Umhverfis- og náttúruverndarnefnd
Dagskrá
1.Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar
Málsnúmer 2005070Vakta málsnúmer
Lagðar fram til kynningar nýjustu fundargerðir Breiðafjarðarnefndar.
Lagt fram til kynningar.
2.Kallhamar og Hamraendar - Skipulagsáætlanir (ASK br. og DSK)
Málsnúmer 2206035Vakta málsnúmer
Lögð fram skipulagsgögn vegna vinnu við ný deiliskipulög fyrir Kallhamar og Hamraenda.
Skipulagsnefnd samþykkti, á 27. fundi sínum, að kynna fyrirliggjandi vinnslutillögur að deiliskipulagi fyrir annars vegar Hamraenda og hins vegar Kallhamar, samhliða því að kynnt verði vinnslutillaga að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 vegna stækkunar athafnarsvæðis við Hamraenda og grænna iðngarða við Kallhamar.
Bæjarráð staðfesti, á 30. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar og vísaði málinu til afgreiðslu í bæjarstjórn. Bæjarstjórn samþykkti samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar og bæjarráðs.
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd gerði á 5. Fundi sínum ekki athugasemdir við fyrirleggjandi áætlanir.
Kynnt verða nýjustu gögn og stöðumat á skipulagsvinnu fyrir Kallhamar og Hamraenda, en stefnt er að ljúka þeirri vinnu á næstu tveimur vikum.
Skipulagsnefnd samþykkti, á 27. fundi sínum, að kynna fyrirliggjandi vinnslutillögur að deiliskipulagi fyrir annars vegar Hamraenda og hins vegar Kallhamar, samhliða því að kynnt verði vinnslutillaga að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 vegna stækkunar athafnarsvæðis við Hamraenda og grænna iðngarða við Kallhamar.
Bæjarráð staðfesti, á 30. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar og vísaði málinu til afgreiðslu í bæjarstjórn. Bæjarstjórn samþykkti samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar og bæjarráðs.
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd gerði á 5. Fundi sínum ekki athugasemdir við fyrirleggjandi áætlanir.
Kynnt verða nýjustu gögn og stöðumat á skipulagsvinnu fyrir Kallhamar og Hamraenda, en stefnt er að ljúka þeirri vinnu á næstu tveimur vikum.
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd tekur fyrir kynningu á nýjustu gögnum og stöðumati skipulagsvinnu vegna Kallhamars og Hamraenda. Nefndin ítrekar fyrri afstöðu sína um að gera ekki athugasemdir við fyrirliggjandi áætlanir og fagnar framvindu verkefnisins, sem stefnt er að ljúka á næstu vikum.
3.Viti í Víkurhverfi
Málsnúmer 2401036Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga Gunnlaugs Lárussonar um endurbyggingu vita sem stóð ofan við Daddavík til þess að varðveita sögu hans og fólksins sem annaðist hann.
Safna- og menningarmálanefnd þakkaði á 6. fundi sínum fyrir ítarlegt og áhugavert erindi og tók undir mikilvægi þess að varðveita sögu vitans og þeirra sem sinntu honum.
Safna- og menningarmálanefnd þakkaði á 6. fundi sínum fyrir ítarlegt og áhugavert erindi og tók undir mikilvægi þess að varðveita sögu vitans og þeirra sem sinntu honum.
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd þakkar fyrir framlagða tillögu og tekur undir með safna- og menningarmálanefnd. Nefndin lýsir yfir áhuga á að verkefnið verði tekið til frekari skoðunar, meðal annars með tilliti til menningarsögulegs gildis, mögulegra styrkveitinga og hugsanlegs samráðs við Minjastofnun.
4.Sjálfbærnistefna Snæfellsness
Málsnúmer 2402022Vakta málsnúmer
Lögð fram sjálfbærnistefna Snæfellsness ásamt aðgerðaráætlun og tengdum gögnum.
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd tekur framlagða sjálfbærnistefnu Snæfellsness og aðgerðaráætlun til umfjöllunar og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja sjálfbærnistefnuna og eðli aðgerðanna.
5.Stefnumörkun opinna grænna svæða innan bæjarmarka í Stykkishólmi
Málsnúmer 2110019Vakta málsnúmer
Lagt fram erindisbréf starfshóps um stefnumörkun opinna grænna svæða innan bæjarmarka í Stykkishólmi. Umhverfis- og náttúruverndarnefnd lýsti, á 4. fundi sínum, yfir áhuga nefndarinnar á að halda áfram vinnu starfshópsins, sem nú hefur hætt störfum.
Bæjarstjórn samþykkti á 30. fundi sínum að fela umhverfis- og nátturuverndarnefnd að halda áfram vinnu starfshópsins í samræmi við fyrirliggjandi erindisbréf.
Skipulagsnefnd gerði, á 26. fundi sínum, fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við fyrirliggjandi vinnu og lýsti yfir vilja til þess að fá til skoðunar hugmyndir til umsangar á síðari stígum. Skipulagsnend lagði áherslu á að leitað verði umsagnar Rarik áður en farið verði í gróðursetningar á svæðum þar sem finna má lagnaleiðir.
Bæjarráð staðfesti, á 29. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar og vakti athygli umhverfis- og náttúruverndarnefnd á afgreiðslu skipulagsnefndar.
Málefnið tekið til umfjöllunar og lagaðar fram tillögur að áningarstöðum.
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd samþykkti á 5. fundi sínum fyrirliggjandi staðsetningar áningastaða og fangar þeim áformum sem liggja fyrir. Umhverfis- og náttúruverndarnefnd lagði jafnframt til á 5. fundi sínum að farið verði í vinnu við að móta heilstæða tillögu að staðsetningu bekkja annars vegar í bæjarlandi og hins vegar innan þéttbýlis. Umhverfis- og náttúruverndarnefnd vísar að öðru leyti málinu til frekari vinnslu í nefndinni.
Bæjarráð staðfesti á 32. fundi sínum afgreiðslu umhverfis- og náttúruverndarnefndar.
Bæjarstjórn staðfesti á 35. undi sínum jafnframt afgreiðslur umhverfis- og náttúruverndarnefndar og bæjarráðs.
Málið tekið fyrir að nýju í umhverfis- og náttúruverndarnefnd.
Bæjarstjórn samþykkti á 30. fundi sínum að fela umhverfis- og nátturuverndarnefnd að halda áfram vinnu starfshópsins í samræmi við fyrirliggjandi erindisbréf.
Skipulagsnefnd gerði, á 26. fundi sínum, fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við fyrirliggjandi vinnu og lýsti yfir vilja til þess að fá til skoðunar hugmyndir til umsangar á síðari stígum. Skipulagsnend lagði áherslu á að leitað verði umsagnar Rarik áður en farið verði í gróðursetningar á svæðum þar sem finna má lagnaleiðir.
Bæjarráð staðfesti, á 29. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar og vakti athygli umhverfis- og náttúruverndarnefnd á afgreiðslu skipulagsnefndar.
Málefnið tekið til umfjöllunar og lagaðar fram tillögur að áningarstöðum.
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd samþykkti á 5. fundi sínum fyrirliggjandi staðsetningar áningastaða og fangar þeim áformum sem liggja fyrir. Umhverfis- og náttúruverndarnefnd lagði jafnframt til á 5. fundi sínum að farið verði í vinnu við að móta heilstæða tillögu að staðsetningu bekkja annars vegar í bæjarlandi og hins vegar innan þéttbýlis. Umhverfis- og náttúruverndarnefnd vísar að öðru leyti málinu til frekari vinnslu í nefndinni.
Bæjarráð staðfesti á 32. fundi sínum afgreiðslu umhverfis- og náttúruverndarnefndar.
Bæjarstjórn staðfesti á 35. undi sínum jafnframt afgreiðslur umhverfis- og náttúruverndarnefndar og bæjarráðs.
Málið tekið fyrir að nýju í umhverfis- og náttúruverndarnefnd.
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd ítrekar fyrri ákvarðanir sínar og samþykktir varðandi staðsetningu áningastaða og vinnu við heildstæða tillögu um staðsetningu bekkja í sveitarfélaginu.
Nefndin fagnar þeim gróðursetningum sem farið hafa fram á undanförnum árum í Stykkishólmi og telur þær mikilvægt framlag til að styrkja græn svæði sveitarfélagsins. Gróðursetningin mun til framtíðar hafa jákvæð áhrif, meðal annars mun hún koma til með að skapa skjólgott og vistvænt umhverfi, sem eykur gæði útivistar og samveru í Stykkishólmi.
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd leggur jafnframt ríka áherslu á að verkefni er lúta að gróðursetningu og umhirðu trjábeða verði skýrlega skilgreind í verkefnum áhaldahúss yfir sumartímann. Er það mat nefndarinnar að mikilvægt sé að ábyrgð á þessari vinnu verði sett á einn tilgreindan starfsmann til að tryggja samræmda framkvæmd og góða umhirðu þeirrar verulegu fjárfestingar sem sveitarfélagið hefur lagt í síðustu ár.
Nefndin fagnar þeim gróðursetningum sem farið hafa fram á undanförnum árum í Stykkishólmi og telur þær mikilvægt framlag til að styrkja græn svæði sveitarfélagsins. Gróðursetningin mun til framtíðar hafa jákvæð áhrif, meðal annars mun hún koma til með að skapa skjólgott og vistvænt umhverfi, sem eykur gæði útivistar og samveru í Stykkishólmi.
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd leggur jafnframt ríka áherslu á að verkefni er lúta að gróðursetningu og umhirðu trjábeða verði skýrlega skilgreind í verkefnum áhaldahúss yfir sumartímann. Er það mat nefndarinnar að mikilvægt sé að ábyrgð á þessari vinnu verði sett á einn tilgreindan starfsmann til að tryggja samræmda framkvæmd og góða umhirðu þeirrar verulegu fjárfestingar sem sveitarfélagið hefur lagt í síðustu ár.
6.Gönguleiðir og forgangsröðun göngustíga
Málsnúmer 1904037Vakta málsnúmer
Lögð fram vinnugögn vegna hönnunar á gönguleiðum í sveitarfélaginu. Við gerð fjárhagsáætlunar lagið umhverfis- og náttúruverndarnefnd árherslu á áframhaldandi uppbyggingu á göngustígum. Nefndin lagði sérstaka áherslu á göngutengingu við strandlengju Kirkjustígs og Daddavíkur áfram að Grensás, tengingu Sundabakka við Reitarveg og áfram holtið og tengingu í enda Hjallatanga niður að reiðveg.
Lagðar fram tillögur að göngustígatengingum innanbæjar og göngustígum í bæjarlandinu í samræmi við fyrri umræður þar um.
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd fagnaði, á 5. fundi sínum, þeim tillögum sem liggja fyrir og samþykkti þær.
Bæjarráð staðfesti, á 32. fundi sínum, afgreiðslu umhverfis- og náttúruverndarnefndar og fól skipulagsfulltrúa að vinna að tillögu að mótun stefnu um staðsetningu bekkja í sveitarfélaginu í heild sinni annars vegar og hinsvegar í þéttbýlinu.
Bæjarstjórn staðfesti á 35. fundi sínum afgreiðslur umhverfis- og náttúruverndarnefndar og bæjarráðs.
Málið tekið fyrir að nýju í umhverfis- og náttúruverndarnefnd.
Lagðar fram tillögur að göngustígatengingum innanbæjar og göngustígum í bæjarlandinu í samræmi við fyrri umræður þar um.
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd fagnaði, á 5. fundi sínum, þeim tillögum sem liggja fyrir og samþykkti þær.
Bæjarráð staðfesti, á 32. fundi sínum, afgreiðslu umhverfis- og náttúruverndarnefndar og fól skipulagsfulltrúa að vinna að tillögu að mótun stefnu um staðsetningu bekkja í sveitarfélaginu í heild sinni annars vegar og hinsvegar í þéttbýlinu.
Bæjarstjórn staðfesti á 35. fundi sínum afgreiðslur umhverfis- og náttúruverndarnefndar og bæjarráðs.
Málið tekið fyrir að nýju í umhverfis- og náttúruverndarnefnd.
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd tekur málið fyrir á ný og ítrekar fyrri afgreiðslur sínar um forgangsröðun og uppbyggingu göngustíga. Nefndin fagnar þeirri uppbyggingu sem hefur átt sér stað í sveitarfélaginu á síðustu árum og styður áframhaldandi uppbyggingu göngustíga í þéttbýli og í bæjarlandinu.
Umhverfis- og náttúrverndarnefnd bendir jafnframt á mikilvægi þess að koma upp góðri lýsingu frá Stykkishólmsvegi að skógræktinni í Grensás.
Umhverfis- og náttúrverndarnefnd bendir jafnframt á mikilvægi þess að koma upp góðri lýsingu frá Stykkishólmsvegi að skógræktinni í Grensás.
7.Sögu og menningararfur í Stykkishólmi - Menningartengd ferðaþjónusta
Málsnúmer 1905057Vakta málsnúmer
Lögð fram gögn um forsögu verkefnisins og hugmyndir um eflingu átthagafræðslu, sýnileika sögunnar og menningartengdrar ferðaþjónustu í Stykkishólmi, sem hafa verið til umfjöllunar í nefndinni frá árinu 2019. Á þeim tíma hefur verið lögð áhersla á merkingar, fræðsluefni, söguskilti, gönguleiðir og samstarf við Minjastofnun, auk þess að virkja íbúa, félagasamtök og fyrirtæki til þátttöku.
Í kjölfarið hlaut sveitarfélagið styrk á árunum 2021?2023 til heildarhönnunar gönguleiða og áningastaða á Búðanesi og Hjalltanga, þar sem unnið er með menningarminjar svæðisins og sögu upphafs verslunar í Stykkishólmi. Verkefnið hefur verið þróað í nánu samstarfi við Minjastofnun Íslands.
Lögð fram kynning á hönnun söguleiðar og áningastaða á Búðanesi og Hjalltanga, auk hugmynda um frekari fræðslu, skiltagerð og uppbyggingu menningartengdrar ferðaþjónustu í sveitarfélaginu.
Safna- og menningarmálanefnd þakkaði á 6. fundi sínum fyrir framlagðar upplýsingar og kynningu á hönnun söguleiðar og áningastaða á Búðanesi og Hjalltanga. Nefndin tók jákvætt í framvindu verkefnisins og telur það mikilvægt framlag til eflingar átthagafræðslu, sýnileika sögunnar og menningartengdrar ferðaþjónustu í sveitarfélaginu. Nefndin óskaði eftir að unnið verði áfram að verkefninu í samræmi við framlagðar hugmyndir í nánu samstarfi við Minjastofnun. Þá óskaði nefndin eftir að lagðar verði fram frekari upplýsingar um áætlaðan kostnað og framkvæmdaáætlun við áframhaldandi uppbyggingu.
Í ljósi mikilvægi verkefnisins fyrir menningarsögulegar minjar taldi nefndin jafnframt mikilvægt að næsti áfangi, þ.e. uppbygging söguleiðar og áningastaða, verði settur á verkefnaáætlun Landsáætlunar um vernd og uppbyggingu innviða fyrir náttúru og menningarsögulegar minjar.
Í kjölfarið hlaut sveitarfélagið styrk á árunum 2021?2023 til heildarhönnunar gönguleiða og áningastaða á Búðanesi og Hjalltanga, þar sem unnið er með menningarminjar svæðisins og sögu upphafs verslunar í Stykkishólmi. Verkefnið hefur verið þróað í nánu samstarfi við Minjastofnun Íslands.
Lögð fram kynning á hönnun söguleiðar og áningastaða á Búðanesi og Hjalltanga, auk hugmynda um frekari fræðslu, skiltagerð og uppbyggingu menningartengdrar ferðaþjónustu í sveitarfélaginu.
Safna- og menningarmálanefnd þakkaði á 6. fundi sínum fyrir framlagðar upplýsingar og kynningu á hönnun söguleiðar og áningastaða á Búðanesi og Hjalltanga. Nefndin tók jákvætt í framvindu verkefnisins og telur það mikilvægt framlag til eflingar átthagafræðslu, sýnileika sögunnar og menningartengdrar ferðaþjónustu í sveitarfélaginu. Nefndin óskaði eftir að unnið verði áfram að verkefninu í samræmi við framlagðar hugmyndir í nánu samstarfi við Minjastofnun. Þá óskaði nefndin eftir að lagðar verði fram frekari upplýsingar um áætlaðan kostnað og framkvæmdaáætlun við áframhaldandi uppbyggingu.
Í ljósi mikilvægi verkefnisins fyrir menningarsögulegar minjar taldi nefndin jafnframt mikilvægt að næsti áfangi, þ.e. uppbygging söguleiðar og áningastaða, verði settur á verkefnaáætlun Landsáætlunar um vernd og uppbyggingu innviða fyrir náttúru og menningarsögulegar minjar.
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd tekur undir með safna- og menningarmálanefnd.
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd þakkar annars fyrir framlagða kynningu á hönnun söguleiðar og áningastaða á Búðanesi og Hjalltanga. Nefndin tekur jákvætt í framvindu verkefnisins og telur það mikilvægt framlag til eflingar átthagafræðslu og sýnileika sögunnar.
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd þakkar annars fyrir framlagða kynningu á hönnun söguleiðar og áningastaða á Búðanesi og Hjalltanga. Nefndin tekur jákvætt í framvindu verkefnisins og telur það mikilvægt framlag til eflingar átthagafræðslu og sýnileika sögunnar.
8.Gjaldskrár 2026
Málsnúmer 2510019Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að gjaldskrám sveitarfélagsins fyrir árið 2026. Bæjarráð samþykki gjaldskrár, á 37. fundi sínum, og vísaði þeim til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Á 41. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn gjaldskrár fyrir Sveitarfélagið Stykkishólm fyrir árið 2026 og vísaði þeim til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Á 41. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn gjaldskrár fyrir Sveitarfélagið Stykkishólm fyrir árið 2026 og vísaði þeim til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi gjaldskrár.
9.Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2026-2029
Málsnúmer 2510020Vakta málsnúmer
Fjárhagsáætlun 2026-2029 lögð fram. Bæjarráð samþykkti fjárhagsáætlun 2026-2029, á 37. fundi sínum, og vísaði henni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Á 41. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms fyrir árin 2026-2029 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Á 41. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms fyrir árin 2026-2029 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd leggur áherslu á og vísar til bókana í liðum 5., 6. og 7. á fundinum hvað varðar áherslur í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd gerir að öðru leyti ekki athugasemd við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd gerir að öðru leyti ekki athugasemd við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.
Fundi slitið - kl. 13:30.