Fréttir
Þrettándabrenna föstudaginn 6. janúar
Á þrettándanum kveðjum við jólahátíðina, síðasti jólasveinninn heldur til fjalla og spyrst þá ekkert til þeirra bræðra fyrr en um næstu jól. Kveikt verður í þrettándabrennu við Vatnsás fyrir innan tjaldsvæðið föstudaginn 6. janúar. Útlit er fyrir rólega og hagstæða vindátt en verði breyting þar á sem setur stirk í reikninginn verður tilkynnt um það á vefsíðu sveitarfélagsins. Þrettándagleðin hefst kl. 17.30 við golfskálann.
05.01.2023