Æskulýðs- og íþróttanefnd (SH)
Dagskrá
1.Yfirferð tómstunda- og æskulýðsfulltrúa
Málsnúmer 2311013Vakta málsnúmer
Íþrótta- og tómstundafulltrúi fer yfir helstu verkefni, stöðu og þróun í þeim málaflokkum sem undir hann heyra.
2.Heilsudagar í Hólminum
Málsnúmer 2309017Vakta málsnúmer
Lögð fram dagskrá Heilsudaga í Hólminum, sem haldnir voru dagana 22.?30. september í tilefni Íþróttaviku Evrópu.
Æskulýðs- og íþróttanefnd fagnar þeim metanaði sem endurspeglagst í dagskrá heilsudaga í Hólminum sem er í samræmi við áherslur nefndarinnar í þessum málaflokki.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
3.Viti í Víkurhverfi
Málsnúmer 2401036Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga Gunnlaugs Lárussonar um endurbyggingu vita ofan við Daddavík í þeim tilgangi að varðveita sögu svæðisins og þeirra sem sinntu vitanum.
Skipulagsnefnd taldi, á 19. fundi sínum, framlagða tillögu áhugaverða og lagði til að hún verði skoðuð sérstaklega í tengslum við yfirstandandi hugmyndavinnu um gönguleiðir í Stykkishólmi. Bæjarráð staðfesti á 19. fundi sínum afgreiðslu skipulagsnefndar.
Málið er lagt fyrir æskulýðs- og íþróttanefnd m.t.t. áherslu á tengingu við gönguleiðir.
Skipulagsnefnd taldi, á 19. fundi sínum, framlagða tillögu áhugaverða og lagði til að hún verði skoðuð sérstaklega í tengslum við yfirstandandi hugmyndavinnu um gönguleiðir í Stykkishólmi. Bæjarráð staðfesti á 19. fundi sínum afgreiðslu skipulagsnefndar.
Málið er lagt fyrir æskulýðs- og íþróttanefnd m.t.t. áherslu á tengingu við gönguleiðir.
Æskulýðs- og íþróttanefnd lýsir yfir jákvæðni í garð verkefnisins og hvetur til þess að sett verði upp fræðsluskilti við gönguleiðir þar sem umræddir vitar voru staðsettir.
4.Samningur við Snæfell
Málsnúmer 1905032Vakta málsnúmer
Lögð fram beiðni formanns UMF Snæfells um endurskoðun á samningi félagsins við sveitarfélagið.
Bæjarráð vísaði, á 38. fundi sínum, tillögum að breytingum á samningnum til umfjöllunar hjá nefndinni.
Bæjarráð vísaði, á 38. fundi sínum, tillögum að breytingum á samningnum til umfjöllunar hjá nefndinni.
Æskulýðs- og íþróttanefnd leggur áherslu á mikilvægi þess starfs sem unnið er hjá UMF Snæfell og mikilvægi þess að styðja vel við það starf. Nefndir telur mikilvægt að vinna málið áfram í samvinnu við félagið með þeim áherslum sem ræddar voru á fundinum, svo sem hvað það felur í sér að vera fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Hvað er það sem félagið uppfyllir nú þegar og hverju þarf að bæta við. Varðandi aðra liði telur nefndin að félagið, skólinn og íþróttamiðstöðin geti auðveldlega fundið lausn á þeim málum.
Nefndin felur formanni að koma því sem rætt var á framfæri við bæjarráð.
Nefndin felur formanni að koma því sem rætt var á framfæri við bæjarráð.
5.Stefna í íþróttamálum m.t.t. uppbyggingar íþróttatengdra mannvirkja
Málsnúmer 1905025Vakta málsnúmer
Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi fer yfir stöðu þeirra framkvæmda sem átt hafa sér stað á árinu og gerir jafnframt grein fyrir fyrirhuguðum verkefnum í uppbyggingu íþrótta- og tómstundamannvirkja.
Í samræmi við erindisbréf nefndarinnar felst í verkefni hennar að gera tillögur til bæjarstjórnar um gerð, þróun og staðsetningu nýrra mannvirkja fyrir íþrótta- og tómstundastarf, auk tillagna um rekstur þeirra eftir því sem við á. Á þeim grunni verður tekin til umræðu heildarstefna í íþróttamálum sveitarfélagsins, með sérstakri áherslu á framtíðarsýn, forgangsröðun framkvæmda og mögulegar leiðir til uppbyggingar íþróttatengdra mannvirkja.
Jafnframt verða kynntar frumhugmyndir sem varða mögulega uppbyggingu til framtíðar, en bæjarstjórn skipaði starfshóp í apríl 2024 til að móta stefnu í íþróttamálum í Stykkishólmi með áherslu á langtímauppbyggingu og forgangsröðun verkefna í samræmi við erindisbréf hópsins.
Málið er tekið til umræðu í nefndinni í samræmi við hlutverk hennar samkvæmt erindisbréfi.
Í samræmi við erindisbréf nefndarinnar felst í verkefni hennar að gera tillögur til bæjarstjórnar um gerð, þróun og staðsetningu nýrra mannvirkja fyrir íþrótta- og tómstundastarf, auk tillagna um rekstur þeirra eftir því sem við á. Á þeim grunni verður tekin til umræðu heildarstefna í íþróttamálum sveitarfélagsins, með sérstakri áherslu á framtíðarsýn, forgangsröðun framkvæmda og mögulegar leiðir til uppbyggingar íþróttatengdra mannvirkja.
Jafnframt verða kynntar frumhugmyndir sem varða mögulega uppbyggingu til framtíðar, en bæjarstjórn skipaði starfshóp í apríl 2024 til að móta stefnu í íþróttamálum í Stykkishólmi með áherslu á langtímauppbyggingu og forgangsröðun verkefna í samræmi við erindisbréf hópsins.
Málið er tekið til umræðu í nefndinni í samræmi við hlutverk hennar samkvæmt erindisbréfi.
Æskulýðs- og íþróttanefnd fagnar þeim mikilvægu framkvæmdum sem fram hafa farið á árinu og lýsir yfir ánægju yfir því hversu vel var tekið í áherslur nefndarinnar við vinnu við fjárhagsáætlun síðasta haust og mikilvægi þess að halda áfram að vera leiðandi og metnaðarfull í íþrótta og tómstundastarfi.
Æskulýðs- og íþróttanefnd leggur áherslu á mikilvægi þeirra verkefna sem tómstunda- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir á fundinum.
Æskulýðs- og íþróttanefnd leggur jafnframt áherslu á mikilvægi þess að gert verði ráð fyrir stefnumörkun stafshópsins í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins til skemmri og lengri tíma.
Æskulýðs- og íþróttanefnd leggur áherslu á mikilvægi þeirra verkefna sem tómstunda- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir á fundinum.
Æskulýðs- og íþróttanefnd leggur jafnframt áherslu á mikilvægi þess að gert verði ráð fyrir stefnumörkun stafshópsins í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins til skemmri og lengri tíma.
6.Barnvæn sveitarfélög
Málsnúmer 2510023Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá UNICEF á Íslandi sem hefur nú opnað fyrir umsóknir um þátttöku í verkefninu Barnvæn sveitarfélög.
Bæjarráð vísaði erindinu, á 37. fundi sínum, til umsagnar í æskulýðs- og íþróttanefnd og ungmennaráði.
Bæjarráð vísaði erindinu, á 37. fundi sínum, til umsagnar í æskulýðs- og íþróttanefnd og ungmennaráði.
Æskulýðs- og íþróttanefnd tekur jákvætt í erindið, en telur að farsælast yrði ef sveitarfélögin á Snæfellnsesi myndu vinna saman að þessu verkefni og í því sambandi gæti verið skynsamlegt að tengja það við farsæld barna.
7.Gjaldskrár 2026
Málsnúmer 2510019Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að gjaldskrám sveitarfélagsins fyrir árið 2026. Bæjarráð samþykki gjaldskrár, á 37. fundi sínum, og vísaði þeim til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Á 41. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn gjaldskrár fyrir Sveitarfélagið Stykkishólm fyrir árið 2026 og vísaði þeim til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Á 41. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn gjaldskrár fyrir Sveitarfélagið Stykkishólm fyrir árið 2026 og vísaði þeim til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Æskulýðs og íþróttanefnd leggur til að staka gjaldið fyrir sundferð hjá fullorðnum verði hækkað upp í 1750. Eins leggur nefndin til hækkun á 10 miða korti upp í 12500 kr. Leggur nefndin þess í stað til að fjölskyldu árskortin verði ekki hækkuð.
Miklar framkvæmdir hafa átt sér stað við sundlaugina og aðbúnaður bættur til muna og fagnar nefndin því.
Æskulýðs- og íþróttanefnd gerir að öðru leyti ekki athugasemdir við fyrirliggjandi gjaldskrár.
Miklar framkvæmdir hafa átt sér stað við sundlaugina og aðbúnaður bættur til muna og fagnar nefndin því.
Æskulýðs- og íþróttanefnd gerir að öðru leyti ekki athugasemdir við fyrirliggjandi gjaldskrár.
8.Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2026-2029
Málsnúmer 2510020Vakta málsnúmer
Fjárhagsáætlun 2026-2029 lögð fram. Bæjarráð samþykkti fjárhagsáætlun 2026-2029, á 37. fundi sínum, og vísaði henni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Á 41. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms fyrir árin 2026-2029 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Á 41. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms fyrir árin 2026-2029 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Æskulýðs- og íþróttanefnd telur mikilvægt að bæta lýsingu í íþróttahúsinu og fara í þær framkvæmdir sem brýnastar eru og halda þannig áfram að sinna góðu viðhaldi á okkar íþróttamannvirkjum.
Æskulýðs- og íþróttanefnd gerir að öðru leyti ekki athugasemdir við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.
Æskulýðs- og íþróttanefnd gerir að öðru leyti ekki athugasemdir við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.
Fundi slitið - kl. 22:05.
Lagt fram til kynningar.