Fara í efni

Miðstöð öldrunarþjónustu

Málsnúmer 2106022

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 400. fundur - 24.06.2021

Lögð fram fyrsta fundargerð starfshóps um stefnumörkun
Stykkishólmsbæjar í málefnum einstaklinga 60 .
Framlagt til kynningar.

Bæjarstjórn - 402. fundur - 30.09.2021

Lögð fram fundargerð 3. og 4. fundar starfshóps um stefnumörkun Stykkishólmsbæjar í málefnum einstaklinga 60 ára og eldri.
Framlagt til kynningar.

Velferðar- og jafnréttismálanefnd - 5. fundur - 18.10.2021

Lagðar fram fundargerðir 1. til 7. fundar starfshóps um stefnumörkun Stykkishólmsbæjar í málefnum einstaklinga 60 ára og eldri.
Ingveldur Eyþórsdóttir situr í starfshópnum og gerði hún grein fyrir þeirri vinnu sem fram hefur farið. Nefndin lýsir yfir ánægju með vinnu starfshópsins og telur mikilvægt að samþætta og samræma þjónustu í þessum málaflokki.

Bæjarstjórn - 405. fundur - 09.12.2021

Lagðar fram fundargerðir starfshóps um stefnumörkun í málefnum einstaklinga 60 ára í Stykkishólmi. Hópurinn mætti til fundar á 634. fundi bæjarráðs og gerði grein fyrir vinnu sinni og drögum að tillögum starfshópsins og tók bæjarráð undir megináherslur starfshópsins, með fyrirvara um endanlegar tillögur og skýrslu hópsins.
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð - 636. fundur - 21.02.2022

Magnus Ingi Bæringsson og Sumarliði Ásgeirsson komu inn á fundinn.
Lögð fram drög að lokaskýrslu starfshóps um stefnumörkun Stykkishólmsbæjar í málefnum einstaklinga 60 ára og eldri. Magnús Ingi Bæringsson, æskulýðs- og tómstundafulltrúi, og Sumarliði Ásgeirsson koma til fundar við bæjarráð fyrir hönd starfshópsins og gera grein fyrir skýrslunni og vinnu hópsins.
Magnús Ingi Bæringsson og Sumarliði Ásgeirsson komu inn á fundinn og gerðu grein fyrir skýrslunni og svöruðu spurningum.

Lokaskýrsla verður tekin fyrir í bæjarráði þegar hún liggur fyrir og er málinu vísað til þeirrar vinnslu.
Magnus Ingi og Sumarliði véku af fundi.

Bæjarráð - 639. fundur - 07.04.2022

Lögð fram skýrsla starfshóps um stefnumörkun Stykkishólmsbæjar í málefnum einstaklinga 60 ára og eldri.
Bæjarráð þakkar starfshópnum fyrir góða vinna og vísar skýrslunni til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 410. fundur - 20.04.2022

Lögð fram skýrsla starfshóps um stefnumörkun Stykkishólmsbæjar í málefnum einstaklinga 60 ára og eldri. Bæjarráð þakkaði starfshópnum, á 639. fundi sínum, fyrir góða vinnu og vísaði skýrslunni til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn þakkar fyrir velunna skýrslu og tekur undir áherslur sem koma fram í skýrslunni.

Öldungaráð - 1. fundur - 28.11.2022

Lagðar fram fundargerðir starfshóps um stefnumörkun í málefnum einstaklinga 60 ára og eldri í Stykkishólmi.
Fundargerðir starsfhópsins lagðar fram til kynningar.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 7. fundur - 19.01.2023

Bæjarstjóri gerir grein fyrir vinnu sem fram hefur farið að stofnun Miðstöðvar öldrunarþjónustu, sem gert er ráð fyrir að verði sett á fót á árinu 2023 í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins á grunni stefnumörkunar í málefnum einstaklinga 60 ára og eldri í sveitarfélaginu. Þá eru lögð fram drög að auglýsing um stöðu forstöðumanns Miðstöðvar öldrunarþjónustu í sveitarfélaginu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að auglýsa stöðu forstöðumanns Miðstöðvar öldrunarþjónustu í sveitarfélaginu og ræða við Félags- og skólaþjónustuna varðandi yfirfærslu stuðningsþjónustu til miðstöðvarinnar, bæjarráð vísar afgreiðslunni til staðfestingar í bæjarstjórn.

Ungmennaráð - 2. fundur - 23.01.2023

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi gerir grein fyrir vinnu starfshóps um stefnumörkun í málefnum einstaklinga 60 ára og eldri ásamt framtíðarhorfum í öldrunarþjónustu í sveitarfélaginu.
Ákveðið var að fresta þessum lið til næsta fundar.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 9. fundur - 26.01.2023

Á 7. fundi bæjarráðs fól bæjaráð bæjarstjóra að aurglýsa stöðu forstöðumanns miðstöðvar öldrunarþjónustu. Í samræmi við afgreiðslu bæjarráðs er lögð fram tillaga að bókun bæjarstjórnar, áætlun um ráðningu forstöðumanns miðstöðvar öldrunarþjónustu ásamt auglýsingu. Áætlunin gerir ráð fyrir að bæjarstjórn taki ákvörðun um ráðningu en að bæjarstjóra sé falinn undirbúningur ákvörðunar með aðstoð ráðgjafa frá Attentus.
Stofnað er nýtt starf forstöðumanns öldrunarþjónustu.

Breytingartillaga bæjarstjóra:
Forseta bæjarstjórnar og bæjarstjóra er í sameiningu falið að annast undirbúning ráðningar forstöðumanns miðstöðvar öldrunarþjónustu, í samvinnu við hæfninefnd sem skipuð verður aðalmönnum í bæjarráði, með hliðsjón af áætlun um ráðningu skólastjóra og framlagðri áætlun og gera tillögu að ráðningu til bæjarstjórnar.

Samþykkt með fjórum atkvæðum þrír sátu hjá

Til máls tóku:HH,JBSJ,SIM,EF og RHS

Fundarhlé.

Tillaga:

Undirrituð leggja til að fresta málinu þangað til að þeir þættir sem tilgreindir
eru í meðfylgjandi greinargerð liggja fyrir.

Greinargerð:
Undirrituð fagna því að verið sé að skoða hvernig hægt sé að bæta
öldrunaþjónustu á vegum sveitarfélagsins. Við teljum að byrjað sé á röngum
enda með því að auglýsa eftir forstöðumanni núna. Fyrst þarf að fara í
stefnumörkun á hlutverki miðstöðvar öldrunarþjónustu, hvaða þjónusta verði
veitt, hver umsvif og mannaforráð verða á stofnuninni, hvernig samskiptum og
verkaskiptingu við HVE og Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga verði háttað.
Einnig þarf að liggja fyrir hvaða kostnaðarauki felst í stofnun miðstöðvarinnar
til næstu 3-4 ára. Að þessu loknu er hægt að gera starfslýsingu/ar fyrir
stofnunina.
Í fyrra skilaði starfshópur um öldrunarþjónustu á Vesturlandi skýrslu til SSV
um málaflokkinn. Í kjölfarið var Guðjón Brjánsson ráðinn sem ráðgjafi SSV til
að vinna að frekari útfærslum á tillögum hópsins. Einnig er í gangi
endurskoðun á öldrunarþjónustu á landsvísu og munu forsvarsmenn þess
funda ásamt Guðjóni með sveitarstjórnarfólki og lykilaðilum í málaflokknum á
Vesturlandi, þ.á.m. Félags- og skólaþjónustu og HVE, föstudaginn 3. febrúar.
Þessi fundur og áframhaldandi vinna þessara aðila munu gefa mikilvægar
upplýsingar um hvernig við mótum öldrunarþjónustu til framtíðar.
Íbúalistinn
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Kristján Hildibrandsson
Erla Friðriksdóttir

Tillaga feld með fjórum atkvæðumgen þremur.

Varatillaga:
Undirrituð leggja til að skipuð verði hæfnisnefnd samsvarandi og við ráðningu skólastjóra til að semja starfslýsingu og meta umsóknir um nýtt starf forstöðumanns á nýrri stofnun.

Íbúalistinn
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Kristján Hildibrandsson
Erla Friðriksdóttir

Ekki greitt atkvæði um varatillögu.

Bæjarstjórn - 14. fundur - 11.05.2023

Lögð fram tillaga að ráðningu forstöðumanns miðstöðvar öldrunarþjónustu í Stykkishólmi sem byggð er á niðurstöðu hæfninefndar og ráðgjafa Attentus.
Bæjarstjórn samþykkir að ráða að Rannveigu Ernudóttir í starf forstöðumanns miðstöðvar öldrunarþjónustu í Stykkishólmi í samræmi við niðurstöðu hæfninefndar og ráðgjafa Attentus.

Velferðar- og jafnréttismálanefnd - 3. fundur - 04.12.2023

Rannveig Ernudóttir, forstöðumaður Höfðaborgar, kemur til fundar og gerir grein fyrir starfi Höfðaborgar og stefnumörkun í málefnum eldra fólks í Stykkishólmi.
Magnús Ingi Bæringsson, tómstunda- og æskulýðsfulltrúi, kynnti aðkomu sína að starfsemi öldrunarþjónustu í Stykkishólmi. Á framhaldsfundi kom forstöðumaður Höfðaborgar til fundar við nefndina og gerði grein fyrir starfseminni.

Bæjarráð - 20. fundur - 18.03.2024

Lagðar fram teikningar ásamt umsókn sveitarfélagsins í framkvæmdasjóð aldraðra.
Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni síðunnar?