Fara í efni

Skóla- og fræðslunefnd

13. fundur 08. apríl 2024 kl. 16:15 - 18:05 í Tónlistarskóla Stykkishólms
Nefndarmenn
  • Sigurður Grétar Jónasson aðalmaður
  • Steinunn Helgadóttir (SH) aðalmaður
  • Aron Bjarni Valgeirsson aðalmaður
  • Kristín Rós Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Viktoría Líf Ingibergsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Kristjón Daðason skólastjóri tónlistarskóla
  • Arna Sædal Andrésdóttir fulltrúi kennara Grunnskóla Stykkishólms
  • Heimir Eyvindsson skólastjóri grunn- og tónlistarskóla
  • Veronika G. Sigurvinsdóttir
  • Greta María Árnadóttir foreldraráði leikskóla
  • Klaudia S. Gunnarsdóttir fulltrúi kennara Grunnskóla Stykkishólms
Fundargerð ritaði: Agnes Helga Sigurðardóttir formaður
Dagskrá

1.Starfsemi Grunnskólans í Stykkishólmi - Greinargerð stjórnenda

Málsnúmer 1910040Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Grunnskólans í Stykkishólmi, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans.
Lagt fram til kynningar.

Rætt var um styttingu vinnuvikunnar. Samræma þarf fyrirkomulag styttingar milli kennara og annars starfsfólks. Skóla- og fræðslunefnd hvetur bæjaryfirvöld að klára þá vinnu sem allra fyrst.
Rætt var um aukna opnun frístundaheimilis í ágúst fyrir tvo yngstu árganga grunnskólans. Vonast er til að hægt verði að hafa slíka opnun í haust en það veltur á því hvort starfsfólk fáist.
Einnig vara rætt um mötuneyti grunnskólans. Niðurstöður foreldrakönnunar Skólapúlsins sýndu töluverða óánægju með mötuneyti skólans. Búið er að funda með Rannveigu Ernudóttur, fostöðukonu mötuneytis. Nú er fiskur tvisvar í viku í grunnskólanum á sömu dögum og í leikskólanum.
Rætt var um að Félags- og skólaþjónustuna og að enn hafi ekki náðst að ráða sálfræðing sem á að sinna skólunum á Snæfellsnesi. Nauðsynlegt er að finna góða lausn á málinu sem fyrst.

2.Starfsemi Tónlistaskóla Stykkishólms - Greinargerð stjórnanda

Málsnúmer 1910043Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Tónlistarskóla Stykkishólms, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans.
Lagt fram til kynningar.

Skóla- og fræðslunefnd leggur til að færður verði inn afsláttarliður vegna veikinda starfsmanna í gjaldskrá tónlistarskólans. Veittur yrði afsláttur í hlutfalli við niðurfelda kennslu ef kennsla fer niður fyrir ákveðið mark, t.d. 14 vikur á haustönn og 15 vikur á vorönn.
Skóla- og fræðslunefnd felur Kristjóni Daðasyni deildarstjóra tónlistarskólans að ræða hækkun á gjaldskrá tónlistarskólans fyrir næsta skólaár við bæjaryfirvöld.
Framundan er afmæli lúðrasveitarinnar og tónlistarskólans. Í því tilefni verður hátíðardagskrá á sumardaginn fyrsta og við skólaslit í maí.
Deildarstjóri tónlistarskólans deildi hugrenningum sínum vegna stjórnunar skólans, þar sem ekki var gerð krafa um þekkingu á tónlistarnámi í auglýsingu nýs skólastjóra.
Að lokum var farið yfir endurbætur á húsnæði tónlistarskólans sem nú þegar hafa verið gerðar og þær framkvæmdir sem standa til á næstunni. Skólastjóri lýsti yfir ánægju sinni með vinnubrögð sveitarfélagsins.

3.Starfsemi Regnbogalands - skýrsla og yfirferð

Málsnúmer 1910041Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Regnbogalands, umsjónarmaður fer yfir starfsemina.
Engin skýrsla var lögð fram.

4.Skóladagatal Grunnskólans í Stykkishólmi

Málsnúmer 2403023Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að skóladagatali Grunnskólans í Stykkishólmi.
Skóla- og fræðslunefnd biðlar til skólastjórnenda að samræma skipulagsdaga milli leik, grunn- og tónlistarskóla. Skóla- og fræðslunefnd samþykkir skóladagatal Grunnskólans fyrir sitt leyti með fyrirvara um samræmingu starfsdaga.
Eftir fundinn fóru fundarmenn í skoðunarferð um tónlistarskólann og skoðuðu endurbætur sem gerðar hafa verið.

Fundi slitið - kl. 18:05.

Getum við bætt efni síðunnar?