Fara í efni

Birkilundur - sameining lóða 21, 21a, 22, 22a og 23

Málsnúmer 2309024

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 14. fundur - 11.10.2023

Lögð er fram til afgreiðslu fyrirspurn Benedikts Benediktssonar, landeiganda Saura (L-136954), um afstöðu skipulagsnefndar varðandi sameiningu fimm lóða í Birkilundi þ.e. lóð 21, 21a, 22, 22a og 23 (skv. deiliskipulagstillögu frá 2006 sem nú er aftur í vinnslu) þar sem fyrirhugað er að byggja allt að 25 smáhýsi (25-40 m2) til útleigu.
Skipulagsnefnd samþykkir að lóðirnar verði sameinaðar í eina lóð og að sameinaðar lóðir verði hluti deiliskipulags sem nú er í vinnslu. Jafnframt samþykkir nefndin að landeigandi láti vinna samhliða breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 sem felst í breytingu á landnotkun úr "frístundabyggð" í "verslun og þjónusta". Vinna skipulagsráðgjafa hvað varðar sameiningu lóðanna og breytingu á aðalskipulagi greiðist af landeiganda. Auk umsagna lögbundinna umsagnaraðila, fer nefndin jafnframt fram á að leitað verði samþykkis slökkviliðsstjóra.

Bæjarráð - 15. fundur - 19.10.2023

Á 14. fundi skipulagsnefndar var lögð farm fyrirspurn Benedikts Benediktssonar, landeiganda Saura (L-136954), um afstöðu skipulagsnefndar varðandi sameiningu fimm lóða í Birkilundi þ.e. lóð 21, 21a, 22, 22a og 23 (skv. deiliskipulagstillögu frá 2006 sem nú er aftur í vinnslu) þar sem fyrirhugað er að byggja allt að 25 smáhýsi (25-40 m2) til útleigu.Skipulagsnefnd samþykkti að lóðirnar verði sameinaðar í eina lóð og að sameinaðar lóðir verði hluti deiliskipulags sem nú er í vinnslu. Jafnframt samþykkti nefndin að landeigandi láti vinna samhliða breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 sem felst í breytingu á landnotkun úr "frístundabyggð" í "verslun og þjónusta". Vinna skipulagsráðgjafa hvað varðar sameiningu lóðanna og breytingu á aðalskipulagi greiðist af landeiganda. Auk umsagna lögbundinna umsagnaraðila, fór nefndin jafnframt fram á að leitað verði samþykkis slökkviliðsstjóra.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

Skipulagsnefnd - 18. fundur - 10.01.2024

Lögð er fram til afgreiðslu skipulagslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 vegna breyttrar landnotkunar á hluta Birkilunds í landi Saura (L136954).

Breytingin tekur til 2,8 ha svæðis sem tekur til sameinaðra lóða nr. 21, 21a, 22, 22a og 23 í Birkilundi og felst í breytingu á landnotkun úr frístundabyggð og landbúnaðarsvæði í verslun og þjónustu. Á svæðinu stendur til að reisa allt að fimmtán 35 m2 rekstrarleyfisskyld útleiguhús. Samhliða þessari breytingu er verið að vinna nýtt deiliskipulag fyrir umrætt svæði.

Á 14. fundi skipulagsnefndar, þann 11.10.2023, samþykkti nefndin að sameina lóðirnar í eina lóð og að lóðin verði hluti deiliskipulags í vinnslu. Afgreiðsla nefndarinnar var staðfest á 15. fundi bæjarráðs.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa skipulagslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim minniháttar breytingum sem samþykktar voru á fundinum.

Bæjarráð - 18. fundur - 18.01.2024

Lögð fram skipulagslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 vegna breyttrar landnotkunar á hluta Birkilunds í landi Saura.Breytingin tekur til 2,8 ha svæðis sem tekur til sameinaðra lóða nr. 21, 21a, 22, 22a og 23 í Birkilundi og felst í breytingu á landnotkun úr frístundabyggð og landbúnaðarsvæði í verslun og þjónustu. Á svæðinu stendur til að reisa allt að fimmtán 35 m2 rekstrarleyfisskyld útleiguhús. Samhliða þessari breytingu er verið að vinna ny´tt deiliskipulag fyrir umrætt svæði.Á 14. fundi skipulagsnefndar, þann 11.10.2023, samþykkti nefndin að sameina lóðirnar í eina lóð og að lóðin verði hluti deiliskipulags í vinnslu. Afgreiðsla nefndarinnar var staðfest á 15. fundi bæjarráðs.Skipulagsnefnd samþykkti á 18. fundi sínum, að auglýsa skipulagslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim minniháttar breytingum sem samþykktar voru á fundinum.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

Bæjarstjórn - 21. fundur - 25.01.2024

Lögð fram skipulagslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 vegna breyttrar landnotkunar á hluta Birkilunds í landi Saura.Breytingin tekur til 2,8 ha svæðis sem tekur til sameinaðra lóða nr. 21, 21a, 22, 22a og 23 í Birkilundi og felst í breytingu á landnotkun úr frístundabyggð og landbúnaðarsvæði í verslun og þjónustu. Á svæðinu stendur til að reisa allt að fimmtán 35 m2 rekstrarleyfisskyld útleiguhús. Samhliða þessari breytingu er verið að vinna ny´tt deiliskipulag fyrir umrætt svæði.Á 14. fundi skipulagsnefndar, þann 11.10.2023, samþykkti nefndin að sameina lóðirnar í eina lóð og að lóðin verði hluti deiliskipulags í vinnslu. Afgreiðsla nefndarinnar var staðfest á 15. fundi bæjarráðs.Skipulagsnefnd samþykkti á 18. fundi sínum, að auglýsa skipulagslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim minniháttar breytingum sem samþykktar voru á fundinum.Bæjarráð staðfesti afgreiðslu skipulagsnefndar á 18. fundi sínum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.
Getum við bætt efni síðunnar?