Fara í efni

Skóla- og fræðslunefnd

190. fundur 08. febrúar 2022 kl. 17:00 - 19:00 á Amtsbókasafninu í Stykkishólmi
Nefndarmenn
  • Björn Sverrisson (BS) formaður
  • Kristín Rós Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Agnes Helga Sigurðardóttir aðalmaður
  • Jón Einar Jónsson (JEJ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Klaudia S. Gunnarsdóttir fulltrúi frá regnbogalandi
  • Berglind Axelsdóttir (BA) skólastjóri grunnskóla
  • Arna Sædal Andrésdóttir fulltrúi kennara grunnskóla stykkishólms
  • Nanna Guðmundsdóttir forstöðumaður amtsbókasafns
Fundargerð ritaði: Jón Einar Jónsson ritari
Dagskrá

1.Starfsemi Grunnskólans í Stykkishólmi - Greinargerð stjórnenda

Málsnúmer 1910040Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Grunnskólans í Stykkishólmi, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans.
Lagt fram til kynningar.

2.Starfsemi Tónlistaskóla Stykkishólms - Greinargerð stjórnanda

Málsnúmer 1910043Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Tónlistarskólans í Stykkishólmi, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans.
Lagt fram til kynningar.

3.Starfsemi Regnbogalands - skýrsla og yfirferð

Málsnúmer 1910041Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Regnbogalands, umsjónarmaður Regnbogalands fer yfir starfsemina.
Nokkrar umræður urðu um þá nýtilkomnu hugmynd að Regnbogaland verði opið í jóla- eða páskafríum, eða á skertum dögum og starfsdögum (sjá fundagerð 189, lið 1). Klaudia benti á að Regnbogaland er aðeins opið eftir hádegi, að allir starfsmenn eru í öðrum verkefnum fyrir hádegi og þegar það hefur verið viðrað að hafa opið t.d. fyrir páska hefur ekkert verið um undirtektir að hálfu foreldra, fram til þessa.

Skólanefnd leggur til að fyrirkomulag Regnbogalands verði endurskoðað m.t.t. þess hvort að starfsemin ætti að færast undir íþrótta- og æskulýðsnefnd, miðað við hvert hlutverk starfseminnar er í samfélaginu.

4.Starfsemi Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi - skýrsla og yfirferð

Málsnúmer 1910042Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi, forstöðumaður fer yfir starfsemi
safnsins.
Lagt fram til kynningar.

5.Stefna grunnskólana á Snæfellsnesi vegna líkamlegra inngripa

Málsnúmer 2112002Vakta málsnúmer

Lögð fram ný stefna grunnskólana á Snæfellsnesi vegna líkamlegra inngripa.
Nefndin samþykkir stefnuna um líkamleg inngrip.

6.Móttökuáætlun fyrir nemendur með sérþarfir

Málsnúmer 2202004Vakta málsnúmer

Lögð fram sameignleg móttökuáætlun grunnskólanna á Snæfellsnesi fyrir nemendur með sérþarfir.
Nefndin samþykkir móttökuáætlun fyrir nemendur með sérþarfir.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni síðunnar?