Fréttir
Opið hús vegna skipulagslýsingar fyrir Skipavíkursvæðið
Miðvikudaginn 14. desember eftir hádegi verður opið hús á skrifstofu umhverfis- og skipulagssviðs á 2. hæð í Ráðhúsinu frá kl. 12:00 til kl. 17:00 vegna fyrirhugaðrar deiliskipulagsgerðar fyrir hafnarsvæðið við Skipavík. Kristín Þorleifsdóttir, skipulagsfulltrúi, verður á staðnum og svarar spurningum og tekur við ábendingum.
12.12.2022