Fara í efni

Fundargerðir stjórnar Náttúrstofu Vesturlands - Tillaga stjórnar

Málsnúmer 2106024

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 400. fundur - 24.06.2021

Lögð fram fundargerð stjórnar Náttúrustofu Vesturlands frá 31. maí sl. þar sem stjórn leggur til við bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar að bærinn fari í þá vinnu, í samráði við stjórn, að skilgreina valdmörk, ábyrgð, hlutverk og valdheimildir hvað Náttúrustofu Vesturlands varðar í ljósi þess að Stykkishólmsbær stendur einn að rekstri stofunnar og að vinna drög að starfsreglum stjórnar og starfsáætlun, en stjórn telur að að marka þurfi skýrari vinnureglur um mörk ábyrgðar og hlutverks stjórnar og forstöðumanns, einkum varðandi fjármál Náttúrustofu Vesturlands, en það er hlutverk stjórnar að hafa eftirlit með starfsemi stofnunarinnar samkvæmt lögum og reglugerð.

Bæjarráð samþykkti, á 628. fundi sínum, tillögu stjórnar Náttúrustofu Vesturlands og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja hana.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu stjórnar Náttúrustofu Vesturlands.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 5. fundur - 17.11.2022

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnarfundar Náttúrustofu Vesturlands sem fram fóru föstudagana 16. september sl. og 28. október sl.
Lagt fram til kynningar.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 6. fundur - 24.11.2022

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnarfundar Náttúrustofu Vesturlands sem fram fóru föstudagana 16. september sl. og 28. október sl.
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 8. fundur - 16.02.2023

Á 400. fundi bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar samþykkti bæjarstjórn tillögu stjórnar Náttúrustofu Vesturlands að sveitarfélagið myndi fara í þá vinnu, í samráði við stjórn, að skilgreina valdmörk, ábyrgð, hlutverk og valdheimildir hvað Náttúrustofu Vesturlands varðar í ljósi þess að sveitarfélagið stendur eitt að rekstri stofunnar og að vinna drög að starfsreglum stjórnar og starfsáætlun, en stjórn taldi að að marka þyrfti skýrari vinnureglur um mörk ábyrgðar og hlutverks stjórnar og forstöðumanns, einkum varðandi fjármál Náttúrustofu Vesturlands, en það er hlutverk stjórnar að hafa eftirlit með starfsemi stofnunarinnar samkvæmt lögum og reglugerð.

Í samræmi við framangreinda afgreiðslu bæjarstjórnar eru lögð fram drög að starfsreglum stjórnar Náttúrustofu Vesturlands sem unnar voru af ráðgjafafyrirtækinu Attentus, ásamt drögum að siðareglum.

Þá eru lögð fram önnur gögn sem tengjast stofnuninni.
Bæjarráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi starfsreglur og siðareglum til umfjöllunar í stjórn Náttúrustofu Vesturlands.

Bókun:
Athugasemd er gerð við að nýjar starfsreglur um stjórn og forstöðumann Náttúrustofu Vesturlands, sem hvorki stjórn Náttúrustofunnar né forstöðumaður hafa fjallað um eða samþykkt, séu til afgreiðslu bæjarráðs/bæjarstjórnar. Samkvæmt lögum nr. 60/1992 um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur (12.-14. gr.) og sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 (40. og 53. gr.) er eðlilegt að slíkar reglur séu alfarið á borði stjórnar og forstöðumanns og ber því að vísa málinu þangað.

Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir


Bókun bæjarstjóra:
Vegna bókunar bæjarfulltrúa Í-lista bendir bæjarstjóri á að málsmeðferðin er í samræmi við ákvörðun 400. fundar bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar og tillögu stjórnar Náttúrustofu Vesturlands.

Jakob Björgvin Sigríðarson Jakobsson, bæjarstjóri

Bæjarráð - 11. fundur - 27.04.2023

Lögð fram fundargerð frá stjórnarfundi Náttúrustofu Vesturlands frá föstudeginum 17. febrúar sl.
Framlagt til kynningar.

Bæjarstjórn - 13. fundur - 04.05.2023

Lögð fram fundargerð frá stjórnarfundi Náttúrustofu Vesturlands frá föstudeginum 17. febrúar sl.
Framlagt til kynningar.
Getum við bætt efni síðunnar?