Fara í efni

Hólar 5 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2210003

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 25. fundur - 19.10.2022

Hannes Páll Þórðarson sækir um leyfi fyrir frístundarhúsi ásamt gróðurhúsi við Hóla 5 í sameiginlegu sveitarfélgi Stykkishólms og Helgafellssveitar samkvæmt aðaluppdráttum frá Helga Guðjóni Bragasyni dagsettum 13.03.2022
Burðarkerfiðhússins er timbur og verður klætt með timbri, þakvirkið er tvíhalla sperruþak og klætt með bárujárni.
Í ljósi þess að ekki liggur fyrir deiliskipulag á svæðinu vísar byggingarfulltrúi erindinu til skipulagsnefndar.

Skipulagsnefnd - 4. fundur - 09.11.2022

Hannes Páll Þórðarson sækir um leyfi fyrir 43 m2 frístundarhúsi ásamt 30,6 m2 gróðurhúsi á Hólum 5a samkvæmt aðaluppdráttum frá Helga Guðjóni Bragasyni dagsettum 13.03.2022. Burðarkerfiðhússins er timbur og verður klætt með timbri. Þakvirkið er tvíhalla sperruþak og klætt með bárujárni.

Í ljósi þess að ekki liggur fyrir deiliskipulag á svæðinu vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulagsnefndar.

Skv. Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 er heimild fyrir samtals fjórum íbúðarhúsum á jörðum (lögbýlum) 10 ha eða stærri og samtals þremur frístundahúsum (sjá skilmála á bls. 87 og töflu á bls. 44) nema að sérstakt íbúðar- eða frístundahúsavæði hafi verið skilgreint. Íbúðarhús og frístundahús skulu standa á sérstaklega afmörkuðum lóðum.

Skv. Fasteignaskrá eru í dag skráð eitt íbúðarhús og tvö frístundahús á jörðinni.

Hólar 5a (L221913 og F235099) er 3,2 ha spilda úr landi Hóla. Í Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 er spildan skráð sem landbúnaðarland en ræktarland í Þjóðskrá en skv. aðalskipulagi er mælst til þess að ræktarlandi sé ekki spillt með annarri landnotkun. Engar fasteignir eru skráðar á Hóla 5a en í dag standa þar tvö smáhýsi tengd með palli (11m2 og 14,4m2 með 1,6m2 býslagi).
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti byggingaráformin og felur byggingarfulltrúa að veita byggingarheimild fyrir núverandi smáhýsum að uppfylltum skilyrðum gr. 2.3.8 byggingarreglugerðar nr. 112/2012. Jafnframt felur nefndin byggingarfulltrúa að veita byggingarheimild fyrir nýju frístundahúsi og gróðurhúsi að uppfylltum skilyrðum sömu greinar byggingarreglugerðar og að fengnu skriflegu samþykki eiganda Hóla (lögbýlisins). Auk þess felur nefndin U&S sviði að breyta skráningu Hóla 5a í "landbúnaðarland" sbr. landnotkunarflokk í gildandi Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 5. fundur - 17.11.2022

Hannes Páll Þórðarson sækir um leyfi fyrir 43 m2 frístundarhúsi ásamt 30,6 m2 gróðurhúsi á Hólum 5a samkvæmt aðaluppdráttum frá Helga Guðjóni Bragasyni dagsettum 13.03.2022. Burðarkerfiðhússins er timbur og verður klætt með timbri. Þakvirkið er tvíhalla sperruþak og klætt með bárujárni.

Í ljósi þess að ekki liggur fyrir deiliskipulag á svæðinu vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulagsnefndar.

Skv. Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 er heimild fyrir samtals fjórum íbúðarhúsum á jörðum (lögbýlum) 10 ha eða stærri og samtals þremur frístundahúsum (sjá skilmála á bls. 87 og töflu á bls. 44) nema að sérstakt íbúðar- eða frístundahúsavæði hafi verið skilgreint. Íbúðarhús og frístundahús skulu standa á sérstaklega afmörkuðum lóðum.

Skv. Fasteignaskrá eru í dag skráð eitt íbúðarhús og tvö frístundahús á jörðinni.

Hólar 5a (L221913 og F235099) er 3,2 ha spilda úr landi Hóla. Í Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 er spildan skráð sem landbúnaðarland en ræktarland í Þjóðskrá en skv. aðalskipulagi er mælst til þess að ræktarlandi sé ekki spillt með annarri landnotkun. Engar fasteignir eru skráðar á Hóla 5a en í dag standa þar tvö smáhýsi tengd með palli (11m2 og 14,4m2 með 1,6m2 býslagi).

Skipulagsnefnd samþykkti, á 4. fundi sínum, fyrir sitt leyti byggingaráformin og fól byggingarfulltrúa að veita byggingarheimild fyrir núverandi smáhýsum að uppfylltum skilyrðum gr. 2.3.8 byggingarreglugerðar nr. 112/2012. Jafnframt fól nefndin byggingarfulltrúa að veita byggingarheimild fyrir nýju frístundahúsi og gróðurhúsi að uppfylltum skilyrðum sömu greinar byggingarreglugerðar og að fengnu skriflegu samþykki eiganda Hóla (lögbýlisins). Auk þess fól nefndin U&S sviði að breyta skráningu Hóla 5a í "landbúnaðarland" sbr. landnotkunarflokk í gildandi Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 6. fundur - 24.11.2022

Lögð fram umsókn Hannesar Páls Þórðarsonar um leyfi fyrir 43 m2 frístundarhúsi ásamt 30,6 m2 gróðurhúsi á Hólum 5a samkvæmt aðaluppdráttum frá Helga Guðjóni Bragasyni dagsettum 13.03.2022, ásamt afgreiðslu skipulagsnefndar vegna málsins sem bæjarráð samþykkti á 5. fundi sínum.

Í samræmi við afgreiðslu bæjarráðs er afgreiðsla skipulagsnefndar lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs og skipulagsnefndar.
Getum við bætt efni síðunnar?