Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Lausir hundar á Kerlingarfjalli, fjarri íbúabyggð.
Fréttir

Vegna umræðu um hundahald

Í ljósi umræðu um hundahald í Stykkishólmi er vakin athygli á því að samkvæmt samþykkt um hundahald í Stykkishólmsbæ er hundahald í bænum óheimilt nema að fengnu leyfi og bundið þeim skilyrðum sem nánar eru tilgreind í samþykktinni.
04.10.2022
Grettir Sterki við höfn í Stykkishólmi.
Fréttir

Dráttarskipið Grettir Sterki í Stykkishólmi

Í gær var sagt frá því á vef Stykkishólmsbæjar að dráttarskipið Grettir Sterki væri á leið til Stykkishólms. Skipið er nú komið á leiðarenda og liggur við Stykkishólmshöfn. Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar hefur ítrekað lagt þunga áherslu á að annað skip hefji siglingar yfir Breiðafjörð sem allra fyrst þar sem núverandi ferja standist ekki nútímakröfur. Að öðrum kosti hefur bæjarstjórn lagt til að dráttarbátur verði staðsettur í Stykkishólmshöfn til að tryggja betur öryggi sjófarenda á Breiðafirði.
04.10.2022
Dansýning kl. 12.30 í dag, 4. okt.
Fréttir

Danssýning Grunnskólans í Stykkishómi

Danssýning Grunnskólans í Stykkishólmi fer fram í íþróttamiðstöðinni kl. 12.30 í dag, þriðjudaginn 4. október. Sýningin er opin öllum. Undanfarin misseri hefur dansskóli Jóns Péturs og Köru sinnt danskennslu við grunnskólann og leikskólann í Stykkishólmi. Danssýningin er á mörgum heimilum mikið tilhlökkunarefni, en hún er einskonar uppskeruhátíð danskennslunar og markar jafnframt lok hennar þetta árið.
04.10.2022
Grettir Sterki verður til taks ef á þarf að halda.
Fréttir

Grettir Sterki á leið í Stykkishólm

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar hefur ítrekað lagt þunga áherslu á að annað skip hefji siglingar yfir Breiðafjörð sem allra fyrst þar sem núverandi ferja standist ekki nútímakröfur. Að öðrum kosti hefur bæjarstjórn lagt til að dráttarbátur verði staðsettur í Stykkishólmshöfn til að tryggja betur öryggi sjófarenda á Breiðafirði.
03.10.2022
St. franciskusspítali myndaður frá Dauðsmannsvík
Fréttir

Bólusett gegn inflúensu á Heilsugæslunni í Stykkishólmi

Bólusett verður gegn inflúensu á Heilsugæslunni í Stykkishólmi dagana 3.- 4. október og 10.- 11. október kl. 12:30 - 14:00. Ekki þarf að panta tíma fyrir bólusetninguna. Þá býður Heilsugæslan fyrirtækjum einnig að hafa samband og fá hjúkrunarfræðing á sinn vinnustað til að bólusetja starfsfólk.
29.09.2022
Málþingið
Fréttir

Málþing í Vatnasafni 1. október

Málþing á vegum Vitafélagsins - íslenskrar strandmenningar í samstarfi við heimamenn og menningar- og viðskiptaráðuneytið verður haldið laugardaginn 1. október í Vatnasafninu Stykkishólmi, Bókhlöðustíg 19 kl. 13:30 - 16:00. Málþingið ber yfirskriftina Verkþekking við sjávarsíðuna - arfur til auðs. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
27.09.2022
Það er ekki nóg að drekka bara malt til að viðhalda góðri heilsu.
Fréttir

Heilsudagar í Hólminum framundan

Í tilefni af Íþróttaviku Evrópu hefur verið sett saman stútfull dagskrá af íþrótta- og heilsutengdum viðburðum í Stykkishólmi dagana 23. - 30. september 2022. Markmið Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna þannig við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Íþróttavikan er ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Íbúar hvattir til að taka þátt og finna sína hreyfingu til framtíðar.
22.09.2022
Landsmót Samfés 2022 fer fram í Stykkishólmi
Fréttir

Landsmót Samfés í Stykkishólmi

Landsmót Samfés fer fram í Stykkishólmi dagana 7. - .9 október næstkomandi. Á mótinu koma saman ungmenni á aldrinum 13-16 ára frá félagsmiðstöðvum um allt land. Hver félagsmiðstöð getur skrá fjóra þátttakendur til leiks og er búist við að um 300-350 ungmenni sæki mótið í Stykkishólmi. Mótshaldara hverju sinni gefst tækifæri til að kynna sitt sveitarfélag fyrir ungmennum og þá þjónustu og afþreyingu sem þar er í boði. 
22.09.2022
4. fundur bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar
Fréttir

4. fundur bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar

Fjórði fundur bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fer fram fimmtudaginn 22. september kl. 17:00 í bæjarstjórnarsal.
20.09.2022
Íslenska sauðkindin er af mörum talin sú fegursta á hnettinum.
Fréttir

Réttað í Arnarhólsrétt

Nú þegar haustið er gengið í garð er kominn tími á göngur og réttir hjá sauðfjárbænum landsins. Réttað verður í Arnarhólsrétt í Helgafellssveit sunnudaginn 18. september 2022 
16.09.2022
Getum við bætt efni síðunnar?