Fara í efni

Skipulagsnefnd

35. fundur 12. nóvember 2025 kl. 16:30 - 19:45 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Gunnar Ásgeirsson (GÁ) aðalmaður
  • Steindór Hjaltalín Þorsteinsson aðalmaður
  • Kári Geir Jensson aðalmaður
  • Hilmar Hallvarðsson (HH) aðalmaður
  • Ragnar Már Ragnarsson varamaður
Starfsmenn
  • Þuríður Ragna Stefánsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þuríður Ragna Stefánsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Berserkjahraun - Breyting á aðalskipulagi og gerð nýs deiliskipulags

Málsnúmer 2511001Vakta málsnúmer

Óskað eftir að gera breytingu á aðalskipulagi vegna breytingu á landnotkun, ásamt því að vinna nýtt deiliskipulag þannig að unnt sé að byggja atvinnuhúsnæði og starfrækja ferðaþjónustu á svæðinu.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að óska eftir frekari gögnum.

2.Hólar 6 - Breyting á aðalskipulagi og gerð nýs deiliskipulags

Málsnúmer 2511004Vakta málsnúmer

Óskað eftir að gera breytingu á aðalskipulagi vegna breytingu á landnotkun, svo eigendum sé unnt að starfrækja leyfisskylda gististarfsemi í húsinu sem á jörðinni stendur. Enn fremur að vinna deiliskipulag ef þörf krefur.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að landeigandi láti vinna tillögu að breytingu á aðalskipulagi Helgafellssveitar í samráði við skipulagsfulltrúa þar sem landnotkunin verði breytt úr landbúnaðarsvæði yfir í verslun og þjónustusvæði. Enn fremur samþykkir nefndin að unnið verði deiliskipulag af svæðinu á sömu forsendum.

3.Kallhamar og Hamraendar - Skipulagsáætlanir (ASK br. og DSK)

Málsnúmer 2206035Vakta málsnúmer

Kynning á umsögnum og athugasemdum við deiliskipulag sem hefur verið í auglýsingu, sbr. 41. gr. skipulagslaga.
Skipulagstillögur ásamt umgögnum og athugasemdum lagðar fram til umræðu. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa og formanni skipulagsnefndar að boða til fundar með fulltrúum Hamraenda 3 og eftir atvikum öðrum lóðarhöfum til að fara yfir fyrirliggjandi athugasemdir.
Íbúar nærliggjandi húsa, ásamt Páli Líndal, mættu á fund kl. 17:15.

4.Agustsonreitur - skipulagsbreyting

Málsnúmer 2302009Vakta málsnúmer

Kynning á umsögnum og athugasemdum við deiliskipulag sem hefur verið í auglýsingu, sbr. 41. gr. skipulagslaga.

Fulltrúum fjögurra íbúarhúsnæða í nágrenni við skipulagssvæðið sem gerðu athugasemd við deiliskipulagið er boðið til fundarins til að skýra sitt mál.
Skipulagstillögur ásamt umsögnum og athugasemdum eru lagðar fram til umræðu, ásamt öðrum gögnum.
Fulltrúar fjögurra íbúðarhúsnæða við Smiðjustíg 2 og 2b, Austurgötu 3 og 4b ásamt eiganda Hafnargötu 4, sem sendu skriflegar athugasemdir við fyrirliggjandi skipulagstillögur og var boðið á fundinn, gerðu nánari grein fyrir athugasemdum sínum fyrir nefndinni ásamt því að kynna líkan af skuggavarpi á svæðinu sem unnið hefur verið. Skipulagsnefnd þakkar framangreindum fulltrúum fyrir innsendar athugasemdir og greinargóða yfirferð á fundinum.
Skipulagsnefnd tekur í framhaldinu til umfjöllunar hugsanlegar breytingar á tillögunni og fól skipulagsfulltrúa og formanni nefndarinnar að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og eftir atvikum að funda að nýju með framangreindum íbúum og lóðarhafa.
Skipulagsnefnd fól skipulagsfulltrúa að leggja drög að svörum við athugasemdum í samræmi við umræður á fundinum. Skipulagsnefnd vísar að öðru leyti afgreiðslu málsins til næsta fundar skipulagsnefndar, þar sem tekið verður fyrir tillaga að svörum við athugasemdum og umsögnum, ásamt endanlegum skipulagsgögnum.
Gestir véku af fundi kl. 18:50.

Fundi slitið - kl. 19:45.

Getum við bætt efni síðunnar?