Fara í efni

Breiðafjarðarferjan Baldur

Málsnúmer 2011013

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 625. fundur - 18.03.2021

Lögð fram ályktun Stykkishólmsbæjar vegna Breiðafjarðarferjunnar Baldurs, dags. 12. mars 2021.
Stykkishólmbær hefur ítrekað bent á að styrkja þurfi ferjusiglingar um Breiðafjörð með stærri og nýrri ferju til að anna aukinni þörf samfélagsins og jafnframt gert athugasemdir við að í ferjunni sé einungis ein aðalvélar með því óöryggi sem því fylgir. Bilun í Baldri nýverið er enn ein áminningin um óboðlega stöðu sem við sem samfélag viljum ekki búa við og íbúar svæðisins sætta sig ekki við. Við þessa stöðu verður ekki unað og krefst Stykkishólmsbær úrbóta strax.

Stykkishólmsbær gerir þá kröfu til samgönguyfirvalda, sem ábyrgð bera á öruggi samgangna, að málið verði tekið föstum tökum strax og öryggi þessarar þjóðleiðar um Breiðafjörð verði tryggt.

Samþykkt samhljóða og vísað til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 397. fundur - 29.03.2021

Lögð fram ályktun Stykkishólmsbæjar vegna Breiðafjarðarferjunnar Baldurs, dags. 12. mars 2021.

Stykkishólmbær hefur ítrekað bent á að styrkja þurfi ferjusiglingar um Breiðafjörð með stærri og nýrri ferju til að anna aukinni þörf samfélagsins og jafnframt gert athugasemdir við að í ferjunni sé einungis ein aðalvélar með því óöryggi sem því fylgir. Bilun í Baldri nýverið er enn ein áminningin um óboðlega stöðu sem við sem samfélag viljum ekki búa við og íbúar svæðisins sætta sig ekki við. Við þessa stöðu verður ekki unað og krefst Stykkishólmsbær úrbóta strax.

Stykkishólmsbær gerir þá kröfu til samgönguyfirvalda, sem ábyrgð bera á öruggi samgangna, að málið verði tekið föstum tökum strax og öryggi þessarar þjóðleiðar um Breiðafjörð verði tryggt.

Bæjarráð samþykkti ályktun Stykkishólmsbæjar samhljóða og vísaði til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn fagnar afdráttarlausri yfirlýsingu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að unnið sé að framtíðarsýn til lengri tíma um ferjusiglingar yfir Breiðafjörð. Með yfirlýsingunni er tekinn af allur vafi um framtíð ferjusiglinga. Mikilvægi ferjunnar hefur aukist verulega á undanförnum árum ekki síst vegna aukins laxeldis, sem samkvæmt áætlunum mun aukast enn frekar, og aukinnar umferðar ferðamanna, en ferjuleið yfir Breiðafjörð, með viðkomu í Flatey, er ein af undirstöðum ferðaþjónustunnar á svæðinu, þ.m.t. í Stykkishólmi. Með tilkomu nýrra Dýrafjarðargangna og endurgerðar á vegi yfir Dynjandisheiði mun þörfin fyrir öflugri og öruggri ferju aukast enn frekar og líklegt að aukning verði á umferð frá norðanverðum Vestfjörðum. Það liggur fyrir að með auknum þungaflutningum eykst álag á þjóðvegi landsins verulega og því hagkvæmt að þeir flutningar fari sem mest fram með sjóflutningum.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar leggur áherslu á að þörfin fyrir nýja og stærri Breiðafjarðarferju er mikil og brýn. Með núverandi skipi er á engan hátt gerlegt að mæta kröfum samfélagsins. Vandamálið er tvíþætt og ber að nálgast fyrirliggjandi verkefni í því ljósi. Annars vegar er þörf á lausn til skamms tíma, þ.e. bráðalausn, og hins vegar framtíðarlausn, þ.e. að endurskoða þarfir og forsendur ferjusiglinga til framtíðar.

Bráðalausnin felst í að hefja nú þegar undirbúning á breytingu á ferjubrúm með það markmið að gamli Herjólfur hefji siglingar yfir Breiðafjörðinn á haustmánuðum, ásamt öðrum framkvæmdum sem ráðast þarf í svo sem dýpkun hafna. Að mati bæjarstjórnar uppfyllir núverandi ferja ekki viðeigandi öryggiskröfur. Ferjan hefur einungis eina vél en við Breiðafjörð hafa allar ferjurnar sem hafa þjónustað svæðir frá 1955 haft tvær vélar utan núverandi ferju. Þá hafa ítrekaðar bilanir á því sérstaka svæði sem Breiðafjörðurinn er með skerjum, boðum og eyjum sýnt svo ekki sé um villst að tvær vélar eru nauðsynlegar. Mesta mildi er að ekki hefur verr farið og nauðsynlegt er að rannsaka þau atvik sem átt hafa sér stað auk þess sem beðið er eftir staðfestingu samgönguyfirvalda hvort núverandi ferja uppfylli allar öryggiskröfur. Leggja verður áherslu á að endurreisa traust íbúa, áhafnar og aðilum atvinnulífsins á ferjusiglingu á Breiðafirði sem er lítið eftir áðurnefnd atvik. Ítrekuð er nauðsyn þess að strax verði unnin viðbragðsáætlun ef bilun eða slys verða, til að tryggja með öllum ráðum að atvik síðustu viku endurtaki sig ekki og öryggi farþega verði tryggt.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar ítrekar þá afstöðu sína að eina lausnin til lengri tíma er að ný og öflug ferja sem uppfyllir allar nútíma öryggiskröfur, taki mið af stefnu stjórnvalda í umhverfismálum og mæti þörfum atvinnulífs hefji siglingar eins fljótt og verða má. Nauðsynlegt er að stefnumótun til framtíðar þarf að hefjist nú þegar. Eðlilegt er að sveitarfélögin sem þjónusta ferjuna taki þátt í þeirri vinnu. Bæjarstjórn leggur jafnframt áherslu á að skoða þurfi öryggisviðmið ferjunnar með tilliti til þess umhverfis sem ferjan siglir í en ekki hvernig hafsvæðið sé formlega flokkað. Niðurstaða þessarar vinnu liggi fyrir áður en gengið er til útboðs á rekstri ferjunnar en núverandi samningur gildir til vors 2022.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 7. fundur - 10.05.2021

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tekur heilshugar undir ályktun Stykkishólmsbæjar vegna Breiðafjarðarferjunnar Baldurs, dags. 12. mars 2021, og bókun bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar, dags. 29. mars 2021, um sama efni.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tekur jafnframt undir með bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar að eina lausnin til lengri tíma er að ný og öflug ferja sem uppfyllir allar nútíma öryggiskröfur, taki mið af stefnu stjórnvalda í umhverfismálum og mæti þörfum atvinnulífs hefji siglingar eins fljótt og verða má. Nauðsynlegt er að stefnumótun til framtíðar þarf að hefjist nú þegar með þátttöku sveitarfélaganna sem þjónusta ferjuna.
Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 402. fundur - 30.09.2021

Lögð fram ályktun Stykkishólmsbæjar vegna Breiðafjarðarferjunnar Baldurs, dags. 12. mars 2021, og bókun bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar, dags. 29. mars 2021, um sama efni, en atvinnu- og nýsköpunarnefnd tók undir ályktanir bæjarstjórnar á síðasta fundi sínum, en bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar lagði áherslu á að eina lausnin til lengri tíma væri að ný og öflug ferja sem uppfyllir allar nútíma öryggiskröfur, taki mið af stefnu stjórnvalda í umhverfismálum og mæti þörfum atvinnulífs hefji siglingar eins fljótt og verða má. Nauðsynlegt sé að stefnumótun til framtíðar þarf að hefjist nú þegar með þátttöku sveitarfélaganna sem þjónusta ferjuna.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd óskaði, á 8. fundi sínum, eftir upplýsingum frá Vegagerðinni um stöðu á vinnu við þarfagreiningu fyrir Breiðafjarðarferju sem Vegagerðin fól NAVIS ehf. að vinna að og hver séu næstu skref samgönguyfirvalda. Nefndin hvatti einnig bæjarstjórn til að afla breiðrar samstöðu sveitarfélaga og þingmanna á Vesturlandi og Vestfjörðum svo þessi brýna samgöngubót verði að veruleika sem allra fyrst.

Bæjarráð staðfesti, á 631. fundi sínum, ályktun atvinnu- og nýsköpunarnefndar og tók undir mikilvægi samstöðu sveitarfélaga á Vesturlandi og Vestfjörðum og þingmanna NV kjördæmis svo þessi brýna samgöngubót verði að veruleika sem allra fyrst.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur atvinnu- og nýsköpunarnefndar og bæjarráðs um beiðni um upplýsingar frá Vegagerðinni um stöðu á vinnu við þarfagreiningu fyrir Breiðafjarðarferju sem Vegagerðin fól NAVIS ehf. að vinna að og hver séu næstu skref samgönguyfirvalda. Þá tekur bæjarstjórn undir mikilvægi breiðrar samstöðu sveitarfélaga á Vesturlandi og Vestfjörðum og þingmanna um þetta mikilvæga samfélagslega hagsmunamál.

Bæjarstjórn ítrekar jafnframt að þörfin fyrir nýja og stærri Breiðafjarðarferju er mikil og brýn og að lausnin til lengri tíma sé ný og öflug ferja sem uppfyllir allar nútíma öryggiskröfur, taki mið af stefnu stjórnvalda í umhverfismálum og mæti þörfum atvinnulífs hefji siglingar eins fljótt og verða má. Í þessu sambandi er minnt á að núverandi samningur um rekstur ferjunnar gildir til vors 2022 og því er mikilvægt að niðurstaða liggi fyrir áður en gengið er til útboðs á rekstri ferjunnar að nýju. Þá tekur bæjarstjórn undir fyrirliggjandi ályktun Haustþings Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, sem fram fór 29. september 2021, og samgönguáætlun Vesturlands, sem samþykkt var á sama fundi, þar sem m.a. er lögð áhersla á nauðsyn þess er að ríkið fjárfesti í nýrri og öflugri ferju sem uppfylli allar nútíma öryggiskröfur og hefji siglingar eins fljótt og verð má. Að öðru leyti vísar bæjarstjórn til fyrri ályktana og bókana vegna málsins.

Til máls tóku:HH og LÁH

Bæjarstjórn - 403. fundur - 28.10.2021

Lagðar fram ályktanir bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar vegna Breiðafjarðarferjunnar Baldurs, dags. 12. mars 2021, og bókun bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar, dags. 29. mars 2021, um sama efni, ásamt bókun 402. fundar bæjarstjórnarfundar 30. september 2021 þar sem m.a. var óskað eftir upplýsingum frá Vegagerðinni um stöðu á vinnu við þarfagreiningu fyrir Breiðafjarðarferju sem Vegagerðin fól NAVIS ehf. að vinna að og hver séu næstu skref samgönguyfirvalda, en sá fundur var haldinn með fulltrúum sveitarfélaga við Breiðafjörð 26. október 2021. Þá er lögð fram ályktun 66. Fjórðungsþing Vestfirðinga sem haldið var á Ísafirði 22. og 23. október 2021 um Breiðafjarðarferjuna Baldur.
Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar hefur ítrekað lagt áherslu á að þörfin fyrir nýja og stærri Breiðafjarðarferju er mikil og brýn og bent á að núverandi verkefni sé tvíþætt og ber að nálgast það í því ljósi, þ.e. annars vegar er þörf á lausn til skamms tíma (bráðalausn) og hins vegar framtíðarlausn.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar telur að bráðalausnin felist í að hefja nú þegar undirbúning að breytingu á hafnarmannvirkjum og ferjubrúm og dýpkun hafna með það markmið að nýtt skip sem þjónar betur þörfum samfélaganna hefji siglingar yfir Breiðafjörðinn sem fyrst. Framtíðarlausnin felst í að ríkið fjárfesti í nýrri og öflugri ferju sem gæti nýst í afleysingum fyrir Vestmannaeyjaferjuna Herjólf, byggða á hönnun núverandi Herjólfs, sem uppfyllir allar nútíma öryggiskröfur, taki mið af stefnu stjórnvalda í umhverfismálum og mæti þörfum samfélaganna og að sú ferja hefji siglingar um Breiðafjörðinn eins fljótt og verða má, þó eigi síðar en 2025.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar leggur þunga áherslu á að tryggja þurfi nú þegar fjármögnun á bráða- og framtíðarlausnum þannig að Vegagerðin geti hafið vinnu við hönnun og breytingar á hafnamannvirkjum Stykkishólmshafnar, Flateyjarhafnar og Brjánslækjarhafnar í samráði við hafna-, bæja- og sveitastjórnir sveitarfélaganna þannig að hægt sé að taka í notkun nýtt skip til bráðabirgða sem uppfyllir betur þarfir atvinnulífsins um flutningsgetu, kröfur almennings um aðbúnað og aðgengi farþega og bætir öryggi með tveimur vélum á meðan unnið verði að undirbúningi og smíði á nýrri B ferju, sem einnig gæti nýst í afleysingum fyrir Herjólf, líkt og kemur fram í niðurstöðum þarfagreiningar fyrir Breiðafjarðarferju sem Vegagerðin fól NAVIS ehf. að vinna og var kynnt á dögunum.

Að öðru leyti vísar bæjarstjórn til fyrri ályktana og bókana vegna málsins.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 9. fundur - 29.11.2021

Lögð fram ályktun bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar sem var samþykkt á 403. fundi bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar 28. október 2021 vegna Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Þá er lögð fram þarfagreining fyrir Breiðafjarðarferju sem Vegagerðin fól NAVIS ehf. að vinna að sem kynnt var á fundi var haldinn með fulltrúum sveitarfélaga við Breiðafjörð 26. október 2021. Þá er lögð fram ályktun 66. Fjórðungsþing Vestfirðinga sem haldið var á Ísafirði 22. og 23. október 2021 um Breiðafjarðarferjuna Baldur.

Einnig eru lagðar fram ályktanir bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar, dags. 12. mars 2021, og bókun bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar, dags. 29. mars 2021, um sama efni, ásamt bókun 402. fundar bæjarstjórnarfundar 30. september 2021 þar sem m.a. var óskað eftir upplýsingum frá Vegagerðinni um stöðu á vinnu við fyrrgreinda þarfagreiningu.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tekur undir með ályktun bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar og óskar eftir upplýsingum frá innviðaráðuneytinu og fjármála- og efnahagsráðuneytinu um hver sé staðan á fjármögnun á bráða- og framtíðarlausnum í samræmi við ályktun bæjarstjórnar og upplýsingum frá Vegagerðinni. Hver séu næstu skref varðandi breytingu á hafnarmannvirkjum og ferjubrúm og dýpkun hafna með það markmið að nýtt skip sem þjónar betur þörfum samfélaganna hefji siglingar yfir Breiðafjörðinn sem fyrst. Ný ferja er í samræmi við ákvæði sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs um orkuskipti í ferjusamgöngum.

Bæjarráð - 634. fundur - 02.12.2021

Lögð fram ályktun bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar sem var samþykkt á 403. fundi bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar 28. október 2021 vegna Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Þá er lögð fram þarfagreining fyrir Breiðafjarðarferju sem Vegagerðin fól NAVIS ehf. að vinna að sem kynnt var á fundi var haldinn með fulltrúum sveitarfélaga við Breiðafjörð 26. október 2021. Einnig er lögð fram ályktun 66. Fjórðungsþing Vestfirðinga sem haldið var á Ísafirði 22. og 23. október 2021 um Breiðafjarðarferjuna Baldur.

Þar að auki eru lagðar fram ályktanir bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar, dags. 12. mars 2021, og bókun bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar, dags. 29. mars 2021, um sama efni, ásamt bókun 402. fundar bæjarstjórnarfundar 30. september 2021 þar sem m.a. var óskað eftir upplýsingum frá Vegagerðinni um stöðu á vinnu við fyrrgreinda þarfagreiningu.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tók, á 9. fundi sínum, undir með ályktun bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar og óskaði eftir upplýsingum frá innviðaráðuneytinu og fjármála- og efnahagsráðuneytinu um hver sé staðan á fjármögnun á bráða- og framtíðarlausnum í samræmi við ályktun bæjarstjórnar og upplýsingum frá Vegagerðinni. Hver séu næstu skref varðandi breytingu á hafnarmannvirkjum og ferjubrúm og dýpkun hafna með það markmið að nýtt skip sem þjónar betur þörfum samfélaganna hefji siglingar yfir Breiðafjörðinn sem fyrst. Ný ferja er í samræmi við ákvæði sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs um orkuskipti í ferjusamgöngum.
Bæjarráð stafestir afgreiðslu atvinnu- og nýsköpunarnefndar.

Hafnarstjórn - 91. fundur - 06.12.2021

Lögð fram ályktun bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar sem var samþykkt á 403. fundi bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar 28. október 2021 vegna Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Þá er lögð fram þarfagreining fyrir Breiðafjarðarferju sem Vegagerðin fól NAVIS ehf. að vinna að sem kynnt var á fundi var haldinn með fulltrúum sveitarfélaga við Breiðafjörð 26. október 2021. Einnig er lögð fram ályktun 66. Fjórðungsþing Vestfirðinga sem haldið var á Ísafirði 22. og 23. október 2021 um Breiðafjarðarferjuna Baldur. Þar að auki eru lagðar fram ályktanir bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar, dags. 12. mars 2021, og bókun bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar, dags. 29. mars 2021, um sama efni, ásamt bókun 402. fundar bæjarstjórnarfundar 30. september 2021 þar sem m.a. var óskað eftir upplýsingum frá Vegagerðinni um stöðu á vinnu við fyrrgreinda þarfagreiningu.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tók, á 9. fundi sínum, undir með ályktun bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar og óskaði eftir upplýsingum frá innviðaráðuneytinu og fjármála- og efnahagsráðuneytinu um hver sé staðan á fjármögnun á bráða- og framtíðarlausnum í samræmi við ályktun bæjarstjórnar og upplýsingum frá Vegagerðinni. Hver séu næstu skref varðandi breytingu á hafnarmannvirkjum og ferjubrúm og dýpkun hafna með það markmið að nýtt skip sem þjónar betur þörfum samfélaganna hefji siglingar yfir Breiðafjörðinn sem fyrst. Ný ferja er í samræmi við ákvæði sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs um orkuskipti í ferjusamgöngum.
Hafnarstjórn tekur undir með bæjarstjórn og atvinnu- og nýsköpunarnefnd um þörf á nýrri ferju.

Bæjarstjórn - 405. fundur - 09.12.2021

Lögð fram ályktun bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar sem var samþykkt á 403. fundi bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar 28. október 2021 vegna Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Þá er lögð fram þarfagreining fyrir Breiðafjarðarferju sem Vegagerðin fól NAVIS ehf. að vinna að sem kynnt var á fundi var haldinn með fulltrúum sveitarfélaga við Breiðafjörð 26. október 2021. Einnig er lögð fram ályktun 66. Fjórðungsþing Vestfirðinga sem haldið var á Ísafirði 22. og 23. október 2021 um Breiðafjarðarferjuna Baldur.

Þar að auki eru lagðar fram ályktanir bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar, dags. 12. mars 2021, og bókun bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar, dags. 29. mars 2021, um sama efni, ásamt bókun 402. fundar bæjarstjórnarfundar 30. september 2021 þar sem m.a. var óskað eftir upplýsingum frá Vegagerðinni um stöðu á vinnu við fyrrgreinda þarfagreiningu.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tók, á 9. fundi sínum, undir með ályktun bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar og óskaði eftir upplýsingum frá innviðaráðuneytinu og fjármála- og efnahagsráðuneytinu um hver sé staðan á fjármögnun á bráða- og framtíðarlausnum í samræmi við ályktun bæjarstjórnar og upplýsingum frá Vegagerðinni. Hver séu næstu skref varðandi breytingu á hafnarmannvirkjum og ferjubrúm og dýpkun hafna með það markmið að nýtt skip sem þjónar betur þörfum samfélaganna hefji siglingar yfir Breiðafjörðinn sem fyrst. Ný ferja er í samræmi við ákvæði sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs um orkuskipti í ferjusamgöngum.

Bæjarráð stafesti afgreiðslu atvinnu- og nýsköpunarnefndar á 634. fundi sínum.
Bæjarstjórn óskar eftir annars vegar upplýsingum frá innviðaráðuneytinu og fjármála- og efnahagsráðuneytinu um hver sé staðan á fjármögnun á bráða- og framtíðarlausnum í samræmi við ályktun bæjarstjórnar og upplýsingum frá Vegagerðinni, og hins vegar hver séu næstu skref varðandi breytingu á hafnarmannvirkjum og ferjubrúm og dýpkun hafna með það markmið að nýtt skip sem þjónar betur þörfum samfélaganna hefji siglingar yfir Breiðafjörðinn sem fyrst, í samræmi við bókun atvinnu- og nýsköpunarnefndar.

Til máls tóku: HH,JBJ og LÁH

Bæjarstjórn - 407. fundur - 25.01.2022

Lagt fram svarbréf ráðuneytisins vegna bréfs bæjarstjóra Stykkishólmsbæjar, dags. 14. desember, er varðar Breiðarfjarðarferjuna Baldur.
Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar fagnar því að undirbúningur framkvæmda vegna endurbóta á hafnaraðstæðum fyrir nýja ferju, sem fyrirhugað er að hefji siglingar á Breiðafirði, sé hafinn og lýsir ánægju sinni með að verkefnið verði sett í forgang við endurskoðun samgönguáætlunar á þessu ári. Við endurskoðun samgönguáætlunar er afar brýnt að fjármögnun í tengslum við ferjusiglingar um Breiðafjörð verði í forgangi við ráðstöfun fjármuna og að með áætluninni verði lagður sterkur grunnur að fjárfestingu í framtíðarinnviðum annars vegar með nýrri og öflugri ferju sem uppfylli allar nútíma öryggiskröfur og hins vegar með endurbótum á hafnarmannvirkjum. Að öðru leyti vísar bæjarstjórn til fyrri ályktana og bókana vegna málsins.

Bæjarstjórn - 408. fundur - 24.02.2022

Lagt fram erindi frá nefndarviði Alþingis þar sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn Stykkishólmsbæjar um tillögu til þingsályktunar um kaup á nýrri Breiðafjarðarferju, 46. mál.
Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar tekur undir þingsályktunina en leggur áherslu á umhverfisvæna kosti sem bráðabirgðalausn og til lengri tíma.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar vekur athygli á ályktunum Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, hvort sem er stjórnar samtakanna og nú síðast á haustþingi samtakanna 29. september 2021 þar sem kom m.a. fram að nauðsynlegt sé að ríkið fjárfesti í nýrri og öflugri ferju sem uppfylli allar nútíma öryggiskröfur og hefji siglingar eins fljótt og verð má, enda sýndi það sig síðastliðinn vetur að litlu mátti muna að illa færi þegar núverandi ferja varð vélavana á miðjum firðinum.

Að öðru leyti vísar bæjarstjórn til fyrri afgreiðslna og ályktana Stykkishólmsbæjar vegna málsins sem skoðast einnig sem hluti af umsögn Stykkishólmsbæjar um þingsályktunartillöguna og felur bæjarstjóra að ganga frá umsögn og senda til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 1. fundur - 23.06.2022

Lögð fram ályktun Stykkishólmsbæjar, dags. 12. mars 2021, vegna þeirrar bilunar sem varð á Breiðafjarðarferjunni Baldri þegar skipið varð vélavana við hættulegar aðstæður 11. mars 2021. Þá eru lagðar fram ályktanir og bókanir bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar frá 397. fundi bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar 29. mars 2021, 402. fundar bæjarstjórnarfundar 30. september 2021, 403. fundi bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar 28. október 2021, 205. fundi bæjarstjórnar 9. desember 2021, 407. fundar bæjarstjórnar 25. janúar 2022, 408. fundar bæjarstjórnar 24. febrúar 2022 og 409. fundar bæjarstjórnar 30. mars 2022 vegna Breiðafjarðarferjunnar Baldurs.

Jafnframt er lögð fram kynning bæjarstjóra Stykkishólmsbæjar, dags. 15. mars 2021, sem haldin var á fundi með samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í kjölfar bilunar Baldurs 11. mars 2021 þar sem fram koma kröfur sveitarfélagana til skemmri- og langtíma.

Þá er lögð fram sameiginleg yfirlýsing Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV), Vestfjarðastofu og sveitarfélaga við Breiðafjörð, dags. 18. mars 2021, vegna Breiðafjarðarferjunnar Baldurs.

Einnig er lagðar fram ályktun Haustþings Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi 29. september 2021 og ályktun 66. Fjórðungsþing Vestfirðinga sem haldið var á Ísafirði 22. og 23. október 2021 um Breiðafjarðarferjuna Baldur.

Að lokum er lögð fram þarfagreining fyrir Breiðafjarðarferju sem Vegagerðin fól NAVIS ehf. að vinna að sem kynnt var á fundi var haldinn með fulltrúum sveitarfélaga við Breiðafjörð 26. október 2021.
Ályktun Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar vegna Breiðafjarðarferjunnar Baldurs, 23. júní 2022:

Sameiginlegt sveitarfélag Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar lýsir yfir þungum áhyggjum yfir þeirri grafalvarlegu stöðu sem hefur verið uppi varðandi öryggismál Breiðafjarðarferjunnar Baldurs, en Stykkishólmsbær hafði ítrekað bent á að bregðast þurfi við þar sem núverandi ferja uppfylli ekki viðeigandi öryggiskröfur.

Minnir sveitarfélagið á að 15 mánuðir eru síðan að litlu mátti muna að illa færi þegar núverandi ferja varð vélarvana á miðjum firðinum 11. mars 2021 þar sem tók rúman sólarhring að draga ferjuna í land í Stykkishólmi við slæm skilyrði. Í millitíðinni hefur Breiðafjarðarferjan Baldur tvisvar til viðbótar bilað og/eða orðið vélarvana á Breiðafirði, nú síðast 18. júní sl. Mikil mildi að ekki skildi fara verr í öll þau skipti sem þessar tíðu bilanir hafa átt sér stað.

Stykkishólmur og Helgafellssveit áréttar að núverandi ferja hefur einungis eina vél, en við Breiðafjörð hafa allar ferjurnar sem hafa þjónustað svæðið frá 1955 haft tvær vélar utan núverandi ferju. Það liggur í augum uppi að ítrekaðar bilanir á því sérstaka svæði sem Breiðafjörðurinn er með skerjum, boðum og eyjum ásamt sterkum straumum og úthafsöldu sýni svo ekki sé um villst að tvær vélar eru nauðsynlegar fyrir ferju á þessari siglingarleið.

Innviðaráðherra og samgönguyfirvöld bera ábyrgð á að öruggar samgöngur séu um Breiðafjörð. Langur tími er liðinn frá því að því að núverandi ferja varð vélavana við hættulegar aðstæður og enn er beðið eftir að gerðar verði viðeigandi ráðstafanir. Ákvörðun um nauðsynlegar breytingar á hafnarmannvirkjum í Stykkishólmi, Flatey og Brjánslæk og fjármögnun þeirra hefði t.a.m. þurft að liggja fyrir á vordögum 2021 þannig að framkvæmdir gætu hafist á fyrri hluta þessa árs. Með því hefði verið hægt að tryggja að skip sem uppfyllir nútíma öryggiskröfur og þjónar betur hagsmunum samfélagsins væri farin að sinna ferjusiglingum um Breiðafjörð.

Stykkishólmur og Helgafellssveit leggur þunga áherslu á að engir hagsmunir gleymist þegar verið er að ræða um lausnir í ferjumálum, því allir eiga þeir að vega jafn mikið, hvort sem um er að ræða fiskeldi á Vestfjörðum, ferðaþjónustu eða íbúa í Flatey. Ferja um Breiðafjörð þarf að geta þjónustað allt samfélagið í kringum fjörðinn og því er málið í eðli sínu afar mikilvægt byggðamál, ekki síst fyrir þær fjölskyldur sem búa í Flatey og þurfa öruggar samgöngur og tryggan flutning á vatni, olíu og öðrum nauðsynjum sem og aðra sem dvelja í eyjunni til skemmri eða lengri tíma.

Alþingi og ríkisstjórn, sér í lagi innviðaráðherra, þarf að mati sveitarfélagsins því tafarlaust að sýna fyrirhyggju og festu í þessu máli. Tryggja þarf að Vegagerðin hafi skýra stefnumörkun til þess að vinna eftir og fjármuni til þess bregðast við þannig að tryggja megi öruggar ferjusiglingar um Breiðafjörð næsta haust ef þess er nokkur kostur. Sveitarfélagið leggur áherslu á mikilvægi þess að leita allra leiða við finna hentugt skip sem myndi geta hafið siglingar með minniháttar breytingum á hafnarmannvirkjum, á meðan verið er að undirbúa þær breytingar sem hugsaðar eru á hafnarmannvirkjum til framtíðar.

Stykkishólmur og Helgafellssveit leggur þunga áherslu á að ef önnur ferja getur ekki hafið siglingar næsta vetur þá þarf viðeigandi viðbúnað í Stykkishólmi til þess að tryggja megi betur öryggi sjófarenda, t.d. dráttarbát staðsettan í Stykkishólmi og efla sjóbjörgunargetu. Er slíkur viðbúnaður jafnframt nauðsynlegur svo hægt verði að byggja aftur upp nauðsynlegt traust á siglingum með núverandi ferju.

Stykkishólmur og Helgafellssveit fagnar þeirri skýru framtíðarsýn ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, sem innviðaráðherra hefur talað fyrir, um að framtíðarlausn í ferjusiglingum um Breiðafjörð sé að ríkið hanni og smíði nýja ferju sem hönnuð verður með tilliti til orkuskipta framtíðarinnar. Sveitarfélagið leggur hins vegar áherslu á mikilvægi þess að hraða þeirri vinnu eins og hægr er og nægjanlegt fjármagn verði tryggt í samgönguáætlun þannig að hægt verði að hefja ferjusiglingar á Breiðafirði með þeirri ferju eins fljótt og verða má.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 2. fundur - 30.06.2022

Fyrir bæjarstjórn er lögð fram eftirfarandi ályktun Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar vegna Breiðafjarðarferjunnar Baldurs, dags. 23. júní 2022, sem samþykkt var á 1. fundi bæjarráðs og lagt til að bæjarstjórn teki undir ályktunina:

Sameiginlegt sveitarfélag Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar lýsir yfir þungum áhyggjum yfir þeirri grafalvarlegu stöðu sem hefur verið uppi varðandi öryggismál Breiðafjarðarferjunnar Baldurs, en Stykkishólmsbær hafði ítrekað bent á að bregðast þurfi við þar sem núverandi ferja uppfylli ekki viðeigandi öryggiskröfur.

Minnir sveitarfélagið á að 15 mánuðir eru síðan að litlu mátti muna að illa færi þegar núverandi ferja varð vélarvana á miðjum firðinum 11. mars 2021 þar sem tók rúman sólarhring að draga ferjuna í land í Stykkishólmi við slæm skilyrði. Í millitíðinni hefur Breiðafjarðarferjan Baldur tvisvar til viðbótar bilað og/eða orðið vélarvana á Breiðafirði, nú síðast 18. júní sl. Mikil mildi að ekki skildi fara verr í öll þau skipti sem þessar tíðu bilanir hafa átt sér stað.

Stykkishólmur og Helgafellssveit áréttar að núverandi ferja hefur einungis eina vél, en við Breiðafjörð hafa allar ferjurnar sem hafa þjónustað svæðið frá 1955 haft tvær vélar utan núverandi ferju. Það liggur í augum uppi að ítrekaðar bilanir á því sérstaka svæði sem Breiðafjörðurinn er með skerjum, boðum og eyjum ásamt sterkum straumum og úthafsöldu sýni svo ekki sé um villst að tvær vélar eru nauðsynlegar fyrir ferju á þessari siglingarleið.

Innviðaráðherra og samgönguyfirvöld bera ábyrgð á að öruggar samgöngur séu um Breiðafjörð. Langur tími er liðinn frá því að því að núverandi ferja varð vélavana við hættulegar aðstæður og enn er beðið eftir að gerðar verði viðeigandi ráðstafanir. Ákvörðun um nauðsynlegar breytingar á hafnarmannvirkjum í Stykkishólmi, Flatey og Brjánslæk og fjármögnun þeirra hefði t.a.m. þurft að liggja fyrir á vordögum 2021 þannig að framkvæmdir gætu hafist á fyrri hluta þessa árs. Með því hefði verið hægt að tryggja að skip sem uppfyllir nútíma öryggiskröfur og þjónar betur hagsmunum samfélagsins væri farin að sinna ferjusiglingum um Breiðafjörð.

Stykkishólmur og Helgafellssveit leggur þunga áherslu á að engir hagsmunir gleymist þegar verið er að ræða um lausnir í ferjumálum, því allir eiga þeir að vega jafn mikið, hvort sem um er að ræða fiskeldi á Vestfjörðum, ferðaþjónustu eða íbúa í Flatey. Ferja um Breiðafjörð þarf að geta þjónustað allt samfélagið í kringum fjörðinn og því er málið í eðli sínu afar mikilvægt byggðamál, ekki síst fyrir þær fjölskyldur sem búa í Flatey og þurfa öruggar samgöngur og tryggan flutning á vatni, olíu og öðrum nauðsynjum sem og aðra sem dvelja í eyjunni til skemmri eða lengri tíma.

Alþingi og ríkisstjórn, sér í lagi innviðaráðherra, þarf að mati sveitarfélagsins því tafarlaust að sýna fyrirhyggju og festu í þessu máli. Tryggja þarf að Vegagerðin hafi skýra stefnumörkun til þess að vinna eftir og fjármuni til þess bregðast við þannig að tryggja megi öruggar ferjusiglingar um Breiðafjörð næsta haust ef þess er nokkur kostur. Sveitarfélagið leggur áherslu á mikilvægi þess að leita allra leiða við finna hentugt skip sem myndi geta hafið siglingar með minniháttar breytingum á hafnarmannvirkjum, á meðan verið er að undirbúa þær breytingar sem hugsaðar eru á hafnarmannvirkjum til framtíðar.

Stykkishólmur og Helgafellssveit leggur þunga áherslu á að ef önnur ferja getur ekki hafið siglingar næsta vetur þá þarf viðeigandi viðbúnað í Stykkishólmi til þess að tryggja megi betur öryggi sjófarenda, t.d. dráttarbát staðsettan í Stykkishólmi og efla sjóbjörgunargetu. Er slíkur viðbúnaður jafnframt nauðsynlegur svo hægt verði að byggja aftur upp nauðsynlegt traust á siglingum með núverandi ferju.

Stykkishólmur og Helgafellssveit fagnar þeirri skýru framtíðarsýn ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, sem innviðaráðherra hefur talað fyrir, um að framtíðarlausn í ferjusiglingum um Breiðafjörð sé að ríkið hanni og smíði nýja ferju sem hönnuð verður með tilliti til orkuskipta framtíðarinnar. Sveitarfélagið leggur hins vegar áherslu á mikilvægi þess að hraða þeirri vinnu eins og hægr er og nægjanlegt fjármagn verði tryggt í samgönguáætlun þannig að hægt verði að hefja ferjusiglingar á Breiðafirði með þeirri ferju eins fljótt og verða má.
Bæjarstjórn tekur undir ályktun bæjarráðs og leggur áherslu á að tryggja þurfi viðeigandi fjárheimildir í fjármálaátælun 2022-2026, bæði til bráðabirgðaaðgerða og til smíði nýs skips, og að fyrirliggjandi áætlanir endurspeglist í fimm ára samgönguáætlun.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 2. fundur - 18.08.2022

Lagðar fram fyrri ályktanir vegna Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu málsins.
Bæjarráð leggur þunga áherslu á að annað skip hefji siglingar yfir Breiðafjörð fyrir næsta vetur, en að öðrum kosti að tryggður verði viðeigandi viðbúnaður í Stykkishólmi til þess að tryggja megi betur öryggi sjófarenda, t.d. dráttarbát staðsettan í Stykkishólmi. Þá leggur bæjarráð þunga áherslu á að tryggja þurfi viðeigandi fjárheimildir í fjármálaáætlun 2022-2026 líkt og bent var á í fyrri ályktun sveitafélagsins og að fyrirliggjandi áætlanir endurspeglist í fimm ára samgönguáætlun. Bæjarráð vísar að öðru leyti til fyrri bókuna bæjarráðs og bæjarstjórnar sameiginlegs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar vegna málsins í júní.

Bæjarráð óskar jafnframt eftir skriflegum upplýsingum frá Vegagerðinni og Innviðaráðuneytinu um framgang málsins síðastliðna 12 mánuði, hver sé staða málsins í dag, þ.m.t. með tilliti til viðeigandi fjárheimilda, og hver sé stefnan til lengri og skemmri tíma hvað varðar ferjusiglingar um Breiðafjörð.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd (SH) - 1. fundur - 19.08.2022

Bæjarstjóri gerir grein fyrir samskiptum sínum við innviðaráðherra, innviðaráðuneytið og forsvarsmenn Vegagerðarinnar um úrbætur á hafnaraðstöðu og ferjuskipi til að tryggja öruggar ferjusiglingar milli Stykkishólms og Brjánslækjar í náinni framtíð.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd vekur athygli á að eigi gamli Herjólfur að hefja ferjusiglingar um Breiðafjörð haustið 2023 þarf að breyta og breikka ferjuaðstöðuna í Stykkishólmi og Brjánslæk. Sú framkvæmd mun taka einhverja mánuði og líkur eru á að engar ferjusiglingar verði á milli þessara staða sumarið 2023. Stór hluti ferðaþjónustufyrirtækja í Stykkishólmi er háður ferjusiglingum yfir sumarmánuðina. Nauðsynlegt er að huga að því strax hvernig eigi að mæta tímabundinni stöðvun ferjusiglinga næsta sumar.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvetur bæjarstjórn sameiginlegs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar að beita auknum þrýstingi á stjórnvöld að útvega nú þegar trausta ferju sem afkastar eigi minna en núverandi ferja jafnframt því að stjórnvöld hefji nú þegar undirbúning að framtíðarlausn ferjusiglinga yfir Breiðafjörð. Með tilliti til vaxandi sjóflutninga til og frá Vestfjörðum er mikil þörf á tíðari siglingum ferjunnar yfir vetrarmánuðina.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 3. fundur - 25.08.2022

Lagðar fram fyrri ályktanir vegna Breiðafjarðarferjunnar Baldurs.

Á öðrum fundi bæjarráðs Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar lagði bæjarráð þunga áherslu á að annað skip hefji siglingar yfir Breiðafjörð fyrir næsta vetur, en að öðrum kosti að tryggður verði viðeigandi viðbúnaður í Stykkishólmi til þess að tryggja megi betur öryggi sjófarenda, t.d. dráttarbát staðsettan í Stykkishólmi. Þá lagði bæjarráð þunga áherslu á að tryggja þyrfti viðeigandi fjárheimildir í fjármálaáætlun 2022-2026 líkt og bent var á í fyrri ályktun sveitafélagsins og að fyrirliggjandi áætlanir endurspeglist í fimm ára samgönguáætlun. Bæjarráð vísaði að öðru leyti til fyrri bókuna bæjarráðs og bæjarstjórnar sameiginlegs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar vegna málsins í júní.

Bæjarráð óskaði jafnframt eftir skriflegum upplýsingum frá Vegagerðinni og Innviðaráðuneytinu um framgang málsins síðastliðna 12 mánuði, hver staða málsins væri nú, þ.m.t. með tilliti til viðeigandi fjárheimilda, og hver sé stefnan til lengri og skemmri tíma hvað varðar ferjusiglingar um Breiðafjörð.

Á 1. fundi atvinnu- og nýsköpunarnefndar vakti nefndin athygli á að eigi gamli Herjólfur að hefja ferjusiglingar um Breiðafjörð haustið 2023 þarf að breyta og breikka ferjuaðstöðuna í Stykkishólmi og Brjánslæk. Sú framkvæmd mun taka einhverja mánuði og líkur eru á að engar ferjusiglingar verði á milli þessara staða sumarið 2023. Stór hluti ferðaþjónustufyrirtækja í Stykkishólmi er háður ferjusiglingum yfir sumarmánuðina. Nauðsynlegt sé að huga að því strax hvernig eigi að mæta tímabundinni stöðvun ferjusiglinga næsta sumar.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvatti jafnframt bæjarstjórn sameiginlegs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar til að beita auknum þrýstingi á stjórnvöld að útvega nú þegar trausta ferju sem afkastar eigi minna en núverandi ferja jafnframt því að stjórnvöld hefji nú þegar undirbúning að framtíðarlausn ferjusiglinga yfir Breiðafjörð. Með tilliti til vaxandi sjóflutninga til og frá Vestfjörðum er mikil þörf á tíðari siglingum ferjunnar yfir vetrarmánuðina.
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og nýsköpunarnefnd og staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 4. fundur - 20.10.2022

Lagt fram bréf Vegagerðarinnar vegna stöðu mála varðandi Baldur.
Lagt fram til kynningar.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 5. fundur - 27.10.2022

Lagt fram svarbréf Vegagerðarinnar við fyrirspurn 2. fundar bæjarráðs Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar varðandi framgang og stöðu mála vegna Breiðafjarðarferjunnar Baldurs.
Bæjarstjórn fagnar því að Vegagerðin hefur formlega auglýst eftir nýrri ferju sem nota eigi til siglinga yfir Breiðafjörð á meðan að unnið er að hönnun og smíði nýrrar ferju. Vegna áskilnaðar í útboði Vegagerðarinnar um leigu á skipi með kauprétti áréttar bæjarstjórn mikilvægi þess að ríkið kaupi ferju á meðan unnið er að smíði nýrrar ferju þannig að tryggja megi fyrirsjáanleika í ferjusiglingum. Þá fangar bæjarstjórn að ákalli bæjarstjórnar um bættan viðbúnað til tryggja betur öryggi sjófarenda hafi verið mætt með því að staðsetja dráttarbátinn Gretti sterka í Stykkishólmi.

Bæjarstjórn leggur þunga áherslu á að gert verði ráð fyrir kaupum á nýrri ferju í fjárlögum fyrir árið 2023 og að fjármálaáætlanir ríkisstjórnarinnar og fimm ára samgönguáætlun endurspegli þá framtíðarlausn í ferjusiglingum um Breiðafjörð að ríkið hanni og smíði nýja ferju sem hönnuð verður með tilliti til orkuskipta framtíðarinnar og nýst gæti sem varaskip fyrir Herjólf. Án samþykktra áforma og heimilda í áætlunum ríkisins, þ.m.t. viðeigandi fjárheimilda, er Vegagerðinni ekki tryggður sá rammi og sú stefnumörkun sem er nauðsynleg er til þess að stofnunin geti fest kaup á nýrri ferju á næsta ári og hafið undirbúning að hönnun og smíði nýrrar ferju ásamt nauðsynlegum breytingar á hafnarmannvirkjum.

Bæjarstjórn skorar á innviðaráðherra og Alþingi að tryggja viðeigandi fjárheimildir í fjárlögum 2023 til leigu og kaups á nýju skipi og að innviðaráðherra og Alþingi tryggi að framtíðarlausn í ferjusiglingum með smíði nýrrar ferju endurspeglist í fjármálaáætlunum ríkisstjórnarinnar og fimm ára samgönguáætlun.

Að öðru leyti er vísað til fyrir ályktana og bókana vegna málsins.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd (SH) - 2. fundur - 11.11.2022

Bæjarstjóri gerir grein fyrir áformum stjórnvalda um útvegun nýrrar ferju og úrbætur á hafnaraðstöðu og ferjuskipi til að tryggja öruggar ferjusiglingar milli Stykkishólms og Brjánslækjar í náinni framtíð. Þá eru lagðar fram ályktanir sveitarfélagsins vegna málsins.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd fagnar því að ríkið sé að stefna að kaupum á nýrri ferju á næsta ári sem nota eigi til siglinga yfir Breiðafjörð á meðan unnið sé að framtíðarlausn í ferjusiglingum um Breiðafjörð sem felst í því að ríkið hanni og smíði nýja ferju sem hönnuð verður með tilliti til orkuskipta framtíðarinnar og nýst gæti sem varaskip fyrir Herjólf.

Að öðru leyti er vísað í fyrri ályktanir sveitarfélagsins vegna málsins sem nefndin tekur heilshugar undir.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 5. fundur - 17.11.2022

Á 2. fundi atvinnu- og nýsköpunarnefndar gerði bæjarstjóri grein fyrir áformum stjórnvalda um útvegun nýrrar ferju og úrbætur á hafnaraðstöðu og ferjuskipi til að tryggja öruggar ferjusiglingar milli Stykkishólms og Brjánslækjar í náinni framtíð. Þá eru lagðar fram ályktanir sveitarfélagsins vegna málsins.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd fagnar því að ríkið stefni að kaupum á nýrri ferju á næsta ári sem nota eigi til siglinga yfir Breiðafjörð á meðan unnið sé að framtíðarlausn í ferjusiglingum um Breiðafjörð sem felst í því að ríkið hanni og smíði nýja ferju sem hönnuð verður með tilliti til orkuskipta framtíðarinnar og nýst gæti sem varaskip fyrir Herjólf.

Að öðru leyti er vísaði nefndin í fyrri ályktanir sveitarfélagsins vegna málsins sem nefndin tekur heilshugar undir.
Lagt fram til kynningar.

Hafnarstjórn (SH) - 1. fundur - 23.11.2022

Málefni Breiðafjarðarferjunnar Baldurs rædd.
Hafnarstjórn ítrekar mikilvægi þess að hafist verði handa sem fyrst við undirbúning að uppbyggingu hafnarmannvirkja til skemmri tíma fyrir ferju sem áætlað er að hefji siglingar á næsta ári og til lengri tíma fyrir ferju sem ríkið hanni og smíði með tilliti til orkuskipta framtíðarinnar. Hafnarstjórn óskar eftir kynningu frá Vegagerðinni á þeim breytingum sem fyrirhugaðar eru á ferjubryggju og stöðu ferjumála.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 6. fundur - 01.12.2022

Lagt fram erindi frá nefndarviði Alþingis þar sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar um tillögu til þingsályktunar um kaup á nýrri Breiðafjarðarferju, 56. mál.
Bæjarráð samþykkir að vísa til fyrri ályktana vegna þingsályktunar um kaup á nýrri Breiðafjarðarferju.

Bæjarráð - 10. fundur - 27.03.2023

Jóhanna Ósk Halldórsdóttir framkvæmdastjóri Sæferða kom inn á fundinn í gegnum Teams.
Málefni Breiðafjarðarferjunar Baldurs tekin til umræðu í bæjarráði. Jóhanna Ósk Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Sæferða, kemur til fundar við bæjarráð.
Jóhanna Ósk Halldórsdóttir framkvæmdastjóri Sæferða kom inn á fundinn og gerði grein fyrir stöðu Breiðafjarðarferjunnar Baldursog svaraði spurningum.

Bæjarráð fagnar yfirlýsingu framkvæmdastjóra Sæferða um að línur séu að skýrast og vilji Sæferða standi til þess að tryggja samfellu í ferjusiglingum með núverandi skipi þar til nýtt skip hefji siglingar um 15. október 2023, enda leggur bæjarráð þunga áherslu á stöðuleika í ferjusiglingum samfellu í þjónustu þar til nýtt skip hefur siglingar yfir Breiðafjörð. Bæjarráð leggur jafnframt áherslu á að Vegagerðin bjóði út rekstur nýrrar ferju sem fyrst.
Jóhanna vék af fundi.
Getum við bætt efni síðunnar?