Fara í efni

Drög að reglum að stuðningsþjónustu sveitarfélaga

Málsnúmer 2412005

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 28. fundur - 05.12.2024

Ingveldur Eyþórsdóttir forstöðumaður Félags- og Skólaþjónustu Snæfellinga kom inn á fundinn.
Lögð fram drög að nýjum reglum um stuðningsþjónustu sveitarfélaga frá Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga. Til fundar við bæjarráð kemur forstöðumaður FSSF.
Bæjarráð vísar reglunum til frekari vinnslu.
Ingveldur vék af fundi.

Bæjarráð - 32. fundur - 23.04.2025

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra um skipulagsbreytingar sem unnið var samkvæmt beiðni oddvita beggja lista, í framhaldi af umræðu 28. fundar bæjarráðs, minnisblaðs frá Félags- og skólaþjónustunni og öðrum tengdum gögnum.
Bæjarráð samþykkir tillögur að skipulagsbreytingum og vísar þeim til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 35. fundur - 28.04.2025

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra um skipulagsbreytingar sem unnið var samkvæmt beiðni oddvita beggja lista, í tengslum við verkefnið Gott að eldast, í framhaldi af umræðu 28. fundar bæjarráðs, minnisblaðs frá Félags- og skólaþjónustunni og öðrum tengdum gögnum.



Bæjarráð samþykki, á 32. fundi sínum, tillögur að skipulagsbreytingum og vísaði þeim til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.
Bókað í trúnaðarmálabók.

Bæjarstjórn - 36. fundur - 08.05.2025

Lögð fram til fyrri umræðu tillaga félags- og skólaþjónusu Snæfellinga að sameiginlegum reglum sveitarfélaga á Snæfellsnesi um stuðningsþjónustu.
Bæjarstjórn vísar reglunum til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 33. fundur - 12.05.2025

Á 36. fundi bæjarstjórnar var lögð fram til fyrri umræðu tillaga Félags- og skólaþjónusu Snæfellinga að sameiginlegum reglum sveitarfélaga á Snæfellsnesi um stuðningsþjónustu.



Bæjarstjórn vísarði reglunum til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarráð vísar reglunum til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 37. fundur - 15.05.2025

Á 36. fundi bæjarstjórnar var lögð fram til fyrri umræðu tillaga Félags- og skólaþjónusu Snæfellinga að sameiginlegum reglum sveitarfélaga á Snæfellsnesi um stuðningsþjónustu.



Bæjarstjórn vísarði reglunum til síðari umræðu í bæjarstjórn.



Á 33. fundi sínum vísaði bæjarráð reglunum til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir sameiginlegar reglur sveitarfélaga á Snæfellsnesi um stuðningsþjónustu, en núverandi reglur um stuðningsþjónustu munu gilda þar til nýjar sameiginlegar reglur taka gildi.
Getum við bætt efni síðunnar?