Fara í efni

Starfsemi Tónlistaskóla Stykkishólms - Greinargerð stjórnanda

Málsnúmer 1910043

Vakta málsnúmer

Skóla- og fræðslunefnd - 187. fundur - 10.11.2021

Lögð fram skýrsla Tónlistarskóla, deildarstjóri fer yfir starfsemi skólans.
Framlagt.

Skóla- og fræðslunefnd - 190. fundur - 08.02.2022

Lögð fram skýrsla Tónlistarskólans í Stykkishólmi, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans.
Lagt fram til kynningar.

Skóla- og fræðslunefnd - 192. fundur - 05.04.2022

Lögð fram skýrsla Tónlistarskólans í Stykkishólmi, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans.
Lögð fram skýrsla Tónlistarskólans í Stykkishólmi, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans.

Skóla- og fræðslunefnd - 1. fundur - 23.06.2022

Lögð fram skýrsla Tónlistarskólans í Stykkishólmi, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans
Lagt fram til kynningar. Einnig var skóladagatal tónlistarskólans kynnt.

Skóla- og fræðslunefnd - 2. fundur - 11.10.2022

Lögð fram skýrsla Tónlistarskólans í Stykkishólmi, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans
Deildarstjóri gerði grein fyrir skýrslu sinni.

Skóla- og fræðslunefnd - 3. fundur - 15.11.2022

Lögð fram skýrsla Tónlistarskólans í Stykkishólmi, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans
Lögð fram skýrsla Tónlistarskólans í Stykkishólmi, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans.

Skóla- og fræðslunefnd - 5. fundur - 28.02.2023

Skólastjóri fer yfir starfsemi Tónlistarskólans í Stykkishólmi.
Skólastjóri kynnti drög að skóladagatali fyrir tónlistarskólann.

Skóla- og fræðslunefnd leggur til að kannaður verði möguleiki á frekari samræmingu skóladagatala gunn- og tónlistarskóla varðandi skipulagsdaga.

Skóla- og fræðslunefnd - 7. fundur - 23.05.2023

Lögð fram skýrsla Tónlistarskóla Stykkishólms, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans.
Skýrsla lögð fram til kynningar.

Skóla- og fræðslunefnd samþykkir skóladagatal Tónlistarskóla Stykkishólms fyrir sitt leyti.

Skóla- og fræðslunefnd - 8. fundur - 19.09.2023

Lögð fram skýrsla Tónlistarskóla Stykkishólms, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans.
Skýrsla lögð fram til kynningar.

Skóla- og fræðslunefnd - 10. fundur - 21.11.2023

Lögð fram skýrsla Tónlistarskóla Stykkishólms, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans.
Skýrsla lögð fram til kynningar.

Rætt var um nauðsyn þess að útbúa verklagsreglur vegna veikindi kennara tónlistarskólans. Setja þarf upp reglur um afslátt af skólagjöldum þegar um langt veikindatímabil er að ræða.

Skóla- og fræðslunefnd - 11. fundur - 15.02.2024

Lögð fram skýrsla Tónlistarskóla Stykkishólms, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans.
Lagt fram til kynningar.

Í erindisbréfi skóla- og fræðslunefndar stendur:„Að vori eða fyrir lok hvers skólaárs skal skólanefnd gera tillögu til bæjarstjórnar að skólagjöldum Tónlistarskólans næsta skólaárs.? Telur nefndin að endurskoða ætti þennan texta þar sem nefndin telur það ekki sitt hlutverk að koma með tillögur að upphæðum skólagjalda. Skóla- og fræðslunefnd felur Kristjóni Daðasyni deildarstjóra tónlistarskólans að ræða við Ríkharð Hrafnkelsson og/eða Þór Örn Jónsson um tillögu af afslætti af gjöldum einstaka nemenda tónlistarskólans vegna veikinda starfsmanna. Við teljum eðlilegt að mæta fjölskyldum með afslætti skólagjalda vegna mikilla forfalla kennara og nauðsynlegt er að ákveða hvernig eigi að mæta slíkum forföllum í framtíðinni. Tónlistarnám í Stykkishólmi hefur verið aðgengilegt og á viðráðanlegu verði sem er mjög jákvætt fyrir íbúa sveitarfélagsins.

Kristjón fór yfir skort á viðhaldi á húsnæði tónlistarskólans. Skóla- og fræðslunefnd telur mjög brýnt að farið sé í nákvæma viðhaldsúttekt á húsnæði skólans m.a. vegna mikilla veikinda starfsmanna að undanförnu.

Skóla- og fræðslunefnd - 13. fundur - 08.04.2024

Lögð fram skýrsla Tónlistarskóla Stykkishólms, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans.
Lagt fram til kynningar.

Skóla- og fræðslunefnd leggur til að færður verði inn afsláttarliður vegna veikinda starfsmanna í gjaldskrá tónlistarskólans. Veittur yrði afsláttur í hlutfalli við niðurfelda kennslu ef kennsla fer niður fyrir ákveðið mark, t.d. 14 vikur á haustönn og 15 vikur á vorönn.
Skóla- og fræðslunefnd felur Kristjóni Daðasyni deildarstjóra tónlistarskólans að ræða hækkun á gjaldskrá tónlistarskólans fyrir næsta skólaár við bæjaryfirvöld.
Framundan er afmæli lúðrasveitarinnar og tónlistarskólans. Í því tilefni verður hátíðardagskrá á sumardaginn fyrsta og við skólaslit í maí.
Deildarstjóri tónlistarskólans deildi hugrenningum sínum vegna stjórnunar skólans, þar sem ekki var gerð krafa um þekkingu á tónlistarnámi í auglýsingu nýs skólastjóra.
Að lokum var farið yfir endurbætur á húsnæði tónlistarskólans sem nú þegar hafa verið gerðar og þær framkvæmdir sem standa til á næstunni. Skólastjóri lýsti yfir ánægju sinni með vinnubrögð sveitarfélagsins.

Skóla- og fræðslunefnd - 14. fundur - 21.05.2024

Lögð fram skýrsla Tónlistarskóla Stykkishólms, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans.
Skýrsla lögð fram til kynningar.
Getum við bætt efni síðunnar?