsstofnun til varðveislu í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2012.

Bæjarstjórn - 39. fundur - 28.08.2025

Á 32. fundi skipulagsnefndar var lögð fram að nýju tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi miðbæjar austan Aðalgötu.



Tillagan hefur verið grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og var hún kynnt lóðarhöfum Austurgötu 1, 2, 3, 4a og 6 og Smiðjustíg 2 og 2a.



Athugasemdir bárust frá eigendum Smiðjustígs 2 og Austurgötu 4a.



Skipulagsfulltrúi lagði fram, til samþykktar, athugasemdir og bókun að svari við athugasemdirnar.



Skipulagsnefnd samþykkti svör við athugasemdum og framlagða deiliskipulagsbreytingu að lokinni grenndarkynningu. Nefndin lagði til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt og deiliskipulagið taki gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda og verði send Skipulagsstofnun til varðveislu í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2012.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsefndar um að samþykkja framlagða deiliskipulagsbreytingu að lokinni grenndarkynningu og að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda. Bæjarstjórn felur skipulagsfulltrúa að annast gildistöku fyrirliggjandi deiliskipulagsbreytingar og staðfestir að öðru leyti afgreiðslu skipulagsnefndar.
Getum við bætt efni síðunnar?