Fara í efni

Framtíðarskipulag tjaldsvæðis - Skýrsla starfshóps

Málsnúmer 1906035

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 1. fundur - 23.06.2022

Lögð fram skýrsla starfshóps um framtíðarskipulag tjaldsvæðis Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa fjölgun rafmagnstengla á tjaldvæðinu og gera drenskurð meðfram holtinu á æfingarsvæði golfklúbbsins, sem stefnt er að því að setja upp í haust, og eftir atvikum að gróðursetja plöntur á svæðinu næst Aðalgötu og meðfram íþvóttavelli í samræmi við fyrirliggjandi skýrslu og teikningu sem fylgir henni.

Skýrslunni er vísað til umsagnar atvinnu- og nýsköpunarnefndar, íþrótta- og æskulýðsnefndar, Ungmanafélaginu Snæfell og Golfklúbbsins Mostra.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 2. fundur - 30.06.2022

Lögð fram skýrsla starfshóps um framtíðarskipulag tjaldsvæðis Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.

Bæjarráð fól bæjarstjóra á 1. fundi sínum að undirbúa fjölgun rafmagnstengla á tjaldvæðinu og gera drenskurð meðfram holtinu á æfingarsvæði golfklúbbsins, sem stefnt er að því að setja upp í haust, og eftir atvikum að gróðursetja plöntur á svæðinu næst Aðalgötu og meðfram íþróttavelli í samræmi við fyrirliggjandi skýrslu og teikningu sem fylgir henni.

Bæjarráð vísaði skýrslunni jafnframt vísað til umsagnar atvinnu- og nýsköpunarnefndar, íþrótta- og æskulýðsnefndar, Ungmannafélagsins Snæfells og Golfklúbbsins Mostra.

Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn þakkar starfshóp um framtíðarskipulag tjaldsvæðis í Stykkishólmi fyrir vel unnin störf og greinargóðar tillögur.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd (SH) - 1. fundur - 19.08.2022

Lögð fram skýrsla starfshóps um framtíðarskipulag tjaldsvæðis Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.

Bæjarráð fól bæjarstjóra að undirbúa fjölgun rafmagnstengla á tjaldvæðinu og gera drenskurð meðfram holtinu á æfingarsvæði golfklúbbsins, sem stefnt er að því að setja upp í haust, og eftir atvikum að gróðursetja plöntur á svæðinu næst Aðalgötu og meðfram íþvóttavelli í samræmi við fyrirliggjandi skýrslu og teikningu sem fylgir henni.

Bæjarráð vísaði skýrslunni til umsagnar í atvinnu- og nýsköpunarnefndar, íþrótta- og æskulýðsnefndar, Ungmanafélaginu Snæfell og Golfklúbbsins Mostra.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd fagnar skýrslu starfshópsins og leggur áherslu á að í Stykkishólmi verði aðstaða fyrir gesti á tjaldsvæðinu með því besta sem gerist á landinu. Það er álit nefndarinnar að núverandi samstarf um rekstur tjaldsvæðisins hafi gefist vel. Miklu skiptir að umsjón með svæðinu og innheimtu tjaldsvæðisgjalda sé sinnt af alúð.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 5. fundur - 17.11.2022

Lögð fram umsögn Golfklúbbsins Mostra um skýrslu starfshóps um framtíðarskipulag tjalsvæðis Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.
Bæjarráð óskar eftir að fulltrúar Golfklúbbsins Mostra komi til fundar við bæjarráð til þess að ræða stækkun á húsi Golfklúbbsins Mostra m.a. með það fyrir augum að bæta aðstöðu fyrir tjaldgesti.
Getum við bætt efni síðunnar?