Fara í efni

Starfsemi Regnbogalands - skýrsla og yfirferð

Málsnúmer 1910041

Vakta málsnúmer

Skóla- og fræðslunefnd - 188. fundur - 07.12.2021

Lögð fram skýrsla Regnbogalands, umsjónarmaður Regnbogalands fer yfir starfsemina.
Skýrslan er framlögð en forstöðumaður forfallaðist.

Skóla- og fræðslunefnd - 190. fundur - 08.02.2022

Lögð fram skýrsla Regnbogalands, umsjónarmaður Regnbogalands fer yfir starfsemina.
Nokkrar umræður urðu um þá nýtilkomnu hugmynd að Regnbogaland verði opið í jóla- eða páskafríum, eða á skertum dögum og starfsdögum (sjá fundagerð 189, lið 1). Klaudia benti á að Regnbogaland er aðeins opið eftir hádegi, að allir starfsmenn eru í öðrum verkefnum fyrir hádegi og þegar það hefur verið viðrað að hafa opið t.d. fyrir páska hefur ekkert verið um undirtektir að hálfu foreldra, fram til þessa.

Skólanefnd leggur til að fyrirkomulag Regnbogalands verði endurskoðað m.t.t. þess hvort að starfsemin ætti að færast undir íþrótta- og æskulýðsnefnd, miðað við hvert hlutverk starfseminnar er í samfélaginu.

Bæjarráð - 636. fundur - 21.02.2022

Skóla- og fræðslunefnd lagði til á 190. fundi sínum, í kjölfar umræðna um hlutverk og stöðu Regnbogalands, að skoðað verði hvort grunnvöllur sé fyrir því að þjónusta Regnbogalands standi til boða í jóla- og páskafríum, öðrum frídögum og skertum starfsdögum og hvort starfsemin ætti e.t.v. að heyra undir æskulýðs- og íþróttanefnd.

Lögð er fram skýrsla leikskólastjóra frá 189. fundi skóla- og fræðslunefndar, þar sem vakin er athygli á málinu, undir 3. lið skýrslunnar. Einnig eru lagðar fram afgreiðslu skóla- og fræðslunefndar þar sem málið var til umræðu á fundum 189 og 190.
Bæjarráð felur skólastjóra Grunnskólans í Stykkishólmi að leggja mat sitt á tillöguna, í samráði við tómstundafulltrúa- og æskulýðsfulltrúa og launa- og mannauðsfulltrúa Stykkishólmsbæjar, og kynna niðurstöðu sína fyrir skóla- og fræðslunefnd og æskulýðs- og íþróttanefnd.

Skóla- og fræðslunefnd - 192. fundur - 05.04.2022

Lögð fram skýrsla Regnbogalands, umsjónarmaður Regnbogalands fer yfir starfsemina.
Lögð fram skýrsla Regnbogalands, umsjónarmaður Regnbogalands fer yfir starfsemina.

Skóla- og fræðslunefnd - 1. fundur - 23.06.2022

Lögð fram skýrsla Regnbogalands, umsjónarmaður Regnbogalands fer yfir starfsemina.
Lagt fram til kynningar.

Skóla- og fræðslunefnd - 2. fundur - 11.10.2022

Lögð fram skýrsla Regnbogalands, umsjónarmaður fer yfir starfsemi safnsins.
Umsjónarmaður gerði grein fyrir skýrslu sinni.

Skóla- og fræðslunefnd - 3. fundur - 15.11.2022

Lögð fram skýrsla Regnbogalands, umsjónarmaður fer yfir starfsemi safnsins.
Lögð fram skýrsla Regnbogalands, umsjónarmaður fer yfir starfsemi Regnbogalands. Rædd var sú hugmynd að hafa Regnbogaland opið á starfsdögum grunnskólans. Nokkrir starfsmenn myndu vinna í Regnbogalandi á starfsdegi og aðrir starfsmenn myndu taka starfsdag, á næsta starfsdegi yrði síðan skipt.

Skóla- og fræðslunefnd - 5. fundur - 28.02.2023

Lögð fram skýrsla Regnbogalands, umsjónarmaður fer yfir starfsemina.
Lagt fram til kynningar.

Skóla- og fræðslunefnd - 7. fundur - 23.05.2023

Lögð fram skýrsla Regnbogalands, umsjónarmaður fer yfir starfsemina.
Skýrsla lögð fram til kynningar.

Rætt var hvernig hægt væri að gera starfið meira aðlaðandi.

Skóla- og fræðslunefnd styður hugmyndir umsjónarmanns um styrkingu starfsins. Skóla- og fræðslunefnd leggur til að umsjónarmaður fái 75% starfshlutfall til að tími skapist til að skipuleggja starfið betur þar sem óánægja hefur verið meðal foreldra um starfið í vetur. Einnig leggur nefndin til að íþrótta- og æskulýðsnefnd taki til umsagnar hugmynd nefndarinnar um að frístundastarf Regnbogalands verði fært undir umsjá íþrótta- og tómstundafulltrúa í stað þess að hún sé hluti af starfsemi Grunnskólans.

Skóla- og fræðslunefnd - 8. fundur - 19.09.2023

Lögð fram skýrsla Regnbogalands, umsjónarmaður fer yfir starfsemina.
Skýrsla lögð fram til kynningar.
Rætt var um starfsemi Regnbogalands. Auglýst var eftir starfsmönnum en engar umsóknir bárust. Nauðsynlegt er að ráða inn fleira starfsfólk. Einnig var rætt um nauðsyn betri hljóðeinangrunar í nýja rýminu fyrir Regnbogaland eða möguleikann á að skipta börnunum upp í smærri hópa.

Eins var rætt um að þau börn sem eiga rétt á stuðning í skólanum eiga einnig rétt á honum í frístunda- og tómstundastarfi. Þessu hefur verið ábótavant en þessi málaflokkur liggur hjá Félags- og skólaþjónustunni.

Skóla- og fræðslunefnd - 10. fundur - 21.11.2023

Lögð fram skýrsla Regnbogalands, umsjónarmaður fer yfir starfsemina.
Skýrsla lögð fram til kynningar.

Rætt var um mönnunarvanda í Regnbogalandi, fjórir starfsmenn vinna í Regnbogalandi og af þeim er eingöngu einn með íslensku sem móðurmál.

Skóla- og fræðslunefnd - 11. fundur - 15.02.2024

Lögð fram skýrsla Regnbogalands, umsjónarmaður fer yfir starfsemina.
Lagt fram til kynningar.

Sigríður Ólöf Sigurðardóttir hefur tekið við sem umsjónarmaður Regnbogalands. Töluverðar breytingar hafa verið gerðar á starfseminni sem börn, starfsfólk og foreldrar eru ánægð með. Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með nýjan umsjónarmann.

Skóla- og fræðslunefnd - 13. fundur - 08.04.2024

Lögð fram skýrsla Regnbogalands, umsjónarmaður fer yfir starfsemina.
Engin skýrsla var lögð fram.
Getum við bætt efni síðunnar?