Fara í efni

Innleiðing hringrásarhagkerfis

Málsnúmer 2211024

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 5. fundur - 17.11.2022

Umfangsmiklar lagabreytingar voru samþykktar á Alþingi í júní 2021 um flokkun og endurvinnslu, hollustuhætti, mengunarvarnir, úrvinnslugjald og fleira. Þessar breytingar koma flestar til framkvæmda 1. janúar 2023 og er ætlað að skapa skilyrði fyrir myndun hringrásarhagkerfis svo stuðla megi að sjálfbærri auðlindanotkun og draga úr myndun úrgangs.

Forsvarsmenn Íslenska gámafélagsins koma til fundar við bæjarráð og kynna þær breytingar sem fyrir höndum eru og væntanlegar þjónustubreytingar o.fl. hjá sveitarfélaginu vegna þessa.
Bæjarráð samþykkir að boðað verði til íbúafundar og kynntar breytingar á flokkun og endurvinnslu úrgangs. Í framhaldi af íbúafundi verði gerð skoðannakönnun hjá íbúum hvort þeir vilji fjórðu tunnuna fyrir plast eða tvískipta tunnu þar sem pappi/pappír og plast væru í tvískiptu tunnunni. Settar verða 2-3 grenndarstöðvar í sveitarfélaginu fyrir textil, málma og gler. Jafnfræmt er bæjarstjóra falið að ganga til samninga um framlengja samnings við Íslenska Gámafélagið um 6 mánuði.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 6. fundur - 24.11.2022

Umfangsmiklar lagabreytingar voru samþykktar á Alþingi í júní 2021 um flokkun og endurvinnslu, hollustuhætti, mengunarvarnir, úrvinnslugjald og fleira. Þessar breytingar koma flestar til framkvæmda 1. janúar 2023 og er ætlað að skapa skilyrði fyrir myndun hringrásarhagkerfis svo stuðla megi að sjálfbærri auðlindanotkun og draga úr myndun úrgangs.

Forsvarsmenn Íslenska gámafélagsins komu til fundar við bæjarráð á 5. fundi ráðsins og kynntu þær breytingar sem fyrir höndum eru ásamt væntanlegum þjónustubreytingum o.fl. hjá sveitarfélaginu vegna þessa.

Bæjarráð samþykkti að boðað verði til íbúafundar og kynntar breytingar á flokkun og endurvinnslu úrgangs. Í framhaldi af íbúafundi verði gerð skoðannakönnun hjá íbúum hvort þeir vilji fjórðu tunnuna fyrir plast eða tvískipta tunnu þar sem pappi/pappír og plast væru í tvískiptu tunnunni. Settar verða 2-3 grenndarstöðvar í sveitarfélaginu fyrir textil, málma og gler. Jafnfræmt fól bæjarráð bæjarstjóra að ganga til samninga um að framlengja samning við Íslenska Gámafélagið um 6 mánuði.

Afgreiðsla bæjarráðs lögð fram til staðfestingar.
Bæjarstjórn samþykkir að haldið verði íbúafundur um hringrásarhagkerfið. Í framhaldi af íbúafundi verði gerð skoðannakönnun hjá íbúum hvort þeir vilji fjórðu tunnuna fyrir plast eða tvískipta tunnu þar sem pappi/pappír og plast væru í tvískiptu tunnunni.

Bæjarstjórn samþykkir að setttar verði upp 2-3 grendarstöðvar fyrir málma, gler og textil.

Bæjarstjórn samþykkir að bæjarstjóri gangi til samninga við framlengingu samnings við Íslenska Gámafélagið um 6 mánuði.

Bæjarráð - 11. fundur - 27.04.2023

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra þar vegna fyrirhugaðra grenndarstöðva. Í minnisblaðinu er lögð fram tillaga að útfærslu á grenndarstöð sem talin er snyrtileg og öflug fyrir íslenskar aðstæður. Þá eru jafnframt lagðar fram tillögur að staðsetningum fyrir grenndarstöðvar, en bæjarstjóri leggur til að þeim tillögum verði vísað til meðferðar í skipulagsnefnd.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra og að fyrstu þrjár staðsetningarnar verði í Lágholti, Búðarnesvegi og Skúlagötu.

Bæjarstjórn - 13. fundur - 04.05.2023

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra þar vegna fyrirhugaðra grenndarstöðva. Í minnisblaðinu er lögð fram tillaga að útfærslu á grenndarstöð sem talin er snyrtileg og öflug fyrir íslenskar aðstæður. Þá eru jafnframt lagðar fram tillögur að staðsetningum fyrir grenndarstöðvar, en bæjarstjóri leggur til að þeim tillögum verði vísað til meðferðar í skipulagsnefnd.

Á 11. fundi sínum samþykkti bæjarráð tillögu bæjarstjóra og að fyrstu þrjár staðsetningarnar verði í Lágholti, Búðarnesvegi og Skúlagötu. Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

Skipulagsnefnd - 11. fundur - 10.05.2023

Lagt fram til kynningar minnisblað bæjarstjóra vegna fyrirhugaðra grenndarstöðva. Í minnisblaðinu er lögð fram tillaga að útfærslu á grenndarstöð sem talin er snyrtileg og standast kröfur fyrir íslenskar aðstæður. Þá eru jafnframt lagðar fram tillögur að staðsetningum fyrir grenndarstöðvar, en bæjarstjóri leggur til að þeim tillögum verði vísað til meðferðar í skipulagsnefnd.

Á 11. fundi sínum samþykkti bæjarráð tillögu bæjarstjóra og að fyrstu þrjár staðsetningarnar verði í Lágholti, Búðarnesvegi og Skúlagötu. Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn. Bæjarstjórn staðfesti afgreiðslu bæjarráðs.
Í samræmi við umræður á fundinum felur skipulagsnefnd skipulagsfulltrúa að kanna betur staðsetningu móttökustöðva og kynningu til íbúa.
Getum við bætt efni síðunnar?