Fara í efni

Starfsemi Grunnskólans í Stykkishólmi - Greinargerð stjórnenda

Málsnúmer 1910040

Vakta málsnúmer

Skóla- og fræðslunefnd - 188. fundur - 07.12.2021

Lögð fram skýrsla Grunnskólans í Stykkishólmi, stjórnendur fara yfir starfsemi skólans.
Skólastjóri Grunnskólans í Stykkishólmi gerir grein fyrir skýslu sinni.

Skóla- og fræðslunefnd - 190. fundur - 08.02.2022

Lögð fram skýrsla Grunnskólans í Stykkishólmi, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans.
Lagt fram til kynningar.

Skóla- og fræðslunefnd - 192. fundur - 05.04.2022

Lögð fram skýrsla Grunnskólans í Stykkishólmi, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans
Lögð fram skýrsla Grunnskólans í Stykkishólmi, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans. Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir segir frá heilsueflandi grunnskóla.

Skóla- og fræðslunefnd - 1. fundur - 23.06.2022

Lögð fram skýrsla Grunnskólans í Stykkishólmi, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans
Lagt fram til kynningar.

Skóla- og fræðslunefnd - 2. fundur - 11.10.2022

Lögð fram skýrsla Grunnskólans í Stykkishólmi, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans.
Skólastjóri gerði grein fyrir skýrslu sinni

Skóla- og fræðslunefnd - 3. fundur - 15.11.2022

Lögð fram skýrsla Grunnskólans í Stykkishólmi, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans.
Lögð fram skýrsla Grunnskólans í Stykkishólmi, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans. Skólastjóri upplýsti nefndina um ákvörðun sína að stíga til hliðar sem skólastjóri.

Skóla- og fræðslunefnd - 5. fundur - 28.02.2023

Lögð fram skýrsla Grunnskólans í Stykkishólmi, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans.
Lagt fram til kynningar.

Skóla- og fræðslunefnd - 7. fundur - 23.05.2023

Lögð fram skýrsla Grunnskólans í Stykkishólmi, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans.
Skýrsla lögð fram til kynningar.

Niðurstöður skólapúlsins verða sendar nefndarmönnum í tölvupósti og ræddar nánar í haust. Rætt var um skort á tónmenntakennslu í skólanum þar sem ekki hefur fengist kennari.

Skóla- og fræðslunefnd samþykkir skóladagatal Grunnskólans í Stykkishólmi fyrir sitt leyti.

Skóla- og fræðslunefnd - 8. fundur - 19.09.2023

Lögð fram skýrsla Grunnskólans í Stykkishólmi, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans.
Skýrsla lögð fram til kynningar.

Skóla- og fræðslunefnd hvetur bæjaryfirvöld til að senda frá sér tilkynningu þar sem farið er yfir stöðuna mála á mötuneyti fyrir Grunnskólann.

Rætt var um að Félags- og skólaþjónustuna og að enn hafi ekki náðst að ráða sálfræðing sem á að sinna skólunum á Snæfellsnesi. Nauðsynlegt er að finna lausn á málinu sem fyrst.

Skóla- og fræðslunefnd - 10. fundur - 21.11.2023

Lögð fram skýrsla Grunnskólans í Stykkishólmi, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans.
Skýrsla lögð fram til kynningar.

Umræða skapaðist um lestrarstefnu og eineltisáætlun sem skólastjóri sagði að væru í endurskoðun hjá skólanum. Einnig var rætt um hvort breyta ætti fyrirkomulagi danskennslu við skólann.

Eins og oft áður var rætt um skort á þjónustu til skólastofnana frá Félags- og skólaþjónustunni. Skóla- og fræðslunefnd ætlar að sækjast eftir fundi með Sveini Þór Elinbergssyni forstöðumanni Félags- og skólaþjónustunnar.

Almennt starfsfólk grunnskólans hefur ekki fengið fulla styttingu vinnuvikunnar eins og gert er ráð fyrir í kjarasamningum. Útfærsla er í vinnslu. Nauðsynlegt er að klára þá vinnu sem fyrst.

Skóla- og fræðslunefnd - 11. fundur - 15.02.2024

Lögð fram skýrsla Grunnskólans í Stykkishólmi, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans.
Lagt fram til kynningar.

Farið var yfir niðurstöður lesfimisprófa MMS í janúar. Helstu niðurstöður voru þær að bæting varð umfram væntingar í öllum bekkjum frá því í haust.

Rætt var um tölvu- og tækjakaup skólans. Þegar nýr tækjakostur verður kominn í gagnið munu snjallsíma reglur skólans verða endurskoðaðar.
Einnig var rætt um aukna opnun á frístundaheimili (Regnbogalandi). Æskilegt væri að yngstu nemendur skólans ættu kost á því að mæta í Regnbogaland dagana fyrir skólasetningu að hausti. Þetta eru nemendur sem ekki geta verið einir heima á meðan foreldrar eru í vinnu og einnig væri þetta góð aðlögun fyrir nemendur 1. bekkjar. Þeir gætu þá kynnast skólabyggingunni og yngstu nemendum áður en skólastarf hæfist að fullu. Skóla- og fræðslunefnd felur Heimi að hefja viðræður um þessa opnun við viðeigandi aðila svo sem Magnús Bæringsson íþrótta- og tómstundafulltrúa.

Vinna við skóladagatal næsta skólaárs er langt komin. Æskilegt væri að samræma haust- og vetrarfrí á öllu Snæfellsnesi.

Rætt var stuttlega um vel heppnaða árshátíð. Samstarf við þorrablótsnefnd og Magnús Bæringsson íþrótta- og tómstundafulltrúa var virkilega gott.

Skóla- og fræðslunefnd - 13. fundur - 08.04.2024

Lögð fram skýrsla Grunnskólans í Stykkishólmi, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans.
Lagt fram til kynningar.

Rætt var um styttingu vinnuvikunnar. Samræma þarf fyrirkomulag styttingar milli kennara og annars starfsfólks. Skóla- og fræðslunefnd hvetur bæjaryfirvöld að klára þá vinnu sem allra fyrst.
Rætt var um aukna opnun frístundaheimilis í ágúst fyrir tvo yngstu árganga grunnskólans. Vonast er til að hægt verði að hafa slíka opnun í haust en það veltur á því hvort starfsfólk fáist.
Einnig vara rætt um mötuneyti grunnskólans. Niðurstöður foreldrakönnunar Skólapúlsins sýndu töluverða óánægju með mötuneyti skólans. Búið er að funda með Rannveigu Ernudóttur, fostöðukonu mötuneytis. Nú er fiskur tvisvar í viku í grunnskólanum á sömu dögum og í leikskólanum.
Rætt var um að Félags- og skólaþjónustuna og að enn hafi ekki náðst að ráða sálfræðing sem á að sinna skólunum á Snæfellsnesi. Nauðsynlegt er að finna góða lausn á málinu sem fyrst.

Skóla- og fræðslunefnd - 14. fundur - 21.05.2024

Lögð fram skýrsla Grunnskólans í Stykkishólmi, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans.
Skýrsla lögð fram til kynningar.

Rætt var um aukna opnun frístundaheimilis í ágúst. Málið er í vinnslu.
Rætt var um þarfar endurbætur á skólalóð, grasið er orðið lélegt og mölin á lóðinni gróf. Það myndi gera mikið fyrir svæðið að bæta við nokkrum bekkjum til að sitja á.
Getum við bætt efni síðunnar?