Fara í efni

Birkilundur - sameining lóða 21, 21a, 22, 22a og 23

Málsnúmer 2309024

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 14. fundur - 11.10.2023

Lögð er fram til afgreiðslu fyrirspurn Benedikts Benediktssonar, landeiganda Saura (L-136954), um afstöðu skipulagsnefndar varðandi sameiningu fimm lóða í Birkilundi þ.e. lóð 21, 21a, 22, 22a og 23 (skv. deiliskipulagstillögu frá 2006 sem nú er aftur í vinnslu) þar sem fyrirhugað er að byggja allt að 25 smáhýsi (25-40 m2) til útleigu.
Skipulagsnefnd samþykkir að lóðirnar verði sameinaðar í eina lóð og að sameinaðar lóðir verði hluti deiliskipulags sem nú er í vinnslu. Jafnframt samþykkir nefndin að landeigandi láti vinna samhliða breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 sem felst í breytingu á landnotkun úr "frístundabyggð" í "verslun og þjónusta". Vinna skipulagsráðgjafa hvað varðar sameiningu lóðanna og breytingu á aðalskipulagi greiðist af landeiganda. Auk umsagna lögbundinna umsagnaraðila, fer nefndin jafnframt fram á að leitað verði samþykkis slökkviliðsstjóra.

Bæjarráð - 15. fundur - 19.10.2023

Á 14. fundi skipulagsnefndar var lögð farm fyrirspurn Benedikts Benediktssonar, landeiganda Saura (L-136954), um afstöðu skipulagsnefndar varðandi sameiningu fimm lóða í Birkilundi þ.e. lóð 21, 21a, 22, 22a og 23 (skv. deiliskipulagstillögu frá 2006 sem nú er aftur í vinnslu) þar sem fyrirhugað er að byggja allt að 25 smáhýsi (25-40 m2) til útleigu.



Skipulagsnefnd samþykkti að lóðirnar verði sameinaðar í eina lóð og að sameinaðar lóðir verði hluti deiliskipulags sem nú er í vinnslu. Jafnframt samþykkti nefndin að landeigandi láti vinna samhliða breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 sem felst í breytingu á landnotkun úr "frístundabyggð" í "verslun og þjónusta". Vinna skipulagsráðgjafa hvað varðar sameiningu lóðanna og breytingu á aðalskipulagi greiðist af landeiganda. Auk umsagna lögbundinna umsagnaraðila, fór nefndin jafnframt fram á að leitað verði samþykkis slökkviliðsstjóra.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

Skipulagsnefnd - 18. fundur - 10.01.2024

Lögð er fram til afgreiðslu skipulagslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 vegna breyttrar landnotkunar á hluta Birkilunds í landi Saura (L136954).

Breytingin tekur til 2,8 ha svæðis sem tekur til sameinaðra lóða nr. 21, 21a, 22, 22a og 23 í Birkilundi og felst í breytingu á landnotkun úr frístundabyggð og landbúnaðarsvæði í verslun og þjónustu. Á svæðinu stendur til að reisa allt að fimmtán 35 m2 rekstrarleyfisskyld útleiguhús. Samhliða þessari breytingu er verið að vinna nýtt deiliskipulag fyrir umrætt svæði.

Á 14. fundi skipulagsnefndar, þann 11.10.2023, samþykkti nefndin að sameina lóðirnar í eina lóð og að lóðin verði hluti deiliskipulags í vinnslu. Afgreiðsla nefndarinnar var staðfest á 15. fundi bæjarráðs.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa skipulagslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim minniháttar breytingum sem samþykktar voru á fundinum.

Bæjarráð - 18. fundur - 18.01.2024

Lögð fram skipulagslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 vegna breyttrar landnotkunar á hluta Birkilunds í landi Saura.



Breytingin tekur til 2,8 ha svæðis sem tekur til sameinaðra lóða nr. 21, 21a, 22, 22a og 23 í Birkilundi og felst í breytingu á landnotkun úr frístundabyggð og landbúnaðarsvæði í verslun og þjónustu. Á svæðinu stendur til að reisa allt að fimmtán 35 m2 rekstrarleyfisskyld útleiguhús. Samhliða þessari breytingu er verið að vinna ny´tt deiliskipulag fyrir umrætt svæði.



Á 14. fundi skipulagsnefndar, þann 11.10.2023, samþykkti nefndin að sameina lóðirnar í eina lóð og að lóðin verði hluti deiliskipulags í vinnslu. Afgreiðsla nefndarinnar var staðfest á 15. fundi bæjarráðs.



Skipulagsnefnd samþykkti á 18. fundi sínum, að auglýsa skipulagslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim minniháttar breytingum sem samþykktar voru á fundinum.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

Bæjarstjórn - 21. fundur - 25.01.2024

Lögð fram skipulagslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 vegna breyttrar landnotkunar á hluta Birkilunds í landi Saura.



Breytingin tekur til 2,8 ha svæðis sem tekur til sameinaðra lóða nr. 21, 21a, 22, 22a og 23 í Birkilundi og felst í breytingu á landnotkun úr frístundabyggð og landbúnaðarsvæði í verslun og þjónustu. Á svæðinu stendur til að reisa allt að fimmtán 35 m2 rekstrarleyfisskyld útleiguhús. Samhliða þessari breytingu er verið að vinna ny´tt deiliskipulag fyrir umrætt svæði.



Á 14. fundi skipulagsnefndar, þann 11.10.2023, samþykkti nefndin að sameina lóðirnar í eina lóð og að lóðin verði hluti deiliskipulags í vinnslu. Afgreiðsla nefndarinnar var staðfest á 15. fundi bæjarráðs.



Skipulagsnefnd samþykkti á 18. fundi sínum, að auglýsa skipulagslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim minniháttar breytingum sem samþykktar voru á fundinum.



Bæjarráð staðfesti afgreiðslu skipulagsnefndar á 18. fundi sínum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

Skipulagsnefnd - 20. fundur - 13.03.2024

Þann 25. janúar sl samþykkti bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms að auglýsa skipulagslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 1. mgr. 36. gr. með vísun í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.



Fyrirhuguð breyting tekur Birkilunds í landi Saura. Skipulagssvæðið er nú þegar að mestu byggt frístunda- og íbúðarhúsum en með breytingunni verður landnotkun á hluta svæðisins breytt úr frístundabyggð og landbúnaði í verslunar- og þjónustusvæði fyrir útleiguhús, svæði fyrir íbúðarbyggð stækkað um 3,8 ha og landbúnaðarsvæði minnkað sem því nemur. Samhliða tillögu að aðalskipulagsbreytingu verður unnin tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Birkilund.



Athugasemdafrestur við skipulagslýsingu var til og með 13. mars 2024.



Lagðar fyrir skipulagsnefnd þær athugasemdir sem fram komu.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í að skoða stækkun á íbúðarsvæði í vegna aðalskipulagsbreytinga við Birkilund, sem nái þá til lóðar 44. Skiplagsnefnd vísar að öðru leyti athugasemdum til yfirferðar og vinnslu hjá hönnuði og í framhaldinu verða athugasemdir skoðaðar og tekið tillit til þeirra, eftir atvikum, í endanlegri tillögugerð að aðalskipulagsbreytingu sem stefnt er að verði lögð fyrir skipulagsnefnd á næsta fundi nefndarinnar. Skipulagsnefnd leggur áherslu á að við vinnslu á deiliskipulagstillögu verði jafnframt horft til fyrirliggjandi athugasemda eftir atvikum.

Bæjarráð - 20. fundur - 18.03.2024

Þann 25. janúar sl samþykkti bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms að auglýsa skipulagslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 1. mgr. 36. gr. með vísun í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.



Fyrirhuguð breyting tekur Birkilunds í landi Saura. Skipulagssvæðið er nú þegar að mestu byggt frístunda- og íbúðarhúsum en með breytingunni verður landnotkun á hluta svæðisins breytt úr frístundabyggð og landbúnaði í verslunar- og þjónustusvæði fyrir útleiguhús, svæði fyrir íbúðarbyggð stækkað um 3,8 ha og landbúnaðarsvæði minnkað sem því nemur. Samhliða tillögu að aðalskipulagsbreytingu verður unnin tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Birkilund.



Athugasemdafrestur við skipulagslýsingu var til og með 13. mars 2024.



Lagðar eru fram þær athugasemdir sem bárust. Á 20. fundi sínum tók skipulagsnefnd jákvætt í að skoða stækkun á íbúðarsvæði vegna aðalskipulagsbreytinga við Birkilund, sem nái þá til lóðar 44. Skiplagsnefnd vísar að öðru leyti athugasemdum til yfirferðar og vinnslu hjá hönnuði og í framhaldinu verða athugasemdir skoðaðar og tekið tillit til þeirra, eftir atvikum, í endanlegri tillögugerð að aðalskipulagsbreytingu sem stefnt er að verði lögð fyrir skipulagsnefnd á næsta fundi nefndarinnar. Skipulagsnefnd lagði áherslu á að við vinnslu á deiliskipulagstillögu verði jafnframt horft til fyrirliggjandi athugasemda eftir atvikum.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar.

Skipulagsnefnd - 21. fundur - 15.04.2024

Lögð fram vinnslutillaga að breytingu á aðalskipulagi við Birkilund, en skipulagslýsing var kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga frá 14. febrúar til 13. mars 2024 í skipulagsgátt.



Fyrirhuguð breyting tekur Birkilunds í landi Saura. Skipulagssvæðið er nú þegar að mestu byggt frístunda- og íbúðarhúsum en með breytingunni verður landnotkun á hluta svæðisins breytt úr frístundabyggð og landbúnaði í verslunar- og þjónustusvæði fyrir útleiguhús, svæði fyrir íbúðarbyggð stækkað um 3,8 ha og landbúnaðarsvæði minnkað sem því nemur. Samhliða tillögu að aðalskipulagsbreytingu verður unnin tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Birkilund.



Skipulagsnefnd tók á 20. fundi sínum jákvætt í að skoða stækkun á íbúðarsvæði í vegna aðalskipulagsbreytinga við Birkilund, sem nái þá til lóðar 44. Skiplagsnefnd vísaði að öðru leyti athugasemdum til yfirferðar og vinnslu hjá hönnuði þannig að taka megi tillit til þeirra, eftir atvikum, í endanlegri tillögugerð að aðalskipulagsbreytingu.
Skipulagsnefnd óskar eftir því, í samræmi við áherslur nefndarinnar á síðasta fundi, að landnotkun á lóð 44. verði breytt á aðalskipulagsuppdrætti úr frístundalóð í íbúðarlóð, til samræmis við óskir lóðarhafa, sé þess nokkur kostur og tefji það ekki málið, enda mun að öðrum kosti umrædd lóð standa stök sem frístundalóð og að mati nefndarinnar fer betur á því að íbúðarsvæðið skapi heildstæðari mynd með umræddi lóð sem íbúðalóð.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlagða tillögðu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Birkilundar til kynningar á vinnslustigi í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eftir atvikum með framangreindri breytingu.

Bæjarráð - 21. fundur - 18.04.2024

Lögð fram vinnslutillaga að breytingu á aðalskipulagi við Birkilund, en skipulagslýsing var kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga frá 14. febrúar til 13. mars 2024 í skipulagsgátt.



Fyrirhuguð breyting tekur Birkilunds í landi Saura. Skipulagssvæðið er nú þegar að mestu byggt frístunda- og íbúðarhúsum en með breytingunni verður landnotkun á hluta svæðisins breytt úr frístundabyggð og landbúnaði í verslunar- og þjónustusvæði fyrir útleiguhús, svæði fyrir íbúðarbyggð stækkað um 3,8 ha og landbúnaðarsvæði minnkað sem því nemur. Samhliða tillögu að aðalskipulagsbreytingu verður unnin tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Birkilund.



Skipulagsnefnd tók á 20. fundi sínum jákvætt í að skoða stækkun á íbúðarsvæði í vegna aðalskipulagsbreytinga við Birkilund, sem nái þá til lóðar 44. Skiplagsnefnd vísaði að öðru leyti athugasemdum til yfirferðar og vinnslu hjá hönnuði þannig að taka megi tillit til þeirra, eftir atvikum, í endanlegri tillögugerð að aðalskipulagsbreytingu.



Á 21. fundi sínum óskaði skipulagsnefnd eftir því, í samræmi við áherslur nefndarinnar á síðasta fundi, að landnotkun á lóð 44. verði breytt á aðalskipulagsuppdrætti úr frístundalóð í íbúðarlóð, til samræmis við óskir lóðarhafa, sé þess nokkur kostur og tefji það ekki málið, enda mun að öðrum kosti umrædd lóð standa stök sem frístundalóð og að mati nefndarinnar fer betur á því að íbúðarsvæðið skapi heildstæðari mynd með umræddi lóð sem íbúðalóð. Skipulagsnefnd lagði til við bæjarstjórn að samþykkja framlagða tillögðu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Birkilundar til kynningar á vinnslustigi í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eftir atvikum með framangreindri breytingu.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar henni til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 24. fundur - 24.04.2024

Ragnar Ingi Sigurðsson vék af fundi.
Lögð fram vinnslutillaga að breytingu á aðalskipulagi við Birkilund, en skipulagslýsing var kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga frá 14. febrúar til 13. mars 2024 í skipulagsgátt.



Fyrirhuguð breyting tekur til Birkilunds í landi Saura. Skipulagssvæðið er nú þegar að mestu byggt frístunda- og íbúðarhúsum en með breytingunni verður landnotkun á hluta svæðisins breytt úr frístundabyggð og landbúnaði í verslunar- og þjónustusvæði fyrir útleiguhús, svæði fyrir íbúðarbyggð stækkað um 3,8 ha og landbúnaðarsvæði minnkað sem því nemur. Samhliða tillögu að aðalskipulagsbreytingu verður unnin tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Birkilund.



Skipulagsnefnd tók á 20. fundi sínum jákvætt í að skoða stækkun á íbúðarsvæði í vegna aðalskipulagsbreytinga við Birkilund, sem nái þá til lóðar 44. Skiplagsnefnd vísaði að öðru leyti athugasemdum til yfirferðar og vinnslu hjá hönnuði þannig að taka megi tillit til þeirra, eftir atvikum, í endanlegri tillögugerð að aðalskipulagsbreytingu.



Á 21. fundi sínum óskaði skipulagsnefnd eftir því, í samræmi við áherslur nefndarinnar á síðasta fundi, að landnotkun á lóð 44. verði breytt á aðalskipulagsuppdrætti úr frístundalóð í íbúðarlóð, til samræmis við óskir lóðarhafa, sé þess nokkur kostur og tefji það ekki málið, enda mun að öðrum kosti umrædd lóð standa stök sem frístundalóð og að mati nefndarinnar fer betur á því að íbúðarsvæðið skapi heildstæðari mynd með umræddi lóð sem íbúðalóð. Skipulagsnefnd lagði til við bæjarstjórn að samþykkja framlagða tillögðu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Birkilundar til kynningar á vinnslustigi í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eftir atvikum með framangreindri breytingu.



Bæjarráð samþykkti, á 21. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar og vísaði henni til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Getum við bætt efni síðunnar?