Fara í efni

Laxártorg við Aðalgötu

Málsnúmer 2509009

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 36. fundur - 18.09.2025

Lögð fram drög að hönnun á Laxártorgi við Aðalgötu í Stykkishólmi.
Bæjarráð tekur jákvætt í fyrirligggjandi hugmynd og vísar málinu til umsagnar í skipulagsnefnd.

Skipulagsnefnd - 34. fundur - 15.10.2025

Lögð fram drög að hönnun á Laxártorgi við Aðalgötu í Stykkishólmi. Bæjarráð tók á 26. fundi sínum jákvætt í fyrirligggjandi hugmynd og vísaði málinu til umsagnar í skipulagsnefnd.



Með vísan til afgreiðslu bæjarráðs er málið tekið til umfjöllunar í skipulagsnefnd.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í fyrirliggjandi tillögu að torgi og að gengið verði frá því á snyrtilegan hátt.

Bæjarráð - 37. fundur - 22.10.2025

Lögð fram drög að hönnun á Laxártorgi við Aðalgötu í Stykkishólmi. Bæjarráð tók á 26. fundi sínum jákvætt í fyrirligggjandi hugmynd og vísaði málinu til umsagnar í skipulagsnefnd.



Skipulagsnefnd tók á 34. fundi sínum jákvætt í fyrirliggjandi tillögu að torgi og að gengið yrði frá því á snyrtilegan hátt.
Bæjarráð vísar málinu til frekari vinnslu við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

Safna- og menningarmálanefnd - 6. fundur - 25.11.2025

Lögð fram drög að hönnun Laxártorgs við Aðalgötu í Stykkishólmi. Bæjarráð tók jákvætt í framlagða hugmynd á 26. fundi sínum og vísaði málinu til umsagnar skipulagsnefndar.



Skipulagsnefnd fjallaði um tillöguna á 34. fundi sínum, tók jákvætt í hana og lagði áherslu á að frágangi torgsins yrði sinnt á vandaðan og snyrtilegan hátt.



Bæjarráð vísaði málinu á 37. fundi sínum til frekari vinnslu í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins.
Safna- og menningarmálanefnd tekur jákvætt í fyrirliggjandi hugmyndir um Laxártorg við Aðalgötu. Nefndin leggur áherslu á að frágangur torgsins endurspegli sögulegt yfirbragð miðbæjar Stykkishólms. Í því samhengi telur nefndin æskilegt að gert verði ráð fyrir grjóthleðslu í hefðbundnum stíl með grasi á toppnum, líkt og einkennt hefur manngerðar hleðslur í elsta hluta bæjarins. Slík nálgun stuðlar að því að torgið verði bæði snyrtilega útfært og í sátt við menningararf og sögu Stykkishólms.
Getum við bætt efni síðunnar?