Bæjarráð
1.Skipulagsnefnd - 38
Málsnúmer 2601001FVakta málsnúmer
2.Ungmennaráð - 9
Málsnúmer 2511011FVakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar.
3.Almenningssamgöngur og skólaakstur á Snæfellsnesi
Málsnúmer 2211030Vakta málsnúmer
4.Bréf frá Veitum vegna umfjöllunnar um gjaldskrárhækkun hitaveitunnar
Málsnúmer 2601013Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar.
5.Skýrsla um orkumál á rafkynntum svæðum á Vesturlandi
Málsnúmer 2601014Vakta málsnúmer
6.Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar
Málsnúmer 2005070Vakta málsnúmer
7.Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga 20252026 -
Málsnúmer 2601016Vakta málsnúmer
8.Hlutafjármiði Sorpurðun Vesturlands 2026
Málsnúmer 2601020Vakta málsnúmer
9.Milliuppgjör - Nóvember 2025
Málsnúmer 2601022Vakta málsnúmer
10.Ósk Íslenska Gámafélagsins um landsvæði til afnota
Málsnúmer 2508002Vakta málsnúmer
11.Umsagnarbeiðni - Tækifærisleyfi til áfengisveitinga vegna Þorrablóts
Málsnúmer 2601004Vakta málsnúmer
12.Framtíðaráform Vatnasafns
Málsnúmer 2010035Vakta málsnúmer
Safna- og menningarmálanefnd lýsti, á 4. fundi sínum, skýrum vilja til að ná samningi um framtíð Vatnasafns í Stykkishólmi. Í því samhengi lagði nefndin ríka áherslu á mikilvægi þess að sveitarfélagið fái viðeigandi stuðning til uppbyggingar menningarinnviða í samræmi við fyrirliggjandi gögn, enda sé slíkur stuðningur lykilatriði í ljósi umfangsmikilla og langtímasamninga sem nú liggja fyrir um rekstur safnsins.
Nefndin tók jafnframt undir efni minnisblaðs bæjarstjóra, minnisblað verkefnastjóra menningarmála á Vesturlandi og fundargerð vinnuhóps um framtíðarfyrirkomulag safnsins.
Bæjarráð samþykkti á 24. fundi sínum afgreiðslu nefndarinnar og vísaði málinu áfram til frekari vinnu í vinnuhópi um framtíð Vatnasafns.
Safna- og menningarmálanefnd þakkaði, á 6. fundi sínum, fyrir framlagðar upplýsingar, þar á meðal minnisblað bæjarstjóra, drög að nýjum samningi um Vatnasafnið og minnisblað verkefnastjóra menningarmála á Vesturlandi. Nefndin taldi að framangreind gögn varpi skýru ljósi á bæði menningarlegt gildi Vatnasafnsins og þau umfangsmiklu fjárhagslegu og rekstrarlegu verkefni sem tengjast framtíð safnsins.
Nefndin ítrekaði fyrri afstöðu sína, líkt og fram kom á 4. fundi nefndarinnar, um að mikilvægt sé að ná samningi um framtíð Vatnasafnsins í Stykkishólmi. Í því samhengi lagði nefndin þunga áherslu á að sveitarfélagið fái viðeigandi stuðning til uppbyggingar menningarinnviða og til að mæta þeim langtímasamningsskuldbindingum sem fram koma í nýjum samningsdrögum.
Nefndin tók undir þau sjónarmið sem fram koma í minnisblaði bæjarstjóra um að utanaðkomandi fjármögnun sé nauðsynleg forsenda þess að unnt sé að gera bindandi samning til lengri tíma. Nefndin tók jafnframt undir að tækifæri til að efla menningartengda ferðaþjónustu og samfélagslega virkni safnsins séu veruleg og vægi þess innan samtímalistar er ómetanlegt, en að viðhaldsþörf húseignarinnar og listaverksins kalli á aðkomu ríkisins, líkt og rakið er í framlögðum gögnum.
Safna- og menningarmálanefnd hvatti til þess að vinnuhópur um framtíð Vatnasafns fundi með annars vegar fulltrúum ríkisins og hins vegar fulltrúum listamannsins til að fara yfir stöðu málsins. Með vísan til framangreinds samþykkir nefndin að vísa málinu áfram til frekari vinnu í vinnuhópi um framtíð Vatnasafns og óskaði eftir að næstu skref í samningsgerð verði lögð fyrir nefndina þegar þau liggja fyrir.
Bæjarráð þakkaði, á 39. fundi sínum, fyrir framlagðar upplýsingar og ítarlega umfjöllun safna- og menningarmálanefndar um framtíðaráform Vatnasafnsins. Bæjarráð tók undir afstöðu nefndarinnar um að utanaðkomandi fjármögnun sé lykilforsenda þess að unnt sé að gera langtímasamning um rekstur safnsins. Bæjarráð staðfesti að öðru leyti afgreiðslu nefndarinnar.
Bæjarráð samþykki að vísa málinu áfram til áframhaldandi vinnu starfshóps um framtíð Vatnasafnsins og fól bæjarstjóra jafnframt að fylgja málinu eftir gagnvart ríkinu. Bæjarráð óskaði einnig eftir að starfshópurinn leggi fram tillögur um næstu skref í samningsgerð og aðkomu ríkisins þegar þær liggja fyrir.
Afgreiðslu málsins er vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfesti á 43. fundi sínum afgreiðslu bæjarráðs og safna- og menningarmálanefndar.
Málið er tekið upp á vettvangi bæjarráðs í kjölfar samskipta milli sveitarfélagsins og fulltrúa listamannsins varðandi næstu skref málsins með áherslu farsæla lausn á húsnæðisþætti málsins. Fulltrúi Roni Horn mætir til fundar við bæjarráð.
13.Endurgerð lóðar við Gunnskóla Stykkishólms og Amtsbókasafn Stykkishólm
Málsnúmer 1902014Vakta málsnúmer
14.Viðauki við samning um rekstur Náttúrustofu Vesturlands 2026
Málsnúmer 2601010Vakta málsnúmer
15.Undanþágulisti vegna verkfalla
Málsnúmer 2501002Vakta málsnúmer
16.Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2026-2040 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2026-2030
Málsnúmer 2601015Vakta málsnúmer
17.Bæjarstjórn unga fólksins
Málsnúmer 2311010Vakta málsnúmer
18.Birkilundur - nýtt deiliskipulag 2024
Málsnúmer 2209002Vakta málsnúmer
Skipulagsnefnd samþykkti, á 38. fundi sínum, að unnin verði óveruleg breyting á deiliskipulagi Birkilundar skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2012.
19.Berserkjahraun - Breyting á aðalskipulagi og gerð nýs deiliskipulags
Málsnúmer 2511001Vakta málsnúmer
Málinu var frestað á 35. fundi skipulagsnefndar þann 12. nóvember 2025 og var skipulagsfulltrúa falið að óska eftir frekari gögnum.
Skipulagsnefnd samþykkti, á 38. fundi sínum, að landeigandi láti vinna tillögu að breytingu á aðalskipulagi Helgafellssveitar í samráði við skipulagsfulltrúa þar sem landnotkunin verði breytt úr landbúnaðarsvæði yfir í verslun og þjónustusvæði. Enn fremur samþykkti nefndin að unnið verði deiliskipulag af svæðinu á sömu forsendum.
20.Kársstaðir
Málsnúmer 2512009Vakta málsnúmer
Skipulagsnefnd heimilaði, á 38. fundi sínum, byggingu nýs íbúðarhús þar sem heimild er fyrir því í Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2022, en heimilt er að byggja fjögur stök íbúðarhús á jörðinni.
21.Hraðhleðslustöðvar
Málsnúmer 2405055Vakta málsnúmer
Skipulagsfulltrúi kynnti á 38. fundi skipulagsnefndar, áform ON og Instavolt sem hafa sótt um svæði fyrir hraðhleðslustöðvar og lagði fram minnisblað.
Skipulagsnefnd lagði til að lóð samsíða Atlantsolíu verði skipulögð undir hraðhleðslustöðvar og vísaði málinu að öðru leyti til bæjarráðs.
22.Ósk um afnot af rými í Íþróttamiðstöð Stykkishólms
Málsnúmer 2601017Vakta málsnúmer
23.Samkomuhúsið í Stykkishólmi við Aðalgötu 6
Málsnúmer 2006020Vakta málsnúmer
24.Félagslegar íbúðir - flutningur
Málsnúmer 2601018Vakta málsnúmer
25.Samstarf um uppbyggingu í Víkurhverfi
Málsnúmer 2401022Vakta málsnúmer
Bæjarstjórn vísaði samningaviðræðum við Skipavík ehf. til vinnslu í bæjarráði og lagði til samráð við skipulagsnefnd um skipulagshluta samningsins. Þá óskaði bæjarstjórn þess að fulltrúar Skipavíkur ehf. fengju sem fyrst tækifæri til þess að kynna áform sín og hugmyndir nánar á sameiginlegum fundi bæjarráðs og skipulagsnefndar. Á 36. fundi bæjarráðs mættu fulltrúar Skipavíkur ehf. til fundar við bæjarráð og gerðu grein fyrir áætlunum sínum. Bæjarráð fól bæjarstjóra að leggja grunn að drögum að samkomulagi í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir bæjarráð.
Í samræmi við ofangreint eru lögð fram drög að samkomulagi milli sveitarfélagsins og Skipavíkur ehf.
Bæjarráð samþykkti að haldinn yrði sameiginlegur vinnufundur með fulltrúum skipulagsnefndar og bæjarstjórnar þar sem línur sveitarfélagsins yrðu lagðar og í framhaldi af þeim fundi muni bæjarráð funda ásamt formanni skipulagsnefndar með fulltrúum Skipavíkur ehf.
26.Gjaldtaka bílastæða á hafnarsvæði
Málsnúmer 1909018Vakta málsnúmer
Bæjarráð samþykkti, á 35. fundi sínum, að styðja við ferðaþjónustu á hafnarsvæðinu með því að veita ferðaþjónustuaðilum í veitingarekstri og hafsækinni upplifunarþjónustu heimild til þess að veita viðskiptavinum sínum gjaldfrjáls bílastæði á P1 út árið 2025 með útfærslu sem er í boði í gegnum Parka Lausnir ehf. Bæjarráð vísaði að öðru leyti áframhaldandi gjaldtöku og fyrirkomulagi hennar til umfjöllunar hjá atvinnu- og nýsköpunarnefnd. Í framhaldi af þeim fundi yrði haldinn sameiginlegum fundur fulltrúa sveitarfélagsins með ferðaþjónustuaðilum, FAS og öðrum hagsmunaraðilum varðandi útfærslu á gjaldtöku.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tók, á 6. fundi sínum, framlagða tillögu til umræðu. Nefndin tók undir að gjaldtakan á hafnarsvæðinu sé mikilvægur þáttur í uppbyggingu og viðhaldi þeirra innviða sem þjónusta ferðamenn. Nefndin samþykkti fyrirliggjandi tillögu um að styðja við heimild rekstraraðila til að veita viðskiptavinum sínum gjaldfrjáls bílastæði, enda sé slíkt úrræði skynsamleg leið til að styðja við ferðaþjónustu á hafnarsvæðinu í ljósi gjaldtökunnar.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tók jafnframt undir mikilvægi sameiginlegs fundar með ferðaþjónustuaðilum, FAS og öðrum hagsmunaaðilum til að móta framtíðarfyrirkomulag gjaldtöku á hafnarsvæðinu.
Rekstraraðilar á hafnarsvæði og aðrir hagsmunaaðilar voru boðaðir til fundar í Ráðhúsinu í Stykkishólmi í desember sl.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir málinu.
27.Skipan í farsældarráð
Málsnúmer 2601019Vakta málsnúmer
Afgreiðslu málsins er vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
28.Starfsmannamál - Trúnaðarmál
Málsnúmer 2601021Vakta málsnúmer
29.Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga
Málsnúmer 2601023Vakta málsnúmer
30.Fundaáætlun bæjarstjórnar og bæjarráðs
Málsnúmer 1912004Vakta málsnúmer
Fundi slitið - kl. 19:23.