Safna- og menningarmálanefnd
Dagskrá
1.Norska Húsið - Yfirlit yfir faglegan rekstur
Málsnúmer 1905061Vakta málsnúmer
Forstöðumaður fer yfir starfsemi Norska hússins ? BSH, þróun síðustu missera og verkefni fram undan.
2.Norska húsið - Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla
Málsnúmer 2511014Vakta málsnúmer
Lögð fram ársskýrsla 2024 fyrir Norska húsið - Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla.
Lagt fram til kynningar.
3.Norðurljósahátíð
Málsnúmer 1910024Vakta málsnúmer
Lögð fram gögn um hátíðina sem fram fór í október. Við setningu hátíðarinnar veitti forseti bæjarstjórnar viðurkenningu til hjónanna Jóhannesar Eybergs Ragnarssonar og Guðlaugar Sigurðardóttur fyrir framlag þeirra til menningarmála og söguvarðveislu í sveitarfélaginu.
Barnamenningahátíð Vesturlands - Barnó, Best Mest Vest, fór fram dagana 9. október til 14. nóvember. Af því tilefni var margt á dagskránni í boði fyrir yngstu kynslóðina á Norðurljósahátíðinni.
Barnamenningahátíð Vesturlands - Barnó, Best Mest Vest, fór fram dagana 9. október til 14. nóvember. Af því tilefni var margt á dagskránni í boði fyrir yngstu kynslóðina á Norðurljósahátíðinni.
Safna- og menningarmálanefnd þakkar fyrir vel heppnaða hátíð og óskar hjónunum Jóhanni Eyberg Ragnarssyni og Guðlaugu Sigurðardóttur til hamingju með verðskuldaða viðurkenningu.
4.Starfsemi Vatnasafns - yfirferð
5.Ársskýrsla Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi 2024
Málsnúmer 2411012Vakta málsnúmer
Ársskýrsla Amtsbókasafnsins lögð fram til kynningar.
Safna- og menningarmálanefnd þakkar forstöðumanni fyrir góða yfirferð.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
6.Starfsemi Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi - skýrsla og yfirferð
Málsnúmer 1910042Vakta málsnúmer
Lögð fram skýrsla forstöðumanns um starfsemi safnsins.
Safna- og menningarmálanefnd þakkar forstöðumanni fyrir góða yfirferð.
Safna- og menningarmálanefnd telur brýnt að huga að viðgerðum á glugga á skrifstofu safnsins.
Lagt fram til kynningar.
Safna- og menningarmálanefnd telur brýnt að huga að viðgerðum á glugga á skrifstofu safnsins.
Lagt fram til kynningar.
7.Styrkumsóknir
Málsnúmer 2303021Vakta málsnúmer
Lögð fram afgreiðsla bæjarráðs um úthlutanir í nóvember 2025.
Lagt fram til kynningar.
8.Menningarstefna Stykkishólms
Málsnúmer 1610018Vakta málsnúmer
Lögð fram menningarstefna sveitarfélagsins til umfjöllunar í nefndinni.
Lagt fram til kynningar.
9.Laxártorg við Aðalgötu
Málsnúmer 2509009Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að hönnun Laxártorgs við Aðalgötu í Stykkishólmi. Bæjarráð tók jákvætt í framlagða hugmynd á 26. fundi sínum og vísaði málinu til umsagnar skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd fjallaði um tillöguna á 34. fundi sínum, tók jákvætt í hana og lagði áherslu á að frágangi torgsins yrði sinnt á vandaðan og snyrtilegan hátt.
Bæjarráð vísaði málinu á 37. fundi sínum til frekari vinnslu í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins.
Skipulagsnefnd fjallaði um tillöguna á 34. fundi sínum, tók jákvætt í hana og lagði áherslu á að frágangi torgsins yrði sinnt á vandaðan og snyrtilegan hátt.
Bæjarráð vísaði málinu á 37. fundi sínum til frekari vinnslu í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins.
Safna- og menningarmálanefnd tekur jákvætt í fyrirliggjandi hugmyndir um Laxártorg við Aðalgötu. Nefndin leggur áherslu á að frágangur torgsins endurspegli sögulegt yfirbragð miðbæjar Stykkishólms. Í því samhengi telur nefndin æskilegt að gert verði ráð fyrir grjóthleðslu í hefðbundnum stíl með grasi á toppnum, líkt og einkennt hefur manngerðar hleðslur í elsta hluta bæjarins. Slík nálgun stuðlar að því að torgið verði bæði snyrtilega útfært og í sátt við menningararf og sögu Stykkishólms.
10.Viti í Víkurhverfi
Málsnúmer 2401036Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga Gunnlaugs Lárussonar um endurbyggingu vita við Luktartanga/Svartatanga í því skyni að varðveita sögu hans og þeirra sem önnuðust hann.
Safna- og menningarmálanefnd þakkar fyrir ítarlegt og áhugavert erindi og tekur undir mikilvægi þess að varðveita sögu vitans og þeirra sem sinntu honum.
11.Samkomuhúsið í Stykkishólmi við Aðalgötu 6
Málsnúmer 2006020Vakta málsnúmer
Málefni samkomuhússins við Aðalgötu 6 tekin til umræðu á ný.
Safna- og menningarmálanefnd þakkar fyrir framlagðar upplýsingar, þar á meðal endurgerðaráætlun Glámu-Kím frá 2014 og minnisblað bæjarstjóra um stöðu, ástand og mögulegar leiðir varðandi framtíð Samkomuhússins við Aðalgötu 6.
Nefndin tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í báðum gögnum um að húsnæðið sé mikilvægar menningarminjar, lykilhluti bæjarmyndarinnar og hafi ríka sögulega og félagslega þýðingu fyrir Hólmara. Nefndin telur jafnframt ljóst af framlögðum gögnum að húsið þarfnist gagngerra endurbóta á næstu árum til að tryggja varðveislu þess og möguleika á áframhaldandi notkun.
Nefndin leggur áherslu á að unnið verði áfram að undirbúningi styrkumsókna til húsafriðunarsjóðs og annarra viðeigandi sjóða, í samræmi við hvatningu Minjastofnunar, og að uppfærðar kostnaðaráætlanir og fjármögnunarleiðir verði unnin á grundvelli fyrirliggjandi teikninga og ástandsgreininga.
Með vísan til þeirra valkosta sem raktir eru í fyrirliggjandi gögnum telur nefndin jafnframt mikilvægt að opnað verði á þann möguleika að selja eða framselja húsið, verði ekki unnt að tryggja fullnægjandi fjármögnun til endurbóta á næstu árum. Slíkur valkostur kæmi þó einungis til greina með þeim skilyrðum og/eða kvöðum að endurgerð fari fram í samræmi við fyrirliggjandi hönnunargögn og að allar helstu breytingar verði háðar samþykki sveitarfélagsins. Þá telur nefndin jafnframt mikilvægt að framtíðarnotkun hússins verði höfð að leiðarljósi við sölu húsnæðisins þannig að tryggt verði, eftir atvikum með kvöðum, að húsnæðið geti áfram nýst að einhverju marki undir menningarstarfsemi. Í þessu sambandi er mikilvægt að horfa til annarra sambærilegra fordæma sem liggja fyrir annars staðar á landinu þar sem tekist hefur vel til.
Safna- og menningarmálanefnd felur formanni nefndarinnar umboð að afla framangreindra gagna, kostnaðaráætlana, sambærilegra fordæma og mat á valkostum fyrir áframhaldandi umræðu nefndarinnar um málið. Í framhaldinu væri mikilvægt að ræða mögulega valkosti á opnum íbúafundi. Stefnt verði að fundi í nefndinni fyrir lok febrúar til þess að ræða næstu skref.
Nefndin tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í báðum gögnum um að húsnæðið sé mikilvægar menningarminjar, lykilhluti bæjarmyndarinnar og hafi ríka sögulega og félagslega þýðingu fyrir Hólmara. Nefndin telur jafnframt ljóst af framlögðum gögnum að húsið þarfnist gagngerra endurbóta á næstu árum til að tryggja varðveislu þess og möguleika á áframhaldandi notkun.
Nefndin leggur áherslu á að unnið verði áfram að undirbúningi styrkumsókna til húsafriðunarsjóðs og annarra viðeigandi sjóða, í samræmi við hvatningu Minjastofnunar, og að uppfærðar kostnaðaráætlanir og fjármögnunarleiðir verði unnin á grundvelli fyrirliggjandi teikninga og ástandsgreininga.
Með vísan til þeirra valkosta sem raktir eru í fyrirliggjandi gögnum telur nefndin jafnframt mikilvægt að opnað verði á þann möguleika að selja eða framselja húsið, verði ekki unnt að tryggja fullnægjandi fjármögnun til endurbóta á næstu árum. Slíkur valkostur kæmi þó einungis til greina með þeim skilyrðum og/eða kvöðum að endurgerð fari fram í samræmi við fyrirliggjandi hönnunargögn og að allar helstu breytingar verði háðar samþykki sveitarfélagsins. Þá telur nefndin jafnframt mikilvægt að framtíðarnotkun hússins verði höfð að leiðarljósi við sölu húsnæðisins þannig að tryggt verði, eftir atvikum með kvöðum, að húsnæðið geti áfram nýst að einhverju marki undir menningarstarfsemi. Í þessu sambandi er mikilvægt að horfa til annarra sambærilegra fordæma sem liggja fyrir annars staðar á landinu þar sem tekist hefur vel til.
Safna- og menningarmálanefnd felur formanni nefndarinnar umboð að afla framangreindra gagna, kostnaðaráætlana, sambærilegra fordæma og mat á valkostum fyrir áframhaldandi umræðu nefndarinnar um málið. Í framhaldinu væri mikilvægt að ræða mögulega valkosti á opnum íbúafundi. Stefnt verði að fundi í nefndinni fyrir lok febrúar til þess að ræða næstu skref.
12.Framtíðaráform Vatnasafns
Málsnúmer 2010035Vakta málsnúmer
Lögð fram gögn varðandi framtíðarform og þróun Vatnasafns. Jafnframt er lagt fram minnisblað bæjarstjóra, unnið að beiðni formanns nefndarinnar, um fund bæjarstjóra og forsætisráðherra vegna málsins, ásamt öðrum minnisblöðum og gögnum sem tengjast málinu.
Safna- og menningarmálanefnd hefur áður, á 4. fundi sínum, lýst skýrum vilja til að ná samningi um framtíð Vatnasafns í Stykkishólmi. Í því samhengi lagði nefndin ríka áherslu á mikilvægi þess að sveitarfélagið fái viðeigandi stuðning til uppbyggingar menningarinnviða í samræmi við fyrirliggjandi gögn, enda sé slíkur stuðningur lykilatriði í ljósi umfangsmikilla og langtímasamninga sem nú liggja fyrir um rekstur safnsins.
Nefndin tók jafnframt undir efni minnisblaðs bæjarstjóra, minnisblað verkefnastjóra menningarmála á Vesturlandi og fundargerð vinnuhóps um framtíðarfyrirkomulag safnsins.
Bæjarráð samþykkti á 24. fundi sínum afgreiðslu nefndarinnar og vísaði málinu áfram til frekari vinnu í vinnuhópi um framtíð Vatnasafns.
Safna- og menningarmálanefnd hefur áður, á 4. fundi sínum, lýst skýrum vilja til að ná samningi um framtíð Vatnasafns í Stykkishólmi. Í því samhengi lagði nefndin ríka áherslu á mikilvægi þess að sveitarfélagið fái viðeigandi stuðning til uppbyggingar menningarinnviða í samræmi við fyrirliggjandi gögn, enda sé slíkur stuðningur lykilatriði í ljósi umfangsmikilla og langtímasamninga sem nú liggja fyrir um rekstur safnsins.
Nefndin tók jafnframt undir efni minnisblaðs bæjarstjóra, minnisblað verkefnastjóra menningarmála á Vesturlandi og fundargerð vinnuhóps um framtíðarfyrirkomulag safnsins.
Bæjarráð samþykkti á 24. fundi sínum afgreiðslu nefndarinnar og vísaði málinu áfram til frekari vinnu í vinnuhópi um framtíð Vatnasafns.
Safna- og menningarmálanefnd þakkar fyrir framlagðar upplýsingar, þar á meðal minnisblað bæjarstjóra, drög að nýjum samningi um Vatnasafnið og minnisblað verkefnastjóra menningarmála á Vesturlandi. Nefndin telur að framangreind gögn varpi skýru ljósi á bæði menningarlegt gildi Vatnasafnsins og þau umfangsmiklu fjárhagslegu og rekstrarlegu verkefni sem tengjast framtíð safnsins.
Nefndin ítrekar fyrri afstöðu sína, líkt og fram kom á 4. fundi nefndarinnar, um að mikilvægt sé að ná samningi um framtíð Vatnasafnsins í Stykkishólmi. Í því samhengi leggur nefndin þunga áherslu á að sveitarfélagið fái viðeigandi stuðning til uppbyggingar menningarinnviða og til að mæta þeim langtímasamningsskuldbindingum sem fram koma í nýjum samningsdrögum.
Nefndin tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í minnisblaði bæjarstjóra um að utanaðkomandi fjármögnun sé nauðsynleg forsenda þess að unnt sé að gera bindandi samning til lengri tíma. Nefndin tekur jafnframt undir að tækifæri til að efla menningartengda ferðaþjónustu og samfélagslega virkni safnsins séu veruleg og vægi þess innan samtímalistar er ómetanlegt, en að viðhaldsþörf húseignarinnar og listaverksins kalli á aðkomu ríkisins, líkt og rakið er í framlögðum gögnum.
Safna- og menningarmálanefnd hvetur til þess að vinnuhópur um framtíð Vatnasafns fundi með annars vegar fulltrúum ríkisins og hins vegar fulltrúum listamannsins til að fara yfir stöðu málsins. Með vísan til framangreinds samþykkir nefndin að vísa málinu áfram til frekari vinnu í vinnuhópi um framtíð Vatnasafns og óskar eftir að næstu skref í samningsgerð verði lögð fyrir nefndina þegar þau liggja fyrir.
Nefndin ítrekar fyrri afstöðu sína, líkt og fram kom á 4. fundi nefndarinnar, um að mikilvægt sé að ná samningi um framtíð Vatnasafnsins í Stykkishólmi. Í því samhengi leggur nefndin þunga áherslu á að sveitarfélagið fái viðeigandi stuðning til uppbyggingar menningarinnviða og til að mæta þeim langtímasamningsskuldbindingum sem fram koma í nýjum samningsdrögum.
Nefndin tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í minnisblaði bæjarstjóra um að utanaðkomandi fjármögnun sé nauðsynleg forsenda þess að unnt sé að gera bindandi samning til lengri tíma. Nefndin tekur jafnframt undir að tækifæri til að efla menningartengda ferðaþjónustu og samfélagslega virkni safnsins séu veruleg og vægi þess innan samtímalistar er ómetanlegt, en að viðhaldsþörf húseignarinnar og listaverksins kalli á aðkomu ríkisins, líkt og rakið er í framlögðum gögnum.
Safna- og menningarmálanefnd hvetur til þess að vinnuhópur um framtíð Vatnasafns fundi með annars vegar fulltrúum ríkisins og hins vegar fulltrúum listamannsins til að fara yfir stöðu málsins. Með vísan til framangreinds samþykkir nefndin að vísa málinu áfram til frekari vinnu í vinnuhópi um framtíð Vatnasafns og óskar eftir að næstu skref í samningsgerð verði lögð fyrir nefndina þegar þau liggja fyrir.
13.Sögu og menningararfur í Stykkishólmi - Menningartengd ferðaþjónusta - Búðarnes og Hjallatangi
Málsnúmer 1905057Vakta málsnúmer
Lögð fram gögn um forsögu verkefnisins og hugmyndir um eflingu átthagafræðslu, sýnileika sögunnar og menningartengdrar ferðaþjónustu í Stykkishólmi, sem hafa verið til umfjöllunar í nefndinni frá árinu 2019. Á þeim tíma hefur verið lögð áhersla á merkingar, fræðsluefni, söguskilti, gönguleiðir og samstarf við Minjastofnun, auk þess að virkja íbúa, félagasamtök og fyrirtæki til þátttöku.
Í kjölfarið hlaut sveitarfélagið styrk á árunum 2021?2023 til heildarhönnunar gönguleiða og áningastaða á Búðanesi og Hjalltanga, þar sem unnið er með menningarminjar svæðisins og sögu upphafs verslunar í Stykkishólmi. Verkefnið hefur verið þróað í nánu samstarfi við Minjastofnun Íslands.
Lögð fram kynning á hönnun söguleiðar og áningastaða á Búðanesi og Hjalltanga, auk hugmynda um frekari fræðslu, skiltagerð og uppbyggingu menningartengdrar ferðaþjónustu í sveitarfélaginu.
Í kjölfarið hlaut sveitarfélagið styrk á árunum 2021?2023 til heildarhönnunar gönguleiða og áningastaða á Búðanesi og Hjalltanga, þar sem unnið er með menningarminjar svæðisins og sögu upphafs verslunar í Stykkishólmi. Verkefnið hefur verið þróað í nánu samstarfi við Minjastofnun Íslands.
Lögð fram kynning á hönnun söguleiðar og áningastaða á Búðanesi og Hjalltanga, auk hugmynda um frekari fræðslu, skiltagerð og uppbyggingu menningartengdrar ferðaþjónustu í sveitarfélaginu.
Safna- og menningarmálanefnd þakkar fyrir framlagðar upplýsingar og kynningu á hönnun söguleiðar og áningastaða á Búðanesi og Hjalltanga. Nefndin tekur jákvætt í framvindu verkefnisins og telur það mikilvægt framlag til eflingar átthagafræðslu, sýnileika sögunnar og menningartengdrar ferðaþjónustu í sveitarfélaginu.
Nefndin óskar eftir að unnið verði áfram að verkefninu í samræmi við framlagðar hugmyndir í nánu samstarfi við Minjastofnun. Þá óskar nefndin eftir að lagðar verði fram frekari upplýsingar um áætlaðan kostnað og framkvæmdaáætlun við áframhaldandi uppbyggingu.
Í ljósi mikilvægi verkefnisins fyrir menningarsögulegar minjar telur nefndin jafnframt mikilvægt að næsti áfangi, þ.e. uppbygging söguleiðar og áningastaða, verði settur á verkefnaáætlun Landsáætlunar um vernd og uppbyggingu innviða fyrir náttúru og menningarsögulegar minjar.
Nefndin óskar eftir að unnið verði áfram að verkefninu í samræmi við framlagðar hugmyndir í nánu samstarfi við Minjastofnun. Þá óskar nefndin eftir að lagðar verði fram frekari upplýsingar um áætlaðan kostnað og framkvæmdaáætlun við áframhaldandi uppbyggingu.
Í ljósi mikilvægi verkefnisins fyrir menningarsögulegar minjar telur nefndin jafnframt mikilvægt að næsti áfangi, þ.e. uppbygging söguleiðar og áningastaða, verði settur á verkefnaáætlun Landsáætlunar um vernd og uppbyggingu innviða fyrir náttúru og menningarsögulegar minjar.
14.Gjaldskrár 2026
Málsnúmer 2510019Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að gjaldskrám sveitarfélagsins fyrir árið 2026. Bæjarráð samþykkti gjaldskrár, á 37. fundi sínum, og vísaði þeim til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Á 41. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn gjaldskrár fyrir Sveitarfélagið Stykkishólm fyrir árið 2026 og vísaði þeim til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Á 41. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn gjaldskrár fyrir Sveitarfélagið Stykkishólm fyrir árið 2026 og vísaði þeim til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Safna- og menningarmálanefnd óskar eftir að tölur verði rúnaðar þar sem við á. Að öðru leyti gerir safna- og menningarmálanefnd ekki athugasemd við fyrirliggjandi gjaldskrár.
15.Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2026-2029
Málsnúmer 2510020Vakta málsnúmer
Fjárhagsáætlun 2026-2029 lögð fram. Bæjarráð samþykkti fjárhagsáætlun 2026-2029, á 37. fundi sínum, og vísaði henni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Á 41. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms fyrir árin 2026-2029 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Á 41. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms fyrir árin 2026-2029 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Safna- og menningarmálanefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.
Fundi slitið.
Lagt fram til kynningar.