Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Jón Beck, verkstjóri Þjónustumiðstöðvar, styður sig við skóflu.
Þjónusta

Rotþrær í Helgafellssveit tæmdar

Með sameiningu Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar bættist fjöldi nýrra verkefna á starfsmenn sveitarfélagsins. Unnið er nú að einu slíku en þessar dagana standa starfsmenn Þjónustumiðstöðvar í ströngu við að tæma allar rotþrær í Helgafellssveit. Gert er ráð fyrir að því verkefni verði lokið  fyrir næstu helgi.
14.09.2022
Súgandisey í septemberklæðunum.
Fréttir

Opið fyrir styrkumsóknir bæjarstjórnar

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar auglýsir eftir styrkumsóknum frá einstaklingum og fyrirtækjum í samræmi við reglur Stykkishólmsbæjar um styrkveitingar. Markmiðið með styrkjum bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar er að styðja við sjálfsprottið starf, starfsemi frjálsra félagasamtaka og framtak einstaklinga sem stuðla að farsælli þróun samfélagsins, menningarlífs, lífsgæðum og fjölbreytilegu mannlífi og öflugu íþrótta- og æskulýðsstarfi.
09.09.2022
Haraldur Thorlacius sópar sparkvöllinn.
Lífið í bænum

Sparkvöllurinn sópaður

Unnið er nú að því að bæta aðstöðu knattspyrnuiðkenda á sparkvellinum við íþróttamiðstöðina. Lítill götusópur hefur farið yfir völlinn í þeim tilgangi að sópa upp kurlinu sem hefur reynst mörgum þreytandi. Með því að sópa völlinn og þrífa er vonast til þess að losna við eða draga úr þeirri svertu sem berst í föt knattspyrnuiðkenda.
08.09.2022
Koppalogn í Stykkishólmi
Þjónusta

Heilsuefling 60+ hefst á ný

Heilsuefling 60+ hefst á ný þriðjudaginn 6. september eftir sumarfrí. Fyrsti tími fer fram í íþróttahúsinu kl. 12:30-13:30. Áhugasömum íþróttaiðkendum er bent á facebooksíðu heilsueflingar 60+. En þar má finna tímatöflu og allar helstu upplýsingar.
05.09.2022
Septemberblíðan í Stykkishólmi
Þjónusta

Atvinnuráðgjafi og menningarfulltrúi SSV í Stykkishólmi ásamt fulltrúa áfangastaða- og markaðsstofu

Helga Guðjónsdóttir atvinnuráðgjafi SSV, Sigursteinn Sigurðsson menningarfulltrúi SSV og Margrét Björk Björnsdóttir fulltrúi áfangastaða- og markaðsstofu Vesturlands verða í Ráðhúsinu í Stykkishólmi þriðjudaginn 6. september kl. 16:00 – 18:00. Áhugasamir eru hvattir til að nýta sér þjónustu þeirra.
05.09.2022
Stykkishólmsbær og Helgafellssveit
Fréttir

Ný vefsíða sveitarfélagsins komin í loftið

Ný og uppfærð vefsíða sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar hefur nú verið tekin í gagnið. Með nýrri síðu er leitast eftir því að upplýsingar verði aðgengilegri, viðmót auðveldara og nýjar veflausnir nýttar. Fundargerðir eru nú felldar inn í síðuna og notendum gefin kostur á að vakta málsnúmer. Síðan er unnin upp úr gömlu vefsíðu Stykkishólmsbæjar og á víða eftir að uppfæra texta í kjölfar sameiningar Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar en það verður gert þegar nafn nýja sveitarfélagsins liggur fyrir.
30.08.2022
Staða forstöðumanns Ásbyrgis í Stykkishólmi laus til umsóknar
Fréttir

Staða forstöðumanns Ásbyrgis í Stykkishólmi laus til umsóknar

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir laust til umsóknar starf forstöðumanns Ásbyrgis, hæfingar - og vinnustöðvar fólks með skerta starfsgetu. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Skriflegar umsóknir um starfið er tilgreini menntun, starfsferil og umsagnaraðila ásamt prófskírteini og sakavottorði berist Sveini Þór Elínbergssyni, forstöðumanni Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, sem jafnframt veitir frekari upplýsingar
22.08.2022
Vinnuskólinn hefur lokið störfum í sumar
Fréttir

Vinnuskólinn hefur lokið störfum í sumar

Föstudagurinn 12. ágúst síðastliðinn var síðasti vinnudagur sumarsins hjá vinnuskólanum. Af þvi tilefni var ungmennum komið á óvart og boðið á kayak, farið í leiki og grillað í lok dags.
18.08.2022
Norðurljósahátíð í október
Fréttir

Norðurljósahátíð í október

Menningarhátíðin Norðurljósin verður haldin í sjötta sinn í Stykkishólmi dagana 20. - 23. október 2022. leitað er að aðilum sem hafa áhuga á að standa fyrir viðburðum, sýningum, skemmtunum og gjörningum, hvort heldur sem eru einstaklingar, skólar, félagasamtök eða fyrirtæki. Einnig eru þeir sem hafa hugmyndir eða áhuga á að koma sér eða öðrum á framfæri hvattir til að hafa samband við nefndina.
17.08.2022
Skólasetning
Fréttir

Skólasetning

Skólinn verður settur miðvikudaginn 24. ágúst á Amtsbókasafninu sem hér segir: 1. - 7. bekkur kl. 10 8. - 10. bekkur kl. 11
15.08.2022
Getum við bætt efni síðunnar?