Fara í efni

Starfsemi Grunnskólans í Stykkishólmi - Greinargerð stjórnenda

Málsnúmer 1910040

Vakta málsnúmer

Skóla- og fræðslunefnd - 188. fundur - 07.12.2021

Lögð fram skýrsla Grunnskólans í Stykkishólmi, stjórnendur fara yfir starfsemi skólans.
Skólastjóri Grunnskólans í Stykkishólmi gerir grein fyrir skýslu sinni.

Skóla- og fræðslunefnd - 190. fundur - 08.02.2022

Lögð fram skýrsla Grunnskólans í Stykkishólmi, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans.
Lagt fram til kynningar.

Skóla- og fræðslunefnd - 192. fundur - 05.04.2022

Lögð fram skýrsla Grunnskólans í Stykkishólmi, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans
Lögð fram skýrsla Grunnskólans í Stykkishólmi, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans. Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir segir frá heilsueflandi grunnskóla.

Skóla- og fræðslunefnd - 1. fundur - 23.06.2022

Lögð fram skýrsla Grunnskólans í Stykkishólmi, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans
Lagt fram til kynningar.

Skóla- og fræðslunefnd - 2. fundur - 11.10.2022

Lögð fram skýrsla Grunnskólans í Stykkishólmi, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans.
Skólastjóri gerði grein fyrir skýrslu sinni

Skóla- og fræðslunefnd - 3. fundur - 15.11.2022

Lögð fram skýrsla Grunnskólans í Stykkishólmi, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans.
Lögð fram skýrsla Grunnskólans í Stykkishólmi, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans. Skólastjóri upplýsti nefndina um ákvörðun sína að stíga til hliðar sem skólastjóri.

Skóla- og fræðslunefnd - 5. fundur - 28.02.2023

Lögð fram skýrsla Grunnskólans í Stykkishólmi, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans.
Lagt fram til kynningar.

Skóla- og fræðslunefnd - 7. fundur - 23.05.2023

Lögð fram skýrsla Grunnskólans í Stykkishólmi, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans.
Skýrsla lögð fram til kynningar.

Niðurstöður skólapúlsins verða sendar nefndarmönnum í tölvupósti og ræddar nánar í haust. Rætt var um skort á tónmenntakennslu í skólanum þar sem ekki hefur fengist kennari.

Skóla- og fræðslunefnd samþykkir skóladagatal Grunnskólans í Stykkishólmi fyrir sitt leyti.

Skóla- og fræðslunefnd - 8. fundur - 19.09.2023

Lögð fram skýrsla Grunnskólans í Stykkishólmi, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans.
Skýrsla lögð fram til kynningar.

Skóla- og fræðslunefnd hvetur bæjaryfirvöld til að senda frá sér tilkynningu þar sem farið er yfir stöðuna mála á mötuneyti fyrir Grunnskólann.

Rætt var um að Félags- og skólaþjónustuna og að enn hafi ekki náðst að ráða sálfræðing sem á að sinna skólunum á Snæfellsnesi. Nauðsynlegt er að finna lausn á málinu sem fyrst.

Skóla- og fræðslunefnd - 10. fundur - 21.11.2023

Lögð fram skýrsla Grunnskólans í Stykkishólmi, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans.
Skýrsla lögð fram til kynningar.

Umræða skapaðist um lestrarstefnu og eineltisáætlun sem skólastjóri sagði að væru í endurskoðun hjá skólanum. Einnig var rætt um hvort breyta ætti fyrirkomulagi danskennslu við skólann.

Eins og oft áður var rætt um skort á þjónustu til skólastofnana frá Félags- og skólaþjónustunni. Skóla- og fræðslunefnd ætlar að sækjast eftir fundi með Sveini Þór Elinbergssyni forstöðumanni Félags- og skólaþjónustunnar.

Almennt starfsfólk grunnskólans hefur ekki fengið fulla styttingu vinnuvikunnar eins og gert er ráð fyrir í kjarasamningum. Útfærsla er í vinnslu. Nauðsynlegt er að klára þá vinnu sem fyrst.

Skóla- og fræðslunefnd - 11. fundur - 15.02.2024

Lögð fram skýrsla Grunnskólans í Stykkishólmi, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans.
Lagt fram til kynningar.

Farið var yfir niðurstöður lesfimisprófa MMS í janúar. Helstu niðurstöður voru þær að bæting varð umfram væntingar í öllum bekkjum frá því í haust.

Rætt var um tölvu- og tækjakaup skólans. Þegar nýr tækjakostur verður kominn í gagnið munu snjallsíma reglur skólans verða endurskoðaðar.
Einnig var rætt um aukna opnun á frístundaheimili (Regnbogalandi). Æskilegt væri að yngstu nemendur skólans ættu kost á því að mæta í Regnbogaland dagana fyrir skólasetningu að hausti. Þetta eru nemendur sem ekki geta verið einir heima á meðan foreldrar eru í vinnu og einnig væri þetta góð aðlögun fyrir nemendur 1. bekkjar. Þeir gætu þá kynnast skólabyggingunni og yngstu nemendum áður en skólastarf hæfist að fullu. Skóla- og fræðslunefnd felur Heimi að hefja viðræður um þessa opnun við viðeigandi aðila svo sem Magnús Bæringsson íþrótta- og tómstundafulltrúa.

Vinna við skóladagatal næsta skólaárs er langt komin. Æskilegt væri að samræma haust- og vetrarfrí á öllu Snæfellsnesi.

Rætt var stuttlega um vel heppnaða árshátíð. Samstarf við þorrablótsnefnd og Magnús Bæringsson íþrótta- og tómstundafulltrúa var virkilega gott.
Getum við bætt efni síðunnar?