Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Samtalsfundur vegna fjárhagsáætlunar
Fréttir

Samtalsfundur vegna fjárhagsáætlunar

Boðað er til samtalsfundar mánudaginn 11. desember um fjárhagsáætlun Stykkishólms fyrir tímabilið 2024-2027 þar sem bæjarstjóri mun í samtali við viðstadda gera grein fyrir markmiðum fjárhagsáætlunar og helstu áherslum.
08.12.2023
Boðskort á útskrift FSN 20. desember 2023
Fréttir

Boðskort á útskrift FSN 20. desember 2023

Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga verður haldin miðvikudaginn 20. desember í hátíðarsal skólans í Grundarfirði. Hátíðin hefst kl.14:00 og að henni lokinni verða kaffiveitingar í boði skólans. Allir velunnarar skólans eru velkomnir.
08.12.2023
Verksamningur undirritaður
Fréttir

Ritað undir verksamning vegna Víkurhverfis

Miðvikudaginn 27. september síðastliðinn var verksamningur vegna Víkurhverfis undirritaður. Samningsaðilar eru Sveitarfélagið Stykkishólmur, Veitur ofh., Míla hf., Rarik ohf. sem saman eru verkkaupar og kaupa vinnu af BB og Synir ehf. en BB var eina fyrirtækið sem bauð í verkið. Fyrsta tilboði var þó hafnað þar sem tilboðið var 30,5% yfir kostnaðaráætlun. Á grundvelli viðræðna lagði BB fram endurskoðað tilboð, sem var 15,7% yfir kostnaðaráætlun en því var jafnframt hafnað. Frekari viðræður aðila leiddu til þess að BB lagði fram nýtt tilboð sem var 5,4% yfir kostnaðaráætlun og var gengist við því.
04.12.2023
Opin skrifstofa SSV í Stykkishólmi
Fréttir

Opin skrifstofa SSV í Stykkishólmi

Helga atvinnuráðgjafi og Sigursteinn menningarfulltrúi verða með opnar skrifstofurí Stykkishólmi og Grundarfirði 12. desember næstkomandi á eftirfarandi tímum: Sögumiðstöðin í Grundarfirði kl. 10:00 - 14:00, Ráðhúsið í Stykkishólmi kl. 10:00 - 15:00.
01.12.2023
Getum við bætt efni síðunnar?