Fara í efni

Styrking leikskólastarfs

Málsnúmer 2302012

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 8. fundur - 16.02.2023

Bæjarstjórn samþykkti á 7. fundi sínum að vinna að styrkingu leikskólastarfs til eflingar á starfsemi skólans með bættum starfsskilyrðum, stöðuleika og aðbúnaði starfsfólks að markmiði. Í þeirri vinnu verði m.a. teknar til umræðu tillögur um betri vinnutíma. Tekin til umræðu staða þeirrar vinnu í bæjarráði ásamt umfjöllun um fjárhagsramma verkefnisins.
Bæjarráð samþykkir að heimila þann fjárhagsramma sem endurspeglast í fyrirliggjandi gögnum.

Bæjarráð - 9. fundur - 21.03.2023

Lagt fram að nýju til umfjöllunar í bæjarráði verkefni í tengslum við styrkingu leikskólastarfs.
Bæjarráð felur forseta bæjarstjórnar og formanni skólanefndar að taka að sér yfirumsjón með verkefninu þar sem ráðgjafinn hefur gefið frá sér hluta af verkefninu sökum anna.

Skóla- og fræðslunefnd - 6. fundur - 28.03.2023

Anna Magnea Hreinsdóttir, aðjunkt við Menntavísindasvið HÍ kom til fundar á Teams
Bæjarráð fól á níunda fundi sínum forseta bæjarstjórnar og formanni skólanefndar að taka að sér yfirumsjón með verkefni sem snýr að styrkingu leikskólastarfsins þar sem ráðgjafinn hefur gefið frá sér hluta af verkefninu sökum anna. Staða málsins kynnt fyrir nefndarmönnum.
Að tillögu Önnu Magneu, sem tilbúin er til þess að leiða vinnuna í samstarfi við stjórnendur, leggur nefndin til að haldinn verði SVÓT fundur, þar sem leitað verður leiða til þess að styrkja leikskólatarfið.

Skóla- og fræðslunefnd leggur til að fundurinn verði haldinn þann 8. júní sem er hálfur skipulagsdagur á leikskólanum og að til fundarinns verði boðað starfsfólk, skóla- og fræðslunefnd, foreldraráð leikskólans, stjórn foreldrafélags leikskólans, bæjarstjórn, formaður atvinnunefndar, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, ásamt fulltrúa frá Snæfell.
Anna Magnea Hreinsdóttir yfirgaf fundinn

Bæjarráð - 11. fundur - 27.04.2023

Bæjarráð fól á níunda fundi sínum forseta bæjarstjórnar og formanni skólanefndar að taka að sér yfirumsjón með verkefni sem snýr að styrkingu leikskólastarfsins þar sem ráðgjafinn hefur gefið frá sér hluta af verkefninu sökum anna. Staða málsins kynnt fyrir nefndarmönnum.

Að tillögu Önnu Magneu, sem tilbúin er til þess að leiða vinnuna í samstarfi við stjórnendur, lagði nefndin til að haldinn verði SVÓT fundur, þar sem leitað verður leiða til þess að styrkja leikskólatarfið.

Skóla- og fræðslunefnd lagði til að fundurinn yrði haldinn þann 8. júní sem er hálfur skipulagsdagur á leikskólanum og að til fundarinns verði boðað starfsfólk, skóla- og fræðslunefnd, foreldraráð leikskólans, stjórn foreldrafélags leikskólans, bæjarstjórn, formaður atvinnunefndar, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, ásamt fulltrúa frá Snæfell.

Lagt fram til staðfestingar í bæjarráði.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skóla- og fræðslunefndar.
Getum við bætt efni síðunnar?