Fara í efni

Skipulagsnefnd

21. fundur 15. apríl 2024 kl. 16:30 - 20:51 á skrifstofu bæjarstjóra
Nefndarmenn
  • Gunnar Ásgeirsson (GÁ) aðalmaður
  • Hilmar Hallvarðsson (HH) aðalmaður
  • Arnar Geir Diego Ævarsson varamaður
  • Aron Bjarni Valgeirsson varamaður
  • Ragnar Már Ragnarsson varamaður
Fundargerð ritaði: Jakob Björgvin Sigríðarson Jakobsson bæjarstjóri
Dagskrá
Formaður skipulagsnefndar setti fundinn og bauð fundargesti velkomna.

Formaður bar upp tillögu um að eftirfarandi mál verði tekið inn á dagskrá fundarins með afbrigðum:

- 2404034 - Áform um virkjun í landi Örlygsstaða

Samþykkt samhljóða.

Er ofangreind mál eru sett inn sem mál nr. 2 á dagskrá fundarins.

1.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 34

Málsnúmer 2404002FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 34. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
Lagt fram til kynningar.

2.Áform um virkjun í landi Örlygsstaða

Málsnúmer 2404034Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi fyrir hönd landeiganda Örlygsstaða um áform um virkjun í landi Örlygsstaða.
Skipulagsnefnd tekur málið til umfjöllunar og bíður frekari gagna og upplýsinga um verkefnið.

3.Agustsonreitur - skipulagsbreyting

Málsnúmer 2302009Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd tók, á 20. fundi sínum, jákvætt í fyrirliggjandi tillögur að deiliskipulagi fyrir Agustsonreit og óskuðu eftir að fulltrúar verkefnisins komi til fundar við nefndina til að taka opið samtal um áhrif umræddra breytinga á forsendur lóðarhafa og umhverfi. Bæjarráð staðfesti afgreiðslu skipulagsnefndar á 20. fundi sínum. Tillögurnar voru lagðar fyrir á 6. fundi hafnarstjórnar sem fagnaði fyrirliggjandi hugmyndum og tillögum og hvatti lóðarhafa til dáða í verkefninu framundan enda komi verkefnið til með að hafa jákvæð áhrif á umhverfi og ásýnd Stykkishólmshafnar.Fulltrúar lóðarhafa koma til fundar við skipulagsnefnd og gera grein fyrir stöðu málsins.
Skipualagsnefnd þakkar fulltrúum lóðarhafa fyrir að koma á fund nefndarinnar og svara spurningum. Skipulagsnefnd telur að vinna megi áfram með upphaflega tillögu á hótelreitnum en telur jafnframt að halda megi inni breytingum sem snúa að Smiðjustíg. Einnig telur nefndin að fækka megi smáhýsum við Súgandiseyjargötu eftir að búið er að þjappa þeim saman til þess að minnka ásýnd þeirra frá Aðalgötu.
Skipulagsnefnd telur jafnframt að það geti hjálpað verkefninu ef hægt væri að sýna hæðarlínur miðað við byggingar beggja vegna lóðarinnar ásamt því að sýna mænishæð á þeim þökum sem snúa að Aðalgötu á KST reitnum.

4.Umsókn um stöðuleyfi - Fish and Chips

Málsnúmer 2403006Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Guðmundar Rúnars Hallgerðarsonar um stöðuleyfir fyrir fish and chips söluvagn á hafnarsvæði. Hafnarstjórn gerði á 6. fundi sínum, ekki athugasemd við umsóknina.
Skipulagsnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd umsóknina.

5.Umsókn um stöðuleyfi - Vinnuskúr

Málsnúmer 2403007Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Guðmundar Rúnars Hallgerðarsonar um stöðuleyfi fyrir vinnuskúr á hafnarsvæði. Á 6. fundi sínum gat hafnarstjórn ekki fallist á að vinnuskúr sé staðsettur á umræddum stað og veitti því fyrir sitt leyti neikvæða umsögn um stöðuleyfið.
Skipulagsnefnd tekur undir afgreiðslu hafnarstjórnar.

6.Umsókn um stöðuleyfi - Ískofi

Málsnúmer 2403008Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Guðmundar Rúnars Hallgerðarsonar um stöðuleyfi fyrir ískofa á hafnarsvæði. Hafnarstjórn gerði á 6. fundi sínum, ekki athugasemd við umsóknina.
Skipulagsnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við umsóknina.

7.Kallhamar-Hamraendar - Breyting á aðalskipulagi og ný deiliskipulög

Málsnúmer 2206035Vakta málsnúmer

Lögð fram vinnslutillaga að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2024 og drög að vinnslutillögu deiliskipulags fyrir Kallhamar og Hamraenda. Skipulagsnefnd fól, á 20. fundi sínum, bæjarstjóra að koma áherslum sínum á framfæri við skipulagshönnuð og vísaði málinu til frekari vinnslu í nefndinni. Skipulagshönnuður kemur á fundar við skipulagsnefnd í tengslum við vinnu skipulagsáætlana.
Skipulagsnefnd þakkar skipulaghönnuði fyrir kynninguna á stöðu málsins og hvetur til þess að markvisst sé unnið að á komandi vikum í samræmi við áherslur á fundinum þannig að kynna megi vinnslutillögu skipulagsins í júní nk.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarráð að tillaga bæjarstjóra um að sveitarfélagið aug­lýsi opinberlega eftir fyr­ir­tækj­um sem eru áhuga­söm eru um að staðsetja sig Kallhömrum og Hamraendum, sem áform eru um að gera á bygg­ing­ar­hæf í áföng­um, með það að markmiði að fanga betur hvers konar fyrirtæki hafi áhuga á því að staðsetja sig á skipulagssvæðinu, hversu stórar lóðir þau þurfa og hversu mikið þau gætu hugsað sér að byggja, til viðbótar við þau tvö fyrirtæki sem þegar hafa lýst yfir áhuga til uppbygginagr á svæðinu verði samþykkt.

8.Birkilundur - Breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 2309024Vakta málsnúmer

Lögð fram vinnslutillaga að breytingu á aðalskipulagi við Birkilund, en skipulagslýsing var kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga frá 14. febrúar til 13. mars 2024 í skipulagsgátt.Fyrirhuguð breyting tekur Birkilunds í landi Saura. Skipulagssvæðið er nú þegar að mestu byggt frístunda- og íbúðarhúsum en með breytingunni verður landnotkun á hluta svæðisins breytt úr frístundabyggð og landbúnaði í verslunar- og þjónustusvæði fyrir útleiguhús, svæði fyrir íbúðarbyggð stækkað um 3,8 ha og landbúnaðarsvæði minnkað sem því nemur. Samhliða tillögu að aðalskipulagsbreytingu verður unnin tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Birkilund.Skipulagsnefnd tók á 20. fundi sínum jákvætt í að skoða stækkun á íbúðarsvæði í vegna aðalskipulagsbreytinga við Birkilund, sem nái þá til lóðar 44. Skiplagsnefnd vísaði að öðru leyti athugasemdum til yfirferðar og vinnslu hjá hönnuði þannig að taka megi tillit til þeirra, eftir atvikum, í endanlegri tillögugerð að aðalskipulagsbreytingu.
Skipulagsnefnd óskar eftir því, í samræmi við áherslur nefndarinnar á síðasta fundi, að landnotkun á lóð 44. verði breytt á aðalskipulagsuppdrætti úr frístundalóð í íbúðarlóð, til samræmis við óskir lóðarhafa, sé þess nokkur kostur og tefji það ekki málið, enda mun að öðrum kosti umrædd lóð standa stök sem frístundalóð og að mati nefndarinnar fer betur á því að íbúðarsvæðið skapi heildstæðari mynd með umræddi lóð sem íbúðalóð.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlagða tillögðu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Birkilundar til kynningar á vinnslustigi í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eftir atvikum með framangreindri breytingu.

9.Birkilundur - Deiliskipulag

Málsnúmer 2209002Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Birkilund.Í gildi er deiliskipulag fyrir Birkilund frá 1984, sem tók gildi árið 1987. Samkvæmt því er gert ráð fyrir 44 lóðum frir frístundahús en engir skilmálar fylgja því skipulagi. Árið 2002 var unnin breytingartillaga á deiliskipulaginu sem fól í sér heildarendurskoðun og fjölgun lóða. Tillagan var auglýst og samþykkt í sveitarstjórn en tók aldrei lögformlega gildi þar sem hún var ekki auglýst í B-deild Stjórnartíðinda. Árið 2006 var að nýju unnin tillaga að deiliskipulagsbreytingu sem byggði á tillögunni frá 2002. Í þeirri tillögu var frístundabyggðin stækkuð um tæpa 5 hektara, íbúðarlóðum fjölgað um tvær og 11 frístundarlóðum breytt í íbúðarlóðir. Jafnframt voru byggingarreitir skilgreindir og skilmálar uppfærðir. Þó svo að sú tillaga hafi verið notuð til grundvallar veitingu byggingarleyfa í gegnum tíðina öðlaðist hún aldrei lögformlegt gildi. Markmið deiliskipulagsins er að setja fram skilmála og hnitfesta uppdrátt sem er í samræmi við reglugerðir og lög á grunni þeirra skipulagsáætlana sem unnar hafa verið, en deiliskipulagið byggir þó að mestu leyti á deiliskipulagstillögunni frá 2006.Innan deiliskipulagssvæðisins eru skilgreindar 40 frístundalóðir sem eru nú þegar stofnaða, nema Birkilundur 16a, og búið að byggja á sumum lóðum. Á norðanverðu svæðinu eru skilgreindar 15 íbúðarlóðir sem eru nú þegar stofnaðar og byggðar, allar nema Birkilundur 35, 40a, 50a og 50b. Einnig er gert ráð fyrir stórri lóð fyrir útileguhús að austanverðu skipulagssvæðisins. Lóðirnar eru á bilinu 3025 m2 til 27.249 m2 að stærð, en flestar eru um 5000 m2.
Skipulagsnefnd telur á grunni 3. mgr. 40. gr. skipulagslega að ekki forsendur séu til gerðar sérstakrar skipulagslýsingar vegna fyrirhugaðs deiliskipulags og leggur því til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu til kynningar og umsagna á vinnslustigi í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eftir atvikum með áorðnum breytingum á aðalskipulagstillögu.

10.Vigraholt (Saurar 9) - aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 2306018Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi, ásamt umhverfisskýrslu og viðbrögðum við athugasemdum, en tillagan var kynnt á vinnslustigi skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga frá 1. mars til 15. mars 2024 í skipulagsgátt.Aðalskipulagsbreytingin felst í breytingu á landnotkun úr frístundabyggð og landbúnaðarlandi í frístundabyggð, íbúðarbyggð og verslun og þjónustu og færslu á mörkum landnotkunarreita samkvæmt því.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að framlögð tillaga að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Vigraholts verði samþykkt í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.

11.Vigraholt (Saurar 9) - Deiliskipulag

Málsnúmer 2404030Vakta málsnúmer

Lagður fram til afgreiðslu á vinnslustigi deiliskipulagsuppdráttur ásamt deiliskipulagsgreinargerð, skýringaruppdrætti deiliskipulags og umhversisskýrslu, en skipulagslýsing var kynnt frá 7. nóvember til 5. desember 2023 í skipulagsgátt.Meginmarkmið nýs deiliskipulags er að þróa frístundabyggð með tilheyrandi þjónustu og íbúðarhúsnæði fyrir starfsfólk. Á skipulagssvæðinu er gert ráð fyrir allt að 33 frístundahúsum, 10 íbúðarhúsum, hóteli með baðlóni, veitingahúsi og handverks brugghússi. Frístandandi hótelherbergi verða í smáhýsum á

þjónustusvæði tengdu hótelinu.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja deiliskipulagstillögu til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsfulltrúa er falið umboð til að gera minniháttar breytingar á tillögunni til að koma til móts við mögulegar umsagnir á vinnslustigi og í framhaldinu að auglýsa deiliskipulagstillöguna í samræmi við 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða aðalskipulagsbreytingunni, en ef veigamiklar efnislegar athugasemdir verði gerðar við tillöguna á vinnslustigi að mati skipulagsfulltrúa, sem kallar á verulegar breytingar á tillögunni, skal hún lögð að nýju til afgreiðslu í skipulagsnefnd áður en tillagan er auglýst.

12.Umsókn um byggingarleyfi - Jónsnes

Málsnúmer 2404027Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi fyrir 523 m2 frístundarhúsi á einni hæð og kjallara í landi Jónsness í eyju eða hólma sem kallast Nónnes.Húsið verður á staðsteyptum sökklum burðargrind veggja og þaks verður timbur. Klætt að utan með timburklæðningu.Þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag fyrir svæðið, vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í fyrirliggjandi byggingaráform en sér sér ekki fært á þessum tímapunkti að veita jákvætt vilyrði fyrir samþykkt byggingarleyfis enda bera teikningar með sér að gera þurfi grein fyrir nýrri aðkomuleið upp í eyjuna sem og öðrum nauðsynlegum upplýsingum. Bendir nefndin m.a. á að samkvæmt gr. 5.3.2.14 í skipulagsreglugerð skal ekki reisa mannvirki, á svæðum utan þéttbýlis, nær vötnum, ám eða sjó en 50 metra og því þarf að aðlaga staðsetningu byggngarreits á eyjunni til samræmis við ákvæðið.

Skipulagsnefnd tekur hins vegar jákvætt í það að veita landeiganda heimild til skipulagsgerðar skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslega. Á þeim grunni hvetur skipulagsnefnd landeiganda til þess að óska eftir því við sveitarfélagið að hann fái heimild til þess að vinna sjálfur að gerð deiliskipulags í landi Jónsness, en í því felst að landeigandi skal þá taka saman lýsingu á skipulagsverkefninu, sbr. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga, og skal hún vera lögð fyrir skipulagsnefnd á sama tíma og beiðni um heimild til að vinna tillögu að deiliskipulagi. Skoða þarf sérstaklega hvort umrætt deiliskipulag með fyrirhugðum áformum kalli á aðalskipulagsbreytingu.
Ragnar Már Ragnarsson, víkur af fundi.

13.Hólar 5a - Breyting á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 2310023Vakta málsnúmer

Lögð fram til umræðu drög að skipulagsuppdrætti fyrir Hóla 5a, ásamt öðrum gögnum málsins.Þá er lögð fram skipulagslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 vegna breyttrar landnotkunar á hluta Hóla 5a í landi Hóla.Fyrirhuguð aðalskipulagsbreyting tekur til Hóla 5A sem er um 3,2 ha svæði sem var stofnað úr landi Hóla og felst í breytingu á landbúnaðsvæði í frístunda og íbúðasvæði. Samhliða fyrirhugaðri aðalskipulagsbreytingu verður unnið nýtt deiliskipulag fyrir Hóla 5a. Lóðin Hólar 5A liggur norð-vestan við húsakost jarðarinnar Hóla. Lóðin er skilgreind sem landbúnaðarland en stór hluti Hóla 5A þykir ekki góður til ræktunar þar sem klöpp stendur víða uppúr landinu.Á Hólum 5A er er fyrirhugað að reisa 3 sumarhús allt að 140 m2 hvert hús og 1 einbýlishús allt að 250 m2 að stærð. Í deiliskipulagi fyrir svæðið verður gert ráð fyrir 4 lóðum.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í fyrirliggjandi drög að deiliskipulagsuppdrætti.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við bæjarstjórn að auglýsa skipulagslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Ragnar Már Ragnarsson, kemur aftur inn á fund.

14.Umsókn um stöðuleyfi - Hólar 5A.

Málsnúmer 2404029Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um stöðuleyfi fyrir 15fm bjálkahúsi á Hólum 5A.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhugað stöðuleyfi og vísar málinu til vinnslu og afgreiðslu hjá byggingarfulltrúa.

Fundi slitið - kl. 20:51.

Getum við bætt efni síðunnar?