Fara í efni

Skóla- og fræðslunefnd

9. fundur 17. október 2023 kl. 16:15 - 18:30 í Leikskóla Stykkishólms
Nefndarmenn
  • Agnes Helga Sigurðardóttir formaður
  • Sigurður Grétar Jónasson aðalmaður
  • Steinunn Helgadóttir (SH) aðalmaður
  • Aron Bjarni Valgeirsson aðalmaður
  • Kristín Rós Jóhannesdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigrún Þórsteinsdóttir (SÞó) skólastjóri leikskóla
  • Elísabet Lára Björgvinsdóttir - (ELB) skólastjóri leikskóla
  • Berglind Eva Ólafsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskóla
  • Veronika G. Sigurvinsdóttir
Fundargerð ritaði: Kristín Rós Jóhannesdóttir ritari
Dagskrá

1.Starfsemi Leikskólans í Stykkishólmi - Greinargerð stjórnenda

Málsnúmer 1910039Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Leikskólans í Stykkishólmi, stjórnendur fara yfir starfsemi skólans.
Skýrsla lögð fram til kynningar.

2.Málþing um skólamál

Málsnúmer 2310017Vakta málsnúmer

Lögð fram auglýsing um málþing um skólamál. Á málþinginu verða kynntar niðurstöður úttektar á þróun skólastarfs og þjónustu við börn frá því að grunnskólar fluttust frá ríki til sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

3.Breyting á aðalnámskrá leikskóla

Málsnúmer 2310018Vakta málsnúmer

Lögð fram auglýsing um breytingar á aðalnámskrá leikskóla sem tóku gildi 1. september 2023. Breytingarnar skýra nánar hlutverk leiksins sem námsleið leikskólans og hvernig meta megi með reglubundnum hætti, og með virkri þátttöku barna, viðhorf, líðan og stöðu þeirra.
Skólanámskrá leikskólans verður uppfærð í samræmi við breytingar á aðalnámskrá. Allir starfsmenn taka þátt í vinnunni. Stjórnendur skólans fagna breytingunum sem leggja meiri áherslu á leik sem námsleið. Starfsfólk mun fá fræðslu um hlutverk kennarans í frjálsum leik.

4.Styrking leikskólastarfs

Málsnúmer 2302012Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að skýrslu um styrkingu leikskólastarfs í Stykkishólmi. Skóla- og fræðslunefnd tók skýrsluna til umfjöllunar á síðasta fundi sínum.



Á 14. fundi sínum taldi bæjarráð skýrsluna gott og mikilvægt innlegg inn í umræðuna. Í samræmi við niðurstöðu skýrslunnar taldi bæjarráð mikilvægt næsta skref að vinna aðgerðaráætlun til eins árs þar sem tilgreindar verða þær aðgerðir sem styrkja eiga leikskólastarf í sveitarfélaginu, þ.m.t. stafsumhverfi. Bæjarráð óskaði eftir tillögum frá skólastjóra leikskólans og skóla- og fræðslunefnd í þessum efnum, sem mikilvægan lið í þeirri vinnu sveitarfélagsins að styrkja leikskólastigð. Sveitarfélagið vinnur enn að útfærslu á betri vinnutíma.



Sérstök umræða fer einnig fram undir þessum lið um betri vinnutíma leikskólans.
Í viðhengi má sjá aðgerðaráætlun Leikskólans í Stykkishólmi sbr. skýrslu um styrkingu leikskólans.
Tillögur um betri vinnutíma sem settar hafa verið fram voru ræddar. Þessar tillögur gera ráð fyrir því að:

- Lokað sé milli jóla og nýárs.
- Ef færri dagar eru á milli jóla og nýárs: hafa lokað á Þorláksmessu, ½ dag eða heilan og/eða 2.janúar, samtals verði þetta 4,5 dagar og ákveðið þegar skóladagatal er unnið þannig að foreldrar viti þetta tímanlega.
- Þá eru eftir 6 dagar.

Til viðbótar við framangreint er lagt til að foreldrar fá gjaldfrjálsan desembermánuð (einungis leikskólagjald) ef þeir skrá börnin sín í annað af tvennu (8 eða 10 daga úr leikskólanum):

Val er um tvennt:
1.
Vika fyrir eða eftir sumarfrí og dymbilvika (8 dagar).
eða
2.
Vika fyrir og eftir sumarfrí (10 dagar).

Launalaus leyfi eru einungis veitt í undantekningartilfellum samkvæmt nánari útfærslu skólastjóra.

Skóla- og fræðslunefnd styður tillögur um betri vinnutíma. Það er þó nauðsynlegt að taka mið af nemendum hvers skólaárs þar sem elsti árgangur útskrifast um sumar og því ekki hægt að fella niður gjöld fyrir þann árgang um jól næsta skólaár. Við leggjum til að á þessu skólaári verði lokað 22. desember og 2. janúar og skráningar verði krafist milli jóla og nýárs. Foreldrar þurfi að tilkynna hvort barn verði í leikskóla á milli jóla- og ný árs og hvort þau kjósi að velja leið 1 eða 2 fyrir 15. nóvember 2023 og munu þá fá greiðslur feldar niður desember 2023. Stjórnendur leikskólans muni síðan uppfæra skóladagatal í samræmi við bókunina.

5.Starfsemi félags- og skólaþjónustunnar

Málsnúmer 2302036Vakta málsnúmer

Skóla- og fræðslunefnd lýsir yfir miklum áhyggjum vegna skorts á sálfræðiþjónustu fyrir leik- og grunnskóla. Nefndin leggur til að starfið sé auglýst með starfstöð á Snæfellsnesi og ráðinn verði verktaki til starfsins á meðan fastur starfsmaður fæst ekki til starfa.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni síðunnar?