Fréttir
Opinn kynningar- og samráðsfundur fyrir íbúa Stykkishólms
Opinn kynningar- og samráðsfundur fyrir íbúa Stykkishólms verður haldinn miðvikudaginn nk., 6. október, kl. 17:00 í sal Amtsbókasafnsins. Á fundinum kynnir starfshópur um stefnumörkun Stykkishólmsbæjar í málefnum einstaklinga 60 + helstu markmið með skipan starfshópsins. Starfshópurinn óskar jafnframt eftir ábendingum sem gætu veitt starfshópnum gott veganesti. Fundurinn er opinn öllum.
04.10.2021