Starfsemi Regnbogalands - skýrsla og yfirferð
Málsnúmer 1910041
Vakta málsnúmerSkóla- og fræðslunefnd - 188. fundur - 07.12.2021
Lögð fram skýrsla Regnbogalands, umsjónarmaður Regnbogalands fer yfir starfsemina.
Skýrslan er framlögð en forstöðumaður forfallaðist.
Skóla- og fræðslunefnd - 190. fundur - 08.02.2022
Lögð fram skýrsla Regnbogalands, umsjónarmaður Regnbogalands fer yfir starfsemina.
Nokkrar umræður urðu um þá nýtilkomnu hugmynd að Regnbogaland verði opið í jóla- eða páskafríum, eða á skertum dögum og starfsdögum (sjá fundagerð 189, lið 1). Klaudia benti á að Regnbogaland er aðeins opið eftir hádegi, að allir starfsmenn eru í öðrum verkefnum fyrir hádegi og þegar það hefur verið viðrað að hafa opið t.d. fyrir páska hefur ekkert verið um undirtektir að hálfu foreldra, fram til þessa.
Skólanefnd leggur til að fyrirkomulag Regnbogalands verði endurskoðað m.t.t. þess hvort að starfsemin ætti að færast undir íþrótta- og æskulýðsnefnd, miðað við hvert hlutverk starfseminnar er í samfélaginu.
Skólanefnd leggur til að fyrirkomulag Regnbogalands verði endurskoðað m.t.t. þess hvort að starfsemin ætti að færast undir íþrótta- og æskulýðsnefnd, miðað við hvert hlutverk starfseminnar er í samfélaginu.
Bæjarráð - 636. fundur - 21.02.2022
Skóla- og fræðslunefnd lagði til á 190. fundi sínum, í kjölfar umræðna um hlutverk og stöðu Regnbogalands, að skoðað verði hvort grunnvöllur sé fyrir því að þjónusta Regnbogalands standi til boða í jóla- og páskafríum, öðrum frídögum og skertum starfsdögum og hvort starfsemin ætti e.t.v. að heyra undir æskulýðs- og íþróttanefnd.
Lögð er fram skýrsla leikskólastjóra frá 189. fundi skóla- og fræðslunefndar, þar sem vakin er athygli á málinu, undir 3. lið skýrslunnar. Einnig eru lagðar fram afgreiðslu skóla- og fræðslunefndar þar sem málið var til umræðu á fundum 189 og 190.
Lögð er fram skýrsla leikskólastjóra frá 189. fundi skóla- og fræðslunefndar, þar sem vakin er athygli á málinu, undir 3. lið skýrslunnar. Einnig eru lagðar fram afgreiðslu skóla- og fræðslunefndar þar sem málið var til umræðu á fundum 189 og 190.
Bæjarráð felur skólastjóra Grunnskólans í Stykkishólmi að leggja mat sitt á tillöguna, í samráði við tómstundafulltrúa- og æskulýðsfulltrúa og launa- og mannauðsfulltrúa Stykkishólmsbæjar, og kynna niðurstöðu sína fyrir skóla- og fræðslunefnd og æskulýðs- og íþróttanefnd.
Skóla- og fræðslunefnd - 192. fundur - 05.04.2022
Lögð fram skýrsla Regnbogalands, umsjónarmaður Regnbogalands fer yfir starfsemina.
Lögð fram skýrsla Regnbogalands, umsjónarmaður Regnbogalands fer yfir starfsemina.
Skóla- og fræðslunefnd - 1. fundur - 23.06.2022
Lögð fram skýrsla Regnbogalands, umsjónarmaður Regnbogalands fer yfir starfsemina.
Lagt fram til kynningar.
Skóla- og fræðslunefnd - 2. fundur - 11.10.2022
Lögð fram skýrsla Regnbogalands, umsjónarmaður fer yfir starfsemi safnsins.
Umsjónarmaður gerði grein fyrir skýrslu sinni.
Skóla- og fræðslunefnd - 3. fundur - 15.11.2022
Lögð fram skýrsla Regnbogalands, umsjónarmaður fer yfir starfsemi safnsins.
Lögð fram skýrsla Regnbogalands, umsjónarmaður fer yfir starfsemi Regnbogalands. Rædd var sú hugmynd að hafa Regnbogaland opið á starfsdögum grunnskólans. Nokkrir starfsmenn myndu vinna í Regnbogalandi á starfsdegi og aðrir starfsmenn myndu taka starfsdag, á næsta starfsdegi yrði síðan skipt.
Skóla- og fræðslunefnd - 5. fundur - 28.02.2023
Lögð fram skýrsla Regnbogalands, umsjónarmaður fer yfir starfsemina.
Lagt fram til kynningar.