Fara í efni

Bæjarráð

40. fundur 26. janúar 2026 kl. 14:15 - 19:23 í bæjarráðssal
Nefndarmenn
  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir aðalmaður
  • Haukur Garðarsson (HG) aðalmaður
  • Ragnar Ingi Sigurðsson varamaður
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Gyða Steinsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Gyða Steinsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá

1.Skipulagsnefnd - 38

Málsnúmer 2601001FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 38. fundar skipulagsnefndar.
Lagt fram til kynningar.

2.Ungmennaráð - 9

Málsnúmer 2511011FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 9. fundar ungmennaráðs.
Bæjarráð þakkar fyrir ábendingar vegna gjaldskrár 2026.

Lagt fram til kynningar.

3.Almenningssamgöngur og skólaakstur á Snæfellsnesi

Málsnúmer 2211030Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá skólameistara Fjölbrautaskóla Snæfellinga varðandi útboð á skólaakstri.
Lagt fram til kynningar.

4.Bréf frá Veitum vegna umfjöllunnar um gjaldskrárhækkun hitaveitunnar

Málsnúmer 2601013Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Veitum vegna umfjöllunnar um gjaldskrárhækkun hitaveitunnar.
Bæjarstjórn á fund með Veitum 11. febrúar næstkomandi þar sem fyrirhugað er að fara ítarlega yfir málið með Veitum.

Lagt fram til kynningar.

5.Skýrsla um orkumál á rafkynntum svæðum á Vesturlandi

Málsnúmer 2601014Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla um orkumál á rafkynntum svæðum á Vesturlandi ásamt glærukynningu.
Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar hjá dreifbýlisráði með sérstakri áherslu á tækifæri tengd Samkomuhúsinu Skildi.

6.Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar

Málsnúmer 2005070Vakta málsnúmer

Lagðar fram nýjustu fundargerðir Breiðafjarðanefndar.
Lagt fram til kynningar.

7.Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga 20252026 -

Málsnúmer 2601016Vakta málsnúmer

Lögð fram tilkynning um úthlutun byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2025/2026.
Lagt fram til kynningar.

8.Hlutafjármiði Sorpurðun Vesturlands 2026

Málsnúmer 2601020Vakta málsnúmer

Lagður fram hlutafjármiði Sorpurðunar Vesturlands 2026.
Lagt fram til kynningar.

9.Milliuppgjör - Nóvember 2025

Málsnúmer 2601022Vakta málsnúmer

Lagt fram milliuppgjör fyrir fyrstu 11 mánuði ársins 2025.
Lagt fram til kynningar.

10.Ósk Íslenska Gámafélagsins um landsvæði til afnota

Málsnúmer 2508002Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að afnotasamningi við Íslenska Gámafélagið ehf. um tímabundin afnot af landsvæði við Flugvallaveg 20. Málið hefur áður verið tekið til umfjöllunar og afgreiðslu á fundum bæjarráðs, skipulagsnefndar og bæjarstjórnar þar sem samþykkt var að gerður yrði afnotasamningur við félagið.
Bæjarráð samþykkir samninginn, með áorðnum breytingum, og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

11.Umsagnarbeiðni - Tækifærisleyfi til áfengisveitinga vegna Þorrablóts

Málsnúmer 2601004Vakta málsnúmer

Lögð fram umsagnarbeiðni og rafræn umsókn Eddu Baldursdóttur um tækifærisleyfi til áfengisveitinga vegna þorrablóts sem halda á í Íþróttahúsinu Borgarbraut 4, Stykkishólmi þann 7. febrúar 2026.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi umsókn.

12.Framtíðaráform Vatnasafns

Málsnúmer 2010035Vakta málsnúmer

Lögð fram gögn varðandi framtíðarform og þróun Vatnasafns. Jafnframt er lagt fram minnisblað bæjarstjóra, unnið að beiðni formanns nefndarinnar, um fund bæjarstjóra og forsætisráðherra vegna málsins, ásamt öðrum minnisblöðum og gögnum sem tengjast málinu.



Safna- og menningarmálanefnd lýsti, á 4. fundi sínum, skýrum vilja til að ná samningi um framtíð Vatnasafns í Stykkishólmi. Í því samhengi lagði nefndin ríka áherslu á mikilvægi þess að sveitarfélagið fái viðeigandi stuðning til uppbyggingar menningarinnviða í samræmi við fyrirliggjandi gögn, enda sé slíkur stuðningur lykilatriði í ljósi umfangsmikilla og langtímasamninga sem nú liggja fyrir um rekstur safnsins.



Nefndin tók jafnframt undir efni minnisblaðs bæjarstjóra, minnisblað verkefnastjóra menningarmála á Vesturlandi og fundargerð vinnuhóps um framtíðarfyrirkomulag safnsins.



Bæjarráð samþykkti á 24. fundi sínum afgreiðslu nefndarinnar og vísaði málinu áfram til frekari vinnu í vinnuhópi um framtíð Vatnasafns.



Safna- og menningarmálanefnd þakkaði, á 6. fundi sínum, fyrir framlagðar upplýsingar, þar á meðal minnisblað bæjarstjóra, drög að nýjum samningi um Vatnasafnið og minnisblað verkefnastjóra menningarmála á Vesturlandi. Nefndin taldi að framangreind gögn varpi skýru ljósi á bæði menningarlegt gildi Vatnasafnsins og þau umfangsmiklu fjárhagslegu og rekstrarlegu verkefni sem tengjast framtíð safnsins.



Nefndin ítrekaði fyrri afstöðu sína, líkt og fram kom á 4. fundi nefndarinnar, um að mikilvægt sé að ná samningi um framtíð Vatnasafnsins í Stykkishólmi. Í því samhengi lagði nefndin þunga áherslu á að sveitarfélagið fái viðeigandi stuðning til uppbyggingar menningarinnviða og til að mæta þeim langtímasamningsskuldbindingum sem fram koma í nýjum samningsdrögum.



Nefndin tók undir þau sjónarmið sem fram koma í minnisblaði bæjarstjóra um að utanaðkomandi fjármögnun sé nauðsynleg forsenda þess að unnt sé að gera bindandi samning til lengri tíma. Nefndin tók jafnframt undir að tækifæri til að efla menningartengda ferðaþjónustu og samfélagslega virkni safnsins séu veruleg og vægi þess innan samtímalistar er ómetanlegt, en að viðhaldsþörf húseignarinnar og listaverksins kalli á aðkomu ríkisins, líkt og rakið er í framlögðum gögnum.



Safna- og menningarmálanefnd hvatti til þess að vinnuhópur um framtíð Vatnasafns fundi með annars vegar fulltrúum ríkisins og hins vegar fulltrúum listamannsins til að fara yfir stöðu málsins. Með vísan til framangreinds samþykkir nefndin að vísa málinu áfram til frekari vinnu í vinnuhópi um framtíð Vatnasafns og óskaði eftir að næstu skref í samningsgerð verði lögð fyrir nefndina þegar þau liggja fyrir.



Bæjarráð þakkaði, á 39. fundi sínum, fyrir framlagðar upplýsingar og ítarlega umfjöllun safna- og menningarmálanefndar um framtíðaráform Vatnasafnsins. Bæjarráð tók undir afstöðu nefndarinnar um að utanaðkomandi fjármögnun sé lykilforsenda þess að unnt sé að gera langtímasamning um rekstur safnsins. Bæjarráð staðfesti að öðru leyti afgreiðslu nefndarinnar.



Bæjarráð samþykki að vísa málinu áfram til áframhaldandi vinnu starfshóps um framtíð Vatnasafnsins og fól bæjarstjóra jafnframt að fylgja málinu eftir gagnvart ríkinu. Bæjarráð óskaði einnig eftir að starfshópurinn leggi fram tillögur um næstu skref í samningsgerð og aðkomu ríkisins þegar þær liggja fyrir.



Afgreiðslu málsins er vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.



Bæjarstjórn staðfesti á 43. fundi sínum afgreiðslu bæjarráðs og safna- og menningarmálanefndar.



Málið er tekið upp á vettvangi bæjarráðs í kjölfar samskipta milli sveitarfélagsins og fulltrúa listamannsins varðandi næstu skref málsins með áherslu farsæla lausn á húsnæðisþætti málsins. Fulltrúi Roni Horn mætir til fundar við bæjarráð.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu með áherslu farsæla lausn á húsnæðisþætti málsins.

13.Endurgerð lóðar við Gunnskóla Stykkishólms og Amtsbókasafn Stykkishólm

Málsnúmer 1902014Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur að frágang á skólalóð umhverfis ný húsakynni Regnbogalands. Lagt er til að aðskilja bílaplan frá leiksvæði við Regnbogaland með grindverki eða hleðslu með það að markmiði að bægja börnum frá bílaumferð.
Bæjarráð óskar eftir umsögn skóla- og fræðslunefndar um hvor tillagan verði fyrir valinu.

14.Viðauki við samning um rekstur Náttúrustofu Vesturlands 2026

Málsnúmer 2601010Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki við samning um rekstur Náttúrustofu Vesturlands.
Bæjarráð samþykkir viðaukann og felur bæjarstjóra að rita undir hann.

15.Undanþágulisti vegna verkfalla

Málsnúmer 2501002Vakta málsnúmer

Lagður fram undanþágulisti fyrir Sveitarfélagið Stykkishólm vegna verkfalla.
Bæjarráð samþykkir undanþágulistann og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

16.Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2026-2040 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2026-2030

Málsnúmer 2601015Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar 322. mál - Samgönguáætlun fyrir árin 2026-2040 ásamt fimm ára aðgerðaráætlun fyrir árin 2026-2030. Frestur til að senda inn umsögn er til og með 9. febrúar nk.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn umsögn fyrir hönd sveitarfélagsins.

17.Bæjarstjórn unga fólksins

Málsnúmer 2311010Vakta málsnúmer

Á 9. fundi ungmennaráðs fór fram umræða um bæjarstjórn unga fólksins. Ungmennaráð lagði til við bæjarstjórn að næsti bæjarstjórnarfundur unga fólksins færi fram 7. maí 2026.
Bæjarráð samþykkir að bæjarstjórnarfundur unga fólksins verði haldinn en óskar eftir annarri tillögu að fundartíma sem fellur betur að fyrirliggjandi fundaráætlun bæjarráðs og bæjarstjórnar.

18.Birkilundur - nýtt deiliskipulag 2024

Málsnúmer 2209002Vakta málsnúmer

Óskað er eftir því að vinna óverulega breytingu á deiliskipulagi Birkilundar í landi Saura er varðar Birkilund 19, 20 og 21.



Skipulagsnefnd samþykkti, á 38. fundi sínum, að unnin verði óveruleg breyting á deiliskipulagi Birkilundar skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2012.
Bæjarráð staðfestir ákvörðun skipulagsnefndar.

19.Berserkjahraun - Breyting á aðalskipulagi og gerð nýs deiliskipulags

Málsnúmer 2511001Vakta málsnúmer

Óskað eftir að gera breytingu á aðalskipulagi vegna breytingu á landnotkun, ásamt því að vinna nýtt deiliskipulag þannig að unnt sé að byggja atvinnuhúsnæði og starfrækja ferðaþjónustu á svæðinu.



Málinu var frestað á 35. fundi skipulagsnefndar þann 12. nóvember 2025 og var skipulagsfulltrúa falið að óska eftir frekari gögnum.



Skipulagsnefnd samþykkti, á 38. fundi sínum, að landeigandi láti vinna tillögu að breytingu á aðalskipulagi Helgafellssveitar í samráði við skipulagsfulltrúa þar sem landnotkunin verði breytt úr landbúnaðarsvæði yfir í verslun og þjónustusvæði. Enn fremur samþykkti nefndin að unnið verði deiliskipulag af svæðinu á sömu forsendum.
Bæjarráð staðfestir ákvörðun skipulagsnefndar.

20.Kársstaðir

Málsnúmer 2512009Vakta málsnúmer

Óskað er eftir að fá að byggja ibúðarhús í landi Kársstaða. Um er að ræða 103 m2 íbúðarhús sem væri staðsett um 45 m frá núverandi íbúðarhúsnæði.



Skipulagsnefnd heimilaði, á 38. fundi sínum, byggingu nýs íbúðarhús þar sem heimild er fyrir því í Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2022, en heimilt er að byggja fjögur stök íbúðarhús á jörðinni.
Bæjarráð samþykkir ákvörðun skipulagsnefndar og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.

21.Hraðhleðslustöðvar

Málsnúmer 2405055Vakta málsnúmer

Borist hafa óskir frá Instavolt og ON um staðsetningu fyrir hraðhleðslustöðvar í Stykkishólmi.



Skipulagsfulltrúi kynnti á 38. fundi skipulagsnefndar, áform ON og Instavolt sem hafa sótt um svæði fyrir hraðhleðslustöðvar og lagði fram minnisblað.



Skipulagsnefnd lagði til að lóð samsíða Atlantsolíu verði skipulögð undir hraðhleðslustöðvar og vísaði málinu að öðru leyti til bæjarráðs.
Bæjarráð felur skipulagsfulltrúa að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi við lóð Atlantsolíu.

22.Ósk um afnot af rými í Íþróttamiðstöð Stykkishólms

Málsnúmer 2601017Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi til bæjarráðs varðandi afnot af rými í Íþróttamiðstöð Stykkishólms og samstarf um uppbyggingu meðferðarherbergis.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til umsagnar í æskulýðs- og íþróttanefnd.

23.Samkomuhúsið í Stykkishólmi við Aðalgötu 6

Málsnúmer 2006020Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi sveitarfélagsins og Aftanskin, félags eldri borgara í Stykkishólmi, um afnot af Samkomuhúsinu við Aðalgötu 6. Samningurinn er í samræmi við áherslur fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins og miðar að því að koma húsnæðinu í nothæft ástand og í samfélagslega notkun í samstarfi við Aftanskin.
Bæjarráð tekur jákvætt í fyrirliggjandi hugmyndir og felur bæjarstjóra að halda áfram viðræðum Aftanskin um fyrirliggjandi samningsdrög og að málið verði kynnt safna- og menningarmálanefnd.

24.Félagslegar íbúðir - flutningur

Málsnúmer 2601018Vakta málsnúmer

Nýjar félagslegar íbúðir, í eigu Brák íbúðafélags, hafa risið í Stykkishólmi. Bæjarstjóri gerir grein fyrir framvindu mála.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að semja við leigjendur við Skúlagötu 9 vegna málsins og styðja við þá eftir því sem þurfa þykir í samráði við FSSF þannig að tryggja megi flutning þeirra í húsnæði Brákar íbúðarfélags hses. í samræmi við vilja þeirra þar um.

25.Samstarf um uppbyggingu í Víkurhverfi

Málsnúmer 2401022Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkti, á 39. fundi sínum, að hefja viðræður við Skipavík ehf. um samstarf um skipulag og uppbyggingu íbúðarhúsnæðis vestan Borgarbrautar í Víkurhverfi á grunni fyrirliggjandi gagna.



Bæjarstjórn vísaði samningaviðræðum við Skipavík ehf. til vinnslu í bæjarráði og lagði til samráð við skipulagsnefnd um skipulagshluta samningsins. Þá óskaði bæjarstjórn þess að fulltrúar Skipavíkur ehf. fengju sem fyrst tækifæri til þess að kynna áform sín og hugmyndir nánar á sameiginlegum fundi bæjarráðs og skipulagsnefndar. Á 36. fundi bæjarráðs mættu fulltrúar Skipavíkur ehf. til fundar við bæjarráð og gerðu grein fyrir áætlunum sínum. Bæjarráð fól bæjarstjóra að leggja grunn að drögum að samkomulagi í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir bæjarráð.



Í samræmi við ofangreint eru lögð fram drög að samkomulagi milli sveitarfélagsins og Skipavíkur ehf.



Bæjarráð samþykkti að haldinn yrði sameiginlegur vinnufundur með fulltrúum skipulagsnefndar og bæjarstjórnar þar sem línur sveitarfélagsins yrðu lagðar og í framhaldi af þeim fundi muni bæjarráð funda ásamt formanni skipulagsnefndar með fulltrúum Skipavíkur ehf.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir fundi með Skipavík ehf. til að fjalla um samkomulag milli sveitarfélagsins og Skipavíkur ehf.

26.Gjaldtaka bílastæða á hafnarsvæði

Málsnúmer 1909018Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga um heimild fyrir rekstraraðila á hafnarsvæðinu til að veita viðskiptavinum sínum gjaldfrjáls bílastæði á P1 út árið 2025 í gegnum útfærslu Parka ehf. Meginmarkmiðið er að styðja ferðaþjónustu á hafnarsvæðinu, efla þjónustu og bæta aðgengi gestum og viðskiptavinum.



Bæjarráð samþykkti, á 35. fundi sínum, að styðja við ferðaþjónustu á hafnarsvæðinu með því að veita ferðaþjónustuaðilum í veitingarekstri og hafsækinni upplifunarþjónustu heimild til þess að veita viðskiptavinum sínum gjaldfrjáls bílastæði á P1 út árið 2025 með útfærslu sem er í boði í gegnum Parka Lausnir ehf. Bæjarráð vísaði að öðru leyti áframhaldandi gjaldtöku og fyrirkomulagi hennar til umfjöllunar hjá atvinnu- og nýsköpunarnefnd. Í framhaldi af þeim fundi yrði haldinn sameiginlegum fundur fulltrúa sveitarfélagsins með ferðaþjónustuaðilum, FAS og öðrum hagsmunaraðilum varðandi útfærslu á gjaldtöku.



Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tók, á 6. fundi sínum, framlagða tillögu til umræðu. Nefndin tók undir að gjaldtakan á hafnarsvæðinu sé mikilvægur þáttur í uppbyggingu og viðhaldi þeirra innviða sem þjónusta ferðamenn. Nefndin samþykkti fyrirliggjandi tillögu um að styðja við heimild rekstraraðila til að veita viðskiptavinum sínum gjaldfrjáls bílastæði, enda sé slíkt úrræði skynsamleg leið til að styðja við ferðaþjónustu á hafnarsvæðinu í ljósi gjaldtökunnar.



Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tók jafnframt undir mikilvægi sameiginlegs fundar með ferðaþjónustuaðilum, FAS og öðrum hagsmunaaðilum til að móta framtíðarfyrirkomulag gjaldtöku á hafnarsvæðinu.



Rekstraraðilar á hafnarsvæði og aðrir hagsmunaaðilar voru boðaðir til fundar í Ráðhúsinu í Stykkishólmi í desember sl.



Bæjarstjóri gerir grein fyrir málinu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að endurskoða gjaldtöku með tilliti til umræðu á fundinum og leggja tillögu fyrir næsta fund bæjarráðs að undangenginni umfjöllun í atvinnu - og nýsköpunarnefnd.

27.Skipan í farsældarráð

Málsnúmer 2601019Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að skipa þarf fulltrúa sveitarfélagsins í farsældarráð.
Bæjarráð samþykkir Klaudiu Gunnarsdóttur, formann velferðar- og jafnréttismálanefndar, sem aðalmann, og Jakob Björgvin Sigríðarson Jakobsson, bæjarstjóra, sem varamann.

Afgreiðslu málsins er vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
Hrafnhildur vék af fundi

28.Starfsmannamál - Trúnaðarmál

Málsnúmer 2601021Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri gerir grein fyrir málinu.
Lagt fram til kynningar.
Hrafnhildur kom inná fundinn.

29.Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga

Málsnúmer 2601023Vakta málsnúmer

Lögð fram gögn vegna fyrirhugaðrar lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga.
Bæjarráð samþykkir lántöku sveitarfélagsins, enda byggir hún á fyrirliggjandi fjárhagsáætlun sveitarfélagsins, og vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

30.Fundaáætlun bæjarstjórnar og bæjarráðs

Málsnúmer 1912004Vakta málsnúmer

Lögð fram fundaáætlun bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:23.

Getum við bætt efni síðunnar?