Fara í efni

Sögu og menningararfur í Stykkishólmsbæ/Menningartengd ferðaþjónusta

Málsnúmer 1905057

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 1. fundur - 28.05.2019

Lagður fram hugmyndalisti að menningartengum viðburðum þar sem meðal annars eru hugmyndir sem tengjast menningartengdri ferðaþjónustu, ásamt hugmyndum að lagningu göngustíga og skilta við Búðarnes og Hjallatanga, og frekari hugmyndum að skiltum sem eru í vinnslu.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir hugmyndum að menningartengdum viðburðum sem sumir hverjir tengjast menningartengdri ferðaþjónustu. Þá gerir bæjarstjóri jafnframt grein fyrir hugmyndum sem uppi eru um stíga og skiltagerð við Búðarnes og Hjallatanga, þar sem unnið verði með þjóðminjaverndarsvæði og sögu Stykkishólms í samráði við Minjastofnun Íslands, hugmyndum að upplýsingaskilti um kvikmyndina um The Secret Life of Walter Mitty við hafnarsvæðið, upplýsinga- og fræðsluskilti um veðurathuganir í Stykkishólmi, útsýnispall við Súandisey og fleiri hugmyndum sem hafa verið til umræðu.

Nefndin fagnar framkomnum hugmyndum og bendir á að hugmyndir sem tengjast menningartengdri ferðaþjónustu og öðru atvinnulíf verði unnið áfram í samvinnu við Eflingu Stykkishólms.

Safna- og menningarmálanefnd - 108. fundur - 18.10.2019

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra um eflingu átthagafræðslu (þ.m.t. sögu og menningararfs) og menningartengdrar ferðaþjónustu í Stykkishólmi, en nokkrir dagskrárliðir eru til umfjöllunar á fundinum sem tengjast minnisblaði bæjarstjóra.

Í minnisblaðinu kemur fram að efling átthagafræðslu er ein af aðgerðum í menningarstefnu Vesturlands, bæði hvað varðar eflingu átthagafræðslu í leik- og grunnskólum sem og þróun kennsluefnis í átthagafræðslu fyrir alla aldurshópa. Í þessum anda er vert að huga að því að efla átthagafræðslu fyrir íbúa Stykkishólmsbæjar þannig að hún verði aukin með aðgengilegu fræðsluefni og merkingum m.a. um minjar og sögu, byggingarlist, náttúrufar og kennileiti í bæjarlandinu, en þó einkum við göngustíga, gömul hús og á útivistarsvæðum. Gera má jafnframt ráð fyrir því að fræðslan verði á íslensku og ensku og því nýtist í tengslum við menningartengda ferðaþjónustu, en menningartengd ferðaþjónusta nær yfir ýmiss konar afþreyingu í ferðaþjónustu sem byggist á sögu og menningu. Hafa ber jafnframt í huga stýringu á ferðmönnum í þessu sambandi.

Á sama tíma er vert að virkja einstaklinga, félagasamtök og fyrirtæki í þessu sambandi í von um frumkvæði þeirra í þessu sambandi, sem mun án efa bæta og fegra bæjarumhverfið, eftir atvikum í samstarfi við Stykkishólmsbæ, og þannig hvetja til frumkvæðis þeirra við að gera hærra undir höfði með sýnilegum hætti þeirri söguarfleifð sem hér er í Stykkishólmi.

Lagður er fram hugmyndalisti að menningartengum viðburðum þar sem meðal annars eru hugmyndir sem tengjast menningartengdri ferðaþjónustu. Þá eru lagðar fram tillögur að verkefnum sem hægt er að leggja áherslu á, svo sem skilti við gömlu húsin og staði, átthagafræðslu ungmenna, örnefni og fornminjar í Stykkishólmi og söguskilti

Í þessu sambandi eru lagðir jafnframt fram gamlir upplýsingabæklingar m.a. um gömlu húsin í Stykkishólmi, en í því sambandi mun bæjarstjóri kynna hugmyndir um að koma þessum eða svipuðum upplýsingum fram með rafrænum hætti auk þess að setja upp skilti fyrir framan gömlu húsin í bænum með upplýsingum um þau.

Hefur bæjarstjóri óskað eftir afstöðu safna- og menningamálanefndar um fyrirliggjandi hugmyndir um eflingu átthagafræðslu, þ.m.t. að koma á framfæri sögu og menningararfs til íbúa og gesta, og menningartengdrar ferðaþjónustu í Stykkishólmi.
Formaður safna- og menningarmálanefndar fer yfir tilgang minnisblaðsins, en uppruna minnisblaðsins má rekja til ábendinga frá íbúa og minnispunkta bæjarstjóra í kjölfar umræðna og samtala við íbúa um hin ýmsu málefni síðasta vetur. Tilgangur minnisblaðsins er m.a. að vekja athygli nefndarmanna á þeim tækifærum sem standa til boða hér í Stykkishólmi, m.a. í menningarmálum, og þá að hvetja til umræðu og frumkvæðis í þessum efnum. Nú þegar liggja fyrir safna- og menningarmálanefnd nokkur mál sem byggja á umræddu minnisblaði, beint eða óbeint, t.d. lagningu göngustíga ásamt fræðsluskiltum við Búðanes og Hjallatanga þar sem unnið verður með þjóðminjaverndarsvæði á svæðinu, upplýsingaskilti um The Secret Life of Walter Mitty og upplýsinga- og fræðsluskilti um veðurathuganir í Stykkishólmi fyrir framan núverandi veðurathuganarstöð. Þá liggja jafnframt fyrir undir þessum lið hugmyndir að öðrum verkefnum sem hægt er að leggja áherslu á, svo sem skilti við sum gömlu húsanna og aðra staði, svo sem við örnefni og/eða fornminjar í Stykkishólmi sem og önnur söguskilti. Allt eru þetta verkefni sem hægt er jafnframt að leggja til grundvallar við styrkumsóknir bæjarins.

Safna- og menningarmálanefnd tekur minnisblaðið til umfjöllunar og er sammála um að vinna áfram að þessu verkefni, skipuleggja það og ákveða markmið þess og umfang. Samþykkt að vísa málinu til frekari vinnslu í nefndinni.

Safna- og menningarmálanefnd - 109. fundur - 25.11.2019

Formaður safna- og menningarmálanefndar setti fundinn og stjórnaði honum. Í upphafi fundar bar formaður nefndarinnar upp tillögu um að mál 1910024 Norðurljósahátíð 2020 verði tekin af dagskrá fundarins og að tekin verði eftirfarandi mál inn á dagskrá fundarins með afbrigðum, en um er að ræða mál sem á síðasta fundi nefndarinnar stóð til að taka til umfjöllunar á þessum fundi en láðist að boða með dagskrá hans:

- 1909028 - Gjaldskrá Stykkishólmsbæjar
- 1910028 - Fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2021-2023

Er tillagan samþykkt samhljóða. Eru ofangreind mál sett inn sem mál nr. 6 og 7 á dagskránni.
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra um eflingu átthagafræðslu (þ.m.t. sögu og menningararfs) og menningartengdrar ferðaþjónustu í Stykkishólmi, en nokkrir dagskrárliðir eru til umfjöllunar á fundinum sem tengjast minnisblaði bæjarstjóra.

Í minnisblaðinu kemur fram að efling átthagafræðslu er ein af aðgerðum í menningarstefnu Vesturlands, bæði hvað varðar eflingu átthagafræðslu í leik- og grunnskólum sem og þróun kennsluefnis í átthagafræðslu fyrir alla aldurshópa. Í þessum anda er vert að huga að því að efla átthagafræðslu fyrir íbúa Stykkishólmsbæjar þannig að hún verði aukin með aðgengilegu fræðsluefni og merkingum m.a. um minjar og sögu, byggingarlist, náttúrufar og kennileiti í bæjarlandinu, en þó einkum við göngustíga, gömul hús og á útivistarsvæðum. Gera má jafnframt ráð fyrir því að fræðslan verði á íslensku og ensku og því nýtist í tengslum við menningartengda ferðaþjónustu, en menningartengd ferðaþjónusta nær yfir ýmiss konar afþreyingu í ferðaþjónustu sem byggist á sögu og menningu. Hafa ber jafnframt í huga stýringu á ferðmönnum í þessu sambandi.

Á sama tíma er vert að virkja einstaklinga, félagasamtök og fyrirtæki í þessu sambandi í von um frumkvæði þeirra í þessu sambandi, sem mun án efa bæta og fegra bæjarumhverfið, eftir atvikum í samstarfi við Stykkishólmsbæ, og þannig hvetja til frumkvæðis þeirra við að gera hærra undir höfði með sýnilegum hætti þeirri söguarfleifð sem hér er í Stykkishólmi.

Lagður er fram hugmyndalisti að menningartengum viðburðum þar sem meðal annars eru hugmyndir sem tengjast menningartengdri ferðaþjónustu. Þá eru lagðar fram tillögur að verkefnum sem hægt er að leggja áherslu á, svo sem skilti við gömlu húsin og staði, átthagafræðslu ungmenna, örnefni og fornminjar í Stykkishólmi og söguskilti

Í þessu sambandi eru lagðir jafnframt fram gamlir upplýsingabæklingar m.a. um gömlu húsin í Stykkishólmi, en í því sambandi mun bæjarstjóri kynna hugmyndir um að koma þessum eða svipuðum upplýsingum fram með rafrænum hætti auk þess að setja upp skilti fyrir framan gömlu húsin í bænum með upplýsingum um þau.

Á 108. fundi nefndarinnar fór formaður yfir tilgang minnisblaðsins, en uppruna minnisblaðsins má rekja til ábendinga frá íbúa og minnispunkta bæjarstjóra í kjölfar umræðna og samtala við íbúa um hin ýmsu málefni síðasta vetur. Tilgangur minnisblaðsins er m.a. að vekja athygli nefndarmanna á þeim tækifærum sem standa til boða hér í Stykkishólmi, m.a. í menningarmálum, og þá að hvetja til umræðu og frumkvæðis í þessum efnum. Nú þegar liggja fyrir safna- og menningarmálanefnd nokkur mál sem byggja á umræddu minnisblaði, beint eða óbeint, t.d. lagningu göngustíga ásamt fræðsluskiltum við Búðanes og Hjallatanga þar sem unnið verður með þjóðminjaverndarsvæði á svæðinu, upplýsingaskilti um The Secret Life of Walter Mitty og upplýsinga- og fræðsluskilti um veðurathuganir í Stykkishólmi fyrir framan núverandi veðurathuganarstöð. Þá liggja jafnframt fyrir undir þessum lið hugmyndir að öðrum verkefnum sem hægt er að leggja áherslu á, svo sem skilti við sum gömlu húsanna og aðra staði, svo sem við örnefni og/eða fornminjar í Stykkishólmi sem og önnur söguskilti. Allt eru þetta verkefni sem hægt er jafnframt að leggja til grundvallar við styrkumsóknir bæjarins.

Safna- og menningarmálanefnd vísaði málinu til frekari vinnslu í nefndinna og var sammála um að vinna það áfram, skipuleggja og ákveða markmið þess og umfang.
Safna- og menningarmálanefnd hvetur til þess að sótt verði um styrk í Uppbyggingarsjóð Vesturlands í verkefnið "Saga og menning Stykkishólms". Í fyrsta áfanga verður sótt um styrk að skilgreina verkefnið og hvernig menningu og sögu Stykkishólms verði miðlað til heimamanna, ungmenna og gesta (áttahagafræðslu. Í næstu áföngum verður unnið með hönnun og miðlun efnisins.

Safna- og menningarmálanefnd - 111. fundur - 04.11.2020

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra varðandi sögu og menningararfs í Stykkishólmsbæ og aðgerða til að efla átthagafræðslu. Í minnisblaðinu eru tíundaðar hugmyndir að framsetningu átthagafræðslu fyrir íbúa Stykkishólmsbæjar þannig að hún verði aðgengileg bæði Hólmurum og ferðamönnum og hægt að nýta til menningartengdrar ferðaþjónustu.
Safna- og menningarmálanefnd tekur jákvætt í þær hugmyndir sem fram koma í minnisblaði bæjarstjóra.

Safna- og menningarmálanefnd - 112. fundur - 10.02.2021

Lögð fram til viljayfirlýsing Stykkishólmsbæjar um samstarf og aðstoð við Minjastofnun í tengslum við uppbyggingu innviða á Búðarnesi og Hjallatanga, ásamt greinargerð, en bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar samþykkti viljayfirlýsinguna á 394. fundi sínum.
Lagt fram kynningar.

Bæjarráð - 625. fundur - 18.03.2021

Lögð fram kynning ráðherra frá fundi þar sem tilkynnt var um nýja styrki úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða.

Á fundinum var tilkynnt um að styrkur hafi verið veittur til heildarhönnunar svæðisins við Búðarnes og Hjallatanga í Stykkishólmi á árunum 2021-2023 með það að markmiði að útbúin verði söguleið um svæðið þar sem saga Stykkishólms hófst.

Verkefnið er samstarfsverkefni Stykkishólmsbæjar og Minjastofnunar Íslands, enda er svæðið er ríkt af menningarminjum auk þess sem þar er mikil náttúrufegurð. Í Búðarnesi hófst verslunarsaga Stykkishólms og eru þar minjar tengdar verslun á svæðinu, þar á meðal friðlýstar búðatóftir.
Lagt fram til kynningar.

Bæjarstjórn - 397. fundur - 29.03.2021

Lögð fram kynning ráðherra frá fundi þar sem tilkynnt var um nýja styrki úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða.

Á fundinum var tilkynnt um að styrkur hafi verið veittur til heildarhönnunar svæðisins við Búðanes og Hjallatanga í Stykkishólmi á árunum 2021-2023 með það að markmiði að útbúin verði söguleið um svæðið þar sem saga Stykkishólms hófst.

Verkefnið er samstarfsverkefni Stykkishólmsbæjar og Minjastofnunar Íslands, enda er svæðið er ríkt af menningarminjum auk þess sem þar er mikil náttúrufegurð. Í Búðanesi hófst verslunarsaga Stykkishólms og eru þar minjar tengdar verslun á svæðinu, þar á meðal friðlýstar búðatóftir.
Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni síðunnar?