Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Umhverfisverðlaun 2021 - Tilnefningar um snyrtilegasta umhverfið frá íbúum
Fréttir

Umhverfisverðlaun 2021 - Tilnefningar um snyrtilegasta umhverfið frá íbúum

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd Stykkishólmsbæjar óskar eftir tilnefningum frá íbúum vegna umhverfisverðlauna Stykkishólmsbæjar 2021, en viðurkenningin er veitt í fyrsta sinn nú í ár og verða viðurkenningar til einstaklinga veittar í umhverfisgöngunni sem fram fer dagana 9. til 12. ágúst nk.
26.07.2021
Auglýsing um skipulagsbreytingu á deiliskipulagi við Nónvík Stykkishólmi
Fréttir

Auglýsing um skipulagsbreytingu á deiliskipulagi við Nónvík Stykkishólmi

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar samþykkti þann 24. júní 2021 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Nónvík við Hjallatanga 48 Stykkishólmi. Tillagan er auglýst samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
21.07.2021
Nýtt götukort af bænum
Fréttir

Nýtt götukort af bænum

Félag atvinnulífs í Stykkishólmi hefur látið útbúa handteiknað götukort af bænum.
16.07.2021
Mikil ánægja með siglinganámskeið sem lýkur á morgun með gleði á bryggjunni
Fréttir

Mikil ánægja með siglinganámskeið sem lýkur á morgun með gleði á bryggjunni

Undanfarnar tvær vikur hefur staðið yfir siglinganámskeið á vegum Siglingaklúbbs Snæfells fyrir börn á aldrinum 10-15 ára. Á námskeiðinu hefur verið lögð áhersla á undurstöðuatriði við að sigla Topas seglbátum sem eru í eigu Siglingaklúbbsins auk þess sem börnin hafa fengið að sigla kayak og lært almenna umgengni við sjóinn.
15.07.2021
Fyrsta skóflustunga tekin að viðbyggingu Leikskólans í Stykkishólmi
Fréttir

Fyrsta skóflustunga tekin að viðbyggingu Leikskólans í Stykkishólmi

Í dag var tekin fyrsta skóflustunga að nýrri leikskóladeild við Leikskólann í Stykkishólmi. Verkefnið felst í því að fullbyggja nýju deildina að innan sem utan með innréttingum, og öllum tilheyrandi frágangi og skila tilbúnu til notkunar, en stefnt er að verklokum í lok febrúar 2022. Fyrstu skóflustunguna tók Hrafnhildur Hallvarðsdóttir, forseti bæjarstjórnar, með dyggri aðstoð barnabarns síns Sumarliða Lima sem jafnframt er væntanlegur nemandi í skólanum.
15.07.2021
Hinseginhátíð Vesturlands haldin í fyrsta sinn
Fréttir

Hinseginhátíð Vesturlands haldin í fyrsta sinn

Félagið Hinsegin Vesturland var stofnað 11. febrúar 2021. Tilgangur félagsins er að auka sýnileika, stuðning og fræðslu og efla tengslanet hinsegin fólks á Vesturlandi, auk aðstandenda þeirra og velunnara. Félagið stendur fyrir Hinseginhátíð Vesturlands sem fram fer í fyrsta sinn nú um helgina, 9. - 11. júlí, í Borgarnesi.
08.07.2021
Sundlaugin opin á ný
Fréttir

Sundlaugin opin á ný

Búið er að opna Sundlaugina aftur en henni var lokað fyrr í dag vegna bilunar.
08.07.2021
Framkvæmdir við körfuboltavöll á skólalóð
Fréttir

Framkvæmdir við körfuboltavöll á skólalóð

Framkvæmdir við nýjan körfuboltavöll á lóð Grunnskólans í Stykkishólmi hófust í gær, 6. júlí, þegar félagar í Umf. Snæfell mættu til að taka niður það sem eftir stóð af Hreystivellinum, en þar mun rísa nýr og glæsilegur körfuboltavöllur.
07.07.2021
Ungmenni í vinnuskólanum bera efni í göngustíga í Grensás.
Fréttir

Nýjar gönguleiðir í Grensás

Stykkishólmsbær og Skógræktarfélag Stykkishólms hafa síðast liðin tvö ár unnið saman að framtíðarsýn og uppbyggingu á skógræktarsvæðinu við Grensás með það að markmiði að auka útivistarmöguleika í nálægð við Stykkishólm.
05.07.2021
Umhverfisverðlaun veitt í umhverfisgöngu í ágúst
Fréttir

Umhverfisverðlaun veitt í umhverfisgöngu í ágúst

Umhverfisgangan í Stykkishólmi fer fram dagana 9. til 12. ágúst nk. þar sem bæjarstjóri ásamt formönnum umhverfis- og náttúrverndarnefndar og skipulags- og byggingarnefndar Stykkishólmsbæjar, ásamt öðrum fulltrúum bæjarins, munu ganga með íbúum um hverfi Stykkishólmsbæjar og huga að nánasta umhverfi.
05.07.2021
Getum við bætt efni síðunnar?