Fara í efni

Starfsemi Leikskólans í Stykkishólmi - Greinargerð stjórnenda

Málsnúmer 1910039

Vakta málsnúmer

Skóla- og fræðslunefnd - 187. fundur - 10.11.2021

Lögð fram skýrsla Leikskólans í Stykkishólmi, stjórnendur fara yfir starfsemi skólans.
Skóla- og fræðslunefnd vill fyrir hönd Stykkishólmsbæjar þakka Nönnu Einarsdóttur fyrir áratuga störf við leikskólann í Stykkishólmi, en hún hefur nýlega látið af störfum þar eftir að hafa starfað þar frá 17 ára aldri.

Skóla- og fræðslunefnd - 189. fundur - 18.01.2022

Lögð fram skýrsla Leikskólans í Stykkishólmi, stjórnendur fara yfir starfsemi skólans.
Í skýrslu leikskólans vekur liður 3 um Regnbogaland nokkra athygli.

Málinu er vel tekið og nefndarmenn áhugasamir. Ákveðið að safna frekari upplýsingum um hvernig þessum málum er háttað í öðrum sveitarfélögum á Snæfellsnesi, en þekkt er að heilsdags og/eða frístundastarf í Reykjavík og Árborg er er ekki lokað alla daga í jóla- eða páskafríum, eða á skertum dögum og starfsdögum. Jafnframt vill nefndin vekja athygli íþrótta- og tómstundanefndar á málinu sökum þess að málið varðar frístundastarf eftir skóla.

Dagafjöldinn sem um ræðir vekur auðvitað athygli enda er leikskólinn búinn að koma til móts við foreldra með breytingum á sumarleyfi og lengd þess.

Skóla- og fræðslunefnd - 191. fundur - 08.03.2022

Lögð fram skýrsla Leikskólans í Stykkishólmi, stjórnendur fara yfir starfsemi skólans.
Skýrslan lögð fram

Skóla- og fræðslunefnd - 193. fundur - 11.05.2022

Lögð fram skýrsla Leikskólans í Stykkishólmi, stjórnendur fara yfir starfsemi skólans.
Lagt fram til kynningar.

Skóla- og fræðslunefnd - 193. fundur - 11.05.2022

Lagt fram erindi leikskólastjórnenda er varðar áhyggjur af stöðu leikskólans og starfsmannahaldi.
Nefndin tekur undir með stjórnendum varðandi áhyggjur af ráðningarmálum og stöðu leikskólans. Nefndin leggur til að bæjarstjórn skoði tillögur stjórnenda til að styrkja leikskólann, s.s. styttingu vinnuviku, frídaga, húsnæðisaðstoð og fleiri tillögur sem stjórnendur lögðu til í bréfi sínu. Þá mætti skoða að skipa sérstakan vinnuhóp um málefni leikskólans m.t.t. þessara þátta.

Jafnframt var rætt um endurskoðun skólastefnu Stykkishólms en þar telur leikskólastjóri að málefni leikskóla hafi ekki fengið nógu sterka rödd.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 1. fundur - 23.06.2022

Sigrún Þórsteinsdóttir leikskólastjóri og Elísabet Lára Björgvinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri komu til fundar.
Lagt fram bréf frá stjórnendum leikskólans í Stykkishólmi sem varðandi stöðu leikskólans og starfsemi. Stjórnendur leikskólans koma til fundar við bæjarráð og gera grein fyrir erindinu.
Bæjarráð tekur undir áhyggjur leikskólastjóra og vísar málinu til frekari vinnu í bæjarráði.

Skóla- og fræðslunefnd - 1. fundur - 23.06.2022

Lögð fram skýrsla Leikskólans í Stykkishólmi, stjórnendur fara yfir starfsemi skólans.
Lagt fram til kynningar.

Rætt var sérstaklega um leikskólaráðgjafa og hlutverk hans. Skóla- og fræðslunefnd hvetur bæjarstjórn til að ráða leikskólaráðgjafa til starfa í leikskólann.

Skóla- og fræðslunefnd - 2. fundur - 11.10.2022

Lögð fram skýrsla Leikskólans í Stykkishólmi, stjórnendur fara yfir starfsemi skólans.
Skólastjóri gerði grein fyrir skýrslu sinni þar sem meðal annars komu fram miklar
áhyggjur af ráðningarmálum í leikskólanum.

Skólanefnd tekur undir með stjórnendum varðandi áhyggjur af stöðu leikskólans.
Nefndin leggur áherslu á að bæjarstjórn skoði stöðuna sem komin er upp í leikskólanum enda kom það fram í vinnu við skólastefnu bæjarins að sérstaka áherslu þyrfti að leggja á þau mál. Skólastjórnendur leikskólans sendu bæjarstjórn bréf í apríl þar sem komu fram tillögur til að styrkja leikskólastigið. Nefndin leggur áherslu á að bæjarstjórn fari vel yfir þær tillögur sem liggja fyrir.

Skóla- og fræðslunefnd - 4. fundur - 17.01.2023

Lögð fram skýrsla Leikskólans í Stykkishólmi, stjórnendur fara yfir starfsemi skólans.
Skólastjórnendur gerðu grein fyrir greinagerð sinni.

Skólastjórnendur komu fram með áhyggjur af starfsmannamálum. Eru með góðan starfsmannahóp en vantar fleiri reynslumikla- og menntaða starfsmenn. Eftir að greinagerð var skrifuð bárust 3 starfsumsóknir og lítur nokkuð vel út með ráðningar að þessu sinni.

Skóla- og fræðslunefnd vill leggja til að Stykkishólmsbær auki við stöðugildi leikskólans svo hægt sé að ráða inn afleysingastarfsmann til að koma til móts við veikindi, styttingu vinnuvikunnar og undirbúningstíma starfsmanna.

Skóla- og fræðslunefnd - 6. fundur - 28.03.2023

Lögð fram skýrsla Leikskólans í Stykkishólmi, stjórnendur fara yfir starfsemi skólans.
Greinargerð stjórnenda lögð fram til kynningar.

Skóla- og fræðslunefnd - 7. fundur - 23.05.2023

Lögð fram skýrsla Leikskólans í Stykkishólmi, stjórnendur fara yfir starfsemi skólans.
Skýrsla lögð fram til kynningar.

Skóla- og fræðslunefnd - 8. fundur - 19.09.2023

Lögð fram skýrsla Leikskólans í Stykkishólmi, stjórnendur fara yfir starfsemi skólans.
Skýrsla lögð fram til kynningar
Rætt var um betri vinnutíma í leikskólanum. Vinna við fyrirkomulag betri vinnutíma er vel á veg komin hjá sveitarfélaginu.

Skóla- og fræðslunefnd - 9. fundur - 17.10.2023

Lögð fram skýrsla Leikskólans í Stykkishólmi, stjórnendur fara yfir starfsemi skólans.
Skýrsla lögð fram til kynningar.

Skóla- og fræðslunefnd - 11. fundur - 15.02.2024

Lögð fram skýrsla Leikskólans í Stykkishólmi, stjórnendur fara yfir starfsemi skólans.
Lagt fram til kynningar.

Sigrún sagði frá skipulagsdegi 8. febrúar þar sem byrjað var á endurskoðun skólanámskrár og rætt um leikinn og aukið mikilvægi sjálfsprottins leiks í daglegu starfi. Starfsfólk er jákvætt út í þessa vinnu.

Skóla- og fræðslunefnd - 12. fundur - 19.03.2024

Lögð fram skýrsla Leikskólans í Stykkishólmi, stjórnendur fara yfir starfsemi skólans.
Lagt fram til kynningar.

Skóla- og fræðslunefnd samþykkir skóladagatal Leikskólans í Stykkishólmi fyrir sitt leyti með fyrirvara um að foreldraviðtölum að vori verði bætt inn í dagatalið.

Rætt var um innritunarreglur og viðverustefnu leikskólans. Skóla- og fræðslunefnd hvetur Sveitarfélagið Stykkishólm til að setja fram viðverustefnu að fyrirmynd stefnu leikskólans fyrir starfsemi bæjarins í heild sinni.

Skóla- og fræðslunefnd - 14. fundur - 21.05.2024

Lögð fram skýrsla Leikskólans í Stykkishólmi, stjórnendur fara yfir starfsemi skólans.
Skýrsla lögð fram til kynningar.

Rætt var um þá hugmynd að koma upp matstofu fyrir elstu börnin, þar sem þau geta skammtað sér sjálf mat og ráðið hvar þau sitja þegar þau borða.
Getum við bætt efni síðunnar?