Fara í efni

Skipulagsnefnd

34. fundur 15. október 2025 kl. 16:30 - 18:30 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Gunnar Ásgeirsson (GÁ) aðalmaður
  • Steindór Hjaltalín Þorsteinsson aðalmaður
  • Kári Geir Jensson aðalmaður
  • Hilmar Hallvarðsson (HH) aðalmaður
Starfsmenn
  • Þuríður Ragna Stefánsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Þuríður Ragna Stefánsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Birkilundur - nýtt deiliskipulag 2024

Málsnúmer 2209002Vakta málsnúmer

Lagt til afgreiðslu breyting á deiliskipulagi Birkilundar vegna nr. 37 og 38. Lóðarmörk á milli þessara lóða virðast hafa færst til við gerð skipulagsins og er lóð 38 minni en 37 stærri en stofnskjölin. Óskað er eftir að gera breytingu á deiliskipulagi til að leiðrétta þessi mistök. Enn fremur spyrja Landlínur hvort sveitarfélagið sjái möguleika á að fella niður skipulagsgjöld vegna þessarar breytingar.
Skipulagsnefn samþykkir að Landlínur vinni þessa deiliskipulagsbreytingu skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga.

Vegna óska skipulagshönnuða um það hvort sveitarfélagið sjái möguleika á að fella niður skipulagsgjöld vegna þessarar breytingar/leiðréttingar, er vísað til bæjarráðs.

2.Kallhamar og Hamraendar - Skipulagsáætlanir (ASK br. og DSK)

Málsnúmer 2206035Vakta málsnúmer

Breyting á aðalskipulagi Stykkishólmsbæjar 2002-2022 vegna stækkunar á iðnaðarsvæði við Kallhamra og Hamraenda. Bæjarstjórn þarf að taka afstöðu um að breyta landnotkun landbúnaðarsvæðis sbr. 5. gr. jarðarlaga um lausn lands úr landbúnaðarnotum.
Lagt fram til kynningar.

3.Laxártorg við Aðalgötu

Málsnúmer 2509009Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að hönnun á Laxártorgi við Aðalgötu í Stykkishólmi. Bæjarráð tók á 26. fundi sínum jákvætt í fyrirligggjandi hugmynd og vísaði málinu til umsagnar í skipulagsnefnd.



Með vísan til afgreiðslu bæjarráðs er málið tekið til umfjöllunar í skipulagsnefnd.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í fyrirliggjandi tillögu að torgi og að gengið verði frá því á snyrtilegan hátt.

4.Fyrirspurn - Skjöldur deiliskipulag

Málsnúmer 2308010Vakta málsnúmer

Eigandi óskar eftir að fá að byggja þrjú hús á landi Skjaldar.
Skipulagsnefnd telur ekki neina fyrirstöðu um að heimila byggingu þriggja húsa í landi Skjaldar og telur að ekki þurfi að breyta aðalskipulagi. Í aðalskipulagi Helgafellssveitar segir að heimilt sé að reisa hús fyrir bændagistingu á jörðum eða jarðarspildum á sérstaklega afmörkuðum lóðum.

RMR situr hjá vegna tengsla.

5.Samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 - Skógarstrandarvegur

Málsnúmer 2306027Vakta málsnúmer

Í drögum að samgönguáætlun 2024?2038 og fimm ára aðgerðaáætlun 2024-2028 var gert ráð fyrir lagfæringum á tilteknum köflum Snæfellsnesvegar 54 um Skógarströnd. Uppfærð drög að samgönguáætlun eru væntanleg á haustþingi 2025 og brýnt að áætlunin endurspegli raunverulegan forgang vegarins.



Skógarstrandarvegur er stofnvegur samkvæmt skilgreiningu samgönguáætlunar og hluti grunnnets samgöngukerfis landsins. Vegurinn tengir Snæfellsnes við Dalabyggð og áfram við Vestfirði og Norðurland og skiptir lykilmáli fyrir búsetu, atvinnulíf, þjónustu og ferðaþjónustu á svæðinu. Núverandi ástand vegarins, sem er enn að stórum hluta malarvegur á láglendi, hamlar verulega framþróun og samræmist ekki markmiðum samgönguáætlunar um forgang grunnnetsins.



Bæjarstjórn Stykkishólms, ásamt fastanefndum sveitarfélagsins, hefur ítrekað áréttað mikilvægi Skógarstrandarvegar, líkt og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og nágrannasveitarfélög. Sveitarfélagið fagnar því að formlegur undirbúningur að þverun Álftafjarðar hafi hafist á árinu 2023 og leggur áherslu á faglegar rannsóknir á umhverfisáhrifum valkosta. Jafnframt hefur verið kallað eftir umferðarteljurum á svæðinu til að styðja við þjónustu- og forgangsröðun á grunni raunumferðar.



Með hliðsjón af framangreindu er brýnt að ný samgönguáætlun endurspegli mikilvægi vegarins: að færa skuli framkvæmdir á vegi 54 um Skógarströnd framar í áætlun, tryggja fullfjármögnun, þar á meðal fyrir þverun Álftafjarðar, og hraða framkvæmdum í samræmi við markmið um uppbyggingu grunnnets samgangna.



Fyrir skipulagsnefnd eru lagðar fram hugmyndir að veglínu og þverun Álftafjarðar, dags. 5. febrúar 2024, ásamt öðrum gögnum.

Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Stykkishólms tekur undir fyrri ályktanir sveitarfélagsins, bæjarstjórnar og bæjarráðs um mikilvægi áframhaldandi uppbyggingar Snæfellsnesvegar 54 um Skógarströnd og leggur áherslu á að vegurinn sé í forgangi við ráðstöfun fjármuna á samgönguáætlun.

Skipulagsnefnd leggur áherslu á að umferðaröryggi verði haft að leiðarljósi við endanlega ákvörðun um legu vegarins, ný veglína verði samþætt aðalskipulagi sveitarfélaganna og unnin í nánu samráði við Vegagerðina og nærliggjandi sveitarfélög og að verkefninu verði tryggt fjármagn til undirbúnings og framkvæmdar.

Skipulagsnefnd hvetur Dalabyggð og Vegagerðina til þess að skoðað færslu á veglínu austan Álftafjarðar þannig að hún fari með ströndinni og þveri ósa Langadalsár og Setbergsár, en með því væri vegurinn með beinni veglínu, snjóléttari og einungis þyrfti að byggja eina brú í stað tveggja ef halda ætti núverandi veglínu.

6.Leiksvæði við Skúlagötu

Málsnúmer 2510013Vakta málsnúmer

Lagðar fram hugmyndir um lýsingu og leiksvæði á opnu svæði við Skúlagötu. Óskað er eftir að fá að grenndarkynna hugmyndir fyrir íbúum í nágrenni.
Skipulagsnefnd fagnar fyrirliggjandi tillögu að endurbættu leiksvæði og samþykkir að grenndarkynna fyrirliggjandi tillögu fyrir íbúum Skúlagötu 1-5, Austurgötu 8 og 10 og Tangagötu 2-8.

Skipulagnsnefnd hvetur einnig til þess að haldin verði kynningar- og/eða hugmyndafundur í ráðhúsinu fyrir íbúa á svæðinu.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni síðunnar?