Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Brenna í Stykkishólmi.
Fréttir

Þrettándabrenna föstudaginn 6. janúar

Á þrettándanum kveðjum við jólahátíðina, síðasti jólasveinninn heldur til fjalla og spyrst þá ekkert til þeirra bræðra fyrr en um næstu jól. Kveikt verður í þrettándabrennu við Vatnsás fyrir innan tjaldsvæðið föstudaginn 6. janúar. Útlit er fyrir rólega og hagstæða vindátt en verði breyting þar á sem setur stirk í reikninginn verður tilkynnt um það á vefsíðu sveitarfélagsins. Þrettándagleðin hefst kl. 17.30 við golfskálann.
05.01.2023
Einar Marteinn við störf hjá Gámafélaginu
Fréttir

Sorphirðudagatal og flokkunarleiðbeiningar

Sorphirðudagatal fyrir árið 2023 er komið út og má nálgast það hér að neðan. Einnig eru komnar uppfærðar flokkunarleiðbeiningar í takt við nýja flokkunarkerfið sem innleitt verður um allt land á þessu ári. En eins og íbúum er kunnugt um tók sameinað sveitarfélag Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fjórðu tunnuna í notkun 21. desember sl.
05.01.2023
Atvinnuráðgjafi og menningarfulltrúi SSV í Stykkishólmi ásamt fulltrúa áfangastaða- og markaðsstofu
Fréttir

Atvinnuráðgjafi og menningarfulltrúi SSV í Stykkishólmi ásamt fulltrúa áfangastaða- og markaðsstofu

Helga Guðjónsdóttir atvinnuráðgjafi SSV, Sigursteinn Sigurðsson menningarfulltrúi SSV og Kristján Guðmundsson fulltrúi áfangastaða- og markaðsstofu Vesturlands verða í Ráðhúsinu í Stykkishólmi þriðjudaginn 3. janúar kl. 10:00 – 11:30. Áhugasamir eru hvattir til að nýta sér þjónustu þeirra.
03.01.2023
Getum við bætt efni síðunnar?