Fara í efni

Framtíðarskipulag tjaldsvæðis - Samningur við Mostra um uppbyggingu á aðstöðu

Málsnúmer 1906035

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 1. fundur - 23.06.2022

Lögð fram skýrsla starfshóps um framtíðarskipulag tjaldsvæðis Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa fjölgun rafmagnstengla á tjaldvæðinu og gera drenskurð meðfram holtinu á æfingarsvæði golfklúbbsins, sem stefnt er að því að setja upp í haust, og eftir atvikum að gróðursetja plöntur á svæðinu næst Aðalgötu og meðfram íþvóttavelli í samræmi við fyrirliggjandi skýrslu og teikningu sem fylgir henni.

Skýrslunni er vísað til umsagnar atvinnu- og nýsköpunarnefndar, íþrótta- og æskulýðsnefndar, Ungmanafélaginu Snæfell og Golfklúbbsins Mostra.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 2. fundur - 30.06.2022

Lögð fram skýrsla starfshóps um framtíðarskipulag tjaldsvæðis Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.

Bæjarráð fól bæjarstjóra á 1. fundi sínum að undirbúa fjölgun rafmagnstengla á tjaldvæðinu og gera drenskurð meðfram holtinu á æfingarsvæði golfklúbbsins, sem stefnt er að því að setja upp í haust, og eftir atvikum að gróðursetja plöntur á svæðinu næst Aðalgötu og meðfram íþróttavelli í samræmi við fyrirliggjandi skýrslu og teikningu sem fylgir henni.

Bæjarráð vísaði skýrslunni jafnframt vísað til umsagnar atvinnu- og nýsköpunarnefndar, íþrótta- og æskulýðsnefndar, Ungmannafélagsins Snæfells og Golfklúbbsins Mostra.

Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn þakkar starfshóp um framtíðarskipulag tjaldsvæðis í Stykkishólmi fyrir vel unnin störf og greinargóðar tillögur.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd (SH) - 1. fundur - 19.08.2022

Lögð fram skýrsla starfshóps um framtíðarskipulag tjaldsvæðis Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.

Bæjarráð fól bæjarstjóra að undirbúa fjölgun rafmagnstengla á tjaldvæðinu og gera drenskurð meðfram holtinu á æfingarsvæði golfklúbbsins, sem stefnt er að því að setja upp í haust, og eftir atvikum að gróðursetja plöntur á svæðinu næst Aðalgötu og meðfram íþvóttavelli í samræmi við fyrirliggjandi skýrslu og teikningu sem fylgir henni.

Bæjarráð vísaði skýrslunni til umsagnar í atvinnu- og nýsköpunarnefndar, íþrótta- og æskulýðsnefndar, Ungmanafélaginu Snæfell og Golfklúbbsins Mostra.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd fagnar skýrslu starfshópsins og leggur áherslu á að í Stykkishólmi verði aðstaða fyrir gesti á tjaldsvæðinu með því besta sem gerist á landinu. Það er álit nefndarinnar að núverandi samstarf um rekstur tjaldsvæðisins hafi gefist vel. Miklu skiptir að umsjón með svæðinu og innheimtu tjaldsvæðisgjalda sé sinnt af alúð.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 5. fundur - 17.11.2022

Lögð fram umsögn Golfklúbbsins Mostra um skýrslu starfshóps um framtíðarskipulag tjalsvæðis Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.
Bæjarráð óskar eftir að fulltrúar Golfklúbbsins Mostra komi til fundar við bæjarráð til þess að ræða stækkun á húsi Golfklúbbsins Mostra m.a. með það fyrir augum að bæta aðstöðu fyrir tjaldgesti.

Æskulýðs- og íþróttanefnd (SH) - 1. fundur - 21.11.2022

Lögð fram skýrsla starfshóps um framtíðarskipulag tjaldsvæðis Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.

Bæjarráð fól bæjarstjóra að undirbúa fjölgun rafmagnstengla á tjaldvæðinu og gera drenskurð meðfram holtinu á æfingarsvæði golfklúbbsins, sem stefnt er að því að setja upp í haust, og eftir atvikum að gróðursetja plöntur á svæðinu næst Aðalgötu og meðfram íþvóttavelli í samræmi við fyrirliggjandi skýrslu og teikningu sem fylgir henni.

Bæjarráð vísaði skýrslunni til umsagnar í atvinnu- og nýsköpunarnefndar, íþrótta- og æskulýðsnefndar, Ungmanafélaginu Snæfell og Golfklúbbsins Mostra.
Nefndin fagnar þeirri vinnu sem unnin hefur verið og var skýrslunni mjög vel tekið af nefndarmönnum.

Ein athugasemd kom fram um það hvort gera þyrfti ráð fyrir hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla, þar sem þeim fer ört fjölgandi í samfélaginu og ekki er æskilegt að nýta tenglana fyrir ferðavagnana til þess að hlaða bíla.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 6. fundur - 01.12.2022

Fulltrúar Golfklúbbsins Mostra Rúnar Gíslason og Magnús Þór Jónsson komu inn á fundinn.
Fulltrúar golfklúbbsins Mostra koma til fundar við bæjarráð og ræða stækkun á húsi Golfklúbbsins Mostra m.a. með það fyrir augum að bæta aðstöðu fyrir tjaldgesti.
Fulltrúar Golfklúbbsins Mostra komu inn á fundinn og gerðu grein fyrir hugmyndum sínum. Bæjarráð tekur jákvætt í hugmyndir félagsins um aðkomu sveitarfélagsins að stækkun húsnæðis og felur bæjarstjóra að leggja drög að samkomulagi um framkvæmdina fyrir bæjarráð til 3ja-4ja ára.
Fulltrúar Golfklúbbsins Mostra véku af fundi.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 7. fundur - 19.01.2023

Fulltrúar golfklúbbsins Mostra komu til fundar við bæjarráð, á 6. fundi ráðsins, og ræddu stækkun á húsi Golfklúbbsins Mostra m.a. með það fyrir augum að bæta aðstöðu fyrir tjaldgesti.

Fulltrúar Golfklúbbsins Mostra gerðu grein fyrir hugmyndum sínum. Bæjarráð tók jákvætt í hugmyndir félagsins um aðkomu sveitarfélagsins að stækkun húsnæðis og fól bæjarstjóra að leggja drög að samkomulagi um framkvæmdina fyrir bæjarráð til 3ja-4ja ára.

Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu málsins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að funda um málið með Mostra á grundvelli fyrirliggjandi samningsdraga.

Bæjarráð - 12. fundur - 22.06.2023

Lögð fram drög að samning við golfklúbbinn Mostra vegna sækkunar á golfskála og þjónustuhúsnæði tjaldsvæðis. Einnig er lögð fram kostnaðaráætlun vegna framkvæmdana.
Bæjarráð veitir vilyrði fyrir greiðslu 20 milljóna, sem greiðsit á næstu tveimur árum og felur bæjarstjóra að útfæra það í samningi.

Bæjarstjórn - 15. fundur - 29.06.2023

Lögð fram drög að samning við golfklúbbinn Mostra vegna stækkunar á golfskála og þjónustuhúsnæði tjaldsvæðis. Einnig er lögð fram kostnaðaráætlun vegna framkvæmdana.

Á 12. fundi sínum veitti bæjarráð vilyrði fyrir greiðslu 20 milljóna, sem greiðist á næstu tveimur árum og fól bæjarstjóra að útfæra það í samningi.

Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarstjórn - 17. fundur - 28.09.2023

Haukur Garðarsson vék af fundi.
Lögð fram drög að samning vegna stækkunar á golfskála. Bæjarráð samþykkti á 14. fundi sínum samning við Golfklúbbinn Mostra vegna uppbyggingar á aðstöðu fyrir tjaldstæðið, sem gerir ráð fyrir 15 millj. kr. framlagi á árinu 2024 og 5 millj. kr. framlagi á árinu 2025. Bæjarráð vísaði samningnum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samykkir samning við Golfklúbbinn Mostra um uppbyggingu á tjaldstæðinu og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Haukur kom aftur inn á fundinn.
Getum við bætt efni síðunnar?